Morgunblaðið - 04.03.2001, Side 19

Morgunblaðið - 04.03.2001, Side 19
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 19 www.nordjobb.net Sumarvinna á Norðurlöndum Ekkert skráningargjald! Norræna félagið Bröttugötu 3b, 101 Reykjavík, sími 551 0165, nordjobb@norden.is Norræna upplýsingaskrifstofan Glerárgötu 26, 600 Akureyri, sími 460 1462. Leiðbeinendastörf með hressu, ungu fólki Fjölbreytt og gefandi störf. Kjörið fyrir þá sem kraftur er í og kjósa útiveru og skemmtilegan félagsskap. Væntanlegir leiðbeinendur sækja námskeið í upphafi ráðningartímans, t.d. í stjórnun, vinnu með unglingum, ýmsum öryggismálum og verklegum störfum. Athugið að margvísleg reynsla og þekking fæst með þessum störfum, sem nýtist fólki vel, þegar horft er til framtíðar. Frekari upplýsingar á skrifstofu og heimasíðu okkar: www.vinnuskoli.is VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR Borgartúni 1 • 105 Reykjavík Sími 511 2590 • Fax 511 2599 Netfang: vinnuskoli@vinnuskoli.is Veffang: www.vinnuskoli.is MÁLÞING á vegum Stofnunar Vil- hjálms Stefánssonar verður haldið í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhús- inu á þriðjudag, kl. 16–19. Sýningin „Heimsskautslöndin unaðslegu: Arf- leifð Vilhjálms Stefánssonar“ verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, 10. mars og stendur til 4. júní og er málþingið af því til- efni. Níels Einarsson, forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, flytur inngang og Gísli Pálsson pró- fessor flytur erindi er nefnist „Mannfræði Vilhjálms Stefánsson- ar“. Haraldur Bessason nefnir erindi sitt „Vilhjálmur Stefánsson og gull- öld Vestur-Íslendinga“. Dagný Kristjánsdóttir prófessor flytur er- indið „Íslenski eskimóinn Ólöf og Vilhjálmur Stefánsson“ eftir Ingu Dóru Björnsdóttur mannfræðing. Phillip N. Cronenwett, forstöðumað- ur sérbókasafna við Dartmouth-há- skóla, nefnir erindi sitt „The Encyclopedia Arctica: An Opp- ortunity Lost?“ og Haraldur Ólafsson prófessor verður með sam- antekt. Fundarstjóri er Vigdís Finn- bogadóttir, fv. forseti Íslands. Málþing um Vilhjálm Stefánsson Frá sýningunni Heimskautalöndin unaðslegu – arfleifð Vilhjálms Stef- ánssonar í Listasafni Akureyrar.  ÚT ER komið 8. hefti í ritröðinni Mannlíf og saga fyrir vestan, en hún fjallar um vestfirskt mannlíf fyrr og nú á svæðinu frá Bjargtöng- um að Djúpi. Meðal efnis í þessu hefti er seinni hluti frásagnar af mönnum og málefnum í Keldudal í Dýrafirði og vestfirskar sagnir að fornu og nýju. Þá er grein um upp- haf verkalýðshreyfingar á Þingeyri, sagt frá síðasta bóndanum í Selárdal í Súgandafirði og grein er um mannskaðaveðrið mikla 7. apríl 1906. Alls prýða yfir 60 ljósmyndir þetta hefti þ.á m. fjöldi mannlífs- mynda úr Haukadal og frá Þingeyri í Dýrafirði frá fyrri hluta 20. aldar. Meðal höfunda eru Hafliði Magn- ússon frá Bíldudal, Guðbjartur Gunnarsson úr Súgandafirði, Nat- hanael Mósesson á Þingeyri, Ing- ólfur Þórarinsson frá Keldudal, Eggert Guðmundsson frá Haukadal, Ingi S. Jónsson á Þingeyri og Gunn- ar S. Hvammdal frá Hvammi. Rit- stjóri ritraðarinnar er Hallgrímur Sveinsson. Útgefandi er Vestfirska forlagið, Hrafnseyri, 80 bls. Prentun: Ásprent/POB, Akureyri. Fæst í bókaverslunum um land allt og hjá forlaginu. Verð er 1.500 kr. Nýjar bækur Súrefnisvörur Karin Herzog Silhouette fimm daga vikunnar annan hvern miðvikudag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.