Morgunblaðið - 04.03.2001, Page 14
LISTIR
14 SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
U
MFJÖLLUN um barna-
leikrit ristir sjaldan mjög
djúpt og ástæðan vafa-
laust sú að efni barna-
leikrita er oftast nær ein-
falt og auðskilið og
þarfnast ekki langra skýr-
inga fyrir fullorðna. Börnin taka við efninu eins
og það er að þeim rétt og fara heim glöð og
ánægð enda tilgangurinn með barnaleikritum
yfirleitt sá að skemmta þeim um stund og færa
þeim kannski í leiðinni einhvers konar boðskap
um gildi góðrar breytni og hugsunar, svona al-
mennt. Það er síðan hinna fullorðnu að opna
betur fyrir skilning á þeirri hlið sýningarinnar í
samtölum við börnin eftirá. Hvort foreldrar al-
mennt kafa dýpra í um-
ræður um efni barna-
leikrita við börn sín með
öðru en spurningunni:
„Var ekki gaman?“ er svo
vafalaust einstaklings-
bundið. En í flestum til-
fellum sitja börnin uppi
með efnið án skýringa og þurfa að vinna úr því
sjálf, finna hliðstæður í tilveru sinni og skilja
kannski smátt og smátt hvernig leikritið og
veröldin ríma saman. Þetta er auðvitað gott og
blessað þegar boðskapurinn snýst um að það sé
ljótt að stela (Kardimommubærinn), að enginn
megi vera vondur við annan (Dýrin í Hálsa-
skógi), allir eigi að borða hollan og góðan mat
(Latibær), ekki eigi að leggja neinn í einelti
(Ávaxtakarfan) og fleira í þeim jákvæða dúr.
Í okkar menningarsamfélagi er gengið útfrá
því að heimsókn í leikhús sé menningarlega já-
kvæð og siðferðilega uppbyggjandi fyrir börn.
Það telst gott menningarlegt uppeldi að fara
oft og reglulega með börnin í leikhús. Gengið
er að því sem vísu að leikhúsin hafi vald á þessu
mikilvæga hlutverki sínu og rísi undir því
trausti sem foreldrar sýna þeim með því að
færa börn sín prúðbúin í leikhúsið þúsundum
saman til að meðtaka hinn glaðlega og jákvæða
boðskap. Í öllum leikritum er fólginn boð-
skapur. Boðskapurinn getur verið aðalefni
verksins og verið giska einfaldur en hann er
líka fólginn í hegðun leikpersónanna (fólk, dýr,
ávextir, eða grænmeti!) og birtist í því hvernig
þær haga sér hver gagnvart annarri, hvernig
kynhlutverkin birtast, hvernig félagsleg staða
einstakra persóna helst í hendur við hegðun
þeirra og hvernig hugmyndafræði samtíma
höfundarins birtist í ofannefndum atriðum.
Höfundurinn getur ennfremur verið þekktur
boðberi ákveðinnar hugmyndafræði eða kenn-
inga og því ástæða til að aðgæta hvort þeirra
sjái ekki stað í verkum hans þó ætluð séu börn-
um. Kannski einmitt enn frekar þegar svo er.
Þau verk sem nefnd voru hér að ofan fara öll
mjög hefðbundnar slóðir hvað þetta varðar;
leikrit Thorbjörns Egners eru sérstaklega höll
undir hefðbundin kynhlutverk sbr.bæj-
arstjórafrúna og Soffíu frænku sem er skap-
vond af því hún á ekki mann og þegar sá vandi
er leystur mun hún í framtíðinni gera vel það
tvennt sem til er ætlast af kvenmanni; elda
góðan mat og hugsa vel um Kasper. Enginn
skyldi þó skilja þessi orð þannig að hérlendis
séu ekki færð upp góð og gild barnaleikrit. Öfl-
ugt starf í brúðuleikhúsi og einnig í ýmsum
öðrum barnasýningum leikhúsannahafa tekið á
slíkum þáttum með nútímalegum og skyn-
samlegum hætti. Þessari grein er ekki ætlað
annað en vekja til umhugsunar um að samhliða
söguþræði spennandi leikrits birtast stöðugt
nýjar birtingarmyndir samskipta persóna, sem
geta ýmist glætt gamlar hugmyndir eða kveikt
nýjar.
Sígild verk eru oft með undarlegumhætti undanþegin slíkri skoðun, engulíkara en þau séu talin hafin yfir slíkt, íþeim er boðskapurinn sagður svo
„sammannlegur og tímalaus“ að eigi jafnt er-
indi við allar kynslóðir. Leikritið um Pétur Pan
sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi á liðnu leik-
ári er ágætt dæmi. Það var samið rétt upp úr
aldamótunum 1900 af J.M. Barrie sem hafði
vægast sagt einkennilega hugmyndir um sam-
skipti kynjanna og tengsl barna og fullorðinna.
