Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ NOKKUR erill var hjá slökkvi- liðinu á Akureyri í fyrrinótt. Um klukkan kortér yfir þrjú var til- kynnt um eld við KA-heimilið við Dalsbraut. Þar hafði verið kveikt í blaðarusli utan við húsið rétt hjá loftræstiviftu sem blés reyk inn í loftræstikerfi hússins og dældi honum inn í íþróttasal- inn. Dyraverðir á staðnum voru búnir að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang. Árshátíð Háskólans á Akur- eyri stóð sem hæst þegar atvikið átti sér stað og þurfti að rýma húsið vegna reyksins. Óveruleg- ar skemmdir urðu en loftræsta þurfti salinn. Ekki er vitað hverjir voru að verki. Þá var tilkynnt um eld í stiga- gangi í fjölbýlishúsi í Tjarnar- lundi laust fyrir klukkan fjögur. Þar hafði verið kveikt í gardínu milli fyrstu og annarrar hæðar á meðan íbúarnir sváfu sem fast- ast. Síðar um nóttina var til- kynnt um eld í sama stigagangi og að þessu sinni hafði verið kveikt í gardínu á efstu hæð. Íkveikjur á Akureyri STUTT Í FYRRINÓTT höfðu lög- reglumenn afskipti af öku- manni bifreiðar í Mosfellsbæ sem hafði ekið á brott eftir að hafa keyrt utan í annan bíl. Tveir menn voru í bílnum og sinnti ökumaðurinn ekki stöðv- unarmerkjum. Því hófst eftirför sem barst upp í Mosfellsdal þar sem mennirnir hlupu úr bílnum. Þar komust þeir undan en voru handteknir tveimur tímum síð- ar. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og fyrir að hafa stungið af frá árekstri. Eftirför í Mosfellsbæ LÖGREGLUNNI í Reykjavík var tilkynnt um sjö líkamsárásir í fyrrinótt en að sögn varðstjóra voru þær allflestar minni háttar. Þó var dyravörður í Keiluhöll- inni í Öskjuhlíð sleginn með þeim afleiðingum að hann rot- aðist og var hann fluttur á slysa- deild. Dyravörður rotaður BIFREIÐ sem stóð utan við heimahús í Ólafsvík var stolið þaðan í fyrrinótt. Þjófurinn var stöðvaður af lögreglunni í Reykjavík þar sem hann ók um á hinni stolnu bifreið. Þjófurinn er grunaður um ölvun við akstur. Stal bíl í Ólafsvík FLUGI á eins hreyfils vél til Addis Ababa í Eþíópíu hefur verið frestað fram í næstu viku, en ráðgert hafði verið að leggja af stað laugardag fyrir viku. Óhagstæð veðurskilyrði hafa komið í veg fyrir brottför en þegar flugmennirnir, Sigurður Runólfsson og Hergill Sigurðs- son, voru tilbúnir snemma á þriðjudagsmorguninn og veð- urskilyrði hagstæð kom smá- vægileg bilun í ljós rétt áður en farið var í loftið. Því var hætt við flugið og er nú verið að bíða eftir varahlutum og er áætlað að leggja af stað eftir helgi. Flugi til Eþíópíu frestað SAMFARA mokveiði á loðnumiðun- um að undanförnu hefur þorskveiði glæðst síðustu daga hjá smærri bát- um við Faxaflóa og suður með ströndinni, einkum hjá netabátum en einnig hefur ágætlega veiðst hjá mörgum línubátum. Fram að þeim tíma var veiðin dræm og lítið að hafa á þessum veiðislóðum. Skipstjóri Hafnarbergs RE, Einar Björn Tómasson, sem leggur upp í Sandgerði, sagði við Morgunblaðið að netaveiðin væri nokkuð góð. Regl- an hefur verið sú að þorskurinn hef- ur fylgt loðnutorfum og þegar þorsk- urinn hefur etið sig yfirfullan leggst hann á botninn og veiðist þá frekar í net en á línu. „Síðustu tveir dagar hafa verið fínir. Við fiskuðum vel á fimmtudag, náðum 8 tonnum á Faxaflóanum og enn betur í dag eða á milli 9–10 tonn. Þetta hefur verið ágætt og verður áreiðanlega gott áfram. Það þýðir alla vega ekkert annað en að vera bjartsýnn. Loðnan er að fara suður með landinu og maður fylgir bara loðnunni,“ sagði Einar Björn að kvöldi föstudags, mitt á milli þess sem hann gaf skipanir til sinna manna úr brúnni um hvar leggja ætti netin. Sex manns eru í áhöfn Hafn- arbergsins. Aðspurður hvernig vertíðin hefur verið sagði Einar Björn veiðina ekki hafa verið svona góða í langan tíma. Ekkert hafi veiðst af þorski í haust og lítið sem ekkert síðan, eða þar til nú. Hann sagði þorskinn bara væn- an, þeir á Hafnarberginu hefðu not- að 8 tommu netmöskva en væru nú að breyta yfir í 9 tommuna. „Annars er loðnan óútreiknanleg núna þegar hún kemur að vestan. Það er mjög óvanalegt. Við höfum alltaf beðið eftir loðnunni fyrir sunn- an land, þeirri sem kemur austan frá, en lítið hefur fundist fyrir aust- an. Þetta kemur þveröfugt á mann og maður veit ekkert hvernig maður á að snúa sér í loðnunni. Þetta var síðast svona fyrir mína tíð. Ég held að þýði ekki einu sinni að spyrja elstu menn, þeir eru áreiðanlega búnir að gleyma hvernig þetta var. Ég hef verið í sambandi við loðnu- skipstjóra og þeir segja að hún fari suður fyrir Reykjanesið. Svo er bara spurning hvort hún geri það og við munum fylgja henni eitthvað eftir,“ sagði Einar Björn. Starfsmenn hafnarvigtarinnar í