Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 19
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 19 www.nordjobb.net Sumarvinna á Norðurlöndum Ekkert skráningargjald! Norræna félagið Bröttugötu 3b, 101 Reykjavík, sími 551 0165, nordjobb@norden.is Norræna upplýsingaskrifstofan Glerárgötu 26, 600 Akureyri, sími 460 1462. Leiðbeinendastörf með hressu, ungu fólki Fjölbreytt og gefandi störf. Kjörið fyrir þá sem kraftur er í og kjósa útiveru og skemmtilegan félagsskap. Væntanlegir leiðbeinendur sækja námskeið í upphafi ráðningartímans, t.d. í stjórnun, vinnu með unglingum, ýmsum öryggismálum og verklegum störfum. Athugið að margvísleg reynsla og þekking fæst með þessum störfum, sem nýtist fólki vel, þegar horft er til framtíðar. Frekari upplýsingar á skrifstofu og heimasíðu okkar: www.vinnuskoli.is VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR Borgartúni 1 • 105 Reykjavík Sími 511 2590 • Fax 511 2599 Netfang: vinnuskoli@vinnuskoli.is Veffang: www.vinnuskoli.is MÁLÞING á vegum Stofnunar Vil- hjálms Stefánssonar verður haldið í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhús- inu á þriðjudag, kl. 16–19. Sýningin „Heimsskautslöndin unaðslegu: Arf- leifð Vilhjálms Stefánssonar“ verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, 10. mars og stendur til 4. júní og er málþingið af því til- efni. Níels Einarsson, forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, flytur inngang og Gísli Pálsson pró- fessor flytur erindi er nefnist „Mannfræði Vilhjálms Stefánsson- ar“. Haraldur Bessason nefnir erindi sitt „Vilhjálmur Stefánsson og gull- öld Vestur-Íslendinga“. Dagný Kristjánsdóttir prófessor flytur er- indið „Íslenski eskimóinn Ólöf og Vilhjálmur Stefánsson“ eftir Ingu Dóru Björnsdóttur mannfræðing. Phillip N. Cronenwett, forstöðumað- ur sérbókasafna við Dartmouth-há- skóla, nefnir erindi sitt „The Encyclopedia Arctica: An Opp- ortunity Lost?“ og Haraldur Ólafsson prófessor verður með sam- antekt. Fundarstjóri er Vigdís Finn- bogadóttir, fv. forseti Íslands. Málþing um Vilhjálm Stefánsson Frá sýningunni Heimskautalöndin unaðslegu – arfleifð Vilhjálms Stef- ánssonar í Listasafni Akureyrar.  ÚT ER komið 8. hefti í ritröðinni Mannlíf og saga fyrir vestan, en hún fjallar um vestfirskt mannlíf fyrr og nú á svæðinu frá Bjargtöng- um að Djúpi. Meðal efnis í þessu hefti er seinni hluti frásagnar af mönnum og málefnum í Keldudal í Dýrafirði og vestfirskar sagnir að fornu og nýju. Þá er grein um upp- haf verkalýðshreyfingar á Þingeyri, sagt frá síðasta bóndanum í Selárdal í Súgandafirði og grein er um mannskaðaveðrið mikla 7. apríl 1906. Alls prýða yfir 60 ljósmyndir þetta hefti þ.á m. fjöldi mannlífs- mynda úr Haukadal og frá Þingeyri í Dýrafirði frá fyrri hluta 20. aldar. Meðal höfunda eru Hafliði Magn- ússon frá Bíldudal, Guðbjartur Gunnarsson úr Súgandafirði, Nat- hanael Mósesson á Þingeyri, Ing- ólfur Þórarinsson frá Keldudal, Eggert Guðmundsson frá Haukadal, Ingi S. Jónsson á Þingeyri og Gunn- ar S. Hvammdal frá Hvammi. Rit- stjóri ritraðarinnar er Hallgrímur Sveinsson. Útgefandi er Vestfirska forlagið, Hrafnseyri, 80 bls. Prentun: Ásprent/POB, Akureyri. Fæst í bókaverslunum um land allt og hjá forlaginu. Verð er 1.500 kr. Nýjar bækur Súrefnisvörur Karin Herzog Silhouette fimm daga vikunnar annan hvern miðvikudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.