Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR
38 SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ GuðmundurBjarni Ólafsson
fæddist 15. maí
1921 að Nýjabæ í
Tálknafirði. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans 24.
febrúar sl. Foreldr-
ar hans voru Ólafur
Björnsson bóndi og
eldsmiður, f. 17.
júní 1858, d. 13.
nóvember 1937, og
seinni kona hans,
Bjarnveig Guð-
munda Bjarnadótt-
ir, f. 19. júní 1888,
d. 19. júlí 1934. Alsystkini Bjarna
eru Ólafur Bjarni, f. 26. mars
1911, d. 9. ágúst 1979, Andrés
Kristján Bjarni, f. 22. febrúar
1915, d. 25. maí 1915, Anton, f.
23. september 1916, d. 16. júní
1965, Þorleifur Viggó, f. 15. maí
1921, d. 19. september 1994,
Lilja, f. 11. janúar 1923, og Sig-
urjón, f. 22. janúar 1926. Hálf-
systkini Bjarna, börn Ólafs og
fyrri konu hans, Önnu Jónsdótt-
ur, f. 21. ágúst 1862, d. 9. nóv-
ember 1898, eru Ólafía Herdís, f.
25. ágúst 1886, d. 31. október
1953, Torfi Snæbjörn, f. 18. sept-
ember 1888, d. 4. apríl 1967, Jón-
ína Guðrún, f. 14. ágúst 1890, d.
9. mars 1964, Kristín, f. 10. júní
1892, d. 2. desember 1896, Jóna
Bjarney, f. 9. apríl 1894, d. 22.
febrúar 1972, Ólafur Ágúst, f. 6.
ágúst 1896, d. 29. desember
1897, og Ólafur Kristinn, f. 1.
mars 1898, d. 29. desember 1980.
Heimili foreldra hans var leyst
upp þegar hann var fimm ára
gamall og systkini hans fóru í
fóstur en hann fylgdi móður
sinni sem gerðist þá ráðskona á
Bíldudal. Hann var á Laugabóli í
Arnarfirði hjá Guðmundi Ágústi
ember 1955, synir þeirra eru Ey-
þór, nemi, f. 6. ágúst 1982, og Ív-
ar, nemi, f. 24. júní 1985. 4)
Ólafur Bjarni, rekstrarfræðingur
og kennari, f. 6. janúar 1959,
kona hans er Hjördís Einarsdótt-
ir, f. 18. júní 1962, sonur þeirra
er Ríkharður Daði, f. 10. janúar
2000. Börn Hjördísar af fyrra
hjónabandi eru Kristín Þóra,
nemi, f. 16. september 1981,
Hreinn Ingi, f. 24. apríl 1990, og
Gunnhildur Ýrr, f. 18. júlí 1996.
5) Björn, viðskiptafræðingur, f.
20. október 1960, kvæntur Auði
Jóhannsdóttur, stuðningsfull-
trúa, f. 9. maí 1968, börn þeirra
eru Karen, f. 6. september 1989,
Hermann Karl, f. 21. desember
1992, og Þórhallur Bjarni, f. 22.
maí 1997.
Bjarni stundaði nám í Héraðs-
skólanum að Núpi í Dýrafirði
1939–41 og 1944–45. Hann lauk
prófi frá Kennaraskóla Íslands
1948. Auk þess lauk hann sér-
kennslunámi 1987 frá Kenn-
araháskóla Íslands. Bjarni vann
lengst af sem kennari og auk
þess við ýmis störf til sjós og
lands. Hann hóf kennsluferil sinn
á Þórshöfn á Langanesi veturinn
1948–49. Næstu ár kenndi hann
fyrst í Sandgerði og síðan á Suð-
ureyri við Súgandafjörð, á Eski-
firði og í nærsveitum kenndi
hann frá 1952–1960. Þau flytja
til Reykjavíkur 1960 og vann
hann sem kennari, verkamaður
og sjómaður næstu árin, lengst
hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur,
1971 réðst hann sem sérkennari
fyrir þroskahefta á Kópavogs-
hæli og starfaði þar til 1991 þeg-
ar hann fór á eftirlaun. Bjarni
hafði mikinn áhuga á félagsmál-
um, hann sá um skátastarf
dengja á Eskifirði, einnig var
hann í leikfélagi Eskfirðinga.
