Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 6
ERLENT 6 SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ LÍKT og gamlir stríðsjálkar, sem verða ungir í anda við að heyra í herlúðrum, finna kaldastríðsfræð- ingar adrenalínið streyma í æðum sér, nú þegar eldflaugavarnir eru orðnar efni í forsíðufréttir. Vissu- lega er eldflaugavarnakerfið sem Bill Clinton (með semingi) og George W. Bush (fullur áhuga) ráð- gera – með eindregnum stuðningi bandaríska þingsins – frábrugðið stjörnustríðsdraumum Ronalds Reagans fyrir tuttugu árum. Nýja varnarkerfinu er einungis ætlað að ná til takmarkaðs fjölda af vopnum, en ekki vera fullkomin vörn gegn óvinaeldflaugum. Engu að síður hefur þetta málefni vakið á ný um- ræður um ógnarjafnvægi, gagn- kvæma gereyðingarvissu og kjarnavopnaeftirlit, og endurvekur kapphlaupið milli kjarnorkuveld- anna einmitt þegar kjarnavopn voru að mestu hætt að skipta máli. Svo furðulega sem það hljómar, þá eru umræður að komast á skrið jafnvel þótt það sé með öllu óvíst hvort nýja varnarkerfið muni virka. Þótt það muni virka eru tíu til fimmtán ár, og jafnvel lengra, áður en það kemst í gagnið. Þannig að mönnum er að hitna í hamsi vegna einhvers sem, ef og þegar af því verður í fjarlægri framtíð, mun kannski og kannski ekki hafa mikil áhrif. Ríkisstjórnir, sem undir venjulegum kringumstæðum sýna varkárni, taka sér nú stöðu líkt og framtíðin sé handan við hornið. Hvað útskýrir þessa undarlegu hegðun? Ekki blind trú á tækni. Saga eldflaugavarna er jú saga um það hvernig tæknin hefur sífellt valdið talsmönnum sínum vonbrigð- um, bæði innan og utan ríkis- stjórna. Enginn, sem er með fullu viti, getur gert ráð fyrir að það tak- ist á einni nóttu sem hingað til hefur aldrei lánast, það er að segja að eyða fáeinum eldflaugum á flugi. Af þeim þrem tilraunum sem hafa ver- ið gerðar mistókst ein næstum því, tvær alveg, og það var þess vegna sem Clinton lét eftirmann sinn um málið. Ef Bush er nú hlynntur öðru skipulagi, eins og hann hefur gefið í skyn, mun taka jafnvel enn lengri tíma að þróa skipulagið og hanna tilraunaáætlun. Enginn getur verið viss um að þetta virki heldur. Ríkisstjórnir hafa nú áhyggjur, ekki vegna hugsanlegrar nothæfni, heldur vegna raunverulegra eða ímyndaðra fyrirætlana Bandaríkja- manna. Þótt þeir haldi því fram að nýja varnarkerfinu sé ekki beint gegn neinum, og að Bandaríkjunum sé ekki umhugað um annað en að verja borgara sína fyrir ríkjum á borð við Írak eða Norður-Kóreu, eru næstum því allir aðrir á annarri skoðun. Rússar óttast að Banda- ríkjamenn ætli sér að festa í sessi hernaðarlega yfirburði sína (og vanmátt Rússa) til frambúðar. Kín- verjar hafa áhyggjur af því að nýja varnarkerfið sé til marks um að Bandaríkjamenn séu tilbúnir til að hjálpa Taívönum að viðhalda sjálf- stæði. Evrópumenn eru hræddir um að fyrirætlanir Bandaríkja- manna leiði til aukinnar spennu í samskiptum við Rússa geti aukið bilið milli Bandaríkjanna og Evr- ópu. Pólitískar fyrirætlanir, en ekki tæknigeta, skipta máli, og þess vegna veldur nýja varnarkerfið vandræðum núna. Það þröngvar Rússum til að taka af skarið, eykur áhyggjur Kínverja og ýtir undir þá tilfinningu Evrópumanna að þeir séu að missa tengslin við Banda- ríkjamenn. Skaðinn er skeður um leið og farið verður af stað, en ekki er ljóst hvert förinni er heitið. Sú staðreynd, að fyrir þrjátíu ár- um lýstu Bandaríkin og þáverandi Sovétríkin því yfir að varnir gegn kjarnaflaugum væru gagnslausar, eykur á þennan pólitíska vanda. Undir venjulegum kringumstæðum myndi bandarísk varnaráætlun á frumstigi ekki valda þeim spenningi sem nýja flaugavarnarkerfið vekur. En sáttmálinn um gagnflaugar frá 1972 bannar, um ókomna framtíð, kerfi sem ver annað hvort ríkjanna fyrir kjarorkuvopnaárás. Ef Bandaríkjamenn halda áfram með nýja varnarkerfið verða þeir ann- aðhvort að brjóta