Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 35
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 35 kvæmt flugreglum má flugvél aldrei fara í loftið samkvæmt blindflugs- reglum nema hún hafi að minnsta kosti einn varaflugvöll fyrir ákvörð- unarstaðinn. Nú er ekki alltaf slæmt veður á S-V-horni landsins og í góðu veðri og veðurspá er Reykjavíkur- flugvöllur notaður sem varavöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. Í mörgum tilfellum sparar þetta flugrekendum háar fjárhæðir, vegna þess að snöggtum minna eldsneyti þarf að hafa um borð til að fljúga til Reykja- víkur heldur en að fljúga annaðhvort til Akureyrar eða Egilsstaða. Tök- um tilbúið dæmi: farþegaþota á leið til landsins ætlar að lenda í Keflavík, hún getur ætlað sér 1.000 kg minna eldsneyti til ferðarinnar ef hún notar Reykjavík fyrir varavöll frekar en Akureyri eða Egilsstaði. Fyrir bragðið getur þotan flutt 1.000 kg meiri arðbæra hleðslu (farþega eða fragt), og þrátt fyrir að hleðslan sé ekki fyrir hendi sparast samt miklir peningar vegna þess að flugvélin eyðir meira eldsneyti en hún þarf þegar hún er 1.000 kg þyngri en nauðsynlegt er. Þegar flugrekandi er með tugi aðkoma til Keflavíkur- flugvallar á sólarhring skiptir þetta verulegu máli á ársgrundvelli. Inn- anlandsflugið nýtur á sama hátt góðs af þessu. Það eru ótal fleiri flugtæknilegir kostir við að hafa „sett“ af flugvöllum, þ.e. nálægt hvor öðrum, og er þetta tíðkað á flestum stórum flugvöllum eins og í Kaupmannahöfn-Malmö og London /Heathrow-Gatwick. Þá er ég loks- ins kominn að kjarna málsins, þ.e. hvað er að mínum dómi heppilegast að gera í stöðunni. Reykjavíkurflugvöllur áfram á sama stað Margt af því sem ég tel upp hér á eftir hefur nú þegar verið fram- kvæmt af Flugmálastjórn og annað er í bígerð, en margt er líka með öðrum áherslum. Í fyrsta lagi verður Reykjavíkurflugvelli alveg lokað frá miðnætti til kl. sjö að morgni, nema í neyðartilfellum. Í öðru lagi verður öll flugumferð önnur en áætlunar- og leiguflug bönnuð á Reykjavíkurflugvelli, nema í neyðartilfellum. Í þessu felst að allt ferjuflug um Ísland flyst til Keflavíkurflugvallar. Byggður verði lítill flugvöllur í nágrenni Reykjavík- ur fyrir kennslu og einkaflug. Sam- kvæmt gögnum frá Flugmálastjórn fyrir árið 1999 er annað flug en áætl- unar- og leiguflug 72% af allri um- ferð um Reykjavíkurflugvöll. Áætl- unar- og leiguflug er afgangurinn, eða 28%. Í þriðja lagi verði A-V-flugbrautin lengd til vesturs um ca 1.000 m. Með þessu yrði nýtni flugbrautarinnar aukin með tilliti til hliðar- og með- vindsvindstuðla. Einnig myndu göng undir flugbrautina veita bæði flug- umferð og umferð um veginn meira öryggi og lenging flugbrautarinnar til vesturs myndi auðvelda blindflug- saðflug að austurflugbrautinni. Í fjórða lagi að öll umferð áætl- unar- og leiguflugs fari fram, þegar því verður við komið vegna flugum- ferðar kringum flugvöllinn, með eft- irfarandi hætti: (a) Að allar lend- ingar verði gerðar á austurflugbrautina upp að t.d. 20 hnúta hliðarvindstuðli og t.d. 7 hnúta meðvindstuðli. (b) Að öll flug- tök fari fram á vesturflugbrautinni upp að sömu vindmörkum. Þetta ætti að vera auðvelt þegar búið er að flytja 72% af flugumferðinni á annan flugvöll (eða til Keflavíkurflugvall- ar). Ég tel að í um 60% tilfella megi nota þennan flugmáta. Þessum vind- markatölum er aðeins varpað fram, að sjálfsögðu þyrfti hver flugrekandi fyrir sig að ákveða vindmörkin með