Morgunblaðið - 28.01.2001, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
UMRÆÐUR UM HÆSTARÉTT
Þær umræður, sem staðiðhafa síðustu daga umHæstarétt eru gagnlegar,
bæði fyrir réttinn sjálfan og líka
fyrir almenning. Það er sjaldgæft
að fram fari umræður um Hæsta-
rétt og vinnuaðferðir réttarins og
dómara hans. Þess vegna er mikil
fjarlægð á milli æðsta dómstólsins
og þjóðarinnar.
Flestar kynslóðir íslenzkra lög-
fræðinga hafa fengið það uppeldi í
lagadeild Háskóla Íslands að
Hæstiréttur sé nánast óskeikull
og niðurstöður hans skuli ekki
dregnar í efa. Vafalaust hefur
þetta viðhorf breytzt í lagadeild-
inni hin síðari ár enda væri annað
úr takt við þá breytingu, sem orð-
ið hefur á tíðaranda. Í eina tíð var
ekki höfð uppi gagnrýni á forseta,
biskup og Hæstarétt. Sú afstaða
þykir ekki lengur við hæfi. Í opnu
og lýðræðislegu samfélagi eins og
okkar Íslendinga eiga menn held-
ur ekki að hafa áhyggjur af því,
þótt hart sé tekizt á í umræðum
um málefni eða í þessu tilviki
stofnanir. Slíkar umræður hreinsa
andrúmsloft og skýra línur.
Síðustu árin hefur Hæstiréttur
legið undir gagnrýni fyrir það, að
dómar hans séu ekki nægilega
skýrir. Þetta á bæði við um dóm-
inn í Öryrkjabandalagsmálinu og
eins og menn muna var sú gagn-
rýni einnig höfð uppi vegna dóms
Hæstaréttar í máli því, sem Valdi-
mar Jóhannesson höfðaði vegna
fiskveiðimála. Það skiptir ekki
máli í þessu sambandi, hvort
menn telja þessa gagnrýni sann-
gjarna eða ósanngjarna. Hitt vek-
ur athygli að hún kemur upp aftur
og aftur. Þá er ekki óeðlilegt að
sú spurning vakni, hvort dómarar
Hæstaréttar hafi yfir að ráða
nægilegum fjölda löglærðra að-
stoðarmanna til þess að kafa ofan
í flókin mál. Staðreyndin er að
álitamálin í okkar samfélagi hafa
orðið stöðugt umfangsmeiri og
flóknari. Það kallar á aukna vinnu
stjórnmálamanna til þess að setja
sig inn í mál og það sama á t.d.
við um starfsmenn fjölmiðla.
Dómstólar hljóta að vera í sömu
stöðu. Er hugsanlegt að gagnrýn-
in um óskýra dóma byggist á því,
að dómarar Hæstaréttar hafi ein-
faldlega ekki viðunandi aðstöðu
og aðstoð til að kynna sér máls-
efnin nægilega vel?
Umræðurnar um Hæstarétt
vekja líka spurningar um það,
hvort þær aðferðir sem notaðar
eru til þess að velja dómara í rétt-
inn eigi lengur við. Lögfræðingar
sækja um embætti dómara við
Hæstarétt. Rétturinn sjálfur
fjallar um umsóknir og kveður á
um, hvort umsækjendur séu hæfir
og ráðherra skipar. Það hefur
augljóslega mikla þýðingu að
Hæstarétt skipi fólk með djúpa
þekkingu á lögvísindum. Er nægi-
lega vel tryggt með núverandi
kerfi að svo sé? Það má draga í
efa.
Umræðurnar undanfarna daga
snúast um það, hvort forseti
Hæstaréttar hefði átt að svara
bréfi forseta Alþingis. Enginn
dregur í efa rétt forseta Alþingis
til að senda forseta Hæstaréttar
bréf. Í sjálfu sér getur enginn
dregið í efa rétt forseta Hæsta-
réttar til að svara bréfinu og allra
sízt þegar í ljós er komið að
meirihluti dómara í réttinum var
sammála því að bréfinu skyldi
svarað.