Pétur Pan sjálfur er pilturinn sem ekki vill
verða fullorðinn, vill ekki taka ábyrgð, heldur
leika sér ævina á enda. Í því skyni hefur hann
komið sér upp annarri veröld þar sem tíminn
stendur kyrr og ekkert breytist. Vinkona hans
Wanda, telpukrakki á tólfta ári, fer með honum
til ævintýralandsins og vegna þess að hún er
kvenkyns gengur hún öllum móðurlausu vesa-
lingunum, sem þar halda til ásamt Pétri Pan, í
móðurstað. Í sýningu Borgarleikhússins var
farin sú leið að skapa hliðstæðu við raunveru-
leikann með því að persónur ævintýraheimsins
áttu sér fyrirmyndir í raunveruleikanum. Hinn
strangi faðir barnanna varð þannig að Króki
skipstjóra o.s.frv. Þetta hjálpar ungum áhorf-
endum að skynja mörk hins raunverulega
heims verksins og ævintýraheimsins. Hinn
„raunverulegi“ heimur var í anda aldamótanna
síðustu, móðirin borgaraleg frú sem gekk um
stofur og néri saman höndum af áhyggjum yfir
börnunum, faðirinn á kjóljakka og röndóttum
buxum, ábúðarmikill og strangur, mikilvægur
maður, jafnt utan heimilis sem innan. Í lok
verks hafa svo allir hlotið þjálfun í því sem
þeim er ætlað í lífinu. Drengirnir að verða mik-
ilvægir menn sem geta bjargað sér og öðrum
úr ýmsum háska og stúlkan hefur hlotið grunn-
þjálfun í móðurhlutverkinu. Í sýningu Borg-
arleikhússins var þessari skipan mála fagnað
innilega og athugasemdalaust í leikslok.
Í vetur sýnir Leikfélag Reykjavíkur leikgerð
byggða á sögum Rudyards Kiplings (1865–
1936) um drenginn Móglí sem tekinn er í fóstur
barnungur af úlfum og alinn upp hjá þeim í
frumskóginum. Hann lendir í ýmsum hættum,
kynnist hinum ýmsu dýrategundum, vel og illa
innrættum, en þegar úlfarnir hafa sest á rök-
stóla og rætt framtíð drengsins er komist að
þeirri farsælu niðurstöðu að hann eigi heima
hjá sínum líkum, mannfólkinu, og verði að snúa
aftur til þess. Í sögunni um Móglí er ýmislegt
hægt að tína til og benda á tengsl sögunnar við
kynþáttafordóma, kynjamismunun og heims-
valdastefnu sem Kipling var ötull talsmaður
fyrir á sinni tíð – barn síns tíma myndi einhver
segja – en sýningunni í Borgarleikhúsinu og
leikgerð Illuga Jökulssonar til hróss, má segja
að flest af því hafi verið heflað af svo helstu
vankantarnir sæjust ekki. Það sem vakti þó at-
hygli við sýninguna var hversu hefðbundin og
gagnrýnilaus túlkunin á persónum verksins
reyndist. Kynjunum eru skipt þannig að í úlfa-
hópnum eru karlar og konur, björninn og pard-
usdýrið eru karlkyns, aparnir eru allir eins –
hvorugkyns – og slangan er kvenkyns. Tíg-
urinn er svo karlkyns sem og hjálparkokkur
hans sjakalinn. Í túlkun Leikfélags Reykjavík-
ur á þessari ríflega aldargömlu sögu (útg.
1894–95) er rækilega undirstrikað að ekkert
hefur breyst frá því blekið í penna Kiplings
þornaði. Valdastrúktúrinn í úlfahópnum end-
urspeglar hið vestræna samfélag hvítra
manna, kynin þekkja sitt hlutverk og siðferðið
er gott. Aparnir eru andstæða þessa, óskipu-
lagður múgur, heimskir og blaðrandi og ekki til
annars nýtir en vera fóður handa slöngunni Ka.
Hún heldur þeim í heljargreipum skelfingar og
ótta og étur einn af þeim reglulega þegar
svengdin segir til sín. Í Junglebook, marg-
frægri Disneymynd eftir sögum Kiplings, er
gengið enn lengra og apakónginum fengin rödd
þeldökks manns sem „fílar takt og trumbu-
slátt“. Þar fer ekki á milli mála hverjir eru tald-
ir nánustu frændur apanna. Slangan Ka er hið
dæmigerða flagð, fögur, seiðandi og banvæn –
„sígild og tímalaus“ kvenpersóna. Í öllu þessu
er fólgin rækileg innræting en ekki eins og
margir vilja trúa, saklaus litrík ævintýrafrá-
sögn um líf villtra dýra í frumskóginum.
