Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 11
;<<<
=$$ " 9 & -
-
!$
3:(#)*#% -!$
#!#%" -> $
4
9> ?
0;<<<
@ % (# )*#&
#& # $
> ?#
#$""(# )*#
"#- ;<<<
3 $$
A$!- ;<<<
( B %
##
##$"" #
$!%
C5 D#- ;<<<
, & # !$
3:$
#-
E #- #
$ #$%#&- $
!$
;<< =$$ "
-
$ #$%#&
!$
:$
;<< * & $ 9
:$ #
##E
5E&- E9
#
4- ;<< 4 ; $ #$%#& !$
3:
F -
4- ;<< # = $9$
--(# )*
- !$
3:
4- ;<< ,
6$& - $6
- G$ $$ #
/ G&
, #G$
F ;<< (#)*# 9 $
#37 &!#
= $9$
A$!- ;<<<
0 ;$
tekta. Breyttar forsendur geti
valdið því að ríkisvaldið breyti
um stefnu og semji við ein-
hverja aðra en þá sem upphaf-
lega var reiknað með að samið
yrði við. Einnig leggur hann
áherslu á að samkvæmt sam-
keppnislýsingu eigi Háskólinn
á Akureyri tillögu Glámu/Kím
og geti nýtt hana áfram. Hins
vegar standi ekki til vegna
rannsóknahússins að nýta
nein gögn í heimildarleysi eða
gögn sem njóti verndar sam-
kvæmt höfundarrétti. Gláma/
Kím hefur að hans mati ein-
göngu sett fram hugmynd að
rannsóknahúsi í samræmi við
samkeppni þá sem hann tók
þátt í, og það bindi í sjálfu sér
ekki hendur verkkaupa.
Sjónarmiðið hér virðist vera
að nýtt rannsóknahús muni
verða byggt án þess að heild-
armynd háskólasvæðisins í til-
lögunni sem Háskólinn á Ak-
ureyri á sé raskað. Nýir
hönnuðir verði aftur á móti
fengnir til verksins sem nýti
ekki hugmyndir arkitekta
Glámu/Kím að rannsóknahús-
inu. Hugmyndin sé ekki að
breyta drögum Glámu/Kím að
rannsóknahúsi, heldur að gera
annað hús.
Samstæð heild bygginga
Hönnuðir Glámu/Kím segja
hinsvegar að rannsóknahúsið
sé hluti af samstæðri og sam-
tengdri heild bygginga, í
reynd rannsóknaálma í stórri
byggingu (samgengt milli
allra bygginga á svæðinu, sjá
mynd). „Það er angi af þeim
hluta samkeppni um heildar-
uppbyggingu Háskólans á Ak-
ureyri sem snerist um bygg-
ingar. Skilað var inn
forteikningum, sem eru um
20% af hönnun arkitekta og
gert var tilboð í heildarhönnun
allra þeirra bygginga (þar með
talið alla verkfræðihönnun).
Hver einstök álma háskóla-
byggingarinnar var hönnuð
niður í einstök rými, það gilti
um rannsóknahúsið nákvæm-
lega eins og um aðra áfanga,“
segir Árni Kjartansson. „Út-
boðið eins og það er, sem
óhönnuð einkaframkvæmd,
kallar á að nýir hönnuðir komi
að háskólabyggingunni. Hver
maður sem þekkingu hefur á
hönnun mannvirkja getur séð
að þegar nýr hönnuður kemur
að verki er höfundarrétti fyrri
hönnuðar ógnað og hætta
skapast á að nýr höfundarrétt-
ur myndist innan hins eldra.
Þess vegna er okkur óhjá-
kvæmilegt að fara fram á að
lögbann verði lagt við útboð-
inu í þeirri mynd sem það er.“
Engu þarf að breyta
Þessu er hinsvegar svarað
með því að ef til staðar væri
heildarhönnunarsamningur á
milli aðila þá væri „lögbanns-
krafan væntanlega byggð á
samningaréttarlegum sjónar-
miðum en ekki höfundaréttar-
legum sem hafa enga þýðingu
í máli því sem hér er deilt um.
