Morgunblaðið - 28.01.2001, Qupperneq 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 37
!
"
#
$ %
&
' ( )
*
! "
"
# "
$ # "
"
%
" " &%
& "
' & ( &)*+ "
" + &)+ $
!"
# $" "
% " &
! " #
$% %$%
! "
# $% " "
& '! ( & "
) * ( * ("
* " + ,
! " #
! "#
! " # !#$$
!
!
!" #
$ % &' "
( ' !" ' )
% #
!"
% # '
% #
%
#% " # #
!" # '
#% * * *+ ,
Móðursystir mín kvaddi þennan
heim hinn 12. janúar sl. Hún var
aldrei kölluð neitt annað en Gunna
frænka innan fjölskyldu okkar,
gilti þá einu hvort fólk var skylt
henni eða ekki. Gunna frænka bjó
lengi vel við Sólvallagötu í Reykja-
vík. Fyrir mig voru heimsóknir til
hennar eins og að ganga inni í æv-
intýri því garðurinn við húsið sem
hún bjó í var með mörgum stórum
tjám og fyrir mig sem kom úr trjá-
leysinu á Vestfjörðum var ákveðin
dulúð yfir þessu.
Aldrei kom neinn að tómum kof-
unum hjá henni Gunnu frænku,
alltaf gat hún skellt upp veislu-
GUÐRÚN BJÖRG
ÞORSTEINSDÓTTIR
✝ Guðrún Björg Þorsteinsdóttirfæddist á Reyðarfirði 10. októ-
ber 1921. Hún lést á Landakoti
hinn 12. janúar síðastliðinn.
Guðrún bjó í Reykjavík mestan
hluta ævi sinnar.
Útför Guðrúnar fór fram í kyrr-
þey 17. janúar.
borði með engum fyrirvara og allt-
af átti hún til fullan pott af heima-
gerðum ávaxtagraut. Nú seinni
árin eftir að ég fluttist suður og
stofnaði eigin fjölskyldu var það
ávallt hluti af Reykjavíkurferð að
koma við hjá Gunnu frænku í Aust-
urbrúninni þar sem hún bjó síðustu
árin. Henni fannst gaman að fá að
fylgjast með börnum mínum vaxa
og dafna og þar voru nú ekki síðri
veisluborðin, staflarnir af vöfflum
og meðlæti. Nú seinni árin hafa
verið Gunnu frænku erfið, hún hef-
ur oft dvalið á spítala og síðustu
mánuðina var hún á öldrunardeild
K-2 á Landakoti, vil ég fyrir hönd
aðstandenda færa starfsfólkinu þar
bestu þakkir fyrir umönnun henn-
ar sem og starfsfólki hjartadeildar
Landspítalans í Fossvogi.
Hvíl í friði, Gunna frænka.
Hrefna Höskuldsdóttir.
Gunna frænka, undir því nafni
þekktu allir mínir vinir þig, því þú
varst frænka með stóru Fi. Fyrst
man ég eftir þér þegar þú fluttir til
Ísafjarðar, þá voruð þið systurnar
þrjár, þú, Stína og Gulla mamma
mín, allar við reksturinn á veit-
ingastaðnum Uppsölum og allar að
ala mig upp. En ekki veitti af að
eiga þrjár mömmur. En það var
fyrst eftir að ég flutti til Reykja-
víkur með börnin mín þrjú að ég
kynntist því hvað það var gott að
eiga þig að, elsku Gunna frænka.
Þú varst alltaf boðin og búin að
passa fyrir mig og aðstoða mig á
allan hátt og alltaf komum við til
þín í sunnudagsmatinn. Ég veit vel
að oft áttir þú erfiða tíma og fékkst
lítið til að tala um þá, en það var
eins og þú værir að bæta það upp
með því að hugsa um mig og börn-
in mín.
Núna þegar við erum að taka
saman eigur þínar rifjast svo
margt upp, strumpaplatan er enn
til eins og fyrir tuttugu árum,
borðar sem þú varst vön að setja í
hárið á Gullu og Hrafnhildi og svo
margt annað. Gunna mín, ég kveð
þig með miklu þakklæti og ég veit
að þú ert hvíldinni fegin eftir erfið
veikindi undanfarin ár. Guð blessi
þig og minninguna um þig.
