Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 37 ✝ Sigfríður Jó-hanna Björns- dóttir fæddist á Smá- hömrum við Steingrímsfjörð 8. júní 1930. Hún lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi laugardaginn 24. febrúar. Foreldrar hennar voru Björn Halldórsson, f. 22.9. 1902, dó um aldur fram aðeins um þrí- tugt 20.9. 1932, og Elínborg Steinunn Benediktsdóttir, f. 16.9. 1896, d. 28.5. 1980. Systkini hennar eru: Óli Eðvald Björnsson, f. 17.4. 1926, Tryggvi Björnsson, f. 1.6. 1927, Matthildur Birna Björnsdóttir, f. 19.6. 1928, og Björn Halldór Björnsson, f. 9.5. 1932. Sigfríður fór ung í fóstur til Þorvalds Jónssonar og Valgerðar Jónsdóttur í Þorpum í Kirkjubóls- hreppi í Strandasýslu. Hún flutti síðar til Hólmavíkur þar sem hún giftist Helga Ingi- mundarsyni sjómanni. Hann starf- ar nú hjá Orkubúi Vestfjarða. Þau bjuggu alla tíð á Hólmavík. Börn Sig- fríðar og Helga eru: 1) Hilmar Helgason, f. 10.5. 1951, maki Sólveig Guðmunds- dóttir, f. 8.8. 1946. 2) Þorvaldur Garðar Helgason, f. 23.8. 1955, maki Bryndís Hauksdóttir, f. 18.5. 1957. Börn þeirra eru a) Sigurður Mar- ino Þorvaldsson, f. 2.9. 1975, maki hans er Sigurrós Guð- björg Þórðardóttir, f. 18.1. 1981, barn þeirra er Elísa Mjöll, f. 17.3. 1998. b) Guðrún El- ínborg Þorvaldsdóttir, f. 9.4. 1979, maki Júlíus Freyr Jónsson, f. 1.3. 1975, barn Júlíusar úr fyrri sambúð er Silja Dagrún Júlíus- dóttir, f. 10.6. 1995. c) Helgi Jó- hann Þorvaldsson, f. 25.12. 1980. d) Júlíus Garðar Þorvaldsson, 3.2. 1987. 3) Flosi Helgason, f. 16.1. 1967, maki Friðbjörg Blöndal, f. 18.4. 1973, barn þeirra Flosi Flosason, f. 27.5. 2000. Útför Sigfríðar fór fram frá Hólmavíkurkirkju 3. mars. Mig langar með nokkrum orðum að kveðja ástkæra tengdamóður mína, Fríðu eða ömmu eins og ég kallaði hana oft. Leiðir okkar lágu saman fyrir um 10 árum þegar ég kynntist yngsta syni hennar, Flosa. Þá fórum við í heimsókn til hennar og Helga til Hólmavíkur. Gestrisni þín var einstök og lagðir þú allt kapp á að okkur liði sem allra best á þínu heimili enda varst þú þekkt fyrir gestrisni og hlýju. Þú varst einstök húsmóðir sem hafðir allt í röð og reglu enda er ekki að sjá að hús ykk- ar hjóna sé hátt í 100 ára gamalt. Síðustu árin áttir þú erfitt með að sinna heimilisstörfum vegna hrak- andi heilsu. En samt hugsaðir þú alltaf svo vel um okkur þegar við komum í heimsókn og passaðir vel uppá að okkur skorti ekkert. Mér leið ávallt vel í návist þinni. Þú varst svo róleg, lítillát og hlý kona. Það var svo gott að tala við þig og þú varst svo góður hlustandi. En þótt þú værir róleg og lítillát hafði þú ákaflega skemmtilegan húmor og komst oft með bráðfyndnar setning- ar eða orðatiltæki. Í þessi fáu ár sem ég var þér samferða veittir þú mér mikinn stuðning og hvattir mig ein- att áfram í flestu því sem ég tók mér fyrir hendur. Þú hafðir svo mikla trú á mér og hrósið þitt var mér afar þýðingarmikið. Þegar mér leið illa eða hafði litla trú á sjálfri mér voru þær áhyggjur allar horfnar eftir eitt símtal við þig og gleðin var aftur til staðar. Þú kvartaðir aldrei en hafðir meiri áhyggjur af hvernig aðrir hefðu það. En vildir lítið gera úr þín- um veikindum og sagðir: „Hafið ekki áhyggjur af mér.