tilliti til þeirra flugvélategunda sem hann notar. Einnig minnka þessar tölur þegar bremsuskilyrðum á flug- brautinni er áfátt, í þessu sambandi hef ég stungið upp á því áður í grein í Morgunblaðinu að það væri til mik- illa bóta að hafa flugbrautirnar upp- hitaðar. Þegar vindur er kominn yfir ofangreind mörk yrði flogið að og frá hentugustu flugbrautinni með tilliti til vindsins. Með þessum að- gerðum verður flugumferð yfir byggð um 15% af fyrri umferð. Ég skal skýra þetta betur. Árið 1999 voru samtals 78.760 flughreyfingar (flugtök og lendingar) á Reykjavík- urflugvelli samkvæmt gögnum Flugmálastjórnar. Flugbrautirnar eru fjórar, þ.e. norður-, suður-, aust- ur- og vesturflugbrautir. Gerum ráð fyrir að flughreyfingarnar hafi dreifst jafnt á allar flugbrautirnar. Það er 78.760 / 4 = 19.690 hreyf- ingar á hverja flugbraut. Annað flug en áætlunar- og leiguflug er sam- kvæmt því sem ég gat um áður í textanum 72% eða 56.310 flughreyf- ingar, sem flytjast annað. Afgang- urinn er 28%, þ.e. 22.450 flughreyf- ingar, af þeim fara 60% á austurflugbraut til lendinga og vest- urflugbraut til flugtaks, þ.e. 13.470 flughreyfingar. Þá eru eftir 8.980 flughreyfingar, sem fljúga yfir byggð, og þær deilast á hinar þrjár flugbrautirnar, þ.e. norðurflugbraut (flugtök og lendingar), suðurflug- braut (flugtök og lendingar), austur- flugbraut (flugtak) og vesturflug- braut (lendingar) eða 8.980 / 3 = 2.993. Samkvæmt þessum tillögum og nýjan flugmáta verða 2.993 flug- hreyfingar yfir byggð en voru 19.690 flughreyfingar, þ.e. 2.993 / 19.690 = 0,15. Þannig að flugumferð yfir byggð verður aðeins 15% af fyrri umferð. Þetta tel ég vera bestu og ódýr- ustu lausnina í þessu máli. Nú vil ég ekki gera lítið úr því að fyrir suma er þetta ekki nóg. Til að leysa vanda þeirra má hugsa sér að borgin eða ríkið skuldbindi sig til að kaupa hús- næði þeirra. Síðan væri þetta hús- næði selt eða leigt öðrum, sem flug- umferðin angraði ekki. Ef ég man rétt þá gerðu Danir þetta þegar þeir voru að stækka Kastrup-flugvöll kringum 1960. Í umræðunni hefur verið talað um að byggja nýja flug- stöð fyrir innanlandsflugið fyrir milljarða. Í blaðagrein sem ég skrif- aði fyrir nokkrum árum benti ég á þann möguleika að nota Perluna sem flugstöð fyrir Reykjavík og mun ég gera grein fyrir því hér á eftir. Perlan sem umferðar- miðstöð Reykjavíkur Hugmynd mín er sú að það mætti sameina bæði Umferðarmiðstöðina og flugstöðina undir einn hatt í Perl- unni og skapa þannig eina allsherjar umferðarmiðstöð fyrir Reykjavík. Perlan í dag hefur margt sem þess háttar umferðarmiðstöð þarfnast, eins og veitingastaði, útsýni og stað- setningu. Flugvélastæðin og vöruaf- greiðslan yrðu byggð fyrir vestan Öskjuhlíðina og farþegar fluttir (400 m) t.d. í rútu frá Perlunni beint í flugvélina. Í Perlunni er risastórt rými ef allir vatnsgeymarnir eru teknir með. Ég er ekki í vafa um að íslenskir arkitektar og verkfræðing- ar yrðu ekki í vandræðum með að endurhanna Perluna með þarfir flugs og landflutninga landsbúa í huga. Með þessum tillögum sem ég hef nefnt hér að framan er ég sannfærð- ur um að spara mætti milljarða mið- að við þær tölur sem hafa verið nefndar í umræðunni. Samt sem áð- ur myndum við hafa hljóðlátt og öruggt samgöngumannvirki og milljarðana sem sparast getum við notað í að tvöfalda hættulegasta samgöngumannvirkið okkar, þjóð- vegina. Höfundur er fyrrverandi flugstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.