sáttmálann eða segja honum upp með hálfs árs fyr- irvara, svo sem báðum aðilum er heimilt telji þeir þess nauðsyn af ör- yggisástæðum. Margir myndu líta svo á, að slíkt jafngilti því að Banda- ríkjamenn segðu skilið við það kjarnavopnaeftirlitskerfi sem kom- ið var upp er leið á kalda stríðið. Ríkisstjórn Bush heldur því fram, að þar sem kalda stríðinu sé lokið myndi ekki draga úr stöðug- leika í kjarnorkuvopnamálum þótt sáttmálinn um gagnflaugar hyrfi að forminu til. En stöðugleiki er að jafnmiklu leyti kominn undir póli- tískum viðhorfum og tæknilegum lausnum. Með því að takmarka eld- flaugavarnir veitir gamli sáttmálinn ákveðnar fyrirsjáanlegar hömlur fyrir öll kjarnorkuvopnaveldi. Ef hann hyrfi myndi það hafa áhrif á alla aðra vopnaeftirlitssamninga. Rússar hóta að rifta þeim öllum um leið og Bandaríkjamenn segja sig úr gagnflaugasáttmálanum. Þótt þessi hótun hljómi ekki mjög senni- lega (þetta myndi koma verst við Rússa sjálfa) er hún að sínu leyti rökrétt. Helsta spurningin sem nýja varnarkerfið vekur, er ekki hvernig eigi að búa í haginn fyrir framtíð í heimi með eldflaugavörnum, heldur hvernig megi draga úr pólitískum áhyggjum dagsins í dag. Tilraunir til þess eru að hefjast á stöku stað. Lögspekingar í Washington telja að hófsamur undirbúningur fyrir byggingu eldflauga- og radarstöðva brjóti ekki í bága við gagnflauga- sáttmálann og því beri Bandaríkja- mönnum enn ekki skylda til að til- kynna úrsögn sína. Enn sem komið er bíður ríkisstjórn Bush niður- staðna tilrauna áður en ákvörðun verður tekin. Bæði ríkisstjórn Bandaríkjanna og Rússlands hafa gefið í skyn að veruleg minnkun kunni að verða á árásarvopnabúr- um sínum. Vantrúaðir bandamenn í Evrópu hafa huggað sig við fullyrð- ingar Bandaríkjamanna um að náið samráð verði haft við Evrópu. Verið er að kanna þann þátt sem gæti skipt mestu um aukna tiltrú, þ.e.a.s. breytingu á gagnflaugasáttmálan- um um að takmarkaðar eldflauga- varnir verði leyfðar. Rússar hafa sagt „njet“, en það þarf ekki að vera síðasta orðið. Það kann því að verða hægt að lægja pólitískar væringar í Evrópu og Rússlandi. En hvað með Kína? Ólíkt Evrópu og Rússlandi er Kína hvorki aðili að bandalagi (líkt og Evrópa er), né vopnaeftlitssátt- málakerfi sem getur orðið forsenda pólitískra lausna (líkt og Rússland er). Þessir þættir stuðla að óstöð- ugleika í Asíu og gera Kínverja vara um sig. Það er einungis hægt að auka tiltrúna með þeim hætti sem Bandaríkjamenn hafa beitt gagnvart Kínverjum. Því miður bendir enn ekkert til þess að banda- rísk stjórnvöld hafi áttað sig á því að um alvarlegt vandamál er að ræða. Allt þetta veldur gömlu kalda- stríðsfræðingunum vonbrigðum. Þegar þeir voru að ná upp aftur orðaforðanum og skammstöfunun- um frá tímum ógnarjafnvægis stór- veldanna, uppgötvuðu þeir að sú veröld er ekki lengur til. Eldflauga- varnir eru ekki ógn við hernaðar- jafnvægið á milli Bandaríkjanna og Rússlands. Það sem ógnar pólitísk- um fyrirsjáanleika er að menn rasi um ráð fram í eldflaugavörnum. Með því að lýsa því yfir að þeir séu staðráðnir í að halda sínu striki við nýja varnarkerfið hafa Bandaríkja- menn skapað pólitískan óróleika sem þeir verða þegar í stað að tak- ast á við ef komast á hjá alvarlegum afleiðingum. Aftur til fortíðar? Reuters Bandaríski flugherinn og þrír verktakar á hans vegum tilkynntu í janúar sl. að tilraunir með leysitæki, sem á að vera á braut um jörðu og er ætlað að skjóta niður eldflaugar, hefðu tekist vel. Þær fóru þó fram í tilrauna- stofu á jörðu niðri og margir efast almennt um þessa tækni. Samkvæmt ABM-sáttmálanum frá 1972 er bann- að að koma upp kerfum til varnar eldflaugum en þau voru á þeim tíma talin tilgangslaus. Hér er um að ræða teikningu af fyrirhuguðu leysitæki. eftir Christoph Bertram Saga eldflaugavarna er saga um tækni sem sífellt hefur valdið vonbrigðum Christoph