Morgunblaðið - 28.01.2001, Side 28
28 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
STOFNUN Vatnajökuls-þjóðgarðs, sem mundi nátil Vatnajökuls og Skafta-fellsþjóðgarðs, gæti að
mati heimamanna orðið til þess að
efla verulega ferðaþjónustu og
samfélagið almennt í Austur-
Skaftafellssýslu. Umhverfisráð-
herra tekur undir þær væntingar
og telur að Vatnajökulsþjóðgarður
sé mikið hagsmunamál fyrir Horn-
firðinga sem og landsmenn al-
mennt.
Hornfirðingar leggja áherslu á
að stofnun og rekstur þjóðgarðsins
verði í nánu samstarfi við heima-
menn og að nægilegt fjármagn
verði tryggt til að koma þjóðgarð-
inum á legg og til framtíðarrekst-
urs hans. Horfa menn til þess að
þjóðgarðurinn í Skaftafelli hafi á
árum áður verið vanræktur frá
hendi hins opinbera og að slíkt
megi ekki endurtaka sig varðandi
uppbyggingu Vatnajökulsþjóð-
garðs.
Þetta kom m.a. fram á ráðstefnu
sem umhverfisráðuneytið stóð fyr-
ir á Höfn í Hornafirði um stofnun
Vatnajökulsþjóðgarðs. Ríkisstjórn-
in samþykkti í lok september á síð-
asta ári tillögu Sivjar Friðleifs-
dóttur um stofnun þjóðgarðsins
sem mun ná yfir núverandi Skafta-
fellsþjóðgarð og fylgi síðan jökul-
rönd Vatnajökuls. Á ráðstefnunni
kom fram að kurr er meðal land-
eigenda vegna kröfu fjármálaráð-
herra fyrir hönd ríkisins um þjóð-
lendur í Austur-Skaftafellssýslu og
telja þeir að kröfugerðin tengist
stofnun þjóðgarðsins, sem komi þá
hugsanlega til með að fylgja þjóð-
lendulínunni en ekki jökulröndinni.
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra sagði í setningarávarpi að nú
stæðu Íslendingar á krossgötum
varðandi stofnun þjóðgarða, enda
væri nú fyrirhugað að stofna tvo
þjóðgarða á næstu tveimur árum.
Fyrst yrði lokið við að stofna Snæ-
fellsnessþjóðgarð en síðan yrði
stefnt að opnun Vatnajökulsþjóð-
garðs á alþjóðlegu ári fjalla 2002.
Þjóðgarður stykir áform
um stofnun jöklasafns
Ráðherra sagði að stofnun þjóð-
garðsins fylgdu meiri möguleikar
en menn áttuðu sig á nú. Vatnajök-
ulsþjóðgarður yrði stærsti þjóð-
garður Evrópu og engum líkur þar
sem ís og eldur mættust á ein-
stæðan hátt. Sótt yrði um að koma
þjóðgarðinum á heimsminjaskrá
yfir einstæð náttúrufyrirbrigði og
því myndi fylgja mikil kynning er-
lendis. Meðal framsögumanna á
ráðstefnunni var Ragnar Frank
Kristjánsson þjóðgarðsvörður í
Skaftafelli og sagði hann að fjár-
magn hefði verið aukið til þjóð-
garðsins undanfarið og að nú væru
breyttir tíma frá því að menn
gleymdu þjóðgarðinum um skeið. Í
máli sínu rakti hann þróun í fjölg-
un ferðamanna til landsins á und-
anförnum árum, en þeim hefur
fjölgað gríðarlega síðustu árin. Ár-
ið 1993 komu til landsins 158.000
ferðamenn en á síðasta ári um
300.000. Alþjóða ferðamálaráðið
spáir því síðan að árið 2020 komi
hingað 500.000 ferðamenn, en aðrir
spá talsvert meiri fjölgun og að 7-
900.000 ferðamenn gætu komið til
landsins árið 2020.
Aðspurður sagði Ragnar Frank
að lítið mál væri að stjórna svo
stórum þjóðgarði ef peningar væru
fyrir hendi. Það væri hins vegar
ljóst að ekki gengi upp að miðstýra
þjóðgarðinum frá Reykjavík og að
aðalatriðið væri að samstaða
heimamanna væri fyrir hendi.
Þorbjörg Arnórsdóttir frá Hala í
Suðursveit og einn bæjarfulltrúa
Hornafjarðar sagði að bæjarstjórn
legði áherslu á náið samráð við
Náttúruvernd ríkisins og umhverf-
isráðuneytið. Hún sagði hugmynd-
ir um Vatnajökulsþjóðgarð falla
vel að mörgum hugmyndum sem
Austur-Skaftfellingar hafi verið að
vinna að á undanförnum árum og
að stofnun þjóðgarðsins ætti að
geta styrkt enn frekar þá ferða-
þjónustu sem fyrir er og stuðlað að
betra aðgengi að jöklinum og frek-
ari uppbyggingu þjónustustaða
fyrir ferðamenn.
Þá hefðu heimamenn áhuga á að
efla hvers konar rannsókna- og
vísindastarf sem tengist jöklinum,
auk þess að gera sögu og menn-
ingu héraðsins sýnilegri. Að sögn
Þorbjargar styrkir stofnun þjóð-
garðs áform um uppbyggingu
jöklasafns og jöklamiðstöðvar og
eflingu rannsókna- og vísinda-
starfa innan fyrirhugaðra Ný-
heima á Höfn.
