Morgunblaðið - 28.01.2001, Síða 29
Þessa fjármuni verðum við að fá til
að undirbúa landið til að taka við
þeim ferðamannafjölda sem við
getum átt von á að fá.“
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra sagði rétt að of litlu fjár-
magni hefði verið veitt til fjölsóttra
ferðamannastaða hingað til. „Menn
hafa skoðað hve miklu þyrfti að
kosta til á næstunni til að geta
staðið sómasamlega að því að taka
á móti þessum mikla fjölda sem nú
kemur til landsins. Það er hægt að
slá tölu á þess upphæð og hún er
um 450 milljónir króna til að bæta
úr á allra næstu árum. Þá eru ekki
inni í því nýjar stöðvar við Vatna-
jökul í sambandi við nýja þjóðgarð-
inn, enda er ekki búið að vinna það
til enda.“
Landeigendur tortryggnir
vegna þjóðlendukrafna
Að sögn ráðherra munu um 70
milljónir króna fara í uppbyggingu
ferðamannastaða og dreifast milli
þeirra staða sem fagaðilar segja að
séu í mestri þörf. „Það er öruggt
að fjármagnið mun aukast inn í
þennan geira á næstu árum.“
Aðspurð sagðist Siv ekki getað
svarað því hve mikið stjórnvöld
myndu leggja fram í sjálfan Vatna-
jökulsþjóðgarðinn, því stofnun
hans væri ennþá í undirbúningi.
„Ég finn að hér er mjög góð
samstaða um að láta þessa hug-
mynd og hugsun ganga vel og þeg-
ar það tekst munu skapast hér
störf og ég held að þau verði frek-
ar mörg, þó erfitt sé að segja til
um það núna, en ég tel að þau
muni verða mörg og muni koma á
næstu árum.“
Á ráðstefnunni kom fram að tor-
tryggni gætir meðal landeigenda í
garð hugmynda um stofnun Vatna-
jökulsþjóðgarðs eftir að fjármála-
ráðherra lagði fram kröfur um
þjóðlendur í Austur-Skaftafells-
sýslu.
Þorsteinn Sigfússon bóndi á
Skálafelli sagði að vegna eðli máls-
ins settu menn samhengi þarna á
milli.
„Í mínum huga og fleiri landeig-
enda þýðir ekkert fyrir ríkið að
koma og ræða við okkur landeig-
endur. Ég var mjög jákvæður í
sumar fyrir hugmynd um Vatna-
jökulsþjóðgarð, en eftir að mál
fóru að þróast á þennan veg fór ég
að hugsa mig um. Til þess að við
getum stofnað þetta í sátt við alla,
því það er alveg rétt að landeig-
endur þurfa að vera með í málinu
og þetta þarf að vera unnið í sátt
við þá, þá bið ég Siv um að beita
sér fyrir því að ríkið dragi þessa
línu til baka og þá skulum við tala
um málið.“
Ljóst að þjóðgarðurinn
mun stækka í framtíðinni
Siv Friðleifsdóttir sagði að línan
sem dregin var hefði komið sér í
opna skjöldu. Ráðherra sagðist
hins vegar ekki geta beitt sér fyrir
því að línan yrði dregin til baka,
enda væri nauðsynlegt vegna
stofnunar þjóðgarðsins að fá úr því
skorið hvort og hvaða eignarhald
landeigendur hefðu á jöklinum
sjálfum.
„Varðandi Vatnajökulsþjóðgarð
er það forsenda fyrir því að geta á
endanum stofnað hann að við vit-
um um eignarhaldið á jöklinum
sjálfum. Hugsanlega munu ein-
hverjir landeigendur telja að land-
ið þeirra nái upp á jökulinn. Þá er
betra að fá það fram sem fyrst til
að útkljá þá deilu. Og það er þess
vegna sem nefndin lagði til að
menn myndu fara að skoða eign-
arhaldið á þessum stað hér næst.“
Ef niðurstaðan reynist sú að
hluti af jöklinum er eignarland
verður að taka afstöðu til þess
hvort ætlunin er að hafa einkaland
innan þjóðgarðsins eða hvort reynt
verður að kaupa skikann fyrir
sanngjarnt verð. Á Snæfellsnesi er
nú verið að kaupa upp jarðir, að
sögn ráðherra, enda talið æskileg-
ast að land innan þjóðgarðs sé í
eigu ríkisins þar sem það auðveldi
talsvert stjórnun á landinu. Þá
segir ráðherra ljóst að í framtíð-
inni muni þjóðgarðurinn stækka út
fyrir mörk jökulhettunnar sjálfrar.
„Það er alveg ljóst að þjóðgarð-
urinn mun stækka. Ég held að
hann muni stækka fyrr til norðurs
og vesturs yfir svæðið þar en hing-
að suður á bóginn. Það eru svæði
eins og Kverkfjöll og Lakagígar og
fleiri svæði, friðlönd sem við eigum
hérna fyrir norðan, sem koma
sterkt inn í myndina sem svæði
sem falli inn í þennan þjóðgarð.“
Nýskr. 8.1998, 1400cc vél, 3 dyra,
sjálfskiptur, silfurgrár, ekinn 24
þ. GSM, ABS, sumardekk á
ál-felgum, spoiler, airbag
o.m.fl.
Verð 1.290 þ.
Honda Civic
Lsi
Grjóthálsi 1
Sími 575 1230/00
b
b
íla
a
lan
n
d
notaðir bílar
bilaland.is
B&L
Vikunámskeið í Heilsustofnun NLFÍ
Námskeið í streitustjórnun:
7. janúar (fullbókað) og 21. janúar (bókun
stendur yfir)
Viltu hætta að reykja?
Næstu námskeið: 14. janúar
og 4. febrúar 2001
Upplýsingar og innritun í síma 483 0300.
Taktu í taumana
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 29
Flísar
og
parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri
Útsala Útsala
Pipar & salt, Klapparstíg 44