Morgunblaðið - 28.01.2001, Page 18

Morgunblaðið - 28.01.2001, Page 18
LISTIR 18 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Við styrkjum spennandi menningarviðburði á Norðurlöndum Nú eru síðustu forvöð að sækja um styrki til norrænna menn- ingarverkefna sem ná til minnst þriggja Norðurlanda/ sjálfstjórnarsvæða. Hafið samband við skrifstofu Norræna menningarsjóðsins í Kaupmannahöfn til að fá upplýsingar, umsóknareyðublöð eða leiðbeiningar. Á vefsíðu sjóðsins má lesa um starf hans og eins hvaða verkefni hafa hlotið styrk. Pantið umsóknareyðublöð skriflega eða símleiðis, einnig er hægt að sækja þau á vefsíðu sjóðsins. Umsóknir þurfa að vera póststimplaðar í síðasta lagi 15. mars 2001 til að koma til greina við endanlega afgreiðslu þeirra í júní. Umsóknir póststimplaðar í síðasta lagi 15. september verða afgreiddar í desember. NORRÆNI MENNINGARSJÓÐURINN Store Strandstræde 18, DK-1255 København K, Danmark. Sími: +45 33 96 02 00. Netfang: kulturfonden@nmr.dk Veffang: www.nordiskkulturfond.dk ELDASKÁLINN Invita sérverslun Brautarholti 3, 105 Reykjavík Sími: 562 1420 - Netfang: eldask@itn.is Rýmingarsala – Eldhús - Böð Persónulega eldhúsið 32-48 % afslá ttur af sýn ingar innré ttingu m LISTVINAFÉLAG Hallgríms- kirkju stendur fyrir dagskrá í kirkjunni í dag, sunnudag, klukkan 17 undir yfirskriftinni Dagsöngvar um frið. Þar verður frumflutt sam- nefnt tónverk eftir Jón Hlöðver Ás- kelsson tónskáld við kvæði eftir skáldið og rithöfundinn Böðvar Guðmundsson. Flytjendur verksins eru Hlín Pétursdóttir, sópran, Guðlaugur Viktorsson, tenór, kammerkórinn Schola cantorum og Kári Þormar, orgelleikari, en stjórnandi er Hörð- ur Áskelsson. Í tengslum við frum- flutninginn verða fluttar stuttar frásagnir af stríðsátökum í samtím- anum, en frásagnirnar eru sagðar af íslenskum fréttamönnum og fólki frá Rauða krossi Íslands. Tón- skáldið Jón Hlöðver Áskelsson seg- ir að kveikja verksins hafi verið Kristintökuhátíðin á síðastliðnu ári. Hvor í sínu landinu ,,Tónverkið Dagsöngvar um frið var samið að beiðni söngmála- stjóra, Hauks Guðlaugssonar, árið 1999 fyrir Tónmenntasjóð Þjóð- kirkjunnar í tilefni af þessum merku tímamótum, 1000 ára kristnitökuafmælinu. Beiðninni fylgdi ósk um að Böðvar Guð- mundsson góðvinur minn semdi kvæðin og var sú bón borin fram með tilliti til náins samstarfs sem við höfum átt áður við sameiningu tals og tóna.“ Við hvaða verk eftir Böðvar hef- ur þú samið tónlist áður? ,,Ég hafði áður samið tónlist við tvö af leikritum Böðvars sem voru fyrstu verk Alþýðuleikhússins á sínum tíma og hétu Krummagull og Skollaleikur. Nú vorum við staddir hvor í sínu landinu, Böðvar í Dan- mörku og ég á Íslandi. Við unnum saman með hjálp rafbréfa. Böðvar stakk upp á þeim ramma að verkið næði til eins dags í bænalífi krist- ins manns frá því að hann vaknar og tekur á móti blessun og gleði morgunbirtunnar og þar til hann tekur á sig náðir. Því er tónverkið í fjórum þáttum, morgunsálmur, há- degissálmur, rökkurbæn og kvöld- bæn. Mestu átökin í efni eru í há- degissálminum, þar sem fjallað er um hvernig við höfum forsmáð góð- ar gjafir Guðs og breytt friði í ófrið og þakklæti í vanþakklæti. Ég reyni með hjálp kórs, orgels og ein- söngvara að ná fram þeirri einlægu og barnslegu trú sem við búum yfir og draga jafnframt upp dökka liti þeirra geigvænlegu afleiðinga sem slæm breytni okkar hefur kallað yfir heiminn. En á endanum er það hin ljúfa nótt sem dregur sæng- urtjöld sín yfir dagsins önn og fær- ir yfir frið, sem við þörfnumst. Af þessu má ráða að verkið hafi ákveðinn og brýnan boðskap fram að færa til áheyrenda sinna. Er boðskapurinn allur á kristilegum nótum, ef svo má að orði komast? ,,Já í besta skilningi þess orðs er það sú leiðsögn og boðun kristinnar trúar um að velja veg friðar og þakklætis, en jafnframt hörð ádeila á þá andstæðu stefnu sem mann- skepnan velur af heimsku, mis- skildu frelsi og drambi sem leiðir til óréttlætis, stríðs og tortímingar. Vonandi njóta áheyrendur einnig gleði, kærleika og friðar í Dag- söngvum um frið. Að minnsta kosti er ég mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að semja þetta verk með Böðvari og fyrir þann sóma sem því er sýndur að verða flutt af svo frábæru listafólki, sem raun ber vitni.