Hönnun arkitekta nýtur sam-
kvæmt höfundarétti höfunda-
réttarlegrar verndar að því
marki sem verkið getur talist
byggingarlist. Um þetta eru
settar reglur í höfundalögum
nr. 73/1972.“ „Mál þetta snýst
ekki um rétt gerðarþola (verk-
kaupi/ríkið) til að breyta verki
sem þannig nýtur verndar. Ef
fyrirhuguð bygging rann-
sóknahúss leiðir til þess að
breyta þurfi skipulagi há-
skólasvæðisins þá hefur gerð-
arþoli að sjálfsögðu þann rétt
að gera slíkar skipulagsbreyt-
ingar að teknu tilliti til reglna
skipulags- og byggingarlaga
nr.73/1997,“ að mati verk-
kaupa.
Árni Kjartansson tekur
ekki undir þennan skilning.
„Kjarni málsins er höfundar-
réttur okkar á þegar hönnuð-
um byggingum eftir heildar-
skipulagi
samkeppnistillögunnar. Sam-
keppnin snerist um heildar-
uppbyggingu Háskólans,
skipulag og byggingar. Rann-
sóknahúsið var hluti af þeirri
byggingu, sem okkur var gert
að hanna. Nú þegar hafa tveir
áfangar í tillögu Glámu/Kíms
verið hannaðir og byggðir. Í
höfundarréttarlögum nýtur
byggingarlist verndar höfund-
arréttar með sama hætti og
bókmenntaverk. Það sem hér
um ræðir er á sinn hátt sam-
bærilegt við að tveimur köfl-
um af fimm sé lokið í skáld-
verki. Enginn mundi láta sér
detta í hug að slíta hálfkarað
bókmenntaverk úr höndum
rithöfundar og fela öðrum að
ljúka því.“
„Stefnt að“ er ekki
skuldbinding
Verkkaupi viðurkennir
hinsvegar ekki þetta gildi
samkeppnistillögunnar, held-
ur hljóti verkkaupi að ráða við
hverja hann semur um bygg-
ingu rannsóknahúss í einka-
framkvæmd. „Til þess verður
að líta að um einkafram-
kvæmd verður að ræða, þ.e.
fasteignin verður byggð af
hálfu þriðja aðila, sem mun
ennfremur eiga hana og leigja
til Háskólans á Akureyri.
Enginn þeirra aðila, sem lög-
bannsbeiðni þessi beinist að
mun eiga rannsókna- og ný-
sköpunarhús það, sem um er
deilt í máli þessu,“ segir hann
og bendir einnig á að þótt
gengið hafi verið til samninga
við Glámu/Kím um áfanga I og
II „verður að sjálfsögðu ekki
talið að gerðarþoli (verkkaup)
sé skuldbundinn að semja við
gerðarbeiðanda (Glámu/Kím)
um hönnun allra áfanga svæð-
isins.“ Þessu til stuðnings vís-
ar hann í samkeppnislýs-
inguna um að „stefnt er að því
að fela þeim hönnun hússins
sem fyrstu verðlaun hlýtur“.
Orðið „stefnt“ merki ekki
skuldbindingu.
Meginspurning þessa máls
að þar sem gengið hafi verið til
samninga við þá á grundvelli
heildartillögu þeirra um Sól-
borgarsvæði (1996 og 1998), sé
verið að byggja upp svæðið í
þeirra mynd og því hafi þeir
lögvarinn rétt til að hanna
væntanlegt rannsóknahús. Ef
aðrir höfundar geri það mynd-
ast nýr höfundaréttur sem
yrði staðsettur inni í hugverki
þeirra, eins og sagt er í lög-
bannsbeiðninni. Stjórn Arki-
tektafélags Íslands styður
þennan skilning: „Kröfu sína
byggja arkitektarnir á höf-
undarrétti sem myndast hefur
með verðlaunatillögu þeirra í
samkeppni um heildarskipu-
lag Háskólans á Akureyri 1996
og samningum um skipulag og
uppbyggingu háskólans, en
hluta hennar er þegar lokið.