Bertram er fram- kvæmdastjóri Vísinda- og stefnu- mótunarstofnunarinnar í Berlín. © Project Syndicate. HÆGRI armurinn í breska Íhalds- flokknum sækir nú að Michael Port- illo, talsmanni flokksins í ríkisfjár- málum, af ótta við að hann muni sækjast eftir leiðtogahlutverkinu eft- ir næstu kosningar, að því er The Daily Telegraph greindi frá í vik- unni. Portillo hefur undanfarin misseri legið undir vaxandi gagnrýni af hálfu hægrisinnuðustu meðlima Íhalds- flokksins, sem telja hann vera of frjálslyndan. Nú nýlega reiddust þeir honum fyrir að hafa ásamt Bernard Jenkins, talsmanni flokks- ins í samgöngumálum, fallið frá þeirri stefnu að einkavæða eigi neð- anjarðarlestakerfið í London, og fyr- ir að hafa neitað að staðfesta yfirlýs- ingar Williams Hagues, leiðtoga flokksins, um að skattar verði lækk- aðir án tillits til efnahagsástandsins, komist íhaldsmenn til valda. Þá hef- ur stuðningur Portillos við réttindi samkynhneigðra og tillaga hans um að afnema skattaafslátt hjóna ekki fallið í kramið. „Ákvörðunin um að falla frá áformum um einkavæðingu [neðar- jarðarlestakerfisins] nær ekki nokk- urri átt. Áætlunin var vel unnin og við erum mjög vonsvikin,“ hafði The Daily Telegraph eftir fylgismanni hægri armsins. Þó er ljóst að margir flokksmenn styðja Portillo og Jenkin í þessu máli, enda benda skoðana- kannanir til þess að 85% kjósenda í London séu andvíg einkavæðingu neðanjarðarlestanna. Áhrifamenn innan hægriarmsins hafa að sögn The Daily Telegraph fylkt sér að baki Ian Duncan Smith, talsmanni flokksins í varnarmálum og munu vera sannfærðir um að hann sé best til þess fallinn að stöðva framgang Portillos. Blaðið hefur eft- ir andstæðingum Portillos að Dunc- an Smith sé „samkvæmur sjálfum sér“ og geti bæði sótt fylgi til óákveð- inna kjósenda og haldið fastafylgi flokksins. Hann sé auk þess fjöl- skyldumaður og höfði því betur til kjósenda en Hague, Portillo og Ann Widdecombe, talsmaður í innanrík- ismálum, en þau eru öll barnlaus. Hermt er að Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra og ein helsta fyrirmynd hægriarmsins, hafi orðið fyrir vonbrigðum með Portillo og telji hann hafa „tapað áttum“. Flokkadrættir magnast innan breska Íhaldsflokksins Hægri armurinn sækir að Portillo London. The Daily Telegraph. DÓMSTÓLL í Þýska- landi lagði á föstudag blessun sína yfir sam- komulag um að Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari landsins, slyppi með að borga sekt vegna leynireikninga- hneykslisins svokallaða. Samkvæmt samningi milli lögfræðinga Kohls og saksóknara í Bonn verður sakadómsrann- sókn í málum hans hætt strax og hann hefur greitt sektina, sem sam- svarar tæplega 12 millj- ónum króna. Hófst mál- ið í janúar á síðasta ári er Kohl viðurkenndi að hafa tekið við ólöglegum framlögum í kosningasjóði Kristilega demókrata- flokksins, CDU. Saksóknararannsóknin á hendur Kohl byggðist á því að hann hefði brugðist trausti í embætti (sem flokksformaður) og valdið þannig þeim félagsskap sem hann gegndi trúnaðarstarfi fyrir (CDU) tjóni, en slíkt „brot á trausti“ varðar við lög. Dóm- stóllinn féllst á, að Kohl hefði ekki framið af- brotið í því skyni að auðga sjálfan sig og benti auk þess á, að lík- lega hefði hann orðið að borga þessa sömu sekt, hefði málinu lokið með dómi. Ávinningur kanslarans fyrrverandi er hins vegar sá, að nú er málinu lokið og nafn hans verður ekki fært inn í opinberar saka- skrár. Þingrannsókn heldur áfram En þótt saksóknarar séu hér með hættir að eltast við fortíð Kohls held- ur sérskipuð rannsóknarnefnd þýska þingsins áfram rannsókn sinni á því, hvað hæft er í ásökunum þess efnis að tengsl hafi verið milli leynilegra fram- laga í sjóði CDU og ákvarðana sem ríkisstjórn Kohls tók á síðari hluta sextán ára kanslaratíðar hans. Kohl-málum lokið Berlín. AP. Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.