Hann var í kirkjukór Eskifjarðar
og síðar nokkur ár í kirkjukór
Kópavogs.
Útför Bjarna fer fram frá
Kópavogskirkju mánudaginn 5.
mars og hefst athöfnin kl. 13.30.
Pálssyni bónda, f.12.
ágúst 1876, d. 26.
júní 1936, og konu
hans, Þórdísi Guð-
rúnu Guðmundsdótt-
ur, f. 21. september
1875, d. 16. júní
1963, á sumrin með-
an móður hans naut
við og alveg frá 13
ára aldri og þar til
hann fór í kennara-
nám. Synir þeirra og
fósturbræður Bjarna
eru Aðalsteinn, f. 4.
ágúst 1907, d. 12.
maí 1998, og Guð-
mundur Valtýr, f. 4. júlí 1912.
Bjarni kvæntist 31. maí 1952
Þórhildi Bjarnadóttur, f. 31. maí
1933 í Miðfirði, Skeggjastaða-
hreppi. Foreldrar hennar eru
Bjarni Oddsson bóndi, f. 3. októ-
ber 1889, d. 18. apríl 1938, og
kona hans, Guðrún Stefanía
Valdimarsdóttir, f. 15. október
1895, d. 22. september 1972. Þau
hófu búskap sinn í Sandgerði,
bjuggu á Eskifirði frá 1952 til
1960 þegar þau fluttu til Reykja-
víkur, en 1964 fluttu þau í Kópa-
vog og hafa búið þar síðan. Börn
þeirra Bjarna og Þórhildar eru:
1) Þórdís Guðrún, bókari, f. 28.
júní 1950, gift Kjartani Sigur-
geirssyni, kerfisfræðingi, f. 24.
desember 1948, börn þeirra eru
Margrét, lögfræðingur, f. 19. maí
1970, Kjartan Þór, tæknimað-
ur, f. 9. apríl 1975, og Bjarni,
starfsm. Samskipta, f. 19. sept-
ember 1976. 2) Kristín, starfsm.
ÍSAL, f. 9. apríl 1952, sonur
hennar er Unnar Már Sigur-
björnsson, nemi og tæknimaður,
f. 26. desember 1977. 3) Bjarn-
veig Sigríður, myndlistarmaður,
f. 29. mars 1956, gift Kristleifi
Kristjánssyni, lækni, f. 12. des-
Ó, dauði taktu vel þeim vini mínum,
sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund.
Oft bar hann þrá til þín í huga sínum
og þú gafst honum traust á banastund.
Nú leggur hann það allt, sem var hans
auður,
sitt æviböl, sitt hjarta að fótum þér.
Er slíkt ei nóg? Sá einn er ekki snauð-
ur,
sem einskis hér á jörðu væntir sér.
(Tómas Guðmundsson.)
Tengdafaðir minn, Guðmundur
Bjarni Ólafsson, er látinn eftir
áralanga baráttu við krabbamein.
Undanfarin ár hafa verið honum
erfið, hann barðist hetjulegri bar-
áttu og rétti alltaf aftur úr kútn-
um, þegar þegar útlitið var sem
verst. Þegar hann fékk óvænt
pláss á líknardeild Landspítalans
föstudaginn 23. febrúar s.l. von-
uðumst við öll til að hann kæmi
aftur heim til sín að lokinni nokk-
urra daga hvíld, en sú varð ekki
raunin og áður en nýr dagur reis
var hann allur.
