Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ MIG langar til að leggja nokkur orð í belg í sambandi við at- kvæðagreiðsluna um staðsetningu Reykja- víkurflugvallar sem mér finnst auka lýð- ræðið. En mér finnst umræðan um staðsetn- ingu flugvallar höfuð- borgarinnar ekki vera einkamál okkar Reyk- víkinga. Þetta er mál allra landsmanna, sér- staklega landsbyggðar- fólksins sem notar höf- uðborgarflugvöllinn mest og kemur til með að borga brúsann í hækkuðum fargjöldum þegar upp verður staðið. Þar af leiðandi finnst mér að öll sveitarfélög á landinu, sem hafa hagsmuna að gæta, ættu að efna til skoðanakönnunar sem allra fyrst um hvar þau vilja hafa höfuðborgarflugvöllinn sinn. Ég tel að ódýrasti og besti kosturinn fyrir mig sem Reykvíking og skattborg- ara sé að hafa Reykjavíkurflugvöll á sama stað, þó með allmörgum breyt- ingum, til að koma til móts við þá að- ila sem telja sig verða fyrir ónæði og óöryggi vegna vallarins. Með þess- um breytingum verður flugumferð yfir byggð aðeins brot af því sem hún er í dag (um 15%). Ég mun skýra þessar hugmyndir seinna í textanum. Framtíðarþróun Reykjavíkur Nú er það svo að Reykjavíkur- flugvöllur er ekki í „miðborg“ Reykjavíkur, það er löngu liðin tíð. Hann er í suð-vestur útjaðri Stór-Reykjavíkur og liggur að sjó og stutt er í landamerki Seltjarn- arnesbæjar. Allar akstursleiðir að svæð- inu liggja gegnum bæ- inn og eru þegar ásetn- ar. Gömul og rótgróin fyrirtæki og stofnanir eru óðum að flytja úr þrengslunum til staða sem gefa þeim meira olnbogarými. Hlutverk „Gamla miðbæjarins“ (eins og ég kýs að kalla hann) er að þróast yfir í það að verða miðstöð næturlífsins í Stór-Reykjavík, þessi þróun er hlið- stæð þeirri þróun sem orðið hefur í mörgum öðrum borgum úti í heimi, sem dæmi má nefna St. Paul-hverfið í Hamborg. Minn draumur um framtíðarþró- un Reykjavíkur er að borgin þróist til norðurs í átt að Esjunni, þ.e. strandlengjan meðfram Gufunesi, Geldinganesi, Mosfellssveit og til Kjalarness, og svæðin þar fyrir austan byggist upp. Á þessu svæði finnst mér að ætti að koma miðborg Stór-Reykjavíkur. Þangað á að flytja með tíð og tíma flestar stjórn- arbyggingar. Til dæmis er löngu tímabært að byggja nýtt og rúmgott Alþingishús. Eins og málin eru í dag þá má segja að þingmenn sitji nán- ast hver á öðrum og þurfi síðan að hafa skrifstofur sínar í hinum og þessum húsum í nágrenninu. Ég get vel ímyndað mér glæsilegt nýtt Al- þingishús staðsett niður við strönd- ina á þessu svæði sem ég gat um hér að ofan, með stórkostlegu útsýni til Esjunnar og út yfir sundin blá. Síð- an má byggja búðir (íbúðir) fyrir ut- anbæjarþingmenn þar hjá. Ég tel að við eigum að byggja frekar dreift að hætti Bandaríkja- manna vegna þess að við höfum meira en nóg landrými á höfuðborg- arsvæðinu. Við eigum ekki að troða of miklu af nýjum byggingum niður í þrengslin í gamla miðbæ Reykjavík- ur, heldur láta hann og Reykjavík- urflugvöll í friði og njóta kostanna sem fylgja því að hafa innanlands- flugvöll í útjaðri Stór-Reykjavíkur. Mér finnst líka að við eigum að fara rólega í það að leggja mikinn kostn- að í að byggja á uppfyllingum eða skýjakljúfa, vegna þess að við eigum nóg af landi til að byggja á, öfugt við til dæmis Hollendinga eða Manhatt- anbúa, sem þurfa að glíma við mik- inn skort á landrými. Ég verð þó að segja, fæddur og uppalinn í Skugga- hverfinu í Reykjavík, að landfylling- in og háhýsin við gömlu Skúlagöt- una, sem í dag heitir Sæbraut, hafa heppnast ákaflega vel. Ég tel að bif- reiðin verði um ókomna framtíð þarfasti þjónninn í samgöngumálum borgarinnar. Hið rysjótta veðurfar á Íslandi kallar beinlínis á bifreiðar og stórar, fjölbreyttar og yfirbyggðar verslunarmiðstöðvar eins og t.d. Kringluna og Smáralindina, með til- heyrandi veitingastöðum