Morgunblaðið - 04.03.2001, Page 10
10 SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
!" # #$%#&
$!
'(#)*#+
%
,!#- .&
#
(# )*# # # %##$""
0
0 $1
2
.&
#
(# )*# # // # %##$""
3 456 ! 78 "
""
$9! #
!$
3$!:$
;<<<
, & # !$
3$!:$ %8 "
C
F#
$"
!" 9 #
#$%#& 3$! :$
DC
" #$"" #
$" !- %
:" , &!# &
# # 6#
# $# ## #$""5
E#% ##
&
F 3 & -
-
#$"" 6 ! # $
Háskólasvæðið á Akureyri í samkeppnistillögu Glámu/Kím. Rannsóknahúsið í tillögunni er til vinstri. Rökin eru að arkitektar fái höfundarrétt með útfærslunni.
F
YRIRHUGUÐ
einkafram-
kvæmd á Rann-
sóknar- og ný-
sköpunarhúsi
við Háskólann á
Akureyri hefur
leitt til deilu
milli Glámu/Kím arkitekta og
íslenska ríkisins vegna þess
að hönnun byggingarinnar er
boðin út. Spurningin er hvort
Gláma/Kím eigi höfundarrétt
á heildarskipulagi háskóla-
svæðisins. Deilan stendur
annars vegar um rétt ríkisins
til að leita til nýrra hönnuða
um þessa byggingu á Sólborg-
arsvæðinu, án þess að leita
fyrst samþykkis hjá Glámu/
Kím, og hins vegar um mögu-
legan lögverndaðan rétt höf-
unda verðlaunatillögu að há-
skólasvæðinu Sólborg;
skipulagi og byggingum.
Sýslumaðurinn í Reykjavík
hefur hafnað lögbannsbeiðni
Glámu/Kím við forvali og út-
boði um rannóknahús HA en
beiðnin hefur nú verið send til
héraðsdóms.
Eftir samkeppni um hönn-
un og skipulag háskólasvæð-
isins Sólborgar á Akureyri
var gengið til samstarfs við
arkitekta Glámu/Kíms árið
1996. Tillaga þeirra hafði
ásamt öðru verki hlotið önnur
verðlaun í þessari samkeppni.
Engin fyrstu verðlaun voru
veitt af sérstökum ástæðum. Í
niðurstöðu dómnefndar um
samkeppni um hönnun og
skipulag HA árið 1996 kemur
m.a. fram að tillaga Glámu/
Kím og Ólafs Tr. Mathiesen
meðhöfundar leggi áherslu á
„heildarlausn verkefnisins
sem sameinar grunnhug-
mynd, innra skipulag, aðlögun
að núverandi byggingum og
umhverfi“. Dómnefndin valdi
tillögu nr. 4 og nr. 7 til verð-
launa og um þá sjöundu
stendur t.d.: „Heildaryfir-
bragð tillögunnar er mjög
sannfærandi og vel unnið. Til-
lagan sýnir einkar áhuga-
verða heildarmynd af há-
skólasvæðinu og möguleikum
á framtíðaruppbyggingu há-
skólans. Hún gefur fyrirheit
um byggingar, sem myndu
sóma sér vel undir starfsemi
Háskólans á Akureyri.“ Gerð-
ir voru tveir sérstakir samn-
ingar um arkitekta- og verk-
fræðiráðgjöf við Glámu/Kím
og hefur verið lokið við tvo af
fimm skilgreindum áföngum í
þessu viðamikla verkefni, sem
hvílir á verðlaunatillögunni.
Hugtökin í deilunni
Hér birtast hugtökin sem
ollu deilunni um 5. áfanga
þessa verks eða rannsókna-
húsið, og einnig í því að til-
lagan sem farið hefur verið
eftir, fékk ekki fyrstu verð-
laun heldur önnur. Í lögfræði-
áliti/greinargerð Gunnars Jó-
hanns Birgissonar sem hann
vann fyrir verkkaupa (ríkis-
valdið /gerðarþola) vegna lög-
bannsbeiðni Glámu/Kíms á
forval og útboð á rannsókna-
húsinu segir að í samkeppn-
islýsingu vegna háskólasvæð-
isins hafi einungis staðið að
stefnt yrði að því að fela þeim
hönnun hússins sem hlyti
fyrstu verðlaun, og einnig að
HA eignaðist verðlaunaðar og
innkeyptar tillögur. „Í fram-
angreindu ákvæði er gert ráð
fyrir því að stefna beri að því
að fela þeim, sem hlýtur fyrstu
verðlaun, hönnun húsa á há-
skólasvæðinu. Hins vegar
felst í þessu ákvæði engin
skuldbinding af hálfu gerðar-
þola eins og oft er í samkeppn-
um af þessu tagi.“
Annað sætið virðist í þessu
tilfelli veikja stöðu Glámu/
Kím að mati verkkaupa þrátt
fyrir að gengið hafi verið til
samstarfs við þá. Hann undir-
strikar einnig að mörg dæmi
séu til um að aðilar hafi unnið
samkeppni án þess að samið
hafi verið við þá á grundvelli
verðlaunahugmynda.
Heildarlausn, heildaryfir-
bragð, -mynd, og -skipulag
eru hugtök sem Gláma/Kím
lögðu áherslu á í máli sínu í
lögbannsbeiðninni og væntan-
lega einnig fyrir héraðsdómi.
