Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ                  !"  # #$%#& $!      '(#)*#+      %   ,!#- .&     #   (# )*# #   # %#  #$""    0  0  $ 1  2 .&     #   (# )*# #  // # %#  #$""    3   4 5 6 !  7 8 "    "" $ 9!  #       !$  3$!:$    ;<<< , & # !$   3$!:$         % 8 "  C F#   $ "   !"  9 # #$%#& 3$! :$   DC  "  #$"" #   $ "  !-  %   :" ,  &!# &         # # 6 # # $#  ## #$"" 5    E #% ##     &      F 3 &    -     - #$""     6 !  #  $      Háskólasvæðið á Akureyri í samkeppnistillögu Glámu/Kím. Rannsóknahúsið í tillögunni er til vinstri. Rökin eru að arkitektar fái höfundarrétt með útfærslunni. F YRIRHUGUÐ einkafram- kvæmd á Rann- sóknar- og ný- sköpunarhúsi við Háskólann á Akureyri hefur leitt til deilu milli Glámu/Kím arkitekta og íslenska ríkisins vegna þess að hönnun byggingarinnar er boðin út. Spurningin er hvort Gláma/Kím eigi höfundarrétt á heildarskipulagi háskóla- svæðisins. Deilan stendur annars vegar um rétt ríkisins til að leita til nýrra hönnuða um þessa byggingu á Sólborg- arsvæðinu, án þess að leita fyrst samþykkis hjá Glámu/ Kím, og hins vegar um mögu- legan lögverndaðan rétt höf- unda verðlaunatillögu að há- skólasvæðinu Sólborg; skipulagi og byggingum. Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur hafnað lögbannsbeiðni Glámu/Kím við forvali og út- boði um rannóknahús HA en beiðnin hefur nú verið send til héraðsdóms. Eftir samkeppni um hönn- un og skipulag háskólasvæð- isins Sólborgar á Akureyri var gengið til samstarfs við arkitekta Glámu/Kíms árið 1996. Tillaga þeirra hafði ásamt öðru verki hlotið önnur verðlaun í þessari samkeppni. Engin fyrstu verðlaun voru veitt af sérstökum ástæðum. Í niðurstöðu dómnefndar um samkeppni um hönnun og skipulag HA árið 1996 kemur m.a. fram að tillaga Glámu/ Kím og Ólafs Tr. Mathiesen meðhöfundar leggi áherslu á „heildarlausn verkefnisins sem sameinar grunnhug- mynd, innra skipulag, aðlögun að núverandi byggingum og umhverfi“. Dómnefndin valdi tillögu nr. 4 og nr. 7 til verð- launa og um þá sjöundu stendur t.d.: „Heildaryfir- bragð tillögunnar er mjög sannfærandi og vel unnið. Til- lagan sýnir einkar áhuga- verða heildarmynd af há- skólasvæðinu og möguleikum á framtíðaruppbyggingu há- skólans. Hún gefur fyrirheit um byggingar, sem myndu sóma sér vel undir starfsemi Háskólans á Akureyri.“ Gerð- ir voru tveir sérstakir samn- ingar um arkitekta- og verk- fræðiráðgjöf við Glámu/Kím og hefur verið lokið við tvo af fimm skilgreindum áföngum í þessu viðamikla verkefni, sem hvílir á verðlaunatillögunni. Hugtökin í deilunni Hér birtast hugtökin sem ollu deilunni um 5. áfanga þessa verks eða rannsókna- húsið, og einnig í því að til- lagan sem farið hefur verið eftir, fékk ekki fyrstu verð- laun heldur önnur. Í lögfræði- áliti/greinargerð Gunnars Jó- hanns Birgissonar sem hann vann fyrir verkkaupa (ríkis- valdið /gerðarþola) vegna lög- bannsbeiðni Glámu/Kíms á forval og útboð á rannsókna- húsinu segir að í samkeppn- islýsingu vegna háskólasvæð- isins hafi einungis staðið að stefnt yrði að því að fela þeim hönnun hússins sem hlyti fyrstu verðlaun, og einnig að HA eignaðist verðlaunaðar og innkeyptar tillögur. „Í fram- angreindu ákvæði er gert ráð fyrir því að stefna beri að því að fela þeim, sem hlýtur fyrstu verðlaun, hönnun húsa á há- skólasvæðinu. Hins vegar felst í þessu ákvæði engin skuldbinding af hálfu gerðar- þola eins og oft er í samkeppn- um af þessu tagi.