Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 16
LISTIR 16 SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR flett er annálum og öðr- um frásagnarritum fyrri alda hlýtur tíðni og umfang frásagna af slysför- um og óhöppum jafnan að vekja athygli lesand- ans. Fá ár liðu svo að ekki létu fleiri eða færri Íslendingar lífið í slys- um á landi eða sjó, og fjölmargir útlendir sjó- menn fórust við strend- ur landsins. Í hugum margra voru mann- skæð slys nánast óhjá- kvæmilegur þáttur í lífsbaráttu þjóðarinnar, sjómenn sem reru til fiskjar á litlum og van- búnum fleytum, ver- menn og aðrir þeir, er leið áttu um torfæra fjallvegi og illfærar ár, oft í svartasta skammdeginu, voru ofurseldir duttlungum náttúruafl- anna. Við slysum var ekkert að gera, þau gerðu ekki boð á undan sér, og án þess að hætta lífinu gátu Íslend- ingar vart vænst þess að komast af í landinu. Eitthvað þessu líkt hugsuðu marg- ir á fyrri tíð, og víst voru aðstæður hér á landi lengi með þeim hætti að erfitt var að koma við öflugum slysa- vörnum, jafnvel löngu eftir að ná- grannaþjóðirnar voru komnar þó nokkuð á veg í þessum efnum. Hér olli þó framtaksleysi og sofandahátt- ur einnig miklu og má t.d. undrum sæta, að fyrsti viti á Íslandi var ekki reistur fyrr en á ofanverðri 19. öld. Þá voru slík öryggistæki löngu orðin algeng við flestar helstu siglingaleið- ir við norðanverða Evrópu, og víða um lönd voru starfandi félög og sam- tök er unnu að slysavörnum og björgun fólks úr lífsháska. En smám saman tóku Íslendingar við sér í þessum efnum. Glöggir menn og hugkvæmir sáu að sitthvað mátti gera til að draga úr slysahættu og auka líkur á björgun er slys bar að höndum, og með vaxandi þéttbýli bötnuðu aðstæður til myndunar félaga og samtaka, er lagt gátu góð- um málum lið. Má þá einnig færa rök fyrir því, að með vaxandi þéttbýli og útgerð frá þéttbýlisstöðum hafi slysahættan orðið sýnilegri en áður, og slysin að vissu leyti þungbærari, neyð og sorg þeirra, sem misstu ást- vini í slysum – ekki síst stórum sjó- slysum – varð augljósari og snart fleiri en áður. með auknum frétta- flutningi bárust fregnir af mann- sköðum einnig hraðar og þá urðu áhrifin meiri og sterkari en þegar sagt var frá atburðum sem gerst höfðu vikum eða jafnvel mánuðum áður. Í sögu Slysavarnafélags Íslands, sem stofnað var árið 1928, rekur Ein- ar S. Arnalds aðdragandann að stofnun félagsins, segir frá fyrstu umræðum um slysavarnamál í ís- lenskum blöðum, athöfnum sr. Odds V. Gíslasonar á Stað í Grindavík, lýs- ir áhrifum Ingvarsslyssins við Viðey árið 1906, baráttu Guðmundar Björnssonar landlæknis, og greinir frá stofun Björgunarfélags Vest- mannaeyja og komu björgunarskips- ins Þórs, sem einnig varð fyrsta eig- inlega varðskip Íslendinga. Þessu næst greinir frá stofnun Slysavarna- félagsins og síðan frá öllu fyrirkomu- lagi, starfsháttum og starfsemi þau liðlega sextíu ár, sem félagið starfaði undir nafninu Slysavarnafélag Ís- lands. Frásögnin skiptist í alls tuttugu kafla og síðan bætast við tveir, þar sem taldir eru stjórnarmenn og heið- ursfélagar. Öll frásögn höfundar er ýtarleg og nákvæm, byggð á traustri heimildakönnun og ágætlega samin. Hann lýsir öllum þáttum í víðtæku og kraftmiklu starfi félagsins á greinargóðan hátt og hygg ég, að mörgum, sem ekki þekktu til starf- semi Slysavarnafélagsins af eigin raun, muni koma á óvart hve um- fangsmikið