Útboð og forval fer fram þó að
ekki hafi verið gengið frá
samningum við arkitektana
um hvernig fella mætti fram-
kvæmd þessa að heildarskipu-
lagi háskólans og eru fyllstu
líkindi til að málið fari fyrir
dómstóla og úr því verði skorið
þar,“ stendur í ályktun frá
félaginu og félagsmenn hvattir
til að hafast ekkert að fyrr en
dómstólar hafi kveðið upp sinn
dóm.
Verkkaupi viðurkennir ekki
þennan skilning; réttur verk-
kaupa eða ríkisins til að vera
með útboð á svæðinu er ótví-
ræður, enginn samningur við
Glámu/Kím komi í veg fyrir
það, og Sýslumaðurinn í
Reykjavík féllst ekki á lög-
bann. En úrskurður hans um
lögbannsbeiðnina var svo-
hljóðandi:
„Aðstoðardeildarstjóri
sýslumanns telur að gerðar-
beiðandi (Gláma/Kím) hafi
ekki sannað eða gert sennilegt
að sú athöfn gerðarþola (Ís-
lenska ríkið) að láta fara fram
útboð og forval nr. 12679 um
rannsókna- og nýsköpunarhús
við Háskólann á Akureyri –
einkaframkvæmd, brjóti eða
muni brjóta gegn lögvörðum
rétti gerðarbeiðanda. Skilyrð-
um 1. mgr. 24. gr. laga nr. 31/
1990, um kyrrsetningu, lög-
bann o.fl., er því ekki fullnægt
og því er lögbannsbeiðni gerð-
arbeiðanda hafnað“.
Hvert er gildi
samkeppnistillögu?
Líklega verður það aðalmál-
ið hjá Glámu/Kím í lögbanns-
beiðni sinni fyrir héraðsdómi
aðsýna fram á að háskóla-
svæðið sé ein heildarhönnun
og eitt höfundarverk, og því sé
væntanlegt rannsóknahús
hluti af þeirra hugverki. Höf-
uðspurning þeirra er hvort
myndast hafi höfundarréttur
með samkeppnistillögunni og
hagnýtingu hennar með þeim
samningum sem þegar hafi
verið gerðir um hönnun og
uppbyggingu á Sólborgar-
svæðinu (höfundarréttur
myndast með listrænni sköp-
un).
Lokaspurningin í þessari
deilu, a.m.k. frá sjónarhóli
þeirra sem biðja um lögbann-
ið, verður því um hvort há-
skólasvæðið á Sólborg sé ótví-
rætt ein lögvarin hönnunar-
heild og höfundarverk
tiltekins hóps, og hvort verk-
kaupi/ríkið þurfi því nauðsyn-
lega að semja við höfundana.
Þarf að semja við Glámu/Kím
um framhaldið? Verkefnið er
því að skera nákvæmlega úr
um rétt verkkaupa og rétt
arkitektanna, og um réttinn til
að hanna rannsóknahúsið.
er því „Getur ríkið boðið út
hönnun nýs rannsóknahúss
HA á Sólborgarsvæðinu sem
tilteknir aðrir hönnuðir hafa
skipulagt og teiknað – án þess
að brjóta á rétti þeirra m.t.t.
höfundarréttar (sæmd, fjár-
hagslegur réttur)?“
Enginn samningur milli að-
ila kemur í veg fyrir það sam-
kvæmt greinargerð verk-
kaupa. „Ríkið getur að
sjálfsögðu valið sér nýjar leiðir
og þar með talið leið einka-
framkvæmda, en það getur
ekki sniðgengið höfundarrétt
okkar,“ svarar Árni Kjartans-
son. „Í nýlegu einkafram-
kvæmdarútboði í Hafnarfirði
er dæmi um aðferð sem full-
nægir óskum beggja aðila. Þar
er bygging hönnuð upp að
byggingarnefndarteikningum,
ca. 35% af teikningum arki-
tekta og útbjóðandi gerir
samning við hönnuði. Fjár-
mögnunaraðili, sem valinn er,
yfirtekur samning við hönnuði
og eftir það þjóna hönnuðir
honum.“
„Allar aðferðir hafa sér til
ágætis nokkuð, en engin
þeirra felur í sér heimild til
undanbragða frá öðrum skráð-
um reglum. Í þessu tilviki er í
gildi höfundarréttur og því
hefði „Hafnarfjarðarleiðin“
sneitt hjá vandræðum. Sú að-
ferð hefur þann kost fyrir
verkkaupann að hann tryggir
hagsmuni sína betur á mótun-
arstigi, og það er þar með auð-
rökstyðjanlegt að það geti
einnig verið peningalega hag-
kvæm leið,“ segir Árni.
