Morgunblaðið - 28.01.2001, Síða 20

Morgunblaðið - 28.01.2001, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Formennska Finna í nor-rænni samvinnu veitir okk-ur ánægjulegan möguleikaá því að raða hinum sam- eiginlegu norrænu framlögum í for- gangsröð. Formennskuverkefni okk- ar, „Norðurlandabúinn 2001 hefur tvenns konar markmið; að setja af stað þau verkefni sem þegar hefur verið tekin ákvörðun um á þeim svið- um samvinnu sem fyrir hendi eru og að vera opin fyrir umbótum og nýrri og skapandi hugsun. Tilgangurinn er að taka upp spurningar sem varða hag samborg- aranna. Við verðum að takast á við þær áskoranir sem alþjóðavæðingin skapar og huga að áhrifum evrópskr- ar sameiningar á Norðurlönd. Út frá þeim grunni sprettur fjöldi spurn- inga sem leysa þarf á norrænum vettvangi. Eitt mikilvægasta verk- efnið þar er að þróa Norðurlöndin frekar sem svæði og heimamarkað. Samkvæmt núverandi uppbygg- ingu er samvinnan á milli Norður- landanna fyrsti stöpullinn, samvinna við nágrannalönd annar og sam- bandið við Evrópusambandið sá þriðji. Þessi uppbygging hefur sætt gagnrýni af mismunandi ástæðum. Meðal annars hefur verið bent á að margar spurningar snerti fleiri en einn þátt auk þess sem tekist hefur verið á um hvaða þátt Norðurlöndin eigi að leggja áherslu á. Skýrsla aldamótanefndarinnar Skýrslan sem aldamótanefndin svokallaða kynnti síðastliðið haust um hlutverk og uppbyggingu nor- ræns samstarfs gefur okkur mögu- leika á uppbyggilegri sjálfsrýni. Ég horfi með áhuga fram til fyrsta fund- ar um þessar spurningar sem nor- rænir þingmenn og samstarfsráð- herrar munu ræða í Helsinki 29.–30. janúar. Mikilvægt er þó að horfa ekki að- eins á uppbygginguna. Við eigum okkur sam- eiginleg verkefni sem rökrétt er að að eigi heima í öllum þremur stöplunum; á milli Norðurlandanna, við nágrannalöndin og í tengslum við ESB. Í fyrsta stöplinum hyggst Finnland leggja sérstaka áherslu á menntun og rannsókn- ir, þar á meðal í tölvu- geiranum, umhverfis- mál, vinnumarkaðinn og félagslega kerfið út frá réttindum nor- rænna þegna. Norræn réttindi og möguleikar sem sköpuðust á sjötta áratugnum eru jafnmikilvæg nú og áður. Í for- mennskuverkefninu höfum við lagt mesta áherslu á að láta gera „með- borgarasamning þar sem talin eru upp réttindi Norðurlandabúa. Hugs- unin að baki er sú að þessi réttindi eigi að vera ljós þeim sem flytja á milli eða til Norðurlanda og yfirvöld- um á hverjum stað sem haft er samb- and við í tenglsum við flutninginn. Verkefninu er jafnframt ætlað að ýta undir notkun þjónustusíma fyrir al- menning sem tekinn hefur verið í notkun á öllum Norðurlöndunum. Það skiptir miklu máli fyrir sjálfs- mynd og þróun norræns heimamark- aðar að ekkert hindri það að náms- menn fari á milli landa. Bæta ber möguleikana á því að fara í náms eða vinnu til annarra norrænna landa. Hvað varðar rannsóknir vill Finn- land m.a. leggja sér- staka áherslu á að skapa sérhæfða vís- indastofnum í nýjum rannsóknum. Halda verður við samkeppnis- hæfi Norðurlandanna á alþjóðavettvangi. Útbreiðsla upplýs- inga- og samgöngu- tækni er bæði ógnun og áskorun. Í norrænu samstarfi reynum við að koma á jöfnum að- gangi borgaranna að hinni nýju þjónustu. Veita verður aukna at- hygli hinni stafrænu gjá sem svo hefur verið kölluð á milli þeirra sem hafa og þeirra sem ekki hafa aðgang og þekkingu. Á sama hátt verðum við að beina athygli okkar að hinu menning- arlega upplýsingasamfélagi. Ber að styðja samrunaþróun norrænna fyrirtækja Samruni norrænna fyrirtækja á síðasta áratug hefur blásið nýju lífi í iðnaðarsamvinnuna og norrænan vinnumarkað. Þessa þróun ber okkur að styðja. Það er einnig mikilvægt að skipuleggja fólksflutninga og að fá með því endurnýjun á vinnukrafti. Stefna félags- og heilbrigðiskerf- isins fyrir tímabilið 2001–2005 skiptir máli fyrir þróun norræna heima- markaðarins. Markmiðið er að gera að engu þær landamærahindranir sem enn eru fyrir hendi gagnvart borgurunum. Í tengslum við þetta ber að íhuga að endurnýja enn einu sinni norrænar samþykktir um félagslegt öryggi og aðstoð. Á umhverfisssviðinu hefur sl. ár verið sett saman metnaðarfull stefna um sjálfbæra þróun á Norðurlönd- um. Markmið Finnlands er að hún verði sett í