starf þess var, hversu víða það teygði anga sína. Þá er og getið að verðleikum fjölda góðra manna og kvenna, sem lögðu félag- inu lið og helguðu því sumir starfs- krafta sína mikinn hluta ævinnar. Í hugum margra Íslendinga mun nafn Slysavarnafélags Íslands eink- um tengt slysavörnum á sjó og björg- un skipa og manna úr sjávarháska. Það er eðlilegt þegar hugað er að tildrögum félagsstofnunarinnar og því, að á þessu sviði var starfsemi félagsins lengi vel mest. Þegar fram í sótti jókst hins vegar þáttur slysa- varna á láði og í lofti í starfseminni, og var undir það síðasta orð- inn síst minni en það starf er að sjónum laut. Er af öllu þessu mikil saga, sem skýrt kemur fram á þessari bók. Fá félög, sem stofn- uð hafa verið á Íslandi, hafa unnið giftudrýgra starf en Slysavarnafélag Íslands og lengi vel skipaði það sérstakan sess í hugum landsmanna, ekki síst þeirra er við sjávarsíðuna bjuggu. Flestir voru fúsir að leggja félaginu það lið sem þeir gátu eða styðja það með öðrum hætti og fólk, sem annars var frábitið félagsmálum, leit jafnvel á þau sem einhverja bévítans pólitík, var ávallt reiðubúið til að vinna Slysavarnafélaginu allt það gagn, sem það mátti. Nú er þetta ágæta félag ekki leng- ur til sem slíkt, en verka þess sér víða stað og margir minnast þess með þakklæti. Bókin, sem hér er til um- fjöllunar, geymir sögu göfugs félags- skapar og er að öllu leyti verðugur minnisvarði. Hún er vel skrifuð, stór- fróðleg og fallega frá gengin. Slysavarnasaga BÆKUR S a g n f r æ ð i Saga Slysavarnafélags Íslands. Einar S. Arnalds skráði. Mál og mynd, Reykjavík 2001. 492 bls., myndir. MANNSLÍF Í HÚFI Jón Þ. Þór Einar S. Arnalds DÝR inni Dýr úti kallar Gabríela Friðriksdóttir nýjustu einkasýningu sína hjá Sævari Karli. Ólíkt því sem hún gerði á fyrri sýningu sinni á sama stað – fyrir nákvæmlega tveim árum – fórnar Gabríela geislandi lita- spilinu og hverfur um leið frá sléttum og felldum efniviði til hrjúfrar áferð- ar hör- eða pokastrigans, sem hún smyr gipsi. Allt verður höggmyndrænna fyrir vikið, hrárra og ef til vill nálægara. Við erum horfin frá eyju Robinson Crusoe – eða var það ef til vill eyja dr. Moreau? – aftur til Íslands, þar sem dýrin koma undan snjóalögunum eins og vofur úr skafli. Sem fyrr er öll fánan hin kátbroslegasta, með útlimi úr birkigreinum svo þeir minna frek- ar á spírur en eiginlegar lappir. Í einu horninu liggur hvítt gæru- skinn og undan því líður þægileg tón- list – einhvers konar haustsónata – sem undirstrikar fölleitan og lítið eitt drungalegan heildarsvipinn. Eða hvað skal kalla það þegar eitt dýrið situr eins og hrúgald við borð og mundar hnífinn, reiðubúið að skera sig á púls? Á langveggnum er fjöldi lítilla verka – málverk og lágmyndir – sem virka hvetjandi á hláturstauga- rnar vegna skondinnar útfærslu. Á veggnum andspænis er svo málverk með þrívíðum, bjúglaga skrokkum eða líkamspörtum sem minna einna helst á lífrænan úrgang þann sem málarinn Wols var að festa á filmu um miðbik síðustu aldar. Á endaveggnum hefur Gabríela komið fyrir safni af hausum sinna ímynduðu dýra líkt og hróðugur veiðimaður. Á gólfinu eru fleiri fríst- andandi höggmyndir, eins konar sí- amstvíburar sem horfast í augu og skepna sem stendur á haus. Í þessu sérkennilega miðsvetrarsláturhúsi er enginn hörgull á eftirminnanleg- um tegundum. Hið hrjúfa og krítarkennda yfir- bragð hentar