Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ UNDANFARIN fimm ár hefurmarkaðshlutdeild bílaumboð-anna Ingvars Helgasonar ogBílheima aukist verulega og eru þau nú sameiginlega með 26% af heilarinnflutningi nýrra bíla, fólks- bíla og jeppa. Ingvar Helgason hóf bílainnflutn- ing árið 1963 með því að flytja inn Trabant bíla frá Austur-Þýskalandi. Árið 1972 fékk fyrirtækið umboð fyr- ir Datsun bifreiðar sem nú heita Nissan og síðan Subaru árið 1976 en báðar tegundirnar eru framleiddar í Japan. Árið 1993 keyptu eigendurnir Véladeild Sambandsins. Innan þess fyrirtækis var landbúnaðardeild, sem seldi meðal annars Massey Ferguson dráttarvélar og mikið úr- val þungavinnuvéla. Bílahluti véladeildarinnar sem þá hét Jötunn hf. flutti inn bílategund- irnar Opel, Isuzu og bandaríska bíla frá General Motors. Síðar bættist við sænska bílategundin Saab. Júlíus Vífill Ingvarsson fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins segir að Nissan og Subaru hafi í gegnum tíð- ina fest sig í sessi á íslenskum mark- aði og þyki bílarnir vel hannaðir og traustir. Bak við ágæta sölu á þeim standi örugg og góð þjónusta. „Stærsta fjárfesting fólks er ekki í húsnæði heldur í bílum. Fólk ætlast því til þess að varahluta- og viðgerða- þjónusta sé góð og að þeir eigi sér vissa bakhjarla hjá umboðunum sem þeir geti leitað til,“ segir hann. „Þegar við tókum við sölu á Opel og Isuzu bifreiðunum ákváðum við að vinna þessum merkjum verðugan sess á íslenskum bílamarkaði og hef- ur okkur tekist það. Síðan 1996 höf- um við verið með sterkustu stöðuna á íslenskum bílamarkaði hvað varðar sölu á nýjum bílum.“ Sígandi lukka best Júlíus Vífill segir að ólíkt öðrum bílaumboðum þá séu bílamerkin sem boðið er upp á aðgreind í tvö fyrir- tæki og sé það að ósk framleiðend- anna sem telja það styrkja stöðu sína að bílategundir, sem voru í beinni samkeppni, væru ekki hjá sama fyr- irtækinu. „Við lítum þó alltaf á Ing- var Helgason og Bílheima sem eitt og sama fyrirtækið. Þau lúta sömu yf- irstjórn, en aðrir starfsmenn eru ekki þeir sömu hjá fyrirtækjunum. Hugmyndafræðin sem býr að baki beggja fyrirtækjanna er einnig hlið- stæð.“ Þegar Júlíus Vífill er spurður hverju hann þakki þennan ágæta ár- angur segir hann sígandi lukku alltaf besta. „Við höfum leitast við að vinna jafnt og þétt að okkar sölumálum og haft það að leiðarljósi að þolinmæði og þrautseigja er það sem gildir. Þegar við fengum umboðin fyrir Opel og Isuzu árið 1993 rukum við ekki til og settum allt af stað til að vinna þessum umboðum sess á svipstundu. Í stað þess gáfum við okkur fjögur til fimm ár til að afla bílategundunum þeirrar virðingar sem við teljum að þeim beri og náðum við settum mark- miðum í sölu þessara bílategunda.