Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ AÐ sem mér finnst bera hæst hvað mig sjálfan varð- ar á þessum þrettán árum er hve vel hefur tekist til með alþjóðasamstarfið hjá Alþýðusambandinu,“ sagði Ari. „Þegar ég tók við var ekki um neitt slíkt samstarf að ræða enda var sjálfsagt ekki eins mikil þörf á því fyrr en með samningaviðræð- unum um EES-samninginn og samningnum sjálfum. Þá varð ljóst að landamæri Íslands í mörgum málaflokkum eins og félags- og vinnumarkaðsmálum næðu út fyrir strendur landsins og inn í þann sama heim og gildir fyrir mestalla Evrópu. Við tökum við reglum frá Evrópusambandinu og getum tekið þátt í að ákveðnu marki að ákveða þær reglur.“ Sagði hann að á þeim tíma hefði verið tekin um það ákvörðun innan ASÍ að ötullega yrði unnið að þessum málum og honum hefði verið falið að sjá um þau. „Þetta hefur verið mitt aðalstarf síðan og ég er mjög ánægður með hvað það hefur tekist vel,“ sagði hann. „ASÍ er núna mjög virkur þátttakandi í Evrópusamstarfinu og þar er litið á okkur sem jafningja. Okkur hefur tekist á þessum árum að gera okkur mjög gildandi á þess- um vettvangi. Það má segja að ASÍ sé komið á kortið í bæði norrænu og evrópsku samstarfi. Ég hef haft sterka stöðu í þeirri samvinnu og ég hef áhyggjur af því að með mér muni hverfa þekking á norrænu verkalýðshreyfingunni og ýmsum samböndum þar. Sú þekking er það mikil að ég hef t.d. verið fenginn til þess að skrifa greinar um þær í evr- ópsk tímarit. Annað sem stendur upp úr eftir öll þessi ár eru þjóð- arsáttarsamningarnir á sínum tíma. Ég starfaði sem hagfræðingur ASÍ þá og vann mikið í samningunum og ég tel þá vera með því allra merki- legasta sem gert hefur verið á ís- lenskum vinnumarkaði. Það var mjög spennandi og skemmtilegt að taka þátt í því. Þetta var erfitt, mik- il átök og krafðist mjög mikils und- irbúnings af okkur. Við Ásmundur Stefánsson og fleiri fórum og heim- sóttum næstum því hvert einasta verkalýðsfélag á landinu og töluðum við stjórnir þeirra til þess að fá hjá þeim umboð til að reyna eitthvað nýtt og fara út í róttækar áherslu- breytingar og það gekk allt saman vel. Þessi samningamál öll og þessi áætlun, sem var mjög stór í sniðum, tókst. Þetta var árið 1990 eða fyrir rúmum ellefu árum.“ Forsetaframboðið Á síðasta þingi ASÍ sem haldið var í nóvember sl. bauð Ari sig fram til forseta sambandsins, gegn Grét- ari Þorsteinssyni, sitjandi forseta. Svo fór að Ari bauð lægri hlut, hlaut 33,5% atkvæða og Grétar var end- urkjörinn með 66,5% atkvæða. „Við Grétar höfðum unnið saman í fjögur ár,“ sagði Ari. „Ég var hans hægri hönd. Við höfum verið ósam- mála um margt en við erum góðir vinir og höfum alltaf getað talað og unnið saman. Hins vegar var alltaf vitað að Grétar er rólyndismaður og ekki mikið fyrir að vera í sviðsljósi eða í átökum þannig að það kom að- allega í minn hlut að vera málsvari fyrir sambandið. Oft var þetta í erf- iðum málum þar sem þurfti að tala fljótt og kröftuglega. Ég lenti mjög í þessu án þess að vera með nokkra stöðu sem kjörinn fulltrúi og þegar maður segir hluti sem eru misvin- sælir eins og kom fyrir var ég gagn- rýndur fyrir minn málflutning, bæði innan og utan hreyfingarinnar.