Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 33 f t i - - - ð ð - - g i a - s - - - s r - - - a - a t - a - r - - - - a ð a - - l - g - i r ð ð g n t - g r - a m - n m i - - - g - - r - - ð i r - réttindasamtaka sem hafa ekki haldið efnahags- legum og félagslegum réttindum á lofti. Í mál- flutningi Amnesty International er t.d. öll áherzlan á hin klassísku réttindi, eins og ljóst má vera t.d. af lestri ársskýrslu samtakanna. Þegar vefsíður annarra áhrifamikilla mannréttinda- samtaka, Human Rights Watch, eru skoðaðar, má sjá sambærilegar áherzlur. Samtökin segja að staðlarnir, sem þau miði við, séu „algild borgara- leg og stjórnmálaleg réttindi eins og kveðið er á um í alþjóðalögum og sáttmálum“ en nefna hvergi aðra tegund réttinda. Mannréttindafrömuðurinn Aryeh Neier, sem var um 12 ára skeið framkvæmdastjóri Human Rights Watch, var fyrir nokkrum árum fenginn til að fjalla um mannréttindahugtakið í yfirlitsriti Oxford-útgáfunnar um alþjóðastjórnmál (Oxford Companion to Politics of the World). Neier segir að á sínum tíma hafi Sovétblokkin haldið fram efnahags- og félagslegum réttindum þegar Vest- urlönd gagnrýndu kommúnistaríkin fyrir brot á pólitískum og borgaralegum réttindum. Jafn- framt hafi ýmsir baráttumenn fyrir mannréttind- um í þriðja heiminum haldið fram jafngildi efna- hagslegu og félagslegu réttindanna og hinna klassísku mannréttinda. „Röksemdir þeirra hafa ekki fengið hljómgrunn á Vesturlöndum og engin af fremstu óháðu alþjóðasamtökunum á sviði mannréttinda hafa tekið upp baráttu fyrir efna- hags- og félagslegum réttindum,“ segir Neier. Alþjóðleg mannréttindasamtök átta sig auðvit- að á því að ef þau tækju upp baráttu fyrir rétt- indum, sem auðvelt er að túlka að vild valdhafa og eru í raun undir efnahagslegri getu ríkisvaldsins komin, yrði mun erfiðara að gera kröfu um að rík- isstjórnir virði hin klassísku frelsisréttindi, sem allir menn eiga. Þá fyrst væri orðið til „hlaðborð mannréttinda“ sem valdhafar víða um heim gætu valið af eftir eigin geðþótta. Það að tala yfirleitt um að mannréttindi séu á „þróunarstigi“ býr ekki til sterka vígstöðu við vörn þeirra. Ágreiningur um leiðir, ekki markmið VÍKJUM þá að þeirri skoðun að þeir, sem ekki telja öll réttindin jafngild, séu með ein- hverjum hætti á móti því að fólk njóti viðun- andi lífsskilyrða, menntunar, heilbrigðisþjónustu, húsnæðis og alls annars, sem félags- og efnahags- legu réttindin taka til. Því fer auðvitað fjarri. Um afstöðu Morgunblaðsins til t.d. menntamála, heil- brigðismála og velferðarkerfisins almennt ætti ekki að þurfa að fjölyrða. Blaðið hefur alla tíð ver- ið talsmaður samhjálpar og velferðarkerfis sem tryggi að allir hafi í sig og á, heilbrigðiskerfis sem veiti öllum góða þjónustu og menntakerfis sem sjái öllum fyrir góðri menntun. Um þessi markmið er raunar enginn ágrein- ingur á Íslandi fremur en í öðrum vestrænum ríkjum. Hitt er allt annað mál hvort menn vilja stjórnarskrárbinda réttinn til þessara gæða og setja þannig í hendur dómstóla að túlka hvernig eigi að uppfylla hann. Það hvort afurðir velferð- arkerfisins, t.d. menntun, fjárhagsaðstoð við fatl- aða og sjúka, heilbrigðisþjónusta eða félagslegt húsnæði, séu fullnægjandi og svari þörfum fólks er eilíft skilgreiningaratriði enda vilja þarfirnar stundum vaxa í takt við viðleitnina til að fullnægja þeim. Um leiðirnar til að fullnægja þessum þörf- um ríkir ágreiningur og hann er fyrst og fremst pólitísks eðlis. Til þessa hefur ríkt nokkuð al- mennt samkomulag á Vesturlöndum um að það sé hlutverk stjórnmálanna, löggjafans, að skilgreina með hvaða hætti þessum gæðum sé úthlutað. Það er a.m.k. alvarlegt umhugsunarefni, hvort ástæða er til að draga dómstólana inn í þá umræðu. Stjórnmála- frelsi og efna- hagsþróun Í RÆÐU sinni á fundi Samfylkingarinnar, sem áður var vitnað til, nefndi Þórunn Svein- bjarnardóttir ind- verska hagfræðinginn og Nóbelsverðlaunahafann Amartya Kumar Sen til sögunnar í umfjöllun sinni um samhengið milli félagslegra aðstæðna einstaklinga – t.d. að þeir kunni að lesa og hafi húsaskjól – og að þeir fái not- ið frelsisréttinda sinna, s.s. tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs. Það er athyglisvert að Þórunn nefni Sen í þessu samhengi og bendir raunar til að styttra kunni að vera á milli sjónarmiða hennar og Morgunblaðsins í þessum efnum en kann að virð- ast við fyrstu sýn. Sen, sem m.a. lýsti skoðunum sínum í ýtarlegu viðtali í Morgunblaðinu fyrir tæpum tveimur ár- um, skömmu eftir að hann hlaut