Morgunblaðið - 28.01.2001, Side 24

Morgunblaðið - 28.01.2001, Side 24
24 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ARNA Steinsen hefur víðtæka reynslu af boltaíþróttum. Hún hefur bæði spilað með meistaraflokki í knatt- spyrnu og handbolta, auk þess sem hún hefur þjálfað stelpur í hand- og fótbolta. Þar fyrir utan er hún íþrótta- kennari og kennir báð- um kynjum leikfimi í Lækjarskóla í Hafnar- firði. Henni finnst tilhugs- unin um að þjálfa kynin saman í boltaíþróttum spennandi, að minnsta kosti upp að tíu eða tólf ára aldri en eftir það segir hún að vel mætti hugsa sér sameigin- legar æfingar 1–2 í viku. Hún telur að stelp- urnar myndu frekar græða á samvinnunni en útilokar þó ekki að slakari strákar geti haft gott af samkeppninni við hitt kynið. „Ég efast um að þetta sé framkvæmanlegt eftir tólf ára ald- ur, að minnsta kosti ekki fyrr en búið er að ala upp nýja kynslóð sem hefur vanist þessu. En auðvit- að verður að byrja einhvers staðar ef áhugi er fyrir hendi. Ég held að þetta hefði ekki verið hægt fyrir nokkrum árum, en nú eru yngri krakkarnir orðnir betri og það er til dæmis að koma upp kynslóð núna, sem hefur byrjað vel í fót- bolta. Af hverju ekki að prófa þetta?“ Hún kveðst setja spurningu við sameiginlega þjálfun eftir 12 ára vegna reynslu þeirra í FH. „Við reyndum að hafa sameiginlegar æfingar á sumrin fyrir krakka 14– 15 ára, en það gafst ekki sérlega vel. Aðeins bestu tvær til fjórar stelpurnar mættu en það er eins og hinar væru hræddar við að koma. Viðhorfið breytist eflaust, ef þau alast upp við þetta frá byrjun.“ Félagsskapurinn meira virði en metnaðurinn Arna tekur fram, að of margar stelpur hugsi meira um félagsskap- inn en metnaðinn. „Þær vilja frem- ur vera með vinkonu í liði heldur en að veljast í lið með þeim bestu, öfugt við strákana. Stelpurnar eiga frekar til að dempa sig niður en að skara fram úr. Þetta mundu strák- arnir aldrei gera! Þó að einn væri langbestur þá myndi hann samt sem áður leggja sig allan fram og þá skiptir minna máli hvort vin- urinn er samherji eða mótherji. Flestir strákanna eru í íþróttum til að ná árangri en stelpurnar virðast í meira mæli fylgja félögunum eft- ir. Ef vinkonan hættir þá hætta þær líka. Þetta myndi kannski breytast með því að blanda kynj- unum saman.“ Arna telur að metnaðarskortur stelpna og það að fáar þeirra stefni á atvinnumennsku megi rekja til uppeldis og almenns viðhorfs í þjóðfélaginu. „Foreldrar stelpn- anna sem ég þjálfa koma og horfa á leiki, en samt vantar eitthvað upp á. Mér finnst miklu meira horft á stráka en stelpur. Auk þess hafa strákarnir fyrirmyndir og sjá hvað hægt er að ná langt og vinna sér inn mikla peninga, ef maður er góður. Litlu guttarnir eru strax farnir að einblína á að verða at- vinnumenn í fótbolta. Stelpurnar hafa um nokkurt skeið haft fyrirmyndir í frjáls- íþróttum, en það er ekki fyrr en í vetur þegar Ásthildur Helgadóttir komst í atvinnumennsku í fótbolta að stelpurnar fá fyrirmynd á því sviði. Ég held aftur á móti að við höfum ekki neinar sterkar fyr- irmyndir í handboltanum sem þær geta litið til.“ Brottfall unglingsstelpna Arna, eins og fleiri íþróttaþjálf- arar, hefur áhyggjur af brottfalli unglingsstúlknanna og er mjög ósátt við það. „Strákarnir virðast fremur geta sameinað skóla, íþróttir og skemmtanir en stelp- urnar virðast eiga erfiðara með það. Í unglingaflokki má kannski sjá 3–5 stelpur sem vitað er að halda áfram en langflestir strák- anna í sama aldursflokki halda áfram.