Morgunblaðið - 28.01.2001, Síða 31

Morgunblaðið - 28.01.2001, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 31 vill prófa eitthvað nýtt og ólíkt. Helgarferð til Þórshafnar kostar ekki nema 28 þúsund krónur og eins og alkunna er þá er óvíða tek- ið betur á móti Íslendingum en ein- mitt í Færeyjum. Svona ferðir henta prýðilega þeim vaxandi fjölda landsmanna sem vilja fara fleiri og styttri og umfram allt fjöl- breyttari utanlandsferðir.“ Þú talar nú svolítið eins og ferðamálafrömuður en ekki veit- ingahúseigandi... „Þetta hangir á sömu spýtunni þegar búið er að koma upp sér- stöðu eins og við höfum gert í Fjörukránni. Eitt sem væri gaman að gera er að fara í víking með vík- ingahátíðirnar í bókstaflegum skilningi. Ég hef gert talsvert af því, þ.e. farið með víkingahátíðir á ferðaráðstefnur og þess háttar. Við getum margt lært, t.d. af frændum okkar Dönum, um það hvernig ekki á að koma undir núllinu frá svoleið- is uppákomum. Á meðan þeir eru að selja frægu dönsku pylsurnar sínar erum við að gefa lambakjöt. Við gætum farið með tjöld og vík- inga til erlendra stórborga. Þetta er svo nýstárlegt að með góðri skipulagningu væri auðvelt að fá úthlutað góðum stað til að slá tjöld- unum niður og ekki er vandamál að fá kynningu í blöðum og ljósvaka- miðlum. Það væri nú ekki vanda- mál að selja hundrað lambsskrokka á dag beint af grillinu í víkinga- tjöldum. Við getum kallað þetta farandveitingastað. Reyndar förum við með víkingahátíð til Færeyja næsta sumar og höldum líklega aðra slíka á Seyðisfirði áður en við stígum um borð í ferjuna. Svona getum við kynnt landið og þjóðin myndi stórgræða. Fara þangað sem milljónirnar eru. Við gerðum þetta svolítið hér á árum áður en í seinni tíð er ég orðinn værukærari. Núna er samt komið svo ferskt og duglegt fólk til liðs við fyrirtækið að það er aldrei að vita hvað verð- ur. Það gæti verið gaman að taka aftur til hendinni á þessu sviði, ég hef nefnilega trú á þessu landi og mikilsvert að laða hingað fleiri gesti, ekki síst utan hins hefð- bundna ferðamannatíma. Ég er nú sjálfur kominn út í svo miklu meira en bara að selja mat og drykk að maður má eiginlega aldrei slá slöku við. Hins vegar hefur nýting á gistirýminu í Vestnorden-húsinu farið vel af stað. Það er enn lítil reynsla, en gestir eru farnir að koma og ferðaskrifstofur og fyr- irtæki í bænum sem eru stöðugt með erlenda viðskiptavini hafa sýnt þessu mikinn áhuga. Ástæða er því til að vera bjartsýnn þar.“ Af því þú nefnir bæinn Hafn- arfjörð, hvernig er að reka þar fyr- irtæki, hvað þá svona gustmikið fyrirtæki? „Ég efast ekki um það eitt augnablik að ég hef oftar en einu sinni reynt á þolrif ráðamanna í bænum og staðreynd að ég hef oft ekki haft leyfi til að gera sumt af því sem ég hef verið að brasa. Samt sem áður hef ég grun um að hvergi nema í Hafnarfirði hefði ég fengið að göslast svona áfram, t.d. hafa byggingaryfirvöld verið afar skilningsrík og sveigjanleg og ég hef svo sannarlega þurft á því að halda þar sem ég hef stöðugt verið að breyta og bæta við friðað hús. Ég held líka að þetta hefði hvergi getað gengið svona vel nema ein- mitt í Hafnarfirði. Sjáðu t.d. vík- ingaveislurnar og þann snara þátt í þeim að ræna gestunum og færa þá til veislunnar. Það er talsvert miklu meiri sjarmi að gera það ein- hvers staðar í Heiðmörkinni en kannski á Laugaveginum. Með þetta og margt fleira í huga má því staðhæfa að ég gæti ekki verið á betri stað með fyrirtæki mitt.“ „Það er nú svo, að þótt víkingastíllinn og hátíðirnar séu enn snar þáttur í starfsem- inni verður fleira að koma til. Þetta er líka svo jákvætt við eigum að heimsækja ná- granna okkar og þeir okkur.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.