Enginn samningur í gildi
„Enginn samningur er í
gildi á milli gerðarþola og
gerðarbeiðanda um hönnun á
rannsóknahúsi við Háskólann
á Akureyri,“ stendur í grein-
argerð Gunnars Jóhanns fyrir
verkkaupa. „Enginn samning-
ur er til staðar um hönnun
skipulags fyrir háskólasvæðið.
Ríkið er ekki skuldbundið til
að semja við Glámu/Kím um
hönnun rannsóknahúss, þótt
stofan hafi lent í öðru sæti í
samkeppni um skipulag svæð-
isins við Háskólann á Akur-
eyri.“ Þetta telur ríkið að arki-
tektunum hafi alltaf verið ljóst
eða mátt vera ljóst, einkum
með vísan til skýlausra
ákvæða samkeppnislýsingar
og til þess að samið var sér-
staklega við þá um hönnun I.
og II. áfanga framkvæmda við
Háskólann á Akureyri en ekki
um hönnun allra áfanga. „Ein-
stökum reglum höfundarétt-
arins verður ekki beitt þannig
að almennum reglum samn-
ingaréttar verði vikið til hlið-
ar, þá einkum og sér í lagi
þeirri meginreglu að einstak-
lingum og lögaðilum sé í sjálfs-
vald sett hverjir viðsemjendur
þeirra séu. Ríkið hefur ekki í
hyggju að nota í heimildar-
leysi hugverk Glámu/Kím og
enda hafi ekki sýnt fram á að
hætta sé á því.“
Sýslumaður
sér ekki brot
Hér stendur hnífurinn í
kúnni. Er ríkinu í sjálfsvald
sett hverja það semur við um
hönnun rannsóknahúss HA?
Hafa hönnuðir Glámu/Kím
lögvarinn rétt, sem hvílir á til-
lögu þeirra um heildarmynd
háskólasvæðisins og ráðgjöf
um I. og II. áfanga, til að verða
hönnuðir rannsóknahússins
eða a.m.k. að gert verði við þá
samkomulag?
Hönnuðir Glámu/Kím telja
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 11
Aðkoman að Háskólanum á Akureyri á Sólborgarsvæðinu í tillögu G/K
er sögð í dómnefndaráliti sýna virðuleika og festu.
13. gr. Nú nýtur mannvirki verndar
eftir reglum um byggingarlist, og er
eiganda þó allt að einu heimilt að
breyta því án samþykkis höfundar, að
því leyti sem það verður talið nauðsyn-
legt vegna afnota þess eða af tækni-
legum ástæðum. Heimilt er án sam-
þykkis höfundar að breyta munum,
sem verndar njóta eftir reglum um
nytjalist (Höfundalög 1972 nr. 73 29.
Maí).
Karl Ingi Vilbergsson, lögfræðingur
og fulltrúi hjá Sýslumanninum í Kópavogi, útskrifaðist
núna í febrúar frá lagadeild Háskóla Íslands. Hann
skrifaði kandídatsritgerðina Lögfræðileg hugvekja um
höfundarrétt arkitekta. „Inntak höfundarréttar arki-
tekta er að arkitekinn hefur einkarétt á hugverkum
sínum, sem lýsir sér annars vegar í einkarétti til að
gera eintök af verki sínu og hins vegar einkarétti til
birtingar á verkum sínum. Engum er heimilt að nota
verk arkitektsins nema með samþykki hans.“
En hvað ef verk arkitekts mynda heild á ákveðnu
svæði?