“ Fjölskyldufyrirtæki algeng í bílgreininni Það er alkunna að Ingvar Helga- son og Bílheimar eru fjölskyldufyr- irtæki, en hvernig hefur það gengið fyrir skylduliðið að vinna saman? „Það er athyglisvert að í bílgrein- inni eru nær eingöngu starfandi fjöl- skyldufyrirtæki. Í flestum tilvikum er það önnur kynslóðin sem er við stjórnvölinn og það er ekki annað að sjá en það gangi vel upp. Bílaviðskipti eru skemmtileg við- skipti og því eðlilegt að börnin laðist að þeim og þannig var það með okkur systkinin. Strax í uppvextinum fór- um við að hjálpa til í fyrirtækinu og lærðum því ung að vinna saman. Í upphafi fluttu foreldrar okkar inn leikföng og gjafavöru. Það þýddi til dæmis, að í jólamánuðinum þá hjálpuðust allir að við að pakka inn vörum og senda út á land eða við ók- um vörunni út á höfuðborgarsvæð- inu. Við erum þrír bræðurnir sem stýr- um fyrirtækinu, fyrir utan mig eru það Helgi og Guðmundur Ágúst. Við erum ólíkir að mörgu leyti og að sumu leyti höfum við mismunandi áhugamál. Ég held að það sé nauð- synlegt fyrir fyrirtæki sem er af þeirri stærðargráðu sem okkar er að þar starfi fólk sem er ekki of líkt. Það þarf að vera hægt að líta á málin frá mismunandi sjónarhornum. Við þurfum að ná til hinna ýmsu þjóð- félagshópa og skilja og skynja hvað það er sem þeir vilja. Æskilegt að starfsfólkið hafi ólíkan bakgrunn Hjá stórum erlendum bílafram- leiðslufyrirtækjum, til dæmis í Jap- an, er ekki aðeins að finna viðskipta- menntað fólk heldur hef ég verið að hitta þar bókmenntafræðinga og heimspekinga. Þetta fólk hefur verið valið úr stórum hópi umsækjenda. Japanir hafa áttað sig á því að það er ekki skynsamlegt að hafa starfs- mannahópinn of einlitan því til að fá fram fjölbreyttar og frjóar hug- myndir þarf starfsfólkið að hafa ólík- an bakgrunn. Það er tiltölulega auð- velt að finna duglegt fólk á atvinnumarkaðnum en fólk með góð- ar hugmyndir er vandfundnara, en skiptir fyrirtækin miklu máli. Í leikfanga- og gjafavörufyrirtæk- inu sem heitir Bjarkey er það móðir mín sem leiðir þann hóp sem þar starfar ásamt tveim systrum okkar. Við vinnum því fimm við fyrirtækið. Fjórði bróðirinn starfar sem læknir og tvær systur okkar eru kennarar.“ Sala í nýjum bílum sveiflukennd Á þessu ári hefur orðið mikill sam- dráttur í sölu á nýjum bílum og birgðir af notuðum bílum hafa hlaðist upp, hefur þetta ekki skapað ýmsa erfiðleika? „Það sem hefur einkennt sölu á nýjum bílum í gegnum tíðina er hversu sveiflukennd hún er. Árið 1985 var til dæmis bílgreininni mjög erfitt. Þá seldist lítið af nýjum og not- uðum bílum. Ári síðar voru tollar á bílum lækkaðir, það þýddi að árið 1987 varð metár í sölu nýrra bíla. Næstu tvö árin þar á eftir voru mög- ur ár í bílaviðskiptum. Ef það er samdráttur í samfélag- inu þá finnum við sem flytjum inn bíla mikið fyrir honum og mun meira en aðrar greinar verslunar. Bílar eru stór fjárfesting og það fyrsta sem fólk byrjar að spara við sig. Það er þverstæðukennt en þó satt að góð- ærin hafa reynst bílaviðskiptunum erfiðust. Það má auðveldlega finna margar ástæður fyrir því. Ein er sú að stjórnendur fyrirtækjanna hafa í gegnum árin fyllst bjartsýni í góð- ærinu og farið út í fjárfestingar sem fyrirtækin hafa ekki staðið undir. Þetta ætlar ekki að endurtaka sig í því góðæri sem við búum við nú held- ur hafa menn sem betur fer haldið að sér höndum. Það hefur jafnframt reynst mönn- um erfitt í þessum miklu sveiflum að halda birgðum eðlilegum en þær eru mjög fjárfrekar. Sú ósk sem ég á til handa bílgrein- inni er að sveiflurnar minnki og sala á nýjum bílum verði jafnari. Sem betur fer hafa birgðir notaðra bíla hjá okkur lækkað verulega frá áramótum og er það samkvæmt áætlun okkar.