Leiðir okkar Bjarna lágu fyrst
saman árið 1968 þegar ég kom inn
á heimili þeirra hjóna með það í
huga að nema á brott elstu dóttur
þeirra. Ég verð að viðurkenna að
ég lagði í þann leiðangur fullur
kvíða, þar sem ég vissi ekki hvern-
ig mér yrði tekið, þegar kæmist
upp um ætlunarverk mitt. En ég
komst fljótt að því að ótti minn
hafði verið ástæðulaus, þau áttu
strax í mér hvert bein Bjarni og
Þórhildur og hefur mér fundist svo
vera alla tíð síðan.
Bjarni fæddist í sárri fátækt og
var heimili fjölskyldunnar leyst
upp þegar hann var fimm ára gam-
all og börnin send í fóstur vítt og
breitt um sveitina. Bjarni naut ró-
lyndis síns þá og fékk að fylgja
móður sinni meðan hennar naut
við eða fram að fermingu. Á sumr-
um dvaldist hann hjá frændfólki
sínu á Laugabóli við Arnarfjörð,
og var tekinn þangað í fóstur eftir
lát móður sinnar.
Fósturforeldrum Bjarna hefur
verið ljóst að hann var góðum gáf-
um gæddur og studdu þau hann til
náms. Hann lauk námi frá Núpi
árið 1945 og kennaraprófi frá
Kennaraskóla Íslands 1948. Að
kennaranámi loknu fór Bjarni að
starfa við kennslu, fyrst á Þórs-
höfn, en þar fann hann konu sína
Þórhildi, sem æ síðan hefur staðið
við bak bónda síns og verið honum
stoð og stytta, einkum síðustu árin
þegar þörfin fyrir aðstoð og að-
hlynningu var mest.
Fyrsta búskaparár þeirra hjóna
bjuggu þau í Sandgerði en Bjarni
var kennari þar. Árið 1952 fluttust
þau austur á Eskifjörð og kenndi
Bjarni bæði börnum þar úr kaup-
staðnum og nærsveitum. Bjarni
stundaði gjarnan, svo sem títt var
með kennara á þeim árum, aðra
vinnu á sumrin og var nokkur
sumur við síldveiðar. Auk kennsl-
unnar tók Bjarni þátt í margskon-
ar félagsstarfi og má þar nefna
leikfélag staðarins auk þess sem
hann sinnti æskulýðsstarfi með því
að hafa umsjón með skátafélagi.
Bjarni hafði gaman af söng og
söng hann með kirkjukór safnað-
arins. Hann gekk svo nokkrum ár-
um seinna þegar fjölskyldan var
flutt í Kópavog í kirkjukór Kópa-
vogs
Átta árum síðar eða árið 1960
fluttust þau til Reykjavíkur og
bjuggu þar til 1964. Á þeim tíma
vann Bjarni ýmsa verkamanna-
vinnu, jafnt við fiskvinnslu og
blikksmíði, svo eitthvað sé nefnt.
Það þurfti að vinna þá vinnu sem
mest gaf af sér, til að framfleyta
fjölskyldunni og að koma sér upp
húsnæði. Árið 1964 fluttist fjöl-
skyldan í nýja íbúð á Þinghóls-
braut í Kópavogi og tel ég víst að
Bjarni hafi átt ófá handtökin í inn-
réttingu íbúðarinnar, enda hand-
laginn eins og faðir hans var, þótt
hann hafi ekki talið ástæðu til að
hafa orð á því sérstaklega frekar
en öðru sem hann afrekaði á lífs-
leiðinni.
Árið 1971 fékk Bjarni starf við
kennslu þroskaheftra á Kópavogs-
hæli og vann hann þar nærri 20 ár
eða þar til hann lét af störfum
vegna aldurs. Bjarna líkaði það
starf vel, fann að það vantaði á að
þeir sem minna máttu sín í þjóð-
félagi okkar fengju sómasamlega
fræðslu og þótti gott að geta lagt
sitt af mörkum, hann taldi alla
eiga jafnan rétt á menntun.