Hitt getur verið meira álitamál,
þegar í ljós er komið, að fjórir af
níu dómurum í réttinum voru and-
vígir því að bréfinu yrði svarað,
hvort það var hyggilegt af forseta
réttarins að ganga gegn vilja svo
stórs minnihluta dómara. Þar hef-
ur forseti réttarins þurft að vega
og meta annars vegar þá hags-
muni sem að réttinum snúa og
hins vegar mikilvægi þess, að ekki
ríki óvissa í samfélaginu um það,
hvort draga mætti þá ályktun af
dómi Hæstaréttar í máli Öryrkja-
bandalagsins að frumvarp ríkis-
stjórnarinnar, sem nú er orðið að
lögum væri brot á stjórnarskrá
lýðveldisins. Óneitanlega eru
miklir almannahagsmunir tengdir
því, að slík óvissa sé ekki til stað-
ar og þess vegna hefur forseti
Hæstaréttar ákaflega sterk rök
fyrir sinni ákvörðun, þótt hún hafi
verið erfið miðað við aðstæður
innan réttarins.
En jafnframt hefur ekkert kom-
ið fram, sem bendir til, að ágrein-
ingur hafi verið milli dómara
Hæstaréttar um efnisatriði í bréfi
forseta réttarins.
Engum þarf að koma á óvart,
þótt lögfræðinga greini á um
þetta atriði. Í grein í Morgun-
blaðinu í gær segir Davíð Þór
Björgvinsson, prófessor við laga-
deildina, sem nú er dómari við
EFTA-dómstólinn í Lúxemborg:
„Þannig eru bréfaskriftir forseta
Alþingis og forseta Hæstaréttar
óvenjulegar en kunna að réttlæt-
ast af þeim sérstöku aðstæðum og
mjög svo hörðu deilum, sem dóm-
ur Hæstaréttar hefur vakið.“
Í Morgunblaðinu sl. fimmtudag,
sagði Páll Sigurðsson, prófessor
við lagadeildina, hins vegar:
„Hvernig sem á er litið var þar
a.m.k. gengið fram á yztu nöf
varðandi eðlilega og leyfilega
stjórnarhætti. Og það má einnig
vissulega halda fram með fullum
rökum, að gengið hafi verið fram
af brúninni.“
Það er með rökræðum sem
þessum, sem smátt og smátt verð-
ur til nýr skilningur á því í hvaða
farveg eðlilegt er að þróa Hæsta-
rétt við breyttar þjóðfélagsað-
stæður. Slíkar umræður eru af
hinu góða.
Þ
EGAR George W. Bush sór
embættiseið sem forseti
Bandaríkjanna um síðustu
helgi eignuðust Bandaríkin
nýjan forseta. Eftir átta ára
valdatímabil demókrata hafa
repúblikanar náð völdum í
Hvíta húsinu á nýjan leik.
Þetta mun vafalítið leiða til töluverðra breytinga
og að minnsta kosti umfangsmikilla vangaveltna
um það í hverju breytingarnar verða fólgnar.
Atburðir síðustu helgar eiga sér hins vegar
einnig aðra hlið því að maður, sem um átta ára
skeið hefur gegnt embætti forseta Bandaríkj-
anna, tekur nú við hlutverki hins „óbreytta borg-
ara“ á nýjan leik.
Líkt og ávallt þegar Bill Clinton á í hlut ganga
hlutirnir ekki hávaðalaust fyrir sig. Síðustu dagar
hafa einkennst af miklum vangaveltum um marg-
víslegar embættisgjörðir forsetans áður en hann
lét af embætti, ekki síst náðanir Clintons síðustu
dagana, sem hann var forseti. Má nefna sem dæmi
mál Marc Rich, sem verið hefur landflótta í um tvo
áratugi, (og kom við sögu í tengslum við hugs-
anlega sölu á íslenzkri skreið fyrr á árum) en hann
er sakaður um að hafa átt viðskipti við Íran í trássi
við viðskiptabann Bandaríkjastjórnar á sínum
tíma. Komið hefur í ljós að Denise Rich, fyrrum
eiginkona Marc Rich, var mikilvægur styrktarað-
ili Hillary Clinton í kosningabaráttu hennar í New
York. Var saksóknarinn, sem fór með málið í New
York, ekki látinn vita af því, að Clinton hygðist
náða viðkomandi.
Andstæðingar Clintons telja þetta enn eina
sönnun þess, að hann hafi aldrei látið siðferði
flækjast fyrir sér í störfum sínum. Stuðnings-
menn hans telja málið smávægilegt.
Að mörgu leyti endurspeglar þetta þær deilur
sem verið hafa í gangi frá því að Clinton tók við
embætti.
Það er hins vegar ekki síður forvitnilegt að velta
því fyrir sér hvað taki við nú þegar hann lætur af
embætti. Að mörgu leyti eru demókratar í nýrri
stöðu. Clinton er fyrsti forsetinn úr röðum demó-
krata í um hálfa öld sem náði endurkjöri, eða frá
því Franklin D. Roosevelt gegndi embættinu.