Aðdáun Kiplings á breskri heims-valdastefnu í lok 19. aldar varfölskvalaus. Í mörgum sagna sinnalýsir hann lífi breskra hermanna í
nýlendunum í Indlandi og Burma og hann leit á
það sem heilaga skyldu hins hvíta vestræna
kynþáttar að færa siðmenninguna til heiðinna
frumbyggja nýlendnanna. Rudyard Kipling er
talinn einn fremsti boðberi þessarar hug-
myndafræði og nafn hans kemur ósjálfrátt upp
í hugann er heimsvaldastefnu ber á góma. Þeg-
ar hann lést árið 1936 var hann einangraður í
skoðunum sínum og bókmenntalegur hróður
hans hafði dalað mjög frá því hann hlaut Nób-
elsverðlaunin árið 1907. Fimmtán árum fyrr
hafði hann verið talinn sjálfsagður arftaki lár-
viðarskáldsins Tennysons. Hann tók þó aldrei
opinberlega við þeim titli. Í dag kannast fáir við
verk Kiplings, önnur en Skógarlífssögurnar og
hugsanlega söguna um drenginn Kim. Ljóð
hans þykja lítils virði sem er athyglivert þar
sem honum var á sinni tíð líkt við Byron lávarð.
Það ber óneitanlega vel í veiði að berasaman hugmyndir höfundarinsAndra Snæs Magnasonar um heims-valdastefnu á nútímavísu og hug-
myndir Kiplings fyrir öld eða svo. Það verður
reyndar að segjast strax í upphafi að leiksýn-
ingin bætir engu við bókina en þó hún haldi
bara í við hana er talsvert unnið. Bókin er það
góð. Mestur missir í leiksýningunni er að húm-
or verksins, sem er svo samofinn stílnum og
reiðir sig á lestur textans, hverfur nær alveg í
leikrænni útfærslu. Sýningin er því einfaldlega
alls ekki eins fyndin og bókin og sagan sem
sögð er á leiksviðinu verður alvarlegri og út-
úrdúralausari. En kjarni verksins kemst vel til
skila og sýningin er á köflum gullfalleg á að
líta.
Andri Snær er höfundur með skoðanir og
sannfæringu ekki síður en Kipling var á sinni
tíð. Í Bláa hnettinum eru kynhlutverk skil-
greind mjög lauslega og með þeim Huldu og
Brimi er jafnræði, þó Hulda sé að vísu kjark-
meiri og sterkari þegar á reynir. Grunn-
hugmyndin um að festa sólina og myrkva þann-
ig hálfan hnöttinn er tengd við sölumennsku og
skrum Gleði-Glaums og því er ljóst að áður hafi
allir haft það jafn gott og notið lífsins hvar sem
er á hnettinum. Þegar Hulda og Brimir upp-
götva hvaða afleiðingar myrkrið hefur á börnin
á hinum hluta hnattarins fyllast þau sam-
viskubiti yfir sjálfselsku sinni og eigingirni. Til-
laga Gleði-Glaums um úrbætur er til þess gerð
að sefa samvisku þeirra en leysir engan vanda.
Hún er jafnframt heimsvaldasinnuð þar sem
hún felur í sér að íbúarnir á myrka hlutanum
verða háðir íbúum bjarta hlutans um fram-
færslu. Samlíkingin við nútíma þróunaraðstoð
og allsnægtir hins vestræna heims andspænis
örbirgð í öðrum heimshlutum er augljós. Jafn-
framt er boðið upp á þann þroskaða skilning á
veröldinni sem einni heild að aðgerðir á einum
hluta hennar hafa áhrif á hina hlutana. Í nú-
tímanum geta þjóðirnar hvorki einangrað sig
hver frá annarri né firrt sig ábyrgð á því sem
gerist annars staðar og þetta hlýtur að vera
lykill að framtíð heimsins. Þess háttar skiln-
ingur á veröldinni ætti að vera börnum okkar
gæfulegra veganesti inn í 21. öldina en uppsuða
breskrar heimsvaldastefnu frá lokum 19. aldar.
Hinn leyndi boðskapur
Morgunblaðið/ SverrirHeimskir apar og greindur maður. Hvað má lesa úr því?
AF LISTUM
Eftir Hávar
Sigurjónsson
havar@mbl.is
Morgunblaðið/ÁsdísJafnræði með kynjunum í Bláa hnettinum.