og bíla- stæðum. Borgar- og götulíf eins og tíðkast sunnar í álfunni, t.d. með úti- veitingastöðum og ýmiss konar úti- mörkuðum, er að mínum dómi óframkvæmanlegt á Íslandi vegna veðurs. En víkjum að umræðunni um staðsetningu Reykjavíkurflug- vallar. Nýr flugvöllur Það hefur verið mikið í um- ræðunni hvort byggja eigi nýjan flugvöll. Skoðanir mínar á því eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi kemur ekki til greina í mínum huga að byggja nýjan flugvöll fyrir milljarða miðja vegu milli Reykjavíkur og Keflavík- ur. Þessi kostnaður yrði tekinn af sneiðinni sem samgöngur landsins hafa úr ríkissjóði og það er margt annað sem mér finnst að eigi að hafa forgang. Til dæmis tel ég að tvöföld- un hringvegarins eigi að hafa for- gang og að sjálfsögðu á að byrja fyrst á Reykjanesbrautinni. Á þess- um vegum hafa á undanförnum ára- tugum farist og örkumlast hundruð manna, sem að miklu leyti hefði mátt komast hjá ef vegurinn hefði verið tvíbreiður, á sama tíma og Reykjavíkurflugvöllur hefur ekki gert nokkrum manni mein. Ef ég ætti hús í aðflugslínu að einhverri flugbraut Reykjavíkurflugvallar þá teldi ég mig vera í mörgum sinnum minni hættu á að örkumlast og deyja þar en í öll þau skipti sem ég fer út á hið einfalda þjóðvegakerfi okkar. Í öðru lagi, í umræðunni hefur verið talað um hversu verðmæt og nauðsynleg þessi landspilda sem undir flugvöllinn fer er til að þétta og betrumbæta byggðina í borginni og að það mætti selja lóðir í spild- unni fyrir kostnaði við að byggja nýjan flugvöll. Ég er ekki á sama máli, og hef persónulega ekki nokk- urn áhuga á að byggja þarna í mýr- inni. En ég get vel skilið að verð- mæti lands á þessari spildu myndi aukast, til hagsbóta fyrir eigendur þess. En að mínum dómi myndu mörgum sinnum meiri verðmæti fara í súginn fyrir aðra Reykvíkinga. Við mundum missa okkar bestu samgöngubót burt úr borginni, og hundruð Reykvíkinga myndu missa atvinnu sína. Fyrir mig er þetta opna og græna svæði í kvosinni okk- ar milli Reykjavíkurhafnar og Kópa- vogs mikið persónulegt verðmæti sem mér þykir vænt um. Hér á ég við höfnina, Lækjartorg, Lækjar- götuna, Austurvöll, Alþingishúsið, Tjörnina og fuglalífið þar, Hljóm- skálagarðinn og allt svæðið í kring- um Reykjavíkurflugvöll, Öskjuhlíð- ina og Nauthólsvíkina. Ég er alinn upp á þessu svæði, fór þar í göngu- ferðir með foreldrum mínum þegar ég var barn og síðan einn eftir að ég óx úr grasi. Eftir að ég eignaðist sjálfur fjölskyldu hef ég farið með börnin mín og síðar afabörnin og langafabarnið í gönguferðir um þetta strjálbýla og skemmtilega svæði. Haldið með þeim upp á 17. júní, sumardaginn fyrsta, sjómanna- daginn o.fl. o.fl. Notið sólar og út- sýnis bæði til norður og suðurs og þessu hef ég enga löngun til að breyta. Þetta er hluti af þeirri ímynd sem ég, borinn og barnfæddur Reykvíkingur, hef af mínum gamla miðbæ Reykjavíkur. Þessir tveir þættir hér að framan skipta mig mestu máli í umræðunni, þ.e. (a) Ég óttast að úrbætur á miklu hættu- legra samgöngumannvirki sem þjóð- vegakerfið er verði látnar sitja á hakanum vegna kostnaðar við bygg- ingu nýs flugvallar og (b) minn hug- lægi smekkur um það hvernig ég vil hafa gamla miðbæinn í framtíðinni. Þar að auki er ekki um auðugan garð að gresja við val á nýju flug- vallarstæði í nágrenni Reykjavíkur. Flugrannsóknir sem hafa farið fram á því svæði sem oftast er nefnt í um- ræðunni sýna að flugfræðilega er það flugvallarstæði ekki hentugt og Hafnfirðingar hafa enga löngun til að taka við króganum. Eingöngu Keflavíkurflugvöllur Ef innanlandsflugið flyst alfarið til Keflavíkur þarf sá sem ætlar að fljúga frá Reykjavík til t.d. Akureyr- ar fyrst að keyra til Keflavíkur og fljúga síðan yfir Reykjavík á leið sinni til Akureyrar. Þetta er að mínu mati algjörlega út