Hann er sömuleiðis einungis 54 ára gamall, fullur
af orku og langt frá því að setjast í helgan stein.
Engum dettur í hug að Clinton muni nú hætta af-
skiptum af stjórnmálum og sjálfur gaf hann sterk-
lega til kynna, er hann ávarpaði stuðningsmenn
sína á Andrews-flugvelli um síðustu helgi, að hann
ætlaði sér áframhaldandi hlutverk í bandarískum
stjórnmálum.
Það veit hins vegar enginn hvert það hlutverk
verður. Í fjölmiðlum hefur verið gælt við þá hug-
mynd að Clinton muni bjóða sig fram sem borgar-
stjóri New York, með þeim rökum að það sé eina
starfið í landinu sem sé honum samboðið. Þá hafa
borist fréttir af því að sjónvarpsstöðvar hafi reynt
að falast eftir starfskröftum forsetans.
Löng hefð er fyrir því í bandarískum stjórn-
málum að forsetar hverfi af vettvangi og láti lítið
fyrir sér fara þegar forsetatíð þeirra lýkur. Þann-
ig hefur ekki borið mikið á George Bush, frá því að
hann lét af störfum fyrir átta árum, og það sama
má segja um Gerald Ford. Raunar á það sama við
um Jimmy Carter, þó svo að hann hafi nú á síðustu
árum látið til sín taka á ýmsum sviðum, m.a. í
tengslum við lausn deilumála á Haiti og í Norður-
Kóreu.
Það á þó vart við Bill Clinton að sitja lengi að-
gerðalaus og því má gera ráð fyrir að ekki muni
líða á löngu áður en að hann lætur að sér kveða á
nýjan leik.
Sú staðreynd er líklega fremur áhyggjuefni fyr-
ir leiðtoga Demókrataflokksins en fyrir hinn nýja
forseta repúblikana. Clinton gnæfir yfir flokks-
bræður sína og líklegt er að þeir, sem sækjast
munu eftir því að verða talsmenn flokksins, muni
eiga undir högg að sækja, verði hann enn til staðar
á hinu pólitíska sviði. Á það jafnt við um leiðtoga
demókrata í þinginu, s.s. Richard Gephardt og
Tom Daschle, sem Al Gore, forsetaefni flokksins í
síðustu kosningum. Taki Clinton þá ákvörðun að
hafa áframhaldandi afskipti af bandarískum
stjórnmálum yrði hann óhjákvæmilega helsti leið-
togi Demókrataflokksins. Ekki má heldur útiloka
að hann verði fenginn til að einbeita sér að lausn
alþjóðlegra deilumála, til dæmis með því að skipa
hann sendiherra yfir ákveðnum málaflokki. Þar
myndi hin mikla reynsla hans vafalaust nýtast til
fulls, auk þess sem það myndi auðvelda flokks-
bræðrum hans að finna sér nýjan leiðtoga fyrir
næstu forsetakosningar.
Clinton-árin og
stéttaskipting
Árin sem Clinton
gegndi embætti voru
viðburðarík. Banda-
ríkin bjuggu við ein-
staka hagsæld en jafnframt var á stundum
stormasamt, jafnt á alþjóðavettvangi sem í kring-
um sjálft forsetaembættið. Því má nú búast við því
að miklar umræður fari í gang um hvað hafi ein-
kennt Clinton-tímabilið og hver sé niðurstaða
þess.
Francis Fukuyama, prófessor í stjórnsýslu-
fræði við George Mason-háskóla í Washington, er
einn þeirra sem að undanförnu hafa ritað greinar
um arfleifð Clintons. Fukuyama segir í grein í
Wall Street Journal að flest hafi þróast til betri
vegar í stjórnartíð Clintons, að minnsta kosti ef
tekið sé mið af tölfræðilegum upplýsingum um
hagi Bandaríkjamanna. Til að mynda hafi dregið
verulega úr glæpatíðni, um 20% á landsvísu og
mun meira á sumum stöðum s.s. í New York.
Þetta hafi haft margvíslegar afleiðingar í för með
sér, til dæmis að millistéttin hafi á nýjan leik getað
lagt undir sig miðsvæði stórborganna. Þá hafi
þungunum táningsstúlkna fækkað og hjónaskiln-
uðum sömuleiðis.