“ Þú vildir aldrei neitt tilstand þér til handa en varst alltaf tilbúin að hjálpa öðrum. Lífsviðhorf þitt var að sælla væri að gefa en þiggja. Alltaf varstu svo þakklát og það þurfti ekki mikið til að gleðja þig. Jafnvel eitt símtal. Trúuð varstu og þú kenndir okkur að meta lífið, góða heilsu, hamingju og ást. Enda er það sennilega þess vegna sem hann Flosi þinn er svona vel upp alinn. Hann er svo lífsglaður, metur ekkert meira en góða heilsu og síðan en ekki síst okkur fjölskyld- una. Er það þessum góðu gildum að þakka. Þau eru mikill styrkur í þessu hraða þjóðfélagi þar sem lífs- gæðakapphlaupið er oft að fara með fólk. Eftir að litli sólargeislinn, hann Flosi, fæddist átti hann hug þinn all- an og þú ætlaðir aldeilis ekki að láta þitt eftir liggja í ömmuhlutverkinu. Jafnvel þótt þú byggir í öðrum landshluta. Þú hringdir oft daglega til að vita hvernig litli strákurinn hennar ömmu hefði það og hvort allt gengi ekki vel. Við eigum aldeilis eftir að sakna þessara símtala. Ég veit að þú vakir yfir okkur og gætir Flosa litla. Mér er enn í fersku minni síðasta heimsóknin til Hólmavíkur í haust. Það var eins og þú værir öll að hress- ast og við nutum samverunnar í kyrrláta húsinu ykkar. Þú endaðir lífsgöngu þína á góðum stað á líkn- ardeildinni í Kópavogi þar sem þú naust umhyggju, hlýju og nærgætni frábærs starfsfólks og áttir tíma með þínum nánustu. Nú er komið að endastöð, þú þarft ekki lengur að þjást og ég er viss um að þér líður vel. Það er stórt skarð sem þú skilur eftir, en minningin um þig mun lifa áfram innra með mér. Þín tengdadóttir, Friðbjörg. „Vitur maður hefur sagt að næst því að missa móður sína sé fátt holl- ara úngum börnum en missa föður sinn.“ Þannig hljóða upphafsorð Brekkukotsannáls Halldórs Lax- ness. Það verður ekki af honum skaf- ið hve snjall hann var í að nýta sér hin margslungnu tilbrigði mannlífs- ins, harma þess og gleði og færa þau í listrænan búning í frásögum sínum. Oft hafa mér komið í hug hin til- vitnuðu orð í samanburði við eigin aðstæður og ýmissa annarra og ætíð komist að sömu niðurstöðu. Að hversu listrænt sem með er farið rísi það hvergi jafn hátt sem í lífinu sjálfu – raunveruleikanum. Það við- urkennist hins vegar ekki fyrr en á bókfell er komið. Árið 1932 varð móðir mín ekkja með fimm börn frá fjögurra mánaða til sex ára aldurs. Úrræðin voru auð- vitað þess tíma, með stuðningi góðra manna, jafnvel umfram venju – fjöl- skyldan dreifðist. Og það liðu 64 ár – til ársins 1996 – þar til fjölskylda hennar sameinaðist á ný með formlegri ættarsamkomu á Hólmavík. Ég hef líklega verið níu eða tíu ára gamall þegar ég sá Fríðu systur fyrst. Ég hafði fengið að fara yfir fjörð, það var haldin sumarhátíð á Heydalsá. Ég stóð á Skólabarðinu og virti fyrir mér nokkra krakka að leik, þegar allt í einu vatt sér að mér spengileg stúlka og kyssti mig á kinnina. Á þessu átti ég enga von og hratt henni því hvatvíslega frá mér. „Þetta áttir þú ekki að gera,“ sagði einhver viðstaddra, „þetta er hún Fríða systir þín að heilsa þér.