Nóbelsverðlaun- in, hefur lagt áherzlu á að gefinn sé gaumur að þeim fátækustu í fátækum samfélögum og leitazt við að auka menntun þeirra og heilbrigði. Meðal annars þannig megi stuðla að efnahagslegri og stjórnmálalegri framþróun. Undir það getur Morgunblaðið tekið heils hugar. Á það ber þó að líta að slík viðleitni hlýtur ævinlega að verða háð efnahagsástæðum og er varla spurning um rétt- indi, enda eru réttindi innantóm ef ekki er hægt að uppfylla þau. Sen hefur líka í gegnum tíðina lagt ríkari áherzlu á hin borgaralegu og stjórn- málalegu réttindi en hin efnahagslegu og félags- legu. Í grein sem Sen ritaði í Journal of Democracy 1999 segir hann að eigi að tryggja efnahagsþróun verði að sjá fólki fyrir efnahagslegu og félagslegu öryggi. „Í því samhengi verðum við að líta á sam- bandið milli stjórnmálalegra og borgaralegra réttinda annars vegar og hvernig koma má í veg fyrir meiri háttar efnahagsáföll hins vegar,“ segir Sen. „Stjórnmála- og félagsleg réttindi gefa fólki kost á að draga athyglina kröftuglega að almenn- um þörfum og heimta viðeigandi aðgerðir af hálfu hins opinbera. Viðbrögð ríkisstjórnar við bráðri neyð þegna sinna fara oft eftir þeim þrýstingi sem er settur á hana. Að nýta sér pólitísk réttindi (t.d. með því að kjósa, gagnrýna, mótmæla og því um líkt) getur haft mikið að segja um hina pólitísku hvata, sem hafa áhrif á ríkisstjórn.“ Sen hefur margoft bent á þá merkilegu stað- reynd, að hungursneyð hefur aldrei orðið í frjálsu lýðræðisríki þar sem fjölmiðlar njóta frelsis. Hins vegar hafi fólk dáið úr skorti í ríkjum, þar sem engir frjálsir fjölmiðlar og engin stjórnar- andstaða var til að benda á handónýta efnahags- stefnu stjórnvalda. Þannig gegni pólitísk og borg- araleg réttindi því jákvæða hlutverki að koma í veg fyrir efnahagsleg áföll. Hann gagnrýnir því þá sem leggja megináherzlu á hagvöxt og mark- aðskerfi en gefi lítinn gaum að pólitískum hvötum efnahagsþróunar. „Til þess að koma í orð – jafnvel til að skilja – hvað séu „þarfir“, þar með taldar „efnahagslegar þarfir“, getum við þurft á því að halda að fólk nýti sér stjórnmálaleg og borgaraleg réttindi,“ segir Sen. „Fullnægjandi skilningur á því hvað efna- hagslegar þarfir eru – hvert er innihald þeirra og mikilvægi – kann að krefjast umræðu og sam- skipta. Stjórnmála- og borgaraleg réttindi, eink- um þau sem tengjast opnum umræðum, rökræð- um, gagnrýni og andófi, skipta höfuðmáli í því ferli að tefla fram upplýstum og vel ígrunduðum valkostum ... Þegar við erum að mynda okkur skilning á því hvað sé framkvæmanlegt (einkum og sér í lagi félagslega framkvæmanlegt) skipta opinberar umræður höfuðmáli. Pólitísk réttindi, þar með talið frelsi til umræðna og tjáningar, gegna ekki aðeins lykilhlutverki við að hvetja til viðbragða samfélagsins við efnahagslegum þörf- um, þau skipta jafnframt öllu máli þegar við erum að átta okkur á hinum efnahagslegu þörfum.“ Hér kemur Sen að kjarna málsins: Stjórnmála- og borgaralegt frelsi er forsenda þess að þær um- ræður geti farið fram í þjóðfélaginu, sem leiða í ljós hvaða efnahagslegu og félagslegu þarfir þarf að uppfylla. Leiðin að því að uppfylla hinar efna- hagslegu og félagslegu þarfir liggur í gegnum stjórnmál lýðræðisríkisins fremur en dómskerfið; sú ríkisstjórn sem að mati kjósenda sinnir ekki þörfum umbjóðenda sinna sem skyldi fær reisu- passann í kosningum. Þær umræður, sem nú fara fram um mannrétt- indi og stjórnarskrá, eru afar nauðsynlegar og gagnlegar og það er ánægjulegt að stjórnmála- menn taki nú virkan þátt í þeim en láti ekki lög- fræðingum umræðurnar að mestu eftir eins og gerðist við stjórnarskrárbreytinguna 1995. Davíð Oddsson forsætisráðherra lýsti því yfir á Alþingi fyrir nokkrum dögum að ástæða sé til að endur- skoða ýmis ákvæði stjórnarskrárinnar á næstu árum. Þá gefst stjórnmálaflokkunum væntanlega kostur á að taka skýrar til máls um afstöðu sína til þessara grundvallaratriða. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Strokkur sýnir sig á fallegum vetrardegi. „Stjórnmála- og borgaralegt frelsi er forsenda þess að þær umræður geti farið fram í þjóð- félaginu, sem leiða í ljós hvaða efnahags- legu og félagslegu þarfir þarf að upp- fylla. Leiðin að því að uppfylla hinar efnahagslegu og félagslegu þarfir liggur í gegnum stjórnmál lýðræðis- ríkisins fremur en dómskerfið; sú ríkis- stjórn sem að mati kjósenda sinnir ekki þörfum umbjóðenda sinna sem skyldi fær reisupassann í kosningum.“ Laugardagur 3. marz
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.