Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMNINGAR tókust í gær milli Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar og borgarinnar. Samningur- inn gildir frá 1. janúar sl. til október- mánaðar árið 2005. Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður félagsins, sagði að samningurinn væri á hefðbundnum nótum hvað varðar launabreytingar. Búið hefði verið að leggja línur í öðrum samn- ingum og erfitt fyrir félagið að brjóta sig út úr þeim ramma sem mótaður hefði verið. Samningurinn fæli í sér 3% árlega hækkun, en síðasta árið myndu laun hækka um það sama og samið yrði um á almennum markaði á þeim tíma. Auk þess hefði náðst samkomulag um launaflokkahækk- anir. Sjöfn sagði að í samningnum 1997 hefði verið samið um að hefja vinnu við starfsmat. Núna hefði orðið nið- urstaðan að ganga lengra og taka á árinu 2002 upp starfsmatskerfi að breskri fyrirmynd. Samningsaðilar hefðu orðið sammála um að ef tilraun með þetta kerfi ætti að geta gengið upp yrði að gefa henni rúman tíma og þess vegna væri samningstíminn svona langur. Sjöfn sagði að þetta starfsmats- kerfi byggðist á því að meta til jafns hliðstæð störf. Hún kvaðst gera sér vonir um að með þessu yrði stigið mikilvægt skref í að jafna laun milli karla og kvenna. Fulltrúaráð félagsins hefur verið boðað til fundar nk. mánudag og þá verður tekin ákvörðun um kynningu og atkvæðagreiðslu um samninginn. Um 2.000 félagar eru í Starfsmanna- félagi Reykjavíkurborgar. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar semur til 2005 Reyna breskt starfsmatskerfi Lionsmenn heimsækja tóbakssölustaði Ekkert tóbak undir 18 L ionshreyfingin muná næstunni fara íyfir 700 verslanir og söluturna sem selja tóbak til þess að afhenda eigendum eða verslunar- stjórum bréf þar sem þeir eru hvattir til að taka virkan þátt í átakinu, með bréfinu fylgja límmiðar sem á er letrað: Ekkert tóbak undir 18. Hrund Hjaltadóttir er fjölum- dæmisstjóri Lionshreyf- ingarinnar á Íslandi. Hún var spurð hver ætti frum- kvæðið að þessari fræðsluherferð. „Frumkvæðið kemur frá tóbaksframleiðendum og fulltrúum þeirra hér- lendis. Þeir komu svo að máli við Samtök verslunar og þjónustu, Landssamband ís- lenskra verslunarmanna, Áfeng- is- og tóbaksverslunina og um- hverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar og hvöttu til þessarar herferðar og samkomu- lag var um að allir þessir aðilar ásamt Lionshreyfingunni á Ís- landi tækju höndum saman um framkvæmd umræddrar herferð- ar.“ – Hvert er markmið þessara aðgerða? „Það er að brýna fyrir fólki að samkvæmt landslögum síðan 1996 er bannað að selja og af- henda ungmennum 18 ára og yngri tóbak. Það hafa verið gerð- ar nokkrar óformlegar kannanir á sölu tóbaks til ungmenna undir 18 ára aldri á útsölustöðum víðs vegar um landið og því miður hef- ur komið í ljós að í þessum efnum er víða pottur brotinn. Þessi stað- reynd er meginástæða þess að hafist var handa við þetta verk- efni.“ – Hvenær hefjast aðgerðirnar? „Þær hófust um síðustu helgi og standa fram eftir næstu viku. Tóbaksframleiðendur eiga lista yfir alla þá sem versla við þá og Lionshreyfingin fékk þessa lista og skipti sölustöðunum niður á alla Lionsklúbba á landinu.“ – Hvað margir Lionsmenn fara í útsölustaðina? „Á öllu landinu eru 88 Lions- klúbbar, þeir munu skipta verk- efninu á milli sinna manna. Hver félagsmaður fer líklega á um það bil tvo til þrjá staði.