“ Það sem hún óttast við sameig- inlegar æfingar er að sumar stelp- ur myndu hætta því að þær þyrðu ekki að vera á æfingum með strák- unum. Á móti gæti hið jákvæða orðið, að brottfall stelpna á aldr- inum 13–15 ára yrði hugsanlega minna, ef þær væru búnar að ná meiri framförum en nú er. Reynsla hennar sjálfrar frá því hún var í meistaraflokki af því að spila æfingaleiki við stráka var góð. „Kannski vegna þess að fá sterk kvennalið voru hér á landi. Við spiluðum auðvitað við yngri stráka og oft við 3. flokk, en þess má geta að það voru alltaf stelp- urnar sem báðu strákana um æf- ingaleik,“ segir hún. Morgunblaðið/Árni Sæberg Viðhorf og uppeldi ýta undir metnaðar- leysi stelpna Arna Steinsen „Flestir strákanna eru í íþróttum til að ná árangri en stelpurnar virðast í meira mæli fylgja félögunum eftir.“ RAGNHEIÐUR Ólafs- dóttir hefur þjálfað frjálsíþróttafólk á öllum aldri undanfarin ellefu ár, nú síðast hjá FH. Hún fór á skólastyrk til náms í Alabama sem frjáls- íþróttamaður og útskrif- aðist þaðan sem íþrótta- fræðingur 1988. Hún er Íslandsmethafi í 800, 1.500 og 3.000 metra hlaupum, en einnig náði hún ólympíulágmarki fyrir leikana í Seoul 1988. Hún tekur strax fram, að stúlkur í sundi og frjálsíþróttum hafi það fram yfir stelpur í hóp- íþróttum að búa við ná- kvæmlega sömu aðstöðu og karlmennirnir í grein- inni. „Stelpurnar æfa með strákunum og stærsti plúsinn er, að þær æfa yfirleitt með betri íþróttamönnum en þær eru sjálfar og þær fá jafn góða þjálfara og þeir. Það er alltaf erfitt að vera best- ur í sinni grein og allir þurfa að hafa einhverja ögrun eða samkeppni til að æfingarnar verði skemmtilegar,“ segir hún. Spurning um tækifæri Aðspurð hvaða augum hún líti á sameiginlegar æfingar hjá strákum og stelpum í boltaíþróttum segist Ragnheiður í fljótu bragði ekki sjá neina galla á því. „Þetta er spurning um viðhorf og hverju krakkarnir venjast en einnig spurning um tæki- færi og jafnrétti. Ég hugsa að skyn- samlegast sé að byrja að láta þau æfa saman þegar þau eru ung og þá get- ur maður séð hvernig málin þróast. Ég efa ekki að þetta komi sér vel fyrir stelpurnar og þá ekki síst þær sem standa upp úr, því oft lendir á þeim að hvetja hinar áfram en þær hafa sjaldnast einhvern að berjast við sjálfar. Hins vegar held ég ekki að strákarnir hafi neitt slæmt af sameiginlegum æfingum. Ég sé það í frjálsíþróttunum, að samkeppnin við stelpurnar heldur strákunum á tán- um. Ég hef oft heyrt þá segja, að þeir ætli sko ekki að láta hana þessa vinna sig,“ segir Ragnheiður. Þá telur hún, að stelpurnar herðist við það að æfa með strákum, því þær vilji of oft gefast upp þótt þær eigi töluvert eftir. „Þeim er nauðsynlegt að sjá, að það þarf raunverulega að leggja á sig, ef maður vill ná árangri. Ef maður kemst í hvetjandi umhverfi þar sem maður sér að fólk leggur hart að sér þá smitast maður og finnst erfitt að leggjast niður. Þetta fann ég af eigin raun þegar ég æfði með strákunum á sínum tíma. Gall- inn við stelpur er að þær vilja svolítið draga hver aðra niður, sérstaklega ef metnaðurinn er ekki mikill í liðinu. Ragnheiður tekur fram, að munur sé á því að þjálfa stelpur og stráka en ber á móti því að þessi munur geri þjálfunina erfiðari, þó svo að um blöndun sé að ræða. Stundum sé hægt að nota sömu aðferðir en stund- um ekki. „Til dæmis getur maður ekki sagt það sama við stelpur og stráka, jafnvel þó að þau æfi saman. Kvenfólk er grátgjarnara og meiri tilfinningaverur. Sömuleiðis held ég að konur séu miklu háðari þjálfurum sínum en karlar í sambandi við við- urkenningu og hvatningu, sér- staklega í upphafi þjálfunar. Sú þró- un að konur eru farnar að stunda íþróttir fram eftir aldri er mjög já- kvæð, því þar með verða þær þrosk- aðri og sjálfstæðari.