Þegar Bjarni lauk störfum var
liðinn nærfellt áratugur frá því
hann greindist með þann illvíga
sjúkdóm sem að lokum lagði hann
að velli og hafa því eftirlaunaárin
verið lituð af því. Ég heyrði hann
aldrei kvarta, það var ekki hans
stíll, hann var ekki fyrir það að
íþyngja öðrum með sínum vand-
ræðum, en að sama skapi tilbúinn,
hvenær sem var til að hlusta eftir
erfiðleikum annarra og var jafnan
boðinn og búinn til hjálpar, hve-
nær sem hann taldi sig geta veitt
aðstoð eða styrk.
Bjarni hafði mikinn áhuga á
landinu, bæði sögu þess og nátt-
úru. Hann stundaði t.d. nám í eitt
ár við garðyrkjuskóla í Hveragerði
og gat hann því gefið góð ráð um
allt sem varðaði gróðursetningu
trjáa og plantna. Manni fannst
þegar hann ræddi sögu landsins og
landnám að hann hafi verið kunn-
ugur landnámsmönnum öllum, en
þó skipaði sérstakan sess í hjarta
hans fjölskylda Eiríks rauða og
hafði hann ýmsar kenningar um
landnám þeirra á Grænlandi og
Vínlandi, sem báru þess glögglega
merki að hann hafði lesið allt sem
hann gat komist yfir hvað það
varðaði, sennilega öll gögn sem
rituð hafa verið á íslenska tungu
þar um. Hann kunni þessar sögur
allar utanað og tengdi því upplýs-
ingar úr þeim öllum í eina heild og
fékk gjarnan mjög trúverðugar
niðurstöður.
Bjarni bar ávallt sterkan hug til
Vestfjarða og taldi strax á sjöunda
áratugnum að eina ráðið til að
bjarga byggð þar, væri að bora
göng í gegn um fjöllin, til að auð-
velda samgöngur. Hann var ófeim-
inn við að halda þessari skoðun
sinni á lofti, þótt viðmælendur
hans hafi ekki alltaf trúað því að
um raunhæfan kost væri að ræða.
Bjarni hvorki hljóp eftir skoðunum
annarra né reyndi að troða sínum
skoðunum á viðmælendur sína.
Bjarni hafði alltaf mikinn áhuga á
íslenskri tungu, talaði vandað mál
og þótti verra ef íslenskunni var
misþyrmt. Sérstakur þyrnir var
honum í augum þegar rangt var
farið með staðarheiti og örnefni á
Vestfjörðum og þá sérstaklega á
æskustöðvum hans. Hann t.d.
skrifaði ritgerð um þá villu fjöl-
miðlamanna að kalla Patreksfjörð
og Tálknafjörð Suðurfirði. Suður-
firði kvað hann ganga inn úr Arn-
arfirði sunnanverðum og taldi
frekar mega kalla Patreksfjörð og
Tálknafjörð vestustu firði á Ís-
landi.
Þeir sem þekktu Bjarna vita að
það var ekki gassagangi eða
flumbruskap fyrir að fara hjá hon-
um. Sem dæmi um yfirveguð
vinnubrögð minnist ég þess oft að
eitt sinn fyrir allmörgum árum bil-
aði vél í bíl sem hann átti. Ég, þá
frekar ungur að árum, taldi ekki
mikið mál að skipta um vél í bíln-
um og ákváðum við því að hjálpast
að við þetta. Við fórum með bílinn
á bílaþjónustu þar sem við unnum
verkið. Ég taldi mig hafa gott vit á
bílaviðgerðum og reif allt í sundur,
án þess að hugsa mikið um hvern-
ig ætti að raða því saman aftur.