„Spurningin er hvort tiltekin svæði skipulags og
bygginga sé eitt stórt heildarverk eða mörg minni,“
segir hann og nefnir nokkrar aðrar spurningar sem
geti vaknað eins og: „Er verið er breyta heildarmynd-
inni með nýrri byggingu? Er hún sjálfstæð eining sem
raskar engri annarri mynd? Er hún of ólík öðrum
byggingum? Er hún of lík öðrum byggingum?“ Hann
segir að heildarmynd geti notið verndar höfundarréttar
þótt henni sé ekki lokið, nákvæmlega eins og óklárað
ritverk. Ef byggt er við annað mannvirki þarf einnig
samþykki arkiteks.
13. gr. höfundarlaga heimilar eiganda bygginga að
breyta án samþykkis arkitekts sé það nauðsynlegt
vegna afnota eða af tæknilegum ástæðum. „Ef svæði er
ein heild skipulags og bygginga, þá þarf verkkaupi að
sanna að hann þurfi, vegna afnota eða af tæknilegum
ástæðum, nýja hönnuði til að teikna nýtt hús eða
áfanga, ef þetta hefur í för með sér breytingar á verk-
inu,“ segir Karl, „því meginreglan er að eiganda er
óheimilt að breyta verkum án samþykkis listamanna.“
Karl telur það aukaatriði þótt tillaga sem valin er til
útfærslu hafi lent í öðru sæti en ekki því fyrsta. Höf-
undarverndin er full, óháð sætum í samkeppni.
Karl segir mál sem varða byggingarlistina sjaldan
koma fyrir hæstarétt. Mál 1985/528 var um stöðluð ein-
ingarhús og mál 1989/1080 um Kjarvalsstaði, en það
var staðfestingarmál á lögbann við breytingum. Eig-
anda tókst ekki að sýna fram á að nauðsyn breyting-
anna væri af tæknilegum ástæðum eða vegna afnota.
Ef það er nauðsyn-
legt að breyta
Karl Ingi
Vilbergsson
Í ljósi einkaframkvæmdar á Hörðu-
völlum, þarf hönnun ekki nauðsynlega
að vera með í útboði í einkafram-
kvæmd?
Svar Sigurðar Einarssonar arkitekts
(Batteríið ehf.) og formanns skipulags-
og umferðarnefndar Hafnarfjarðar:
„Einkaframkvæmdarútboð getur farið
fram á a.m.k. þremur stigum hönnunar.
1. Áslandsskóli var útboð með heild-
arhönnun frá frumdrögum til verk-
teikninga.
2. Hægt er að hafa útboð þegar einungis frumdrögin
eru ákveðin líkt og staðan var eftir samkeppnina á
Hörðuvöllum. Það er leið sem vert er að prófa en er
snúnara dæmi.
3. Við ætlum hinsvegar að velja sömu leið á Hörðu-
völlum og við gerðum við leikskólann á Háholti, en þar
létum við fullhanna leikskólann eftir samkeppni og buð-
um hann út eins og í venjulegu útboði væri nema hvað
verktakinn á að eiga og reka skólann eftir á, þ.e. einka-
framkvæmd.“
Þessir verða í rannsóknarhúsinu á Akureyri:
Samkv. Morgunblaðinu 10/01/01: „Bygging rann-
sókna- og nýsköpunarhúss við Háskólann á Akureyri
verður einkaframkvæmd og munu þeir sem reisa bygg-
inguna einnig reka hana. Í húsinu verður starfsemi á
vegum Háskólans á Akureyri og um 20 ríkisstofnana af
ýmsu tagi auk þess sem ætlunin er að bjóða svoköll-
uðum sprotafyrirtækjum einnig upp á aðstöðu í húsinu.
Áætlað er að verksala verði þannig heimilað að reisa
u.þ.b. 6.000 fermetra hús, en sú starfsemi sem þegar er
fyrirhuguð í húsinu mun nýta um 4.000 fermetra.“
Einkaframkvæmd
á Hörðuvöllum
Sigurður
Einarsson