“ Eruð þið búnir að kaupa mikið af nýjum bílum sem þið sjáið ekki fram á að selja? „Það er með okkur sem aðra bíla- innflytjendur að samdrátturinn fyrstu mánuði ársins er meiri en við áttum von á svo við eigum meira magn af nýjum árgerðum nú en á sama tíma í fyrra. Það er trú mín að markaðurinn eigi eftir að taka við sér aftur en það eru ákveðin atriði sem hafa veruleg áhrif á bílasölu. Eitt er trú manna á góða afkomu í nánustu framtíð því stærsti hluti bíla er seld- ur á lánum. Efnahagslegar horfur skipta einn- ig miklu máli. Menn verða að hafa trú á því að verðbólgan rjúki ekki upp. Verkföll hafa einnig mikil áhrif á bílasölu. Verkföll voru áberandi í kringum áramótin og sum voru lang- vinn. Þótt það hafi aðeins verið ákveðnir hópar sem þar áttu hlut að máli þá snerta verkföll flesta í þjóð- félaginu á einn eða annan hátt. Hugs- anlega eru fleiri verkföll framundan því það á eftir að semja um kaup og kjör við stór stéttarfélög. Fólk hægir á fjárfestingum við þessi skilyrði og sér til hverju fram vindur. Ef ein- staklingurinn er að kaupa bíl sem hann ætlar að borga á næstu þremur til sjö árum, eins og sumir gera, þá er eðlilegt að hann spyrji sig, hvort hann hafi ekki öruggar tekjur þann tíma.“ Notaðir bílar hafa lækkað í verði Hvaða áhrif hefur þessi samdrátt- ur haft á reksturinn hjá ykkur? „Það hefur safnast upp mikið af notuðum bílum hjá þrem stærstu bílaumboðunum. Hlutfall okkar í þeim fjölda er í réttu hlutfalli við þá sölu sem við höfum haft í nýjum bíl- um. Hins vegar lækkuðu notaðir bílar í verði almennt á markaðnum í kringum áramótin. Ástæðan var sú að fólki fannst notaðir bílar of dýrir miðað við nýja bíla. Þessar markaðs- aðstæður leiddu til þess að salan jókst svolítið. Það er eðlilegt að fólk staldri við þegar notaðir bílar lækka í verði því það þýðir jafnframt að verðmæti bíla lækkar almennt. Ef við horfum til þess hvað er að gerast í Þýskalandi þá sjáum við að afföll notaðra bíla eru enn meiri þar.“ Eru þær birgðir sem þið eigið af gömlum bílum nú óvenju miklar, ef miðað er við önnur samdráttartíma- bil? „Það er mjög erfitt að miða við önnur ár í þessu sambandi. Ástæðan fyrir því er sú að efnahagsástandið hefur verið mjög gott undanfarin ár og bílaeign hefur aldrei verið meiri á Íslandi en nú. Velmegun hefur held- ur aldrei verið meiri hér á landi. Sú þróun að notaðir bílar séu teknir upp í nýja í langflestum viðskiptum leiðir af sér að bílaumboðin í landinu eiga stærri lager af notuðum bílum en fyrr. Frá síðari hluta síðastliðins árs hefur lager okkar á notuðum bílum minnkað um 25%. Við vorum með út- sölu á notuðum bílum sem gerði það að verkum að salan á þeim jókst verulega. Sala nýrra bíla hefur dreg- ist saman og færst yfir á notaða bíla. Við sjáum því fram á að eign okkar á notuðum bílum verði komin í viðun- andi ástand á vormánuðum.