“ Ragnheiður segir að eflaust hafi aðstaða stelpa í hópíþróttunum batn- að á undanförnum árum með því að þær hafa fengið betri þjálfara og að- stöðu, en í huga hennar vakna samt margar spurningar. „Eru þjálfarar í kvennaboltanum á jafn góðum launum og þeir sem þjálfa strákana? Fá þeir jafn góðan tíma í húsunum og strákarnir? Fá stelpurnar sömu hlunnindi og strák- arnir í æfingaferðum? Í frjáls- íþróttum og sundi sitja strákar og stelpur við sama borð, þannig að fái karlarnir greiddar flugferðir þá fá konurnar það líka, en eitthvað segir mér að því sé ekki svo farið í hóp- íþróttum. Maður heyrir oft að stelp- urnar í meistaraflokki séu að selja rækjur og klósettpappír til að kom- ast í keppnisferðir. Þetta held ég að strákarnir í meistaraflokki geri ekki. Af hverju? Ég hef líka verið að velta fyrir mér styrkveitingum. Fleiri konur í ein- staklingsgreinunum fá styrki og fara á heimsmeistaramót og ólympíuleika en konur í hópíþróttum. Þær þurfa að vera afburðakonur til að gera það gott. Til dæmis er gaman að sjá hvað Ásthildur Helgadóttir stendur sig frábærlega í knattspyrnu, en velta má fyrir sér hvort umfjöllun um hana í fjölmiðlum hafi verið sambærileg við stráka sem jafnvel standa sig ekki eins vel. Samt var hún að brjóta ísinn í kvennaknattspyrnunni og verða fyrirmynd. Hún hlýtur að vera stúlkum hvatning, enda sjá þær hvaða möguleika þær geta haft.“ Sömu kröfur til kvenna Ragnheiður bendir á að karlmenn séu mjög áberandi í flestum íþrótta- greinum og sérstaklega í boltagrein- unum og löngum hafi verið talað um að konur fái ekki eins mikla umfjöll- un og karlar. „En auðvitað verður líka að gæta þess að þær hafi sömu tækifæri og karlarnir,“ segir hún. „Á móti verða stelpurnar að skilja að þær verða að leggja mikið á sig og að gerðar eru sömu kröfur til þeirra og strákanna. Það er ekki nóg að fá allt heldur verður líka að leggja sitt af mörkum. Árangur íþrótta- kvennanna eins og Völu Flosadóttur, Guðrúnar Arnardóttur og Kristínar Rósar hefur ekki orðið til úr engu, heldur hefur hann kostað blóð, svita og tár.“ Morgunblaðið/Golli Samkeppni við stelpur heldur strákunum á tánum Ragnheiður Ólafsdóttir „Gallinn við stelpur er að þær vilja svolítið draga hver aðra niður, sérstaklega ef metn- aðurinn er ekki mikill í liðinu.“ Jafnrétti fyrir stelpur og stráka Sölubúðir á sjúkrahúsum, alþjóðahópur, símsvörun, verk- stæði, skyndihjálp, sjúkravinir, unglingastarf, fataflokkun o.fl. HJÁLPARHÖND? Viljum bæta við sjálfboðaliðum Sjálfboðaliðar Rauða krossins starfa við átaksverkefni eða föst verkefni 4-10 tíma í mánuði hjá: - Vinalínu - Ungmennadeild - Kvennadeild - Sjálfboðamiðlun - Rauðakrosshúsi Starfið er fjölbreytt og uppbyggjandi, en ekki síst skemmtilegt! KYNNINGARFUNDUR KL. 20.00 MÁNUDAGINN 29. JANÚAR Í SJÁLFBOÐAMIÐSTÖÐ R-RKÍ, HVERFISGÖTU 105. Upplýsingar í síma 551 8800. Viltu rétta Taska aðeins 1.800 kr. NETVERSLUN Á mbl.is NETVERSLUN Á mbl.is Langermabolir aðeins 1.900 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.