Gabríelu ekki síður en litagleðin suðræna á síðustu sýningu hennar hjá Sævari Karli. Vegna efni- viðarins og fölvans verður saman- burðurinn við Magnús Pálsson og skondnar gipsfígúrur hans – úr barnafatnaði – ef til vill nærtækur án þess þó að nein bein áhrif séu merkj- anleg. Segja má hins vegar að skopskyn þeirra Gabríelu og Magnúsar sé stundum býsna áþekkt; hressilegt; fáránleikasækið og næmt fyrir hinu fíflalega í náttúru manna og dýra. Ef til vill væri ekki úr vegi fyrir þessa ágætu og bráðskemmtilegu lista- menn að leiða saman hesta sína og búa til eitthvað saman. Það gæti til dæmis verið ný og fjörleg útgáfa af Dýrunum í Hálsaskógi, eða Karnivali dýranna. Sýning Gabríelu hjá Sævari Karli sýnir enn og aftur að það væsir ekki um hefðbundna miðla þegar inn- blásnir og aðsópsmiklir listamenn fara um þá höndum. Þessi unga lista- kona leyfir sér að sítera í gamlar stíl- tegundir og aðferðir án þess að nokk- urn tíma votti fyrir fúkka eða ýldu í verkum hennar. Það sannar að list- kreppan er ekki fólgin í miðlunum sjálfum heldur höfði þeirra sem ekki geta fundið þeim nýjan farveg. Eitt dýrið húkir eymdarlegt við borð ... Ljósmynd/Halldór B. Runólfsson ... meðan annað stendur á haus. Halldór Björn Runólfsson MYNDLIST G a l l e r í S æ v a r s K a r l s Til 8. mars. Opið á verslunartíma. BLÖNDUÐ TÆKNI GABRÍELA FRIÐRIKSDÓTTIR Sál dýr- anna BÓK þessi er skrifuð af sannri ástríðu og ást á efninu en dálítið þung; ómæld ættfræði, mannanöfn afar mörg og fátt sagt af sumum – nema nafnið eitt. Skilmerkilega er á hinn bóginn lýst harðræði því sem margur varð að þola áður en hagur- inn tók að vænkast með 20. öldinni. Og aðalsöguhetjunni, Guðrúnu Ólafs- dóttur sem fæddist 1866, er prýðilega lýst. En hún hreppti þau örlög að alast upp sem niðursetningur á hörð- ustu árum 19. aldar og flækjast síðan bæ frá bæ í vistum við misjafnt atlæti þar til hún, miðaldra, eignaðist sitt varanlega heimili hjá góðu fólki í Norðfjarðarsveit. Svo sem til að bera saman tímana tvenna greinir Stef- anía frá börnum tveim sem tekin voru í fóstur um sama leyti – það er að segja á fyrri hluta 20. aldar – og hlutu bæði hið besta uppeldi. En það er skáldskapur Guðrúnar sem Stefanía segir gerst frá; birtir eftir hana fjölda kviðlinga og er all- sendis ósmeyk að kalla hana skáld- konu. Og víst hefur Guðrún verið skáld. En hagyrðingur hefur hún ekki verið nema í meðallagi. Ellegar hún hefur ekki hirt um – vitandi vits – að fylgja bragreglum þeim sem ljóða- smiðir, henni samtíða, virtu þó svo stranglega að þeir fóru heldur á svig við skynsamlega rökhugsun en fara skakkt með rímið og ljóðstafina. Að öðrum kosti áttu þeir á hættu að verða að athlægi. Og það var hlut- skipti sem enginn dugandi maður gat óskað sér. Vafalaust hefur margur brosað að kveðskapartilburðum Guð- rúnar. Hinir voru þó til, og þeir voru hvergi fáir, sem tóku hana eins og hún var og höfðu gam- an af. Maður nokkur kallaði kvæði hennar ljóðaliljur. Í því fólst viðurkenning, en ekk- ert réttnefni. Kveð- skapur Guðrúnar minn- ir ekkert á viðkvæm skrautblóm. Hann var þvert á móti sprottinn af biturri lífsreynslu. Ljóð hennar eru því fremur í ætt við hrein- dýramosann og fjall- drapann; lýsa köldum ævikjörum, fjarri ljóð- rænni rómantík. En eftir á að hyggja: Á samsetningur hennar yfirhöfuð skilið að heita skáldskapur? Slíkt getur einatt talist álitamál. Víst er þó að