Heildarmyndin er hins vegar mun flóknari en
tölfræðin gefur til kynna, segir Fukuyama. Það
eigi til að mynda við um stéttaskiptingu. Á sjötta
áratugnum hafi almennt verkafólk yfirleitt getað
skilgreint sig sem millistéttarfólk út frá sjónar-
miðum þess tíma. Það átti hús, bíl og þvottavél.
Þekkingarsamfélag tíunda áratugarins hafi
hins vegar orðið til að búa til nýja gjá er þrýsti
verkafólki niður þjóðfélagsstigann en ýtti milli- og
yfirstétt upp.
Þetta er að hans mati m.a. skýringin á þeirri
reiði sem greina mátti meðal bandarískra verka-
manna í garð alþjóðavæðingar og NAFTA, frí-
verslunarsamnings ríkja Ameríku, á sama tíma og
millistéttin tók efnahagsstefnu Reagan-áranna í
sátt.
Menningarlega séð átti sér hins vegar stað
ákveðin samræming þar sem börn eftirstríðskyn-
slóðarinnar urðu sífellt „hefðbundnari“ í hugsun
og tóku hin viðteknu fjölskyldugildi upp á sína
arma.
Hinir efnuðu í Bandaríkjunum urðu, svo notuð
séu orð Fukuyama, „ótrúlega ríkir“ í stjórnartíð
Clintons. Það sem þótti mikið á Reagan-tímanum
er í dag skiptimynt í augum auðmanna.
Fukuyama segir að sjálfsmynd hinna ríku hafi
einnig breyst verulega á þessum tíma. Í augum
margra séu Reagan-árin tímabil „græðginnar“,
þrátt fyrir að í stjórnartíð Clintons hafi þau tákn,
sem yfirleitt eru notuð til marks um það, verið enn
meira áberandi. Þetta telur hann að megi rekja til
þess að kynslóðin, sem kennd er við börn eftir-
stríðsárakynslóðarinnar (á ensku babyboomers)
hafi þá fyrst auðgast. Þetta eigi ekki síst við um
starfsmenn fjölmiðla, sem ekki hafi lengur getað
bent með fyrirlitningu á þá er högnuðust vel.
Þetta dugir þó ekki til. Hinum nýríku gat liðið
vel vegna þess að þeir voru fulltrúar eins konar
„bóhemískrar borgarastéttar“. Þeir sem henni til-
heyra sjá ekkert athugavert við það að láta efna-
hyggjuna ráða ferðinni í einu og öllu ef menn hafi
réttar skoðanir á ákveðnum málefnum: um-
hverfismálum, kynþáttamálum, jafnréttismálum
og fátækt.
Fukuyama segir Clinton-hjónin vera hina full-
komnu fulltrúa þessarar þróunar. Þau trúi því í
einlægni að hin góðu áform þeirra réttlæti við-
skipti þeirra, meinsæri og svimandi háar greiðslur
fyrir útgáfusamninga.
Að mati prófessorsins má einnig greina þver-
sagnir þegar litið er á samskipti hvítra og svartra í
Bandaríkjunum. Þótt staða blökkumanna hafi
batnað að nær öllu leyti, ef tekið er mið af tölfræði,
virðist sem gjáin á milli hvítra og svartra haldi
áfram að breikka. Þrátt fyrir allt tal Clintons um
sættir kynþáttanna segir hann bilið halda áfram
að breikka. Þetta hafi komið í ljós í réttarhöld-
unum yfir O.J. Simpson og einnig í nær órofnum
stuðningi blökkumanna við Al Gore í síðustu for-
setakosningum. Þetta telur hann benda til þess að
bilið á milli hvítra og svartra í Bandaríkjunum sé í
auknum mæli menningarlegt en ekki efnahags-
legt.
Þversögn
Clinton-
tímabilsins
Allt þetta segir Fuku-
yama bera að sama
brunni. „Þegar upp er
staðið eru djúpstæð-
ustu breytingar Clin-
ton-áranna menning-
arlegar fremur en efnahagslegar. Það er
skýringin á helstu pólitísku þversögn tímabilsins:
Hvers vegna einhver íhaldssamasti forseti Demó-
krataflokksins var jafn hataður af hægrimönnum
og raun ber vitni og tókst að skipta bandarískum
stjórnmálum í fylkingar betur en nokkrum öðr-
um.“
Skýringuna segir hann vera að Clinton-hjónin
hafi verið „bóbosar“, bóhemískir fulltrúar borg-
arastéttarinnar. Sjálfhverf, valdagírug og upptek-
in af efnishyggju. Þau hafi hins vegar ekki skil-