“ Eiga enga eftirársbíla Hvernig sjáið þið fyrir ykkur söl- una á nýjum bílum? „Ég hef trú á að sala í nýjum bílum eigi eftir að glæð- ast þegar kemur fram á árið. Lag- erstaða nýrra bíla hér er mismun- andi eftir bílategundum en hún er ekki það mikil að við höfum af því miklar áhyggjur. Allur okkar lager er nýr, þ.e. við erum ekki með neina eftirársbíla. Við höfum því engar áhyggjur af þeim þætti.“ Það er þá ekkert útlit fyrir að þið verðið með útsölu á nýjum bílum um mitt árið? „Nei, það er ekki ástæða til að ætla það. Hins vegar mun samdráttur í greininni auðvitað leiða til þess að fyrirtækin munu draga saman seglin. Þau fækka fólki og draga úr kostn- aði. Við höfum þegar hafið þann feril eins og önnur fyrirtæki í bílgrein- inni.“ Eiginfjárstaða fyrirtækisins góð Hafið þið lent í rekstrarfjárerfið- leikum vegna minnkandi sölu? „Það er óumflýjanlegt þegar birgðastaðan er eins og hún hefur verið bæði á nýjum og notuðum bíl- um, að fjármagnsþörf aukist og það þarf að leysa hana. Þetta á ekki að- eins við um okkur heldur alla í þess- ari grein. Hins vegar stendur okkar fyrirtæki mjög sterkt að vígi ekki síst vegna þess að það hefur verið leið- andi í sölu nýrra bíla í mörg ár og hef- ur aldrei þurft að takast á við þreng- ingar heldur hefur átt mikilli gæfu að fagna. Eiginfjárstaða fyrirtækisins er mjög góð eða á annan milljarð og það þætti mörgum fyrirtækjum gott veganesti inn í samdráttartímabil. Líklega er fyrirtækið með bestu eig- infjárstöðuna í greininni. Undanfarið höfum við verið að skoða ýmsa þætti varðandi fjármál fyrirtækisins, lántökur, ábyrgðir og annað slíkt. Við ákváðum að ráða sér- stakan mann í það starf og réðum til okkar mann í stöðu fjármálastjóra, sem við þekkjum af góðu vegna starfa hans í Íslandsbanka. Hann heitir Rúnar Gíslason og hefur starf hans þegar skilað fyrirtækinu góðum árangri.“ Bylting í fjármögnunarmöguleikum Á undanförnum árum hefur orðið mikil breyting á fjármögnunarmögu- leikum fólks til að kaupa bíla, hvernig hafa söluform eins og rekstrarleigur reynst? „Það má tala um að það hafi orðið bylting á fjarmögnunarmöguleikum á bílum á undanförnum árum. Fyrir nokkrum árum var mjög erfitt að fá lán í bönkum til bílakaupa. Þá voru bankastjórarnir ef til vill helsta skyn- semisröddin, sem menn heyrðu þeg- ar þeir ætluðu að fara út í fjárfest- RÁÐANDI MARK- AÐSSTAÐA UNDAN- FARINNA ÁRA KEMUR SÉR VEL Morgunblaðið/Árni Sæberg „Traust samband viðskiptavina og fyrirtækis er lykilatriði,“ segir Júlíus Vífill, framkvæmdastjóri Ingvars Helgasonar og Bílheima. Á fyrstu mánuðum þessa árs dróst sala á nýjum bílum sam- an um 44% en hjá bílaumboðum landsins er verulegur lager notaðra bíla frá síðasta ári. Hildur Einarsdóttir ræðir við Júlíus Vífil Ingvarsson, framkvæmdastjóra Ingvars Helgason- ar og Bílheima, um horfurnar á bílamarkaðnum, en fyrirtækið er stærsti innflytjandi á nýjum bílum hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.