Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 25
CAPE TOWN
„móðir Suður-Afríku“
Ein fegursta borg heims
undir Borðfjallinu.
DURBAN
Ein litríkasta borg heims
miðstöð S a f a r i-ferða.
Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564,
netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is
Útnefnd í alþjóðasamtökin
EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK
fyrir frábærar ferðir
Yfirburðir Suður Afríku
í páskaferð 8.-16. apríl 2001 eru margir. Hvenær færðu slíkt tækifæri aftur?
„Mér finnst ekkert land jafnfagurt! Ég er búinn að sjá
Austurlönd, Ástralíu, Suður-Ameríku, Mexíkó og Kúbu,
en mér finnst ekkert jafnast á við hrífandi fegurð og
fjölbreytni Suður Afríku, af því landi hefði ég síst viljað missa,“
segir góður viðskiptavinur Heimsklúbbsins.
Í Cape héraði og Natal Kwazulu (Durban)
er náttúrufegurð og fjölbreytni, sem ekki á
sér hliðstæðu, besta veðurfar sem þekkist,
sólríkt, hiti 24-30°, gósenland sælkera í
mat og drykk, brosmilt, fallegt fólk - og
frábært verðlag, allt frá nauðsynjum
upp í gull og demanta. „Ég hef aldrei gert
jafngóð kaup, ég trúi því varla enn,“
sagði þátttakandi í fyrra.
Næst þegar þú ætlar að komast til Suður
Afríku, skaltu búast við allt öðru verði!
Enn er tækifæri til að komast -
ævintýraferð ævi þinnar á hagstæðari kjörum en dæmi eru um!
Bókunarstaða:
Blómaleiðin + Cape Town - 6 sæti.
Durban - fá sæti, síðasti pöntunard. 7. mars.
Cape Town, val um hótel - laus sæti,
ef pantað er strax!
Þér til aðstoðar:
Opið í dag 13-15 fyrir nýpantanir
PÖNTUNARSÍMI: 56 20 400
www.gagni.is
sími 461 4025
HUSQVARNA
mótorhjól
tegund:
cr125
Verð
kr. 495.000
alltaf á sunnudögum
ingar sem þeir réðu ekki við.
Árið 1994 lifnaði efnahagsástandið
við og fjármálastofnanir höfðu mikið
lausafé sem þær lánuðu óspart til
bílakaupa. Sama átti við um trygg-
ingafélögin sem hafa lánað fé til bíla-
kaupa í stórum stíl. Þetta varð til
þess að menn gátu fengið nánast
hvaða upphæð sem var hjá þessum
aðilum til bílakaupa.
Menn gátu þá gengið inn í bílaum-
boðin, keypt bíl án útborgunar með
fimm ára lánstíma. Þannig gat fólk
keypt sér betri bíla sem það annars
hefði ekki haft tækifæri til. Ásókn í
lánsfé hefur nú minnkað meðal ann-
ars vegna hækkandi vaxta.
Erlendis tíðkast lánastarfsemi
sem þessi. Menn eru hvattir til að
kaupa bíla og fjármögnunin er leyst á
staðnum þar sem bíllinn er keyptur.“
„Fyrir nokkrum árum vorum við
fyrstir bílaumboðanna til að bjóða
upp á rekstrarleigu en því fylgir viss
áhætta. Vegna þess að innan tveggja
til þriggja ára verðum við að sjá fyrir
hvert endurkaupaverð bílsins verður
þegar rekstrarleigunni lýkur. Ísland
er eina landið þar sem þessi áhætta
liggur öll hjá bílaumboðinu en ekki
hjá fjármögnunarfyrirtækinu. Þetta
var ekki hægt fyrir nokkrum árum
þegar verðbólgan var svo mikil hér á
landi að ekki var hægt að sjá fyrir
hver verðþróunin yrði. Efnahags-
ástandið hefur verið stöðugt og við
vonum að svo verði áfram því á því
byggist svo margt, ekki síst kjara-
samningar.
Svo ég víki að rekstrarleigunni þá
er hún það form sem einkum fyrir-
tæki hafa verið að nýta sér. Það þýðir
að fyrirtækið þarf ekki að leggja út
fyrir andvirði bílsins heldur greiðir
mánaðarlega leigu sem má gjaldfæra
að fullu. Margir telja þetta vænan
kost fyrir fyrirtæki sem vill nýta sitt
fjármagn með öðrum hætti eða sér
fram á að geta ávaxtað það betur en
að binda það í bíl. Við höfum verið að
þróa rekstrarleiguformið. Það hafa
komið í ljós ýmsir agnúar á því eins
og mátti búast við og við höfum orðið
að sníða af.
Þegar fólk nýtir sér rekstrarleigu-
formið er um þríhliða samninga að
ræða milli seljanda, kaupanda og
fjármálafyrirtækja. Það sem við höf-
um verið að vinna að er að ná fram
hagstæðari vöxtum til að gera við-
skiptin meira aðlaðandi.
Það sem hefur einnig valdið okkur
erfiðleikum er að rekstrarleigusamn-
ingarnir eru gengistryggðir. Við er-
um að reyna að setja gengiskörfuna
þannig saman að hún verði nálægt
gengiskörfu íslensku krónunnar og
endurkaupaverð bílsins haldist ná-
lægt áætlun okkar.“
Hverjar eru markaðshorfur á nýj-
um bílum á næstunni?
„Ég held að menn hljóti að endur-
skoða sínar spár sem gerðar voru í
bílgreininni varðandi þetta ár. Menn
koma til með að sjá að samdrátturinn
verður meiri en menn ætluðu. Marg-
ir spáðu því þegar janúar kom út með
þessum hætti að febrúar myndi ekki
verða eins stór samdráttarmánuður
en það reyndist ekki rétt. Í upphafi
þessa árs gerðu bílainnflytjendur ráð
fyrir að sala á nýjum bílum myndi
dragast saman um 15% á þessu ári.
Ég held að samdráttur eigi eftir að
verða meiri, jafnvel 20–25%. Það
mun skýrast í næsta mánuði hver
framvindan verður.
Hvað varðar notaða og nýja bíla er
ljóst að menn munu þurfa að hafa
meira fyrir hverri sölu og sérstak-
lega munu menn líta til sölu notaðra
bíla. Í fyrirsjáanlegum samdrætti
munu umboðin jafnframt hugsa
meira til þjónustunnar vegna þess að
bílafloti landsmanna er orðinn það
stór að bílaumboðin geta á næstu ár-
um vænst tekna af þjónustu við þá
auknu bílaeign. Bæði á sviði vara-
hluta- og viðgerðarþjónustu. Sömu-
leiðis hafa bílaumboðin ákveðin
kúnnahóp sem menn reyna að halda
utan um með þeim ráðum sem þeir
hafa.“
Svo við förum út í aðra sálma,
svona í lokin, hvernig samræmist það
að vera borgarfulltrúi og stýra stóru
fyrirtæki?
„Það er ljóst að það fer talsverður
tími í að starfa sem borgarfulltrúi.
Það væri ekki hægt að gera hvort
tveggja nema vegna þess að ég á
góða og öfluga samstarfsmenn.“