Rannveig Höskuldsdóttir.
✝ Katrín SigríðurGuðmundsdóttir
var fædd á Enni í
Engihlíðahreppi,
Húnavatnssýslu,
hinn 13. mars 1931.
Hún lést 19. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Guðmundur Hall-
dórsson, f. 14. júlí
1902, d. 8. júlí 1944,
og Halldóra Karls-
dóttir, f. 15. október
1906, d. 18. septem-
ber 1984.
Katrín giftist
Karli Steingrímssyni, f. 25. sept-
ember 1927, hinn 15. mars 1952
og varð þeim tveggja barna
auðið. Þau eru: 1) Guðmundur,
f. 4. september 1953, kona hans
er Ratree Sombonn, f. 7. febrú-
ar 1966. Guðmund-
ur á einn son, Karl,
f. 11. júlí 1984. 2)
Hanna, f. 10. des-
ember 1958. Henn-
ar maður er Rúnar
Westmann, f. 31.
maí 1959. Börn
þeirra eru Eva, f.
13. október 1982,
og Rúnar, f. 26. júlí
1998. Fyrir átti
Hanna Katrínu
Lind Guðmunds-
dóttur, f. 22. sept-
ember 1975. Ólst
hún upp hjá afa sín-
um og ömmu, Katrínu og Karli.
Sambýlismaður Katrínar Lindar
er Jóhann Eyþórsson, f. 8. októ-
ber 1977.
Útför Katrínar var gerð frá
Akureyrarkirkju 26. janúar.
Er við lítum um öxl
til ljúfustu daga
liðinnar æfi.
Þá voru þar stundir
í vinahópi
sem veittu okkur
mesta gleði.
(milo.)
Mig langar í örfáum orðum að
minnast Katrínar Guðmundsdóttur
eða Kæju eins og hún var alltaf
kölluð, hún var gift Karli Stein-
grímssyni móðurbróðir mínum.
Mér finnst að hún hafi verið
meira tengd mér en bara mágkona
mömmu, eins og ömmustelpan mín
sagði: Er hún Kæja ekki pínulítið
frænka okkar eins og Dændi
frændi (Karl Steingrímsson) sagði
ég, við áttum hana öll: Kæja var svo
ljúf og góð kona, sem vildi öllum
vel, tók alltaf á móti okkur brosandi
með opinn faðminn.
Minningarnar frá bernsku minni
eru heimsóknir í Ránargötu 10, þar
sem þau Dændi bjuggu og hafði ég
unun af að máta jakkana hennar
slæðurnar og ekki síst skóna.
Minntist hún oft á þetta. Svo fluttu
þau í Ránargötu 1, þar bjuggu afi
og amma á neðri hæðinni og fjöl-
skyldan mín í Ránargötu 19 það var
stutt að fara á milli húsanna og
lagði maður mikið á sig til að
hlaupa eftir götunni þó að veður
væri vont og myrkrið stundum ógn-
vekjandi.
Við ræddum stundum um gömlu
góðu dagana þá kallaði hún mig Im-
bigó því ég hafði átt erfitt með að
bera nafnið mitt fram sem barn.
Það var gaman þegar hún var að
kenna mér að dansa á eldhúsgólf-
inu sínu og oft var hún búin að laga
á mér hárið því hún sagði að ég
væri svo mikil pjattrófa. Já, Kæja
átti alltaf tíma handa mér. Hún átti
fallegt heimili, las mikið og hafði
mjög gaman af að ráða krossgátur.
Mikill vinskapur var á milli fjöl-
skyldna okkar og var oft glatt á
hjalla í afmælum og jólaboðum hjá
mömmu og pabba og mikið var
gaman þegar Dændi tók upp harm-
onikkuna og allir fóru að syngja.
Þessar stundir lifa í minning-
unni. Fyrir nokkrum árum fluttu
þau í Skarðshlíðina og áttu ynd-
islega íbúð og þangað flutti móðir
mín líka fyrir skömmu svo enn var
stutt að heimsækja þau öll þegar ég
kom í bæinn og gott að systkinin
voru nálægt hvort öðru.