“ Ari sagði að á þessu tímabili hefði verið tekist á um breytingar á skipulagi ASÍ með bætta starfshætti í huga. Þreyttur á samstarfinu „Svo gerist það að á þessum fjór- um árum varð ég þreyttur á þessu samstarfi,“ sagði Ari. „Ég vildi fara öðruvísi í hlutina. Ég vildi fara hraðar og vera markvissari. Tala ákveðnari rómi við stjórnvöld og at- vinnurekendur. Það má því segja að minn stíll hafi verið hvassari en stíll Grétars. Ég var búinn að ákveða og tilkynna forseta og varaforsetum ASÍ fyrir tæpu ári að ég gæti ekki hugsað mér að starfa áfram með þeim miðað við svipaðar aðstæður. Það var ljóst strax á þeim tíma. Hins vegar gerist það síðastliðið sumar að margir fóru að ræða við mig um hvort ég væri tilbúinn til þess að verða forseti sambandsins. Ég svaraði því í upphafi á þann veg að ég myndi aldrei fara í framboð gegn sitjandi forseta og tók mér jafnframt mjög langan tíma til þess að hugsa málið.“ Ari sagði að þegar þingið fór að nálgast hefði þrýst- ingur á sig verið orðinn mjög mikill og ljóst að meirihluti kjörnefndar stóð með honum. „Á þeim grunni ákvað ég að gefa kost á mér þó svo að Grétar hefði ekki dregið sig til baka,“ sagði hann. „Það voru miklar væntingar hjá mörgum um að hann myndi gera það þegar hann sæi hversu margir forustumanna væru ekki á hans bandi. Mér var auðvitað alltaf ljóst að það yrði erfitt að fara fram gegn sitjandi forseta, en þrýsting- urinn á mig frá mörgu góðu fólki var orðinn svo mikill að það varð ekki aftur snúið. Þetta var forsagan. Ég ákvað að taka þessa áhættu. Ég var reyndar búinn að ákveða með sjálfum mér að finna mér annan vettvang en eft- ir mikinn þrýsting og umhugsun ákvað ég að gefa kost á mér til að vera í forustu samtakanna. Það mis- tókst eins og flestir vita, þrátt fyrir að meirihluti kjörnefndar hafi stillt mér upp.“ Sagði hann að ýmsir merkilegir hlutir hefðu gerst, bæði fyrir og á þinginu sjálfu. „Margir af þeim sem studdu mig hættu við það,“ sagði Ari. „Meira að segja sumir þeirra sem hvöttu mig hvað mest í upphafi sneru fljótlega við mér baki. Ýmsir hafa viljað kenna um utanaðkomandi þrýstingi, meðal annars frá stjórnmálaflokkum og hefur Framsóknarflokkurinn eink- um verið nefndur. Það var áberandi að menn, sem voru tengdir stjórn- málaflokkum, sem hvöttu mig í upp- hafi, sneru við mér baki. Ég talaði við mjög marga á þessum tíma og flestir sem sögðust ætla að styðja mig gerðu það, aðrir sem sögðust ekki ætla að skipta sér af gangi mála gerðu það í verulegum mæli þegar til átti að taka og það á móti mér. Hins vegar voru það nokkrir og það virði ég, sem sögðu strax í upphafi að þeim litist ekki á að ég byði mig fram og sögðust ekki styðja mig. Það fannst mér í himna- lagi.“ Lærði mikið Ari sagðist hafa lært mikið af þessu framboði. „Ég hef lært ým- islegt um heilindi fólks og komist að því hverjir eru í raun vinir manns og hverjir ekki,“ sagði hann. „En þetta er yfirstaðið. Ég tók þessa áhættu og ég tapaði. Ég og and- stæðingur minn tókumst í hendur þegar þessu var lokið og okkar í milli var þessu lokið. Ég sagði strax í upphafi að ég ætlaði ekki að halda áfram hjá ASÍ ef svona færi og fleiri starfsmenn samtakanna sögðu það sama á þeim tíma.