Verðlaunatillaga þeirra er um
allt svæðið og hún sýnir rann-
sóknahús, stærð þess og stað-
setningu. Forsvarsmenn
Glámu/Kíms segjast ævinlega
hafa talið að þeir yrðu hönn-
uðir og ráðgjafar verksins alls
og að þeir ættu lögvarinn höf-
undarrétt að „þeirri hönnun
sem til grundvallar skipulags
Sólborgarsvæðisins liggur,
þar með talin hönnun rann-
sóknahússins sjálfs.“
Sérgreindir verkþættir
Verkkaupi telur hinsvegar í
lögfræðiálitinu að aðeins hafi
verið samið við Glámu/Kím
um „sérgreindan verkþátt
sem er í báðum tilvikum ná-
kvæmlega tilgreindur“ og
hann bendir á að enginn
samningur sé „í gildi á milli
gerðarþola og gerðarbeiðanda
um hönnun á rannsóknahúsi
við Háskólann á Akureyri“.
Hann telur einnig að ef til
væri heildarhönnunarsamn-
ingur á milli aðila þá væri lög-
bannskrafa Glámu/Kím vænt-
anlega byggð á
samningsréttarlegum sjónar-
miðum en ekki höfundarrétt-
arlegum.
Verkkaupi telur þetta mál
byggjast á misskilningi arki-
Getur ríkið boðið út hönnun nýs rannsóknahúss Háskólans á Akureyri á Sólborgarsvæðinu sem tilteknir aðrir hönnuðir hafa skipulagt
og teiknað – án þess að brjóta höfundarrétt þeirra? Gunnar Hersveinn bar saman greinargerðir með og á móti lögbanni á forval og út-
boð rannsóknahússins, og greinir rökin. Ekki er augljóst að verkkaupa byggingarinnar sé í sjálfsvald sett að velja sér nýja hönnuði.
REYNT Á HÖNNUN
RANNSÓKNAHÚSS
Er kjarni málsins að enginn samn-
ingur er í gildi á milli aðila?
Er kjarni málsins að samkeppnis-
tillagan hefur skapað höfundarrétt?
Morgunblaðið/RAX
Arkitektahópur Glámu/Kím um Sólborgarsvæðið: Sigurður, Sigbjörn,
Ólafur Tr., Jóhannes og Árni.
Verðlaunatilllaga um hönnun og skipulag Háskólans
á Akureyri á Sólborgarsvæðinu:
Höfundar: Ólafur Tr. Mathiesen arkitekt og arkitektar
Glámu/Kím: Árni Kjartansson, Sigbjörn Kjartansson,
Jóhannes Þórðarson og Sigurður Halldórsson.
Ráðgjöf: Almenna verkfræðistofan, Gísli Karel Hall-
dórsson, Ólafur Árnason og Svavar Jónatansson verk-
fræðingar.
Ljósmyndun: Ljósmyndastofa Kristjáns Magnússonar,
Ingimundur Magnússon ljósmyndari.
Gláma/Kím og Ólafur Tr. hafa unnið að verkinu ásamt
Almennu verkfræðistofunni, Raftákni og Landslagi.
Telur Gláma/Kím sig eiga rétt á að teikna öll hús á
Sólborgarsvæðinu þar sem það er skipulagt samkv. til-
lögum hennar?
„Gláma/Kím telur sig hafa höfundarrétt á þeirri bygg-
ingu sem var hluti af samkeppnistillögunni og skilað
var inn hönnunartilboði í samkvæmt kvöð samkeppn-
isskilmálanna. Samkeppnin tók hins vegar yfir allt há-
skólasvæðið. Á öðrum hlutum þess var einungis gerð
grein fyrir skipulagi en ekki fór fram hönnun bygginga.
Gláma/Kím hefur ekki á nokkru stigi látið það frá sér
fara að hún ætti umfram aðra rétt til að teikna hús á
því svæði,“ svarar Árni Kjartansson. „Samkeppnir eru
með ýmsu móti. Á áttunda áratugnum var t.a.m. haldin
samkeppni um skipulag og byggingar í heilu íbúðar-
húsahverfi í Kópavogi. Öll húsin í þessu hverfi voru síð-
an hönnuð af sigurvegurum keppninnar samkvæmt
vinningstillögu þeirra. Aðrar slíkar keppnir þar sem
arkitektar hanna allar byggingar á skipulagssvæðinu
eru til dæmis keppnirnar um skipulag og félagslegar
íbúðir í Borgahverfi í Grafarvogi og um skipulag og bygg-
ingar við Eiðistorg á Seltjarnarnesi.“
Deilendur gerðu fyrr á þessu ári misheppnaða tilraun
til að ná sáttum í málinu. Nefnd menntamálaráðherra
um rannsóknarhús við Háskólann á Akureyri og
Gláma/Kím gerðu drög að samningi um kaup á þjón-
ustu í tengslum við undirbúning og framkvæmd á út-
boði á einkaframkvæmd (byggingu, rekstri og hönnun)
við rannsóknarhúsið. Skilgreining verksins var að um
væri að ræða kaup á ráðgjöf og vinnu við undirbúning
vegna fyrirhugaðrar byggingar rannsóknarhúss við HA.
Þeir stóðu
að verðlaunatillögunni