Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 26
ERLENT 26 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ „ÞEIR virðast halda að sjúkdómur- inn muni bara hverfa,“ sagði Hugh Byrne, auðlindaráðherra Íra, í viðtali við BBC í vikunni. Bretland væri „holdsveikisjúklingur Evrópu“. Breska stjórnin hefði greinilega ekki tök á gin- og klaufaveikifaraldrinum, þótt hún fullyrti það. Heima fyrir mætir stjórnin einnig vaxandi gagn- rýni í takt við fjölgandi tilfelli, en í gær var fyrsta franska tilfellið stað- fest. Á sunnudaginn komu upp 25 ný til- felli, nýtt dagsmet. Alls hafa 194 til- felli verið staðfest og um 120 þúsund skepnum verið slátrað. Á þeim átta mánuðum sem metfaraldurinn 1967 stóð urðu tilfellin 2364 og 433,987 dýr- um var slátrað. Fá svið þjóðlífsins eru ósnortin af faraldrinum. Landbúnað- ur vegur ekki þungt í þjóðarfram- leiðslu Breta en tengist mörgu, eink- um ferðamannaiðnaði. Árlega eyða ferðamenn um tólf milljörðum punda í breskum sveitum. Skyttur úr hernum virkjaðar? Það hefur vakið reiði að stjórnin hefur hingað til ekki tekið í mál að bæta öðrum en bændum tjónið af far- aldrinum. Í fyrradag nefndi Chris Smith menntamálaráðherra að stjórnin hugleiddi að bæta fleirum en bændum tjón af völdum faraldursins og hvatti fólk til að hætta ekki við páskaferðalög í Bretlandi. Á næst- unni verða skyttur úr hernum kall- aðar til aðstoðar. Gagnrýnin, sem breska stjórnin sætir er margvísleg. Nú þegar sauð- burður stendur fyrir dyrum hefur stjórnin gefið í skyn að nauðsynlegt sé að slátra 500 þúsund ám áður en þær bera. Í viðbót við 120 þúsund skepnur, sem hefur verið slátrað bíða 35 þúsund slátrunar. Margir bændur álíta fyrirhugaða stórslátrun mestu óhappaaðgerð. Forsendur stjórnar- innar eru að flutningur ánna heim úr vetrarhögum skapi smithættu, enda bann á flutningi dýra milli landshluta, auk þess sem lömbin geti borið í sér mótefni gegn sjúkdómnum og hugs- anlega skapað smithættu. Bændur halda því fram að í kjölfar stórslátrunar sé ómögulegt að farga skrokkunum nógu hratt og hræin skapi því smithættu. Ærnar geti vel borið þar sem þær séu, enda hafi ær borið hjálparlaust í þúsundir ára. Fjölmiðlar spara ekki stóryrðin vegna fyrirhugaðrar stórslátrunar. Guardian talar um „Fjöldamorð á sakleysingjum“ og yfir mynd af sæt- um, litlum lömbum í Sun stóð stórum stöfum „Lömbin þagna“, tilvísun í samnefnda bók um fjöldamorðingj- ann Hannibal Lecter. Daily Tele- graph sagði að „almennt neyðar- ástand“ væri að skapast. Sjálf förgun dýranna hefur einnig verið gagnrýnd. Nú er dýrunum slátrað og skrokkarnir ýmist brennd- ir úti á víðavangi eða þeir keyrðir í brennslustöðvar. Ýmsir hafa bent á að mun heppilegra sé að urða hræin, því það megi gera tafarlaust, and- stætt við seinlega brennslu, þar sem dauð hræin valdi smithættu, þó reynt sé að sporna við henni með sótt- hreinsun. Í gær var rætt um að fá skyttur úr hernum til að skjóta laus dýr á smit- uðum svæðum. Það er umdeild að- gerð, því óttast er það bitni um of á villtum dýrum, sem þegar eiga undir högg að sækja. Kvíði á landsbyggðinni „Ástandið er skelfilegt,“ sagði bresk bóndakona er fréttaritari Morgunblaðsins