Morgunblaðið - 28.01.2001, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 28.01.2001, Qupperneq 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                             ! "      #   $  #  #  % $&   !"##  $ $ %$#  &'()& #"** + ##  $+& &&#"** #",# #"** -  ,#$#  )!!') & $&)!!').                                      ! "# $ %$ & $ (     )  * +, ) -   # $   % . $ ./$,                                                 ! "  # $  !      !        ! # $$               !"                 ! "#"  $      # $$ %                             ! "#$ %&'( !    )  *!+ ,%-    )  .) %   +/ ++! 00 1 )  00 2 (                                ! "#                   !"    #  $                   "   %  $ Það er með sorg í hjarta sem ég kveð þig, ástin mín. Í sorginni finn ég fyrir þakklæti vegna alls þess góða er við áttum saman. Þegar ég kynntist þér var ég ein- stæð móðir með þrjár dætur. Tóku þær þér einstaklega vel og skapaðist mikill innileiki á milli ykkar. Það var stórt stökk að vera orðinn einn af fimm manna fjölskyldu og ég dáðist að því hvað þú vildir allt fyrir okkur gera. „Draumarnir voru stórir“ „ekki rættust þeir allir, en margir þó.“ Og enn fór fjölskyldan stækkandi þegar litli hundurinn okkar hún Lady kom, hún var eins og litla barnið okk- ar. Svo kom sólargeislinn hann Alex- ander Bjarki sem þú kallaðir alltaf afastrákinn. Þú varst alltaf svo stolt- ur af stóru fjölskyldunni þinni. Við söknum þín öll svo mikið, elsku Reyn- ir okkar. Mér eru minnisstæð ýmis atvik, sérstaklega er við ferðuðumst saman innanlands og utan. Fjölskyldan fór saman í þriggja mánaða ferðalag um Evrópu árið 1995. Stefnt var á tón- leika með The Rolling Stones í Kaup- mannahöfn, en þú varst forfallinn aðdáandi hljómsveitarinnar. Eftir tónleikana heimsóttum við bróður minn sem vann á hestabúgarði í Dan- mörku. Það stóð til að grilla nauta- steikur og þar sem mér hefur alltaf fundist grilleldamennska vera karl- mannsverk fór ég fram á það við þig að þú sæir um grillið. Þá kom í ljós að þú hafðir aldrei á ævinni grillað, þótt þú værir annars ágætur kokkur. Þú vildir standa í stykkinu og gekkst í hlutverkið með ákveðni. Þegar grill- mennskan var hálfnuð gerði úrhell- isrigningu. Ekki vildir þú gefast upp, heldur settir upp stóran veiðihatt til að sjá til verka og réttir okkur svo blautar steikurnar inn um gluggann. Eftir þetta varðst þú grillmeistari fjölskyldunnar. Við keyrðum síðan til Spánar, þar sem við höfðum tekið hús á leigu og áttum þar góðar stundir. Ég var á Spáni er skyndilegt and- lát þitt bar að. Til stóð að þú kæmir til mín í endaðan janúar. Ég hringdi í þig á laugardagsmorgni og spurði hvað þú værir að gera. Þú sagðist vera sofandi og ég sagði: „Sofðu þá vel, ástin mín.“ Datt mér þá ekki í hug að ég ætti aldrei eftir að sjá þig vakandi aftur. Í bænum mínum bið ég Guð að taka vel á móti þér og varðveita þig uns við sjáumst aftur. REYNIR SIGURJÓN SIGURJÓNSSON ✝ Reynir SigurjónSigurjónsson fæddist 29. október 1961. Hann lést 21. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Anna Sigrún Run- ólfsdóttir og Sigur- jón Ingvarsson frá Seyðisfirði. Systkini Sigurjóns eru: 1) Ingólfur, f. 9.1. 1957. 2) Friðbjörg, f. 10.12. 1958. 3) Jónas, f. 20.8. 1960, d. 1988. 4) Trausti, f. 21.4. 1963. 5) Einar, f. 20.4. 1964. Sambýliskona Reynis er Hulda B. Ingibergsdóttir. Hennar dætur eru Hanna María, Birgitta Inga og Karen Mjöll. Barnabarn Huldu er Alexander Bjarki. Útför Reynis fór fram frá kap- ellunni í Hafnarfirði 26. janúar. Eins og logandi fingur kringum lokaða vitund mína fór líf þitt. Þetta lýsandi tákn, sem luktist um sjálft sig varð líf mitt. Og trú mín óx yfir tilveru sína og tákn sitt. (S. Steinarr) Þín elskandi, Hulda. Elsku Reynir minn, ég trúi því ekki að þú sért farinn frá mér, þú áttiir eftir að segja mér svo margt. Við náðum svo vel saman þegar við vorum tvö saman að ræða um allt mögulegt milli himins og jarðar. Mér fannst ég geta sagt þér allt, það var mjög gott að tala við þig og á ég eftir að sakna þín sárt. Við áttum okkar góðu stundir saman, sem eiga eftir að hjálpa mér í gegnum þessa erfiðu tíma og margar þeirra fá mig jafnvel til að hlæja. Ég veit að Guð hefur elskað þig jafnmikið og ég, því veit ég að þú ert í góðum höndum. Þín stjúpdóttir, Karen Mjöll. Hér með kveð ég þig í hinsta sinn, Reynir minn. Ekki datt mér í hug seint á laugardagskvöldið er þú hringdir í mig og vildir fá að tala við Alexander, afastrákinn þinn, eins og þú kallaðir hann alltaf, að það yrði í síðasta sinn er við myndum tala sam- an. Ég bað þig að hringja næsta dag þar sem klukkan var orðin svo margt, þú baðst mig að kyssa hann og knúsa frá þér, en ætlaðir að tala við mig aft- ur eftir klukkutíma en ég heyrði aldr- ei frá þér aftur. Aldrei áttirðu erfitt með að tjá þig við okkur og varst sí- fellt að taka utan um okkur og lést okkur vita hvað þú varst stoltur af okkur eins og stoltur faðir. Við áttum margar góðar minningar saman og sú sem mér er minnisstæðust er þegar við fórum á Rolling Stones-tón- leikana í Danmörku, við fórum öll fjölskyldan og ein vinkona mín. Þeg- ar þeir komu fram á sviðið varð mér litið til þín og þú táraðist og sast dol- fallinn yfir þeim, þarna sá ég hversu mikill aðdáandi þú varst í raun og veru. Þú kenndir mér að meta Roll- ling Stones og við vorum frekar svekkt yfir því að þeir tóku ekki lagið sem ég og vinkona mín biðum eftir „Angie“. Það var mjög gott að tala við þig og hlusta á þig og áttum við marg- ar góðar stundir saman inni í stofu bara að spjalla um lífið og tilveruna. Þú vildir alltaf vita allt um okkur systurnar, hvað væri að gerast í okk- ar lífi og vina okkar. Ég gleymi því aldrei þegar ég var ólétt og búinn að ákveða nafnið á Al- exander en ekki búin að láta neinn vita sagðir þú við mig að þig hafði dreymt að hann myndi heita ein- hverju útlensku nafni sem byrjaði á A, mér brá ekkert smá. Þú sást ekki sólina fyrir honum og vildir allt fyrir hann gera. Eitt sinn er þú passaðir hann kom hann heim með öfuga bleiu, ég gat ekki annað en hlegið. Ég á margar góðar minningar sem ég geymi í hjartastað og mun deila þeim með Alexander Bjarka þegar hann verður eldri. Ég kveð þig með sökn- uði og veit þú vakir yfir okkur öllum og sérstaklega yfir afastráknum þín- um. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þín stjúpdóttir Hanna María. Elsku Reynir, ég man fyrir sjö ár- um þegar þú komst með mömmu heim á Skeljagranda, ég hugsaði það ekki þá en þegar ég rifja það upp þá hugsa ég „þvílík harka í einum manni“. Það var nefnilega ekkert grín að heilla þrjár unglingsstelpur upp úr skónum en þér tókst það svo sannarlega og reyttir af þér brand- arana. Þvílíkur sjarmur! Ég man þegar þú sast við rúmið mitt og baðst mig að tala við þig en ég var of syfjuð og hinar stelpurnar voru í þagnarbindindi, þegar þú svo stóðst upp og ætlaðir að labba út var eins og ég hefði fengið högg í höfuðið og ég stóð upp og talaði við þig og bað þig ekki að fara, svo töluðum við allar við þig og þú varst með tárin í augunum og eftir það varð ekki aftur snúið, þú varst einn af fjölskyldunni. Þú varst þessi maður sem var bú- inn að upplifa svo margt í augum ungrar stúlku og var ekki annað hægt en að líta svolítið upp til þín. Ég veit að þér leið svo vel í faðmi okkar og þú naust þess að segja okkur til í sambandi við allt mögulegt, til dæmis stráka, klæðaburð og síðast en ekki síst „stelpur veriði með hárið slegið“, man ég að þú varst vanur að segja. Einnig varstu mjög traustur vinur og var hægt að trúa þér fyrir öllu. Þú hjálpaðir mömmu og okkur systrun- um svo mikið og vildir allt í veröldinni fyrir okkur gera. Aldrei datt mér í hug að þú værir að kveðja mig í síðasta sinn þegar ég talaði við þig á laugardagskvöldið, þú sagðir mér að þú værir að fara að leggja þig en það var í síðasta sinn sem ég talaði við þig, elsku Reynir, og þín síðustu orð voru „ég elska þig“. Ég bið Guð að geyma þig og varð- veita, elsku Reynir minn, ég veit að þú vakir yfir okkur alla tíð og tíma og ég veit þú fylgir okkur hvert spor inn í framtíðina og vísar okkur rétta veg- inn. Ég sakna þín svo mikið. Þín stjúpdóttir Birgitta Inga. Ég vil kveðja þig, kæri Reynir, eft- ir allt of stutt kynni, en á þessum tveim árum sem ég er búin að vera með stjúpdóttur þinni Birgittu Ingu komst ég að því að þú vildir allt fyrir okkur gera og komst aldrei tómhent- ur. Þú vildir að ég kallaði þig tengdó sem og ég gerði Ég bið Guð að varðveita þig og blessa, ég skal passa Birgittu fyrir þig sem ég veit að þú vakir líka yfir. Ég votta Huldu Björk, dætrum og fjölskyldu hans samúð mína. „Ræddu við okkur um vináttuna. Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin.“ (Ka.G.) Haukur Þórir. Reynir minn, mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Ég kynntist þér fyrir sjö árum, þegar þú fórst að búa með Huldu vin- konu minni. Þá tókst með okkur vin- átta sem jókst með árunum. Kannski ekki furða, þar sem við vorum lík á margan hátt. Hulda hló oft að því hversu vel hún þekkti okkur á háttum hvors annars. Ég þarf ekki að telja upp kosti þína, þá vita þeir sem þig þekktu. Þó verð ég að geta þess hversu mikla að- dáun það vakti hvað þú annaðist stelpurnar hennar Huldu og þeirrar væntumþykju sem ríkti ykkar á milli frá upphafi. Huldu, stelpunum og fjölskyldu votta ég mína dýpstu samúð. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt kjart til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Sigrún Skúladóttir. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Blómaskreytingar við öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.