Þorbjörg lagði jafnframt áherslu
á að í hugum heimamanna skipti
öllu máli að stofnun Vatnajökuls-
þjóðgarðs hefði ótvíræðan efna-
hagslegan ávinning í för með sér. Í
því skyni að meta þann ávinning
hefði verið haft samband við þró-
unarstofu Byggðastofnunar og
óskað eftir að sérfróðir aðilar taki
að sér að meta efnahagslegan
ávinning af stofnun Vatnajökuls-
þjóðgarðs með tilliti til eflingu
byggðar og framþróunar í atvinnu-
lífi.
„Það verður að vera gulltryggt
að nægjanlegt fjármagn komi frá
hinu opinbera til uppbyggingar og
reksturs þjóðgarðs,“ sagði Þor-
björg.
Hún sagði jafnframt að það hefði
verið reiðarslag að fá fram kröfur
þjóðlendunefndar, sem kæmu í veg
fyrir frjálsa samninga við landeig-
endur. Mörg ár tæki að útkljá þau
mál en mikilvægt væri að gera sér
grein fyrir því að kröfugerðin væri
ekki endanleg niðurstaða og mætti
ekki spilla fyrir áætlunum um
þjóðgarð eða drepa niður áhuga
landeigenda á að setja hluta lands
síns undir þjóðgarðinn.
Sigurður Sigurðarson fram-
kvæmdastjóri Jöklaferða var einn
frummælenda og sagðist hann ekki
sjá fyrir sér hagnað til skemmri
tíma litið af Vatnajökli sem þjóð-
garði, en til lengri tíma litið gæti
ferðaþjónustan hagnast á stofnun
þjóðgarðsins. „Ég á heldur ekki
von á því að róttækar breytingar
verði á stöðu ferðaþjónustunnar þó
svo að einn góðan veðurdag verði
Vatnajökull þjóðgarður. Þjóðgarð-
urinn getur skapað tækifæri en
flest þessi tækifæri hafa verið til
staðar. Samt hefur ekkert breyst.“
Að sögn Sigurðar veit enginn
nákvæmlega hvernig þjóðgarður á
Vatnajökli kemur til með að líta út,
nema hvað vitað sé að hann eigi að
ná yfir jökulhettuna. „Ég er þeirr-
ar skoðunar að hann eigi að ná yfir
meira svæði en það sem tilheyrir
nákvæmlega jöklinum sjálfum. Um
árabil hefur hann gengið fram og
til baka og allt land umhverfis jök-
ulinn er meira og minna mótað af
honum. Ég er þeirrar skoðunar að
Austur-Skaftafellssýsla öll og jafn-
vel hluti af Vestur-Skaftafellssýslu
eigi að fylgja inn í þjóðgarðinn á
Vatnajökli. Með því móti mun
ferðaþjónustan frekar geta nýtt
hann sér til framdráttar.“
Bitur staðreynd að ferðþjón-
ustan er févana og máttlítil
Sigurður sagði það bitra stað-
reynd að íslensk ferðaþjónusta,
sérstaklega utan höfuðborgar-
svæðisins, væri talsvert máttlítil
og févana. Aðeins væri um blóm-
legan rekstur að ræða yfir sum-
artímann og það væri engin til-
viljun að eigendur Flugfélags
Íslands hafi alvarlega íhugað að
hætta flugi til Hafnar yfir vetr-
armánuðina og að Flugleiðahótel
hafi velt fyrir sér að hætta rekstri
Hótels Hafnar yfir vetrartímann.
Þá væri saga Jöklaferða flestum
kunn og víti til varnaðar en með
sameiningu við önnur afþreying-
arfyrirtæki væri hugsanlegt að
festa kæmist á þau mál.
Ásmundur Gíslason formaður
Ferðamálasamtaka Austurlands
sagðist telja að Vatnajökulsþjóð-
garður kæmi til með að efla og
styrkja ímynd héraðsins. „Ég vil
líta á þennan Vatnajökulsþjóðgarð
sem allsherjar eflingu fyrir allar
atvinnugreinar, ekki bara að líta á
ferðaþjónustuna.“
Halldóra Bergljót Jónsdóttir
formaður bæjarráðs Hornafjarðar
sagðist telja að stofnun þjóðgarðs-
ins hefði jákvæð áhrif á allt sam-
félagið, iðnaðarstarfsemi, verslun
og þjónustu. Hún lagði jafnframt
áherslu á að nægilegt fjármagn
yrði að fást til stofnunar þjóð-
garðsins.
„Ef vel á til að takast þarf að
leggja nokkuð mikið fjármagn í
þetta, ekki bara nokkra tugi millj-
óna, í eflingu upplýsingamiðstöðv-
ar og aðgengi fyrir ferðamenn.
!
!
" #
!
"$ "$
"
#"
$ %!
&!
% & '
& ( ) * *
%!
+ #
' #
( ,
' #
- ,
Tryggja þarf fjármagn og
samstarf við heimamenn
Umhverfisráðuneytið hélt á dögunum ráð-
stefnu á Höfn um stofnun Vatnajökuls-
þjóðgarðs þar sem fram kom að heimamenn
telja þjóðgarðinn styrkja ferðaþjónustu og
áform um uppbyggingu jöklasafns á Höfn.
Eiríkur P. Jörundsson sat ráðstefnuna og
komst að því að kröfur ríkisins um þjóð-
lendur valda tortryggni meðal landeigenda í
tengslum við þjóðgarðinn.
Hornfirðingar telja Vatnajökulsþjóðgarð geta orðið verulega til framdráttar fyrir héraðið
Morgunblaðið/Eiríkur P.
Frá ráðstefnu umhverfisráðuneytisins á Höfn um Vatnajökulsþjóðgarð.
Frá vinstri eru Ragnar Frank Kristjánsson, þjóðgarðsvörður í Skafta-
felli, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, Hermann Hansson fund-
arstjóri, Halldóra Bergljót Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Hornafjarð-
ar, og Ásmundur Gíslason, formaður Ferðamálasamtaka Austurlands.