ræddi við á þriðju- daginn í afurðakynningu Fortnum & Mason verslunarinnar. Þessi kona lif- ir af því að búa til gæðakæfur, sem hún selur í verslanir heima fyrir, í Fortnum & Mason og víðar. Bóndakonan er dæmigerð fyrir þá hugmyndaauðgi, sem einkennir breskt sveitalíf. Þar hefur undan- farna áratugi þróast blómlegt ferða- mannalíf til hliðar við landbúnaðinn. Á mörgum bæjum eru framleiddir ostar, soðnar sultur og kæfa og hun- angi safnað. Allt þetta bætir fjárhag bænda, enda vinsælt hjá ferðamönn- um að þræða þessar verslanir. Bretar hafa mikið yndi af að ferðast um eigið land og ferðamennskan því víða þróuð. Allar þessar aukabúgrein- ar eru nú hart leiknar. Þeir sem bjóða gistingu segja að gisting hafi verið af- pöntuð í hrönnum undanfarið og sömu horfur eru um páskana, sem er háannatími ferðamennskunnar. Golf- vellir um allt land laða að sér fjölda gesta og allur rekstur tengdur þeim er jafn lamaður og annað. „Meginskilaboðin til fólks þessa vikuna er að láta ekki óðagot grípa sig. Það er engin ástæða til að hætta við páskaferðina ykkar,“ sagði Smith í viðtali við Financial Times í gær. Í stað þess að spranga um akra og ræktuð svæði geti fólk tekið með sér bækur og lesið á gististöðunum og heimsótt krár og aðra staði, sem ekki eru lokaðir umferð. Tony Blair forsætisráðherra hefur lofað að hitta að máli bændur, hót- eleigendur og aðra, sem tengjast at- vinnurekstri til sveita til að sjá hvern- ig hægt sé að hjálpa. Í gær var talað um að skipta landinu upp í svæði og draga úr ferðahömlum þar sem engin tilfelli hafa komið upp til að koma í veg fyrir að breskar sveitir lömuðust algjörlega. Lánastofnanir hafa til- kynnt að reynt verði að koma til móts við þá, sem verða fyrir beinum og óbeinum áhrifum faraldursins. Fyrsta franska tilfellið Það virðist nánast kraftaverk að ekki skuli hafa enn komið upp nema eitt staðfest og annað óstaðfest tilfelli gin- og klaufaveiki á Írlandi. Landbúnaðurinn írski er nátengd- ur þeim breska og tilfellið álitið tengj- ast innflutningi 300 kinda til Írlands frá markaði í Bretlandi. Nú er hins vegar óttast að fleiri kindur hafi verið fluttar til Írlands. Einnig er talað um smygl kinda. Þeir sem hafa verið viðr- iðnir flutninginn hafa verið ósam- starfsfúsir við yfirvöld, hugsanlega af því þar er óhreint mél í pokahorninu. Tilfellið í Frakklandi tengist einnig flutningi kinda frá Bretlandi. Jean Glaveny, landbúnaðarráðherra Frakka, sagði í gær að þetta atvik réttlætti harðar ráðstafanir frönsku stjórnarinnar. Þegar hefur tuttugu þúsund húsdýrum verið slátrað í Frakklandi, en helmingur dýranna reyndist bera mótefni og þau því hugsanlegir smitberar. Í Þýskalandi hefur einnig verið gripið til slátrunar dýra er tengjast innflutningi frá Bretlandi. Í vikunni var 400 kindum slátrað í Abruzzo á Ítalíu, en þær tengjast innflutningi frá héruðum í Frakklandi, er hafa flutt inn dýr frá Bretlandi. Þessi keðja er gott dæmi um þá miklu flutn- inga dýra, sem eiga sér stað í Evrópu. Faraldurinn nú hefur opnað augu manna fyrir að landbúnaður núorðið er allt annars eðlis en áður var. Sveitabæirnir eru færri og stærri en 1967 og flutningur skepna milli landa og landshluta