Bjarni fór sér hægar, fylgdist
vandlega með öllu sem fram fór og
gat því sagt til um hvar hver hlut-
ur átti að vera og hvar tengja átti
víra og leiðslur sem ég lenti í
vandræðum með. Bíllinn komst í
gang aftur og þakka ég það því að
hann gaf sér tíma til að taka eftir
og raða hlutunum þannig að hann
vissi hvar þeir ættu að lenda.
Ég þykist vita að Bjarni hafi
verið börnum sínum jafn góður
faðir og hann var barnabörnunum
góður afi, en fyrir þau hafði hann
alltaf tíma. Þegar þau voru yngri
las hann fyrir þau og kenndi þeim
lestur nokkru áður en til þess var
ætlast í grunnskólalögum. Þó að
Bjarni hafi aldrei verið ríkur mað-
ur eða átt of mikið af peningum,
læddist þó oft að mér sá grunur að
hann teldi sig með auðugri mönn-
um, þegar hann leit yfir alla af-
komendur sína í jólaboðunum eða
öðrum veislum sem haldnar voru
af þeim heiðurshjónum.
Það er ekki hægt að kveðja þig,
Bjarni, öðruvísi en með miklum
söknuði og þökk fyrir að hafa
fengið að kynnast þér. Það er svo
margt sem ég þarf að þakka þér,
aðstoð bæði í stóru og smáu.
Megi Guð vera með þér og sé sú
trú mín rétt að við munum hittast
aftur, veit ég að þú tekur á móti
mér með sömu alúðinni og elsku-
legheitunum og þegar við hittumst
fyrst.
Kjartan Sigurgeirsson.
Kæri tengdafaðir. Þá er lokið
langri baráttu þinni við sjúkdóm
sem þig hafði hrjáð í 22 ár. Í fljótu
bragði gæti virst sem sjúkdóm-
urinn hefði haft betur, en í raun
stendur þú uppi sem sigurvegari,
bæði í öllum orrustunum svo og nú
að stríðinu loknu. Ástæðan fyrir að
ég segi þetta er sú, að í öll þessi ár
sem baráttan stóð heyrði varla
nokkur maður þig kvarta, né urð-
um við vör við að þú ættir yfirleitt
við nokkur veikindi að stríða. Eins
og þér var lagið tókstu öllum að-
gerðunum og sjúkrahúslegunum
með jafnaðargeði, lést aldrei bug-
ast og varst alltaf tilbúinn að ræða
allt annað en veikindi þín. Ljóst er
að í gegnum öll þessi veikindi gast
þú gengið öruggur að tryggum
stuðningi lífsförunautar þíns og
eiginkonu, Þórhildar Bjarnadóttur,
sem nú saknar þín svo sárt. Henni
eins og okkur hinum munt þú allt-
af verða fyrirmynd að því hvernig
takast á við erfiðleika og sjúkdóma
sem ekki verða umflúnir og eru ut-
an seilingar mannlegs máttar.