Elsku Kæja! Lífið þitt hefur ekki
verið dans á rósum, hvað heilsufar
snertir, þú hefur mátt þola veikindi
sem buguðu þig að lokum, þó þú
hafir barist hetjulega en alla tíð er
það aðeins einn sem ræður og við
lútum að hans vilja.
Kæja mín ég kveð þig og þakka
fyrir alla okkar skemmtilegu
stundir því þær voru margar.
Elsku Dændi, ég og fjölskyldan
mín biðjum góðan guð að styrkja
þig og fjölskylduna þína í þessari
miklu sorg um leið og við þökkum
fyrir allt.
Ingibjörg Jónsdóttir.
Elsku æskuvinkona, þá er komið
að leiðarlokum um sinn, ekki svo að
mig grunaði það ekki þegar ég var
hjá þér í sumar og sá hvað þú varst
orðin veik þá þegar. En maður
heldur alltaf í vonina í lengstu lög.
Það á eftir að vera skrítið að koma
norður fyrir mig og fjölskylduna
alla, þegar þú ert horfin okkur,
engin Kaja í Ránargötu 1 eða
Skarðshlíðinni. Það verður skarð
fyrir skildi þar sem ég sit, núna
rétt eftir að Hanna Dóra, dóttir þín
hringdi í mig og lét mig vita að þú
værir látin.
Nú flykkjast að mér gamlar
minningar, allt frá því við munum
eftir okkur í innbænum, þá litlar
stelpur í búaleik undir bátnum
hans afa þíns fyrir framan Frið-
bjarnarhúsið, setjandi tjöru í fötin
okkar og fá bágt fyrir. Eða að reka
kýrnar í veg fyrir afa þinn, sem rak
þær fram fyrir Krókseyri á daginn
og við að sækja þær á kvöldin og
koma þeim í fjós. Þá man ég þegar
við eignuðumst sparksleða og skófl-
ur. Fundum okkur ísjaka og ýttum
frá landi fyrir innan Leirugarð, svo
hætti skóflan að botna og jakinn í
tvennt. Okkur var bjargað af ung-
um manni, honum Hauki sem
seinna varð helmingurinn af Hauki
og Kalla manninum þínum, en þeir
spiluðu um allt á böllum og allir
eldri Akureyringar þekkja vel. Já,
það streyma að mér minningar af
samveru okkar, bæði á Akureyri og
fyrir sunnan og síðast í Hveragerði.
Þótt þú værir á Akureyri og ég fyr-
ir sunnan, var aldrei langt á milli
okkar, ekki síst þau ár sem mamma
þín bjó í Reykjavík og mamma mín
fyrir norðan. Símann var alltaf
hægt að nota og var hann óspart
notaður. Ég átti því láni að fagna að
geta talað við þig á meðan þú lást á
sjúkrahúsinu nokkrum sinnum.
Síðast viku áður en þú lést. Þá voru
lokaorðin þín þegar ég bað þig að
láta þér batna. Þá sagðir þú við eig-
um eftir að hlæja saman seinna,
Alda mín. Ég vona að góður Guð
passi Kalla minn, Guðmund, Hönnu
Dóru, Katý og fjölskyldur þeirra
um ókomin ár. Megi hann vera með
ykkur öllum í þessari miklu sorg.
Svo segir bros þitt, besta systir mín.
Nú beinist aftur kveðja mín til þín,
Og brennheitt höfuð hneigi ég í tárum,
Mín hjartans vina frá svo mörgum árum.
Um regni grátnar grundir sig grúfir nótt-
in hljóð,
Með grárri skímu bráðum fer að morgna.
Mér finnst ég vera að syngja mitt sein-
asta ljóð
Og sálar minnar lindir vera að þorna.
Ég veit, þú hefðir sagt mér að herða huga
minn.
Ég hugga mig sem best til að gera vilja
þinn.
Ég geymi hvert þitt bros í minning minni.
Ég man og skal ei gleyma samvist þinni.
Ég vildi ég gæti fléttað þér fagran minn-
iskrans.
En fyrir augun skyggja heitu tárin.
Svo vertu sæl, mín systir! Í faðmi fann-
klædds lands.
Þú frið nú átt. Við minninguna – og sárin.
(Hannes Hafstein)
Þín æskuvinkona
Alda Berg.
KATRÍN SIGRÍÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR