Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 1
MORGUNBLAÐIÐ 4. MARS 2001 53. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 REYNT Á HÖNNUN RANNSÓKNAHÚSS 10 Viðtal við Ara Skúlason 20 KSÍ verður ekki rekið nema sem fyrirtæki 30 YFIRVÖLD í Belgíu bönnuðu allan útflutning á búfé í gær eftir að grun- ur vaknaði um að gin- og klaufaveiki væri komin upp á býli í vesturhluta landsins. Ef staðfest verður, að um gin- og klaufaveiki sé að ræða, yrðu það fyrstu tilfelli sjúkdómsins á megin- landi Evrópu síðan hann braust út í Bretlandi fyrir rúmri viku. Bráða- birgðaprófanir bentu þó ekki til þess að sjúkdómurinn væri kominn til landsins. Ekki verður skorið úr að fullu um málið fyrr en á þriðjudag. Meðal annarra varúðarráðstafana sem gripið var til var þriggja daga bann við öllum flutningi búfjár auk þess sem svæði í 20 km radíus í kringum bóndabýlið, þar sem talið er að gin- og klaufaveiki sé komin upp, var lokað. Býlið, sem er um 90 km vestur af Brussel, í grennd við Dik- ismuide, sérhæfir sig í innflutningi breskra svína. Ríkisstjórnin fyrirskipaði einnig slátrun allra dýra sem var verið að flytja milli svæða í Belgíu aðfaranótt laugardags. „Við höfum fundið blöðrur á munni þriggja af sjötíu og fimm svínum sem flutt hafa verið inn frá Bretlandi síðan 1. febrúar sl. og það er nægilegt til að gripið sé til varúðarráðstafana,“ sagði belgískur embættismaður. Hann bætti við að þrátt fyrir að fyrstu rannsóknir bentu ekki til þess að sjúkdómurinn væri kominn til Belgíu, þá væri ekki búið að taka af allan vafa í málinu. Belgíska landbúnaðarráðuneytið hvatti alla „sem hlut eiga að máli“ til að gæta fyllsta hreinlætis til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. Frönsk yfirvöld voru fyrri til en þau belgísku að lýsa yfir grunsemd- um sínum um útbreiðslu sjúkdóms- ins þar í landi og bönnuðu á miðnætti í fyrrinótt allan innflutning á búfén- aði frá Belgíu. Enn sem komið eru eru einu stað- festu tilfelli gin- og klaufaveikinnar í Bretlandi og Tyrklandi en þarlend yfirvöld tilkynntu á föstudag að sótt- in hefði greinst í fjórum bæjum í hér- aðinu Konya í miðhluta landsins. Nýtt tilfelli í Bretlandi Bretar staðfestu í gær nýtt tilfelli í sláturhúsi í suðvesturhluta Corn- wall. Alls eru tilfellin í Bretlandi og á Norður-Írlandi orðin 41. Um 40.000 dýrum hefur verið slátrað síðan þau fyrstu greindust. Bretar hafa þó slakað að hluta til á banni við flutn- ingi búpenings. Belgar grípa til ráðstafana vegna óstaðfests tilfellis af gin- og klaufaveikinni Allur útflutningur bannaður Brussel, London. AP, AFP. ÍBÚAR Seattle-borgar í Bandaríkjunum sleppa við að breyta póstnúmerinu en samt búa þeir ekki á sama stað og áð- ur. Öll borgin færðist til um fimm millimetra í jarðskjálftan- um í síðustu viku og lækkaði um jafn mikið. Vísindamenn í borginni hafa reiknað út þessa tilfærslu með hjálp nýjustu staðsetningar- tækja og ljóst þykir, að höfuð- staður Washington-ríkis, Ol- ympia, sem var miklu nær upptökunum en Seattle, hefur færst enn meira til. Þá þrengd- ist farvegur Duwamish-árinn- ar, sem rennur um Seattle, um nokkra þumlunga. Nýju staðsetningartækin, sem styðjast við gervihnetti, eru svo nákvæm, að þau geta greint hreyfingu á jarðskorp- unni, sem nemur ekki meira en millimetra. Seattle ekki á sama stað Seattle. AFP. fjölskyldna í voða en óttast er, að um sex milljónir skepna muni falla í öllu landinu áður en kominn verði nægur hagi fyrir þær í maí eða jafnvel júní. Þessi bóndi, Tudev að nafni, sem stumrar hér yfir dauðum nautgripum, var búinn að missa meira en helming bústofnsins, 150 skepnur, og hann MIKLIR kuldar og hörkur eru í Mongólíu, annað árið í röð, og það sem af er vetri hefur á aðra milljón gripa fallið úr hor. Myndin er tekin í Hair- han Bag, einu afskekktasta héraði landsins, en þar er jafnfallinn snjór um hálfur metri og frostið hefur farið niður í 50 gráður. Er afkoma 120.000 kvaðst kvíða því á hverjum morgni að fara út til að telja þær, sem fallið hefðu um nóttina. Hann hefur sjö munna að metta og óttast algert bjarg- arleysi á næstunni. Hefur Rauði krossinn lagt mikið af mörkum til að lina þjáningar lands- manna en ljóst er, að meira þarf að koma til. Morgunblaðið/Þorkell Hörmungarnar í Mongólíu MIKILL kurr er á norsku lands- byggðinni um þessar mundir en fólki þar finnst sem Óslóarvaldið og pen- ingahyggjan, sem það láti stjórnast af, hafi ekki lengur neinn skilning á því lífi, sem lifað er utan höfuðborg- arsvæðisins. Í fyrstu var talað um „Finnmerk- uruppreisnina“ eftir fjölmennan fund í Vadsø þar sem Jens Stoltenberg forsætisráðherra fékk það óþvegið en nú vill fólk í öðrum byggðum, í Troms, Norðlandi, Heiðmörk, Upp- löndum, Syðri-Þrændalögum, Sogni og Fjörðunum, á Mæri og í Raums- dal og í Agða-fylkjunum báðum, taka þátt í því, sem það kallar „lands- byggðaruppreisn“. Umkvörtunarefnin eru mörg, meðal annars, að miðstjórnarvaldið í Ósló sogi til sín fólk og fé á sama tíma og verið sé að fækka opinberum störfum úti á landi. Fjárhagur sveit- arfélaganna fari versnandi en kröf- urnar til þeirra aukist hins vegar stöðugt. „Ríkisstjórnin veður svo í pening- um, að hún er með sérstaka menn á sínum snærum til að ávaxta auðinn. Samt berjast margir í bökkum úti á landsbyggðinni,“ segir Jan Moen í Syðri-Þrændalögum og bætir því við, að Noregur sé orðinn að eins konar „kauphallarsamfélagi“. „Þær byggð- ir, sem renta sig ekki nógu vel á þess- um markaði, eru bara lagðar niður.“ Kvartað undan „Ósló- arvaldinu“ í Noregi Uppreisn á lands- byggðinni B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.