í hött. Bæði ferða- tíminn og fargjaldið myndi aukast mikið og gera innanlandsflugið al- gjörlega ósamkeppnisfært við sam- göngur á landi. Ímyndum okkur að Umferðarmiðstöðinni í Vatnsmýr- inni yrði gert að flytja sig til Kefla- víkur. Farþegi með Norðurleiðum til Akureyrar tæki rútu til Keflavíkur, síðan keyrðu Norðurleiðir með hann til baka til Reykjavíkur og áfram til Akureyrar. Þegar hann kæmi til baka frá Akureyri keyrði hann í gegnum Reykjavík, til Keflavíkur og tæki síðan rútu til Reykjavíkur. Auðvitað er þetta fáránlegt, þetta eykur kostnað, tíma og mengun. Þess vegna getur Keflavíkurflug- völlur aldrei orðið innanlandsflug- völlur fyrir höfuðborgarbúa eða fólk á landsbyggðinni, en hann yrði frá- bær fyrir Keflvíkinga. Fleira kemur mér í hug sem mæl- ir gegn því að á öllu S-V-horni lands- ins verði aðeins Keflavíkurflugvöll- ur. Til dæmis getum við á Íslandi alltaf átt von á náttúruhamförum eins og jarðskjálftum eða eldgosum. Með því að hafa tvo flugvelli á S-V- horninu byggjum við við tvöfalt ör- yggi því minni líkur væru á að báðir yrðu ónothæfir í hamförunum. Þetta tengist umræðunni um hversu nauð- synlegt er að hafa góðan flugvöll ná- lægt Landspítalanum til að koma mörgu og mikið slösuðuðu fólki sem fljótast á fullkomnasta spítala lands- ins hvaðan sem er á landinu. Einnig eru mörg flugtæknileg atriði sem mæla gegn því að hafa aðeins einn flugvöll á S-V-horni landsins, og langar mig til að tína til nokkur at- riði. Reykjavíkurflugvöllur hefur ýms- ar takmarkanir. Þær helstu eru að burðargeta flugbrautanna hefur verið takmörkuð og þar hefur enn ekki verið hægt að koma fyrir full- komnum aðflugsbúnaði. Þetta hefur ekki komið að sök vegna nálægðar hans við Keflavíkurflugvöll með sín fullkomnu aðflugskerfi. Þetta hefur verið gagnkvæmt, þ.e. að Keflavík- urflugvöllur hefur einnig notið ná- lægðarinnar við Reykjavíkurflug- völl. Þetta finnst eflaust einhverjum undarlegt, að svona „sett“ af flug- völlum mjög nálægt hvor öðrum á sama veður- og spásvæði skuli vera mikilvægir sem varavellir hvor fyrir annan. Ég ætla að skýra málið bet- ur. Með tilliti til Reykjavíkurflug- vallar og Keflavíkurflugvallar er mín reynsla (sem flugmanns) sú að það er ákaflega sjaldgæft að báðir vellirnir séu lokaðir samtímis vegna veðurs. Þetta er í fyrsta lagi vegna hins fullkomna aðflugsbúnaður á Keflavíkurflugvelli. Í öðru lagi er það sem lokar þessum flugvöllum helst niðdimm lágþoka, en þar sem Keflavíkurflugvöllur stendur tölu- vert hærra yfir sjávarmáli en Reykjavíkurflugvöllur er atburða- rásin oft þessi: Þokan leggst fyrst yfir Keflavíkurflugvöll og lokar hon- um en Reykjavíkurflugvöllur er undir þokunni og er með ágætt skyggni. Síðan sígur þokan neðar og lokar Reykjavíkurflugvelli en Kefla- víkurflugvöllur kemur upp úr þok- unni og þar er orðið heiðskírt. Einn- ig getur atburðarásin verið sú að Reykjavíkurflugvöllur lokast strax en Keflavíkurflugvöllur stendur all- an tímann upp úr þokunni, eða öf- ugt. Eins og sést á þessu er þetta ákaflega tilviljunarkennt og ekki hægt að treysta þessu þegar menn eru að ætla sér eldsneyti til að fljúga á annan hvorn völlinn, þannig að alltaf er tekið eldsneyti til að komast til einhvers annars flugvallar sem er með öruggt veður eins og t.d. vell- irnir á Akureyri eða Egilsstöðum. En oftast þarf ekki að fara á þessa staði vegna þessa sem ég hef skýrt hér að framan, þannig að í raun nýt- ast þeir sem varavellir og spara þannig eldsneyti, sem og tíma fyrir farþega og flugrekendur. Annað þessu skylt er að sam- REYKJAVÍKUR- FLUGVÖLLUR Í blaðagrein sem ég skrifaði fyrir nokkrum árum, segir Rúnar Guðbjartsson, benti ég á þann möguleika að nota Perluna sem flugstöð fyrir Reykjavík. Rúnar Guðbjartsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.