Sandgerði hafa haft í nógu að snúast síðustu daga og ekki bara vegna þorskveiða smábátanna. Nóg hefur verið að gera í loðnunni sem og við löndun á mjöli og dýrafóðri. Allt á uppleið og ekki seinna vænna vegna verkfalls Guðmundur Einarsson, starfs- maður á hafnarvigtinni, sagði þorsk- veiðina „ágætis kropp og með skásta móti“ þegar slegið var á þráðinn þangað og aflað frétta. Sem dæmi um aflabrögðin sagði hann litla neta- báta hafa landað allt upp undir 9 tonnum af þorski eftir lögn yfir eina nótt. Þá sagði hann trillurnar hafa veitt ágætlega á línu. Þær hafi náð 3–4 tonnum eftir daginn, aðallega af þorski og ýsu. Guðmundur sagði veiðisvæði þeirra netabáta sem leggja upp í Sandgerði einkum hafa verið suður af Stafnnesi og síðan eft- ir strandlengjunni. „Þetta er allt á uppleið, enda ekki seinna vænna þar sem verkfall er að skella á. Vegna loðnunnar er landað hér allan sólarhringinn og síðan í síð- ustu viku höfum við staðið hér sólar- hringsvaktir. Við höfum í raun verið að brjóta allar Evrópusamþykktir því helgarvaktin hjá okkur stendur frá klukkan 5 síðdegis á föstudegi og fram til klukkan átta á mánudags- morgun. Við höfum skipt því tveir á milli okkar,“ sagði Guðmundur. Samkvæmt upplýsingum frá hafn- arvigtinni í Grindavík hefur þorsk- veiðin hjá bátunum þaðan ekki geng- ið jafn-vel og í Sandgerði, sér í lagi hjá netabátunum. Betur hefur gefist á línunni hjá þeim 15–20 bátum sem leggja upp í Grindavík. Í vikunni bárust um 450 tonn af þorski að landi, sem er undir meðallagi. Veiðin að glæðast í Breiðafirði Frá Vestmannaeyjum fengust þær fréttir að ágæt þorskveiði væri hjá netabátunum, sem einkum hafa verið að veiðum austur í Kantinum og úti fyrir Vík í Mýrdal. Ekki hefur viðrað til línuveiða hjá trillukörlun- um í Eyjum. „Þessir stærri netabátar eru að koma með 40–50 tonn af ágætum þorski. Fram til þessa er þetta ósköp dauft en hefur verið að taka við sér þessa síðustu daga. Nú er sá tími að fara í hönd að þorskurinn leitar upp á grunnið. Síðan byggist þetta ekki eingöngu á því hvað veiðist mikið heldur hvað menn mega veiða mik- ið,“ sagði Torfi Haraldsson, starfs- maður hafnarvigtarinnar í Eyjum. Kristján Helgason, hafnarvörður í Ólafsvík, sagði við Morgunblaðið að þorskveiðin væri almennt ekkert til að hrópa húrra fyrir í Breiðafirðin- um. Og þótt vel veiddist þá væri kvótinn ekki mikill. Hann sagði að veiðin væri samt að glæðast og til marks um það tók Kristján á móti dragnótarbátum á föstudagskvöld með allt að 14 tonn eftir daginn og litlir netabátar voru þá að fá um 6–7 tonn. Þorskveiðar úti fyrir suðvesturlandi hafa tekið kipp síðustu daga „Fylgir bara loðnunni" Morgunblaðið/Alfons Gert að um borð í Pétri Jacobi frá Ólafsvík, en aflabrögð í net hafa glæðst að undanförnu, enda er loðnan geng- in á svæðið. Það eru þeir Ástgeir og Daniel sem gera að aflanum. LANDSSÖFNUN Krabbameins- félags Íslands fór vel af stað í gær- morgun að sögn Hildar Bjarkar Hilmarsdóttur söfnunarstjóra. Þús- undir sjálfboðaliða gengu í hús um allt land í gær og að sögn Hildar voru þeir á öllum aldri, allt frá smá- börnum upp í fólk á níræðisaldri. Klukkan tíu í gærmorgun hleypti forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, af stokkunum söfnuninni í safnaðarheimili Neskirkju en hún var ein fjölmargra söfnunarstöðva á landinu. Með honum á myndinni eru Sigurður Björnsson, formaður Krabbameinsfélags Íslands, og Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri félagsins. Landssöfnun Krabbameinsfélagsins Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Þúsundir sjálfboðaliða um land allt HAFNFIRSKI frystitogarinn Ven- us kom til hafnar í Tromsø klukkan átta í morgun en norska strandgæsl- an tók hann fyrir að hafa smáfiska- skilju rangt upp setta við veiðarnar. Að sögn Einars Enresen hjá norsku strandgæslunni var skipstjórinn, Guðmundur Jónsson, í yfirheyrslu hjá lögreglunni í Tromsø í gær- morgun að viðstöddum lögfræðingi. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., sem gerir skipið út, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að um- rædd smáfiskaskilja hafi verið rétt sett upp þegar lagt var úr höfn hér heima en líklega hafi hún aflagast á leiðinni út. „Öll svona tæki geta af- lagast á svipaðan hátt og það getur sprungið á bílnum hjá þér án þess þó að það sé meiningin,“ sagði Krist- ján. Að hans sögn var aðeins stór fisk- ur í aflanum. „Hefði trollið verið fullt af smáfiski hefði þetta sjálfsagt verið verra.“ Kristján sagði óljóst hvort hægt yrði að ljúka málinu í gær eða hvort skipið yrði að vera í Tromsø fram á mánudag. Telja skilju hafa aflagast á leiðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.