Guðrún hefur haft sterka ástríðu til skáldskapariðkana. Og vel gat hún komist að orði. Líkingamál hennar sýnir sig ennfremur að vera bæði sérstætt og áhrifamikið. Höfð- ingjarnir í »bænum«, sem einir áttu ritvél á þessum tíma, tóku líka að sér að vélrita kvæði hennar – á þunnan pappír í svo mörgum eintökum sem ritvélin og kalkipappírinn réð við – og það hefðu þeir varla lagt á sig ef þeir hefðu ekki metið nokkurs þetta fram- lag gömlu konunnar til mannlífsins og menningarinnar. Eintökin seldi hún svo til að eiga fyrir kandís handa börnunum og neftóbaki handa sjálfri sér. Líklega hittir Sigfinnur Karlsson naglann á höfuðið þar sem hann seg- ir: »Gunna var snjöll á vissum svið- um, en það vantaði í hana.« Stefanía getur þess að Guðrún hafi verið trúuð og fastheldin á fornar dyggðir. Að sama skapi hefur hún tekið hvers konar nýbreytni með var- úð eins og eftirfarandi vísa ber með sér. En tilefnið var þetta: Á bæ henn- ar var verið að fleygja gömlum bóka- slitrum jafnframt því að á borði lágu rit eftir Halldór Kiljan Laxness. Þá kvað Guðrún: Það er stríð með stórþjóðum stjórnleysi í heiminum. Biblían er á bálið sett en bókum Laxness upp er flett. Vísa þessi er ekki beinlínis dæmi- gert sýnishorn af kveðskap Guðrún- ar. Af henni má samt draga þá álykt- un að hún hafi vel getað rímað og stuðlað þegar hún vildi það við hafa. Skipulega rökvísi vantar ekki heldur. Skáldkonan, sem trúir á almættið, sér þarna fara saman að Biblíunni er á eld kastað jafnframt því sem ófrið- ur magnast í heiminum og ókristileg- ar bókmenntir koma í helgra bóka stað. En það hefur einmitt verið þessi hreinskilni og skilningur á daglega lífinu sem fólk hefur öðru fremur metið í kveðskap Guðrúnar þótt bragfræðinni væri víðast hvar ábóta- vant. Óþarft er að taka fram að sögur Kiljans voru í hávegum hafðar af sumum á þessum árum en gróflega tortryggðar af öðrum og hefur Guð- rún augljóslega staðið þeim megin. Saklaust er að giska á hvað orðið hefði úr Guðrúnu ef hún hefði hlotið besta uppeldi sem völ var á. Öruggt má telja að hæfileikar hennar hefðu þá notið sín betur. Það sem »vantaði í hana« hefði þá hugsanlega lýst sér sem persónulegt frjálsræði og áræði til að standa fyrir sínu. Þegar líkam- inn er vannærður vill hlaupa kyrp- ingur í sálarlífið. Síst er á færi undirritaðs að vega og meta sannfræði allra þeirra ártala og ættfærslna sem fyrir koma í bók- inni. Eigi að síður langar mig að gera athugasemd við ártal eitt. Stefanía upplýsir að Sæmundur Þorvaldsson kaupmaður hafi verið einn þeirra sem vélrituðu og fjölfölduðu kveð- skap Guðrúnar. Einnig nefnir Stef- anía Guðrúnu Kristjánsdóttur sem verið hafi innanbúðar hjá honum frá 1931 til 1944. Fyrra ártalið kann að vera rétt, hið síðara ekki. Hið rétta er að Guðrún starfaði hjá Sæmundi all- ar götur meðan hann lifði, en hann lést síðla vetrar 1950. Má ég svo minna á að orðið hrynjandi er ekki karlkyns eins og kaupandi og seljandi heldur kvenkyns. Nafnaskrá hefði gefið bókinni stóraukið vægi. Útgef- andinn þurfti ekki að horfa í þann kostnaðarauka þar sem bæjarsjóður og stórfyrirtæki staðarins stóðu við bakið á útgáfunni. Í Austfjarða- þokunni BÆKUR Þ j ó ð l e g u r f r ó ð l e i k u r Eftir Stefaníu Gísladóttur. 184 bls. Bókaútg. Gunna, Norðfirði. SVEI ÞÉR ÞOKAN GRÁA Erlendur Jónsson Guðrún Ólafsdóttir Stefanía Gísladóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.