framkvæmd. Stefnan verður meginþema á ráðstefnu sem Norðurlandaráð skipuleggur í Ósló í byrjun apríl nk. Hitt meginatriðið í Norðurlanda- samstarfinu nu er samvinnan við ná- grannasvæðin; Eystrasaltsríkin og Norðvesturhluta Rússlands. Norður- lönd hafa veitt Eistlandi, Lettlandi og Litháen sérstakan stuðning eftir að þau endurheimtu sjálfstæði sitt árið 1991. Með þessu hefur hugtakið Norð- urlönd í raun breikkað. Hvað þingin varðar hefur Eystrasaltsráðið sam- vinnu við Norðurlandaráð og sam- skipti ríkisstjórna standa traustum fótum. Án þess að til hafi komið meiriháttar breytingar á uppbygg- ingunni höfum við skapað eins konar „áttsamvinnu á milli jafningja, svo vitnað sé í Paavo Lipponen á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík. Samvinnan við Norðvestur-Rúss- land og svæðin norðan heimskauts- baugs hefur þróast stig af stigi og opnar fyrir nýja möguleika. Eftir að Eystrasaltsríkin ganga í ESB verður Rússland eina nágrannasvæðið í austri sé litið á málið út frá samein- ingarsjónarmiði. Nú er mestur mun- ur á lífskjörum á ytri mörkum ESB á milli Finnlands og Rússlands. Stefna okkar er að auka þá samvinnu sem þegar er fyrir hendi við rússnesk yf- irvöld. Ástæða er til að leggja áherslu á þá fótfestu sem Norðurlönd hafa, á norrænu upplýsingaskrifstofuna í Pétursborg og þau tengsl sem hún hefur skapað. Hið samnorræna framlag svo og nærsvæðaverkefni einstakra nor- rænna þjóða eru mikilvæg viðbót við hinn norræna þátt ESB. Verkefnin styðja þróunina á Barentshafssvæð- inu og heimskautasvæðunum. Norð- urlöndum ber að halda áfram stuðn- ingi við að bæta kjör þeirra sem þar búa. Þar sem Finnland er einnig í forsæti Heimskautaráðsins (2000– 2002) er hægt að leggja mikla áherslu á að samræma verkefni. Meginatriði þriðja stöpulsins er samvinna við aðrar alþjóðastofnanir, samskiptin við ESB. Það er ef til vill sá hluti sem er síst sýnilegur frá sjón- arhóli borgaranna í Norðurlanda- samstarfinu. Aldamótanefndin virðist jafnvel vanmeta sameiginlega ákvarðana- töku Norðurlandanna hvað varðar ESB-málefni og innan annarra stofn- ana. Þá er það ekki síður staðreynd að slík samræming er regluleg og á sér stað á öllum stigum. Jafnvel sam- skipti hinna þriggja norrænu ESB- landa, Noregs og Íslands eru náin. Það sem hins vegar vekur eftirtekt er þegar norrænu löndin láta í ljósi óvenjulega hagsmuni og stöðu. Eðli- legt er að það gerist en það skekkir heildarmyndina. Norræn samstaða og samfélags- kerfið byggist á því sem líkt er í grundvallarverðmætamati okkar. Í alþjóðlegu umhverfi þar sem verð- mætamatið er breytilegt og í Evr- ópusambandi sem er að verða tutt- ugu þjóða stofnun er mikilvægt að samvinnan á heimavelli beinist í rétta átt, að Norðurlöndin séu sterk sem svæði og að norræn ímynd sé sýnileg og öflug. Það á að vera leiðarljós okk- ar þegar við ræðum hvernig sam- starfi okkar skuli háttað. Norræn samvinna og forgangsverkefni Í alþjóðlegu umhverfi þar sem verðmæta- matið er breytilegt og í Evrópusambandi sem er að verða tuttugu þjóða stofnun er mikilvægt að samvinnan á heimavelli beinist í rétta átt, skrifar Jan Erik Enestam; að Norðurlöndin séu sterk sem svæði og að norræn ímynd sé sýnileg og öflug. Jan-Erik Enestam Höfundur er samstarfsráðherra Norðurlanda. Grein þessi birtist í dagblöðum á Norðurlöndum í dag og á morgun. Sparidagar á Hótel Örk Holl hreyfing og útivera, skemmtun, glens og gaman alla daga. Ókeypis aukanótt Sparidagarnir lengjast um einn dag ykkur að kostnaðarlausu og hefjast nú með kynningarfundi og kvöldverði á sunnu- dagskvöld, svo að dagskráin geti byrjað af fullum krafti strax á mánudagsmorgun. Sparidagar verða: 25. feb. 4., 11. og 18. mars og 1. apríl. Verð kr. 15.900 fyrir manninn í 5 daga í tvíbýli. Aukagjald fyrir einbýli kr. 1.500 á nótt. Innifalið: Gisting, morgunverður af hlaðborði, þríréttaður kvöld- verður og eldfjörugt félagslíf alla daga og kvöld. Gleðistund á Miðgerðisbar öll kvöld. Átthagafélög í Reykjavík athugið! Nú er vinsælt að hitta gamla vini og kunningja á sparidögum á Hótel Örk. Kynnið ykkur hvenær sveitungar ykkar verða á sparidögum og bókið sömu daga. HVERAGERÐI, sími 483 4700, fax 483 4775

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.