“ Við jöfnuðum þetta svo fljótlega og var okkur vel til vina æ síðan. En frá þeirri stundu hefi ég af veikum mætti verið að reyna að draga þessa hrindingu til baka. Hún Fríða unni mjög landinu sínu og bernskuslóðum, þar sem hún átti heima alla ævi. Fáir sem ég þekki hafa ferðast jafnmikið innanlands sem þau Helgi og notið fegurðar landsins og fjölbreytileika. Og marg- ir eru staðirnir sem ég á eftir að skoða vegna ábendinga og frásagna hennar. En þakklátastur er ég fyrir þau tengsl sem ég átti í þeim hjónum og heimili þeirra við bernsku- og æskuslóðir mínar við Steingríms- fjörð. Hvenær sem mig bar að garði stóð heimili þeirra opið með öllu sem til þurfti, ásamt leiðbeiningum og að- stoð. Gestrisni úr hófi. Þar var kjölfestan og akkerið sem hélt órofnum böndum við átthagana. Varla komu mér Strandir í hug án þess að með fylgdi hugsunin um Fríðu og Helga. Á þessari kveðjustundu vil ég til- einka minningu kærrar systur þess- ar fátæklegu hugleiðingar, sem mér finnst vel við eiga að ljúka með broti úr minningarljóði um afa hennar Halldór Hávarðarson, d. 4. maí 1924, eftir Hannes Jónasson á Siglufirði. Syngjum þótt sorg búi í hjarta hin síðustu ljóðin yfir þér látnum, þú ljúfi, sem leystur er héðan. Söngur var ást þín og yndi um ævinnar daga. Víst munt þú harmsöng vorn heyra þótt horfinn sért brautu. Kveðju vér látum í ljóði á legstað þinn falla. Þigg hana, þó hún sé fánýt í þínum bústöðum. Vitum vér heyrir þú hljóma, frá hjörtum sem munnum, yfir til eilífðar landa: Ástarþökk, Halldór. Ástarþökk Fríða. Björn bróðir. Okkur langar í örfáum orðum að minnast Sigfríðar Björnsdóttur eða Fríðu frænku á Hólmavík eins og við systkinin kölluðum hana okkar á milli. Margar af fyrstu æskuminningum okkar tengjast einmitt Fríðu, Helga og strákunum þeirra sem við heim- sóttum oft að sumarlagi. Það var alltaf lítið ævintýri að komast norð- ur. Berjamór, sílaveiðar og ekki síst fjörugar stundir í notalega eldhúsinu á heimili þeirra, þar sem Fríða var hrókur alls fagnaðar. Fríða kunni að segja sögur og þær sögur voru alltaf skemmtilegar. Því var mikið hlegið og hátt í eldhúsinu því húmor Fríðu var einstakur. Um það breyttu erfið veikindi hennar engu. Þegar við hittum hana heima hjá mömmu og pabba í Eikjuvogi hin seinni ár var hláturinn og glaðværð- in alltaf á sínum stað Við viljum þakka Fríðu gleðiríkar stundir og Helga, Himma, Gæja, Flosa og fjölskyldum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Systkinin Eikjuvogi 6. SIGFRÍÐUR JÓHANNA BJÖRNSDÓTTIR EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minning- argreina                                     !" # $ %  %      &  ' &   (      ) !   *+         !    "##$ %$$ & '!$ !  ( *  +!#!,  -# '$. "##$ / ."  ( "##$ 0.  ( !  (  ( !    "##$ ! 1 # ""2                    !"#                   $!%#! !&'' (  &)! * !&'+% ,--! !./01(%' ( %%! * !&'+% ! !&'' ( 2(% * !&'+% !#! 1)%'' ( -!%!-% + -!%!-!%!-%*                        !"#                   !    " #"  !  $   #             % &  '" !    $% $% &'(                                                  !"#$$  %%  &!!  '!"(! )  &!"#$$  *#+   *#+ !"#$$  , -  "#$$  *#+ !  !  .!& "  "#$$  '!   "#$$  /  "#$$  0 1/ / %"#$$    2#!                        !"              !      "   #$$% #$% & %'' %() *+ & %'' &' "" ))!  )'( & %'' &  " "(* & %'' )'$ , )'&- ))!  $, &  & )!  .&/%() 0 )%'' &/ & )!  * # )%'' !"  / 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.