“ Strax að loknu þingi kom Grétar að máli við Ara og bað hann um að doka við og halda áfram starfi sínu hjá ASÍ og féllst Ari á það. „Staðan er hins vegar sú að Grét- ar er veikur og hefur ekki verið á vinnustaðnum og aðstæður hafa á þeim tíma verið þannig að það hefur verið mjög erfitt að standa við lof- orðið gagnvart Grétari,“ sagði Ari. „Umhverfið hefur farið í þá átt að lítill en hávær hluti forustunnar hafði mikinn áhuga á að losna við mig. Þeir segja sem svo að sá sem tapar kosningu eigi að fara. Þegar ég varð verulega var við þetta um miðjan janúar ákvað ég að leita að annarri vinnu. Þetta var auðvitað í andstöðu við samkomulag okkar Grétars, en við erum búnir að ganga frá þessum málum okkar á milli. Okkur hefur báðum þótt það eðlilegt að tveir menn sem starfa saman kepptu að sama marki ef þeir telja sig geta gert hlutina bet- ur. Hann hefur að mér finnst alltaf haft mikinn félagslegan þroska og skilið það en það á ekki við um marga aðra. Staðan varð svo sú að starfslok mín hjá ASÍ urðu sneggri en ég átti von á. Það hentaði mér hins vegar vel þar sem ég var um það bil að fá frábært starf.“ Menntunin hafði áhrif Á þingi ASÍ heyrðust þær raddir að hagfræðingar ættu ekkert erindi í forustuembætti samtakanna og sagði Ari að menntun sín hefði ef- laust haft áhrif á afstöðu margra. „Þetta er samt dálítið broslegt því að ég hef lengi verið hagfræð- ingur og starfsmaður sambandsins en það lítur út fyrir að ekki sé gott að vera í slíkri stöðu,“ sagði hann. „Svo sér maður að sumir aðrir úti í hreyfingunni kjósa hagfræðinga í stjórn félaga eins og raunin er með starfsmann Verzlunarmannafélags- ins, sem situr þar í stjórn og einnig í miðstjórn Alþýðusambandsins. Hann er hagfræðingur eins og ég. Þannig er augljóst að það er ekki sama hugsun gagnvart öllum. Ég hef oft heyrt að ekki sé talið gott að háskólamenntaður maður sé ofarlega í hreyfingunni. Í tólf ár var Ásmundur Stefánsson hagfræðing- ur forseti ASÍ. Menn hafa greini- lega misjafnar meiningar á því hvernig sá tími var. Ég tel aftur á móti að það hafi verið mjög góður tími. Nútímasamfélag er þannig að samtök eins og ASÍ verða að hafa sterka forustu til að takast á við rík- isstjórn, atvinnurekendur og stjórn- málamenn. Staðan er þannig núna að þannig forustumaður innan sambandins er ekki sjáanlegur. Ef samtök eins og ASÍ ætla sér að lifa þá verður að byggja upp slíkan for- ystumann og það tekur tíma. Önnur leið er að kaupa hæfa starfsmenn í slíkt. Það er tiltölulega erfið félags- leg leið, sem áður hefur verið farin með góðum árangri. Við búum í al- þjóðlegu samfélagi og erum í öflugu samstarfi við systursamtök okkar á Norðurlöndum og í Evrópu. Hver sá sem er í forystu samtakanna þarf því að geta átt persónulegt samstarf við forystumenn í nágrannalöndun- um. Það er alger nauðsyn. Forustu- menn verða að ráða við þetta hlut- verk þó að það skipti kannski ekki eins miklu máli og að takast á við atvinnurekendur og stjórnmála- Morgunblaðið/Jim Smart Ari Skúlason hefur látið af störfum hjá ASÍ eftir sautján ár hjá sambandinu. Eftir sautján ára viðburðaríkt starf hjá Al- þýðusambandi Íslands, þar af fjögur hjá kjararannsóknarnefnd, þrettán hjá sam- bandinu og þau síðustu sem framkvæmda- stjóri, lætur Ari Skúlason af störfum, en hann hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Aflvaka ehf. Hér á eftir gerir hann upp árin hjá ASÍ og segir Kristínu Gunnarsdóttur meðal annars frá alþjóðasamstarfi ASÍ, sem hann átti stærstan þátt í að koma á. „Hluti forustunnar hafði mikinn áhuga á að losna við mig“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.