Stærstur er þó sigur þinn yfir
dauðanum fólginn í þeim minn-
ingum sem þú skilur eftir í huga
okkar sem enn dveljum hérna
megin við móðuna miklu. Þar
sannast hið fornkveðna, að enginn
veit hvað átt hefur fyrr en misst
hefur. Sérstaklega munum við
sakna framlags þíns í fjörlegum
þjóðfélagsumræðum í fjölskyldu-
boðum. Þar kom enginn að tómum
kofunum þegar þú varst annars
vegar. Einkum voru þér hjartfólg-
in sjávarútvegsmál og landsbyggð-
arpólitík og þá sérstaklega hvað
varðaði Vestfirðina. Af mikilli
framsýni varst þú byrjaður að tala
um að gera þyrfti göng undir heið-
ar og í gegnum fjöll á Vestfjörð-
um, áratugum áður en nokkur
annar var farinn að ræða slíkar
framkvæmdir af alvöru. Með þér
er horfinn mikill fræðimaður í ís-
lenskufræðum og fornsögum. Aft-
ur og aftur komst þú á óvart með
djúpstæðri þekkingu þinni á forn-
bókmenntunum. Sem dæmi, gast
þú rakið ættir norrænna víkinga
til konunga í Asíu og gaman hafðir
þú af því að segja frá skyldleika
Íslendinga og Englandsdrottning-
ar. En fornbókmenntaáhugi þinn
lét ekki staðar numið við stað-
reyndir heldur hafðir þú þekkinga-
lega forsendu til að hafa þínar eig-
in skoðanir og setja fram þínar
kenningar um landafundi, uppruna
Íslendinga og landnámið. Allar
voru þessar hugmyndir þínar vel
ígrundaðar og framsettar af skyn-
semi, enda þér ekki eðlislægt að
fara með fleipur. Óttast ég að með
þér hafi horfið þekking og hug-
myndir sem hefði þurft að skrá í
bækur en til þess hafðir þú aldrei
tíma heldur lést fjölskylduna og
kennarastörf þín hafa forgang. Því
verða sætastar minningar eigin-
konu þinnar og barna sem á þig
gátu sig reitt um allan þann stuðn-
ing og gæsku sem einungis sannir
eiginmenn og feður veita. Eins
munt þú lifa áfram í börnum þín-
um og barnabörnum, sem ljóst er
að ekki hefðu orðið til nema af því
þú dróst andann á þessari jörð og
gafst þeim líf þitt. Með vinnu þinni
og Þórhildar lögðuð þið saman
grundvöllinn að tilveru þeirra.
Fyrir það vil ég sérstaklega þakka
ykkur. Þar get ég fullvissað þig
um að ykkur tókst eins vel til og
hvert foreldri getur sér best ósk-
að. Einkum er mér í þessu sam-
hengi hugsað til Unnars Más, dótt-
ursonar þíns, sem þú gekkst í
föður stað. Honum varst þú fyr-
irmynd í flestu og mótaðir hann
meir en nokkur annar og virðist
mér sem þér hafi tekist að kenna
honum allar þínar bestu dygðir,
eins og þolinmæði, fágaða fram-
komu og umhyggjusemi. Hann,
eins og við öll hin, mun sakna þín
um ókomna framtíð en minning-
arnar um þig munu alltaf lifa í
huga okkar.
Kristleifur Kristjánsson.
Í dag kveðjum við í hinsta sinn
afa okkar, Guðmund Bjarna Ólafs-
son.
Þegar við bræðurnir komum
heim til Íslands sumarið 1991
dvöldum við hjá ykkur ömmu.
Fljótlega fórum við í kofasmíði
rétt hjá heimili ykkar. Þá fórst þú
í BYKO og keyptir tvo litla hamra
og gafst okkur og næsta dag trítl-
uðum við glaðir og reifir með
hamrana í kofasmíðina. Mikið þótti
okkur til hamranna koma enda
eigum við þá enn. Ekki var áhugi
þinn minni á kofasmíðinni en hjá
okkur. Þú rabbaðir um hvað hægt
væri að gera næst og var áhugi
þinn óþrjótandi.
Seinna meir þegar við vorum
fluttir alfarið heim til Íslands og
skólinn þyngdist og íslenskunámið
orðið flóknara þurftum við ekki
annað en spyrja þig um erfið atriði
í málfræði og stafsetningu og
gastu jafnan greitt götu okkar svo
ekki léki neinn vafi á réttu svari.
Gísla sögu Súrssonar eða Njáls
sögu þurfti vart að nefna. Við
fengum heilu ritgerðirnar um leið
og þær voru nefndar enda ræddir
þú jafnan um Íslendinga sögurnar
við hvert tækifæri sem gafst.
Eitt líður okkur vart úr minni
en það er þegar þið amma og
mamma heimsóttuð Bjössa frænda
á Ísafjörð og við fórum á sjóm-
injasafnið og þú leiddir okkur um
safnið og sagðir þeim hvað mun-
GUÐMUNDUR
BJARNI ÓLAFSSON