“ Morgunsálmur Er sólin upp í austri rís og yfir löndin fer og ljóma slær á hrjóstug hraun og haf og sorfin sker þá opna þjóðir augu sín og ást þín, Drottinn, við þeim skín, gylltum akri, engirein aldintré og blómagrein, en furðulegt og fráleitt er hve fár það sér. Þá ættum við sem hlutum hvíld við hljóðrar nætur brjóst að leita þín í þökk og bæn er þvílík undur bjóst, en alltof margir í þess stað sín augu byrgja. Fyrir það er valdbeiting og myrkurmorð sem mannsins hlutverk hér á storð, því hjálpa, Drottinn, hrjáðum lýð er háir stríð. Þín ást er vís, þess vitni ber hin væna, græna jörð, hið glaða barn, hinn fleygi fugl, hin frjálsa, káta hjörð, en ormur sá er öndvert rís er enn sem fyrr í Paradís, hans ból er sérhvert byssuhlaup og brjóstin fyllt með heiftarraup, þeim grimmu hjörtum, Guð, ég bið, þinn gefðu frið. (Upphafsljóð Dagsöngva um frið) Dagsöngvar um frið Tónskáldið Jón Hlöðver Áskelsson og ljóð- skáldið Böðvar Guðmundsson hafa samið saman verk á kristilegum nótum um stríð og frið í nútímanum, sem frumflutt verður í Hallgrímskirkju í dag. Þorvarður Hjálmarsson innti Jón Hlöðver nánar um tilurð og inntak verksins. Kammerkórinn Schola Cantorum tekur þátt í frumflutningi verksins. Böðvar Guðmundsson Jón H. Áskelsson VÍNARTÓNLEIKAR verða haldnir í félagsheimilinu Hlégarði í Mos- fellsbæ í dag kl. 17. Er það í fyrsta sinn sem slíkir tónleikar eru haldnir í Mosfellsbæ og er um nokkurs konar tilraunaverkefni að ræða sem miðar að því að efla tónleikahald í bænum. Flytjendur eru Sigrún Hjálmtýs- dóttir sópransöngkona ásamt hljóm- sveit sem skipuð er Sigrúnu Eð- valdsdóttur fiðluleikara og konsert- meistara, Sigurði Ingva Snorrasyni klarínettuleikara, Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara og Páli Einarssyni kontrabassaleikara. Á efnisskránni verður hefðbundin Vínartónlist. Leiknir verða valsar og polkar, Vínarljóð og aríur eftir tón- skáld á borð við Franz Lehár, Emm- erich Kálmán og Robert Stoltz, að ógleymdum Johanni Strauss yngri, konungi Vínardansleikjanna. Hefðbundin Vínartónlist Þau Sigurður, Anna Guðný og Páll hafa starfað saman í um 15 ár og leikið við ýmis hátíðartilefni í Veislu- tríóinu. Þær Sigrún Eðvaldsdóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir hafa síðan komið inn í samstarfið, m.a. þegar Vínartónlistin hefur verið á dagskrá. „Við komum gjarnan saman í janúar, en það er sá tími ársins sem tíðkast að leika Vínartónlistina,“ segir Sig- urður. „Þetta er ákaflega góður hóp- ur. Við erum búin að spila þessa músík mikið og því hefur gengið vel að koma þessu saman. Margir halda þó að þetta sé tónlist sem auðvelt er að spila en hún er það alls ekki. Það er erfitt og vandasamt að leika þessa músík, eins og reyndar er með hverja aðra kammertónlist.“ Sigurð- ur hefur mikla reynslu af Vínartón- listinni en hann starfaði við það tvo vetur meðan hann stundaði nám í Vín að leika í hefðbundinni Strauss- hljómsveit. „Vínartónlistin hefur átt síauknum vinsældum að fagna um allan heim undan farin ár og á það ekki síður við um Ísland. Sinfóníu- hljómsveitin byrjaði að vera með Vínartónleika fyrir um 20 árum og fór það hægt af stað en nú eru þetta langfjölsóttustu tónleikar Sinfóní- unnar,“ segir Sigurður. Lífgað upp á tónleikahald „Það má segja að þetta sé nokkurs konar tilraun til að lífga upp á tón- listarlífið hér í bænum,“ segir Sig- urður Ingvi Snorrason um tilefni tónleikanna í Hlégarði. „Af þessum hópi tónlistarfólks erum við þrjú úr sveitarfélaginu, þ.e. við Anna Guðný og Diddú. Það ekki hægt að segja að það sé mikið líf í tónleikahaldi hérna en þó hafa verið haldnir tónleikar á aðventu undanfarin ár þar sem Diddú hefur sungið. Þá höfum við í Veislutríóinu verið að leika á Vínar- dansleikjum sem haldnir hafa verið á Hótel Örk í Hveragerði. Diddú söng með okkur á tónleikum nú í ársbyrj- un og í kjölfarið datt okkur í hug að tilvalið væri að slá upp dálítilli Vín- arstemmningu hér í bænum í janú- ar.“ Menningarmálanefnd bæjarins hefur síðan komið að þessu tilrauna- verkefni auk þess sem veitingastjór- inn í Hlégarði hefur veitt margvís- lega aðstoð. „Bæjarbúar hafa tekið þessari nýlundu vel, af miðasölunni að dæma a.m.k. Ég vona að þetta komi til með að vera skemmtilegur viðburður í bæjarlífinu. Þetta er náttúrulega tilraun en ef vel gengur er ekkert því til fyrirstöðu að gera þetta að árvissum viðburði,“ segir Sigurður Ingvi að lokum. Vínarstemmning Morgunblaðið/Ásdís Listafólkið Anna Guðný Guðmundsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sig- urður Ingvi Snorrason, Sigrún Eðvaldsdóttir og Páll Einarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.