“ Annað sætið virðist í þessu tilfelli veikja stöðu Glámu/ Kím að mati verkkaupa þrátt fyrir að gengið hafi verið til samstarfs við þá. Hann undir- strikar einnig að mörg dæmi séu til um að aðilar hafi unnið samkeppni án þess að samið hafi verið við þá á grundvelli verðlaunahugmynda. Heildarlausn, heildaryfir- bragð, -mynd, og -skipulag eru hugtök sem Gláma/Kím lögðu áherslu á í máli sínu í lögbannsbeiðninni og væntan- lega einnig fyrir héraðsdómi. Verðlaunatillaga þeirra er um allt svæðið og hún sýnir rann- sóknahús, stærð þess og stað- setningu. Forsvarsmenn Glámu/Kíms segjast ævinlega hafa talið að þeir yrðu hönn- uðir og ráðgjafar verksins alls og að þeir ættu lögvarinn höf- undarrétt að „þeirri hönnun sem til grundvallar skipulags Sólborgarsvæðisins liggur, þar með talin hönnun rann- sóknahússins sjálfs.“ Sérgreindir verkþættir Verkkaupi telur hinsvegar í lögfræðiálitinu að aðeins hafi verið samið við Glámu/Kím um „sérgreindan verkþátt sem er í báðum tilvikum ná- kvæmlega tilgreindur“ og hann bendir á að enginn samningur sé „í gildi á milli gerðarþola og gerðarbeiðanda um hönnun á rannsóknahúsi við Háskólann á Akureyri“. Hann telur einnig að ef til væri heildarhönnunarsamn- ingur á milli aðila þá væri lög- bannskrafa Glámu/Kím vænt- anlega byggð á samningsréttarlegum sjónar- miðum en ekki höfundarrétt- arlegum. Verkkaupi telur þetta mál byggjast á misskilningi arki- Getur ríkið boðið út hönnun nýs rannsóknahúss Háskólans á Akureyri á Sólborgarsvæðinu sem tilteknir aðrir hönnuðir hafa skipulagt og teiknað – án þess að brjóta höfundarrétt þeirra? Gunnar Hersveinn bar saman greinargerðir með og á móti lögbanni á forval og út- boð rannsóknahússins, og greinir rökin. Ekki er augljóst að verkkaupa byggingarinnar sé í sjálfsvald sett að velja sér nýja hönnuði. REYNT Á HÖNNUN RANNSÓKNAHÚSS  Er kjarni málsins að enginn samn- ingur er í gildi á milli aðila?  Er kjarni málsins að samkeppnis- tillagan hefur skapað höfundarrétt? Morgunblaðið/RAX Arkitektahópur Glámu/Kím um Sólborgarsvæðið: Sigurður, Sigbjörn, Ólafur Tr., Jóhannes og Árni.  Verðlaunatilllaga um hönnun og skipulag Háskólans á Akureyri á Sólborgarsvæðinu: Höfundar: Ólafur Tr. Mathiesen arkitekt og arkitektar Glámu/Kím: Árni Kjartansson, Sigbjörn Kjartansson, Jóhannes Þórðarson og Sigurður Halldórsson. Ráðgjöf: Almenna verkfræðistofan, Gísli Karel Hall- dórsson, Ólafur Árnason og Svavar Jónatansson verk- fræðingar. Ljósmyndun: Ljósmyndastofa Kristjáns Magnússonar, Ingimundur Magnússon ljósmyndari. Gláma/Kím og Ólafur Tr. hafa unnið að verkinu ásamt Almennu verkfræðistofunni, Raftákni og Landslagi.  Telur Gláma/Kím sig eiga rétt á að teikna öll hús á Sólborgarsvæðinu þar sem það er skipulagt samkv. til- lögum hennar? „Gláma/Kím telur sig hafa höfundarrétt á þeirri bygg- ingu sem var hluti af samkeppnistillögunni og skilað var inn hönnunartilboði í samkvæmt kvöð samkeppn- isskilmálanna. Samkeppnin tók hins vegar yfir allt há- skólasvæðið. Á öðrum hlutum þess var einungis gerð grein fyrir skipulagi en ekki fór fram hönnun bygginga. Gláma/Kím hefur ekki á nokkru stigi látið það frá sér fara að hún ætti umfram aðra rétt til að teikna hús á því svæði,“ svarar Árni Kjartansson. „Samkeppnir eru með ýmsu móti. Á áttunda áratugnum var t.a.m. haldin samkeppni um skipulag og byggingar í heilu íbúðar- húsahverfi í Kópavogi. Öll húsin í þessu hverfi voru síð- an hönnuð af sigurvegurum keppninnar samkvæmt vinningstillögu þeirra. Aðrar slíkar keppnir þar sem arkitektar hanna allar byggingar á skipulagssvæðinu eru til dæmis keppnirnar um skipulag og félagslegar íbúðir í Borgahverfi í Grafarvogi og um skipulag og bygg- ingar við Eiðistorg á Seltjarnarnesi.“  Deilendur gerðu fyrr á þessu ári misheppnaða tilraun til að ná sáttum í málinu. Nefnd menntamálaráðherra um rannsóknarhús við Háskólann á Akureyri og Gláma/Kím gerðu drög að samningi um kaup á þjón- ustu í tengslum við undirbúning og framkvæmd á út- boði á einkaframkvæmd (byggingu, rekstri og hönnun) við rannsóknarhúsið. Skilgreining verksins var að um væri að ræða kaup á ráðgjöf og vinnu við undirbúning vegna fyrirhugaðrar byggingar rannsóknarhúss við HA. Þeir stóðu að verðlaunatillögunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.