“ – Hvernig hefur þeim verið tekið sem þegar hafa farið í þess- ar heimsóknir? „Þeim hefur verið mjög vel tekið og átakinu í heild hefur ver- ið vel tekið. Öllum finnst þetta mjög gott málefni, að hefta að- gengi ungmenna að tóbaki eins og unnt er.“ – Af hverju var Lionshreyfing- in tilbúin til þess að taka þátt í þessari herferð? „Það er vegna þess að okkur þótti verkefnið mjög verðugt og við höfum staðið að forvörnum í mörg ár með því að styrkja út- gáfu Lions-quest námsefnisins (að ná tökum á tilver- unni), sem er kennt í 7 og 8 bekk grunnskól- ans og annað námsefni sem heitir: Í sátt og samlyndi og er notað til kennslu í 8 og 9 bekk. Einnig hefur Lionshreyfingin ákveðið að gefa út margmiðlunardisk í lífsleikni í tilefni af 50 ára afmæli Lions á Íslandi árið 2001. Verður disk- urinn gefinn öllum þeim sem stunda nám í 8. bekk grunnskól- ans á Íslandi næsta skólaár.“ – Hver hefur samið efnið sem er á disknum? „Það eru Lionsmenn ásamt margmiðlunarfyrirtækinu Domus Media. Það hefur verið á stefnu- skrá Lionshreyfingarinnar til margra ára að vinna fyrir og með ungu fólki og þetta er liður í því.“ – Ætlið þið að gera eitthvað frekar til þess að stemma stigu við reykingum? „Við gerum allt sem við getum til að minnka reykingar og koma í veg fyrir þær. Við reynum að gera þetta með allri þeirri fræðslu sem hægt er að veita.“ – Ætlið þið að ganga í hús og hvetja fullorðna til að hætta að kaupa sér tóbak? „Nei, það ætlum við ekki að gera en hins vegar að leggjum við Krabbameinsfélaginu lið þessa helgi við söfnun með því að ganga í hús, safna fé og afhenda fræðslubæklinga um skaðsemi reykinga m.a., en það er liður í heilsuboðorðum Krabbameins- félags Íslands.“ – Er starfsemi Lions blómleg um þessar mundir? „Já, hún er það. Okkur hefur tekist að fjölga nokkuð félögum á síðastliðnu ári. Á föstudaginn var afhentum við tvo stóra rannsókn- arstyrki sem eru afrakstur söfn- unar Rauðu fjaðrarinnar, og sá hluti sem kemur úr Norræna vís- indasjóðnum, en 20% söfnunar- fjárins fóru í þann sjóð. Tvö rann- sóknarteymi fengu þessa styrki.“ – Hver eru helstu markmið Lionshreyfingarinnar yfirleitt? „Nr. 1,2 og 3 að leggja lið alls staðar þar sem þess er þörf. Við höfum t.d. nýlega sent 2.500 doll- ara til hjálparstarfs vegna jarðskjálftanna í Indlandi.“ – Eru Lionsfélög er- lendis líka í forvarnar- baráttu? „Já, þeir hafa unnið mikið verk í sambandi við Lions-Quest verkefnið líka en vegna fyrrnefndrar herferðar til að takmarka sölu tóbaks við 18 ára og eldri má geta þess að sam- bærilegt verkefni hefur líka farið fram undir sömu yfirskrift í Finnlandi og Svíþjóð með góðum árangri, en þar komu Lionsmenn að vísu ekki að málum.“ Hrund Hjaltadóttir  Hrund Hjaltadóttir fæddist 27. september 1949 í Reykjavík. Hún lauk kennaraprófi frá Kenn- araskóla Íslands 1970 og hefur verið grunnskólakennari allar götur síðan. Nú kennir hún í Seljaskóla í Reykjavík. Hún er núverandi fjölumdæmisstjóri Lionshreyfingarinnar. Hrund er gift Guðmundi Helga Gunn- arssyni byggingarstjóra hjá Ís- lenskum aðalverktökum og eiga þau þrjá syni og þrjú barnabörn. Reynum að leggja lið alls staðar þar sem þess er þörf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.