er gróðrarstía fyrir smit ef það kemur á annað borð upp. Ákaft er rætt hvort faraldurinn hafi áhrif á stöðu stjórnmála. Það liggur í lofti að Tony Blair mun boða til kosninga á næstunni og er oftast giskað á 3. maí sem kjördag. Þar sem sveitirnar eru nánast lokaðar af hefur verið nefnt að kosningabaráttan verði vart með eðlilegum hætti, en ólíklegt er að Verkamannaflokkurinn hafi af því áhyggjur. Fylgi hans til sveita er mjög lítið, aðeins 20 af 419 þingsætum flokksins koma úr dreifbýlinu. Ekkert lát á gin- og klaufaveikifaraldrinum Mikið áfall fyrir breskan landbúnað Reuters Dýraskrokkum er komið fyrir í skurði í Allhallows við Kent í Bretlandi áður en kveikt er í þeim. Þótt breska stjórnin fullyrði að náðst hafi tök á útbreiðslu gin- og klaufaveikinnar sætir hún vaxandi gagnrýni heima og heiman fyrir að gera ekki nóg, segir Sigrún Davíðsdóttir. NANCY Thurmond, eiginkona bandaríska öldungadeildarþing- mannsins Strom Thurmond, hefur lýst því yfir að ekkert sé hæft í orð- rómi um að hún sækist eftir að taka við þingsæti eiginmannsins ef hann deyr eða lætur af störfum. Strom Thurmond er 98 ára gam- all og er aldursforsetinn á Banda- ríkjaþingi. Heilsu hans er farið að hraka og undanfarið hafa banda- rískir fjölmiðlar spáð því að hann láti brátt af þingmennsku. Nancy Thurmond er mun yngri en eig- inmaðurinn, 54 ára, en þau hafa reyndar ekki búið saman frá árinu 1991. Orðrómur komst nýlega á kreik um að Strom hefði á síðasta ári látið taka upp myndband, þar sem hann samþykkti að gefa eftir sæti sitt í öldungadeildinni fyrir Suður-Karólínu, ef ríkisstjórinn Jim Hodges skipaði eiginkonu hans í staðinn. Í yfirlýsingu sem Nancy Thur- mond sendi til fjölmiðla á sunnudag vísar hún þessum sögusögnum á bug. Hún segir að Strom hafi reyndar látið taka ávarp upp á myndband, en það hafi einungis innihaldið kveðjur og þakkir til stuðningsmanna og samstarfsfólks. „Við Strom töldum að ef til þess kæmi að hann létist eða veiktist al- varlega væri rétt og sögulega mik- ilvægt að hafa tekið upp ávarp með þökkum til íbúa Suður-Karólínu og starfsmanna hans,“ segir í yfirlýs- ingunni. Nancy segir að ræðan fjalli um hugmyndir Stroms um framtíð Suður-Karólínu, en ekki um það hver ætti að verða eftirmaður hans, og að ekki hafi verið ætlunin að gera efni hennar opinbert fyrr en Strom hefði „látið af störfum“. Demókratar gætu náð meiri- hluta ef Thurmond deyr Demókratar og repúblikanar eiga nú jafnmörg sæti í öld- ungadeildinni og áhugi fjölmiðla á heilsu Strom Thurmond kemur til af því að ef hann lætur af störfum gæti atkvæðavægið raskast, demó- krötum í vil. Lög kveða nefnilega á um að ríkisstjóri skipi nýjan full- trúa í öldungadeildina fyrir þing- mann sem deyr eða lætur af störf- um. Thurmond er repúblikani, en ríkisstjórinn í Suður-Karólínu, fyrr- nefndur Hodges, er demókrati og myndi að öllum líkindum tilnefna flokksbróður sinn eða -systur. Nancy Thurmond fullyrðir í yf- irlýsingu sinni að Hodges hafi á fundi þeirra í nóvember spurt hana hvort hún væri reiðubúin að ljúka kjörtímabili eiginmanns síns ef hann létist áður en því væri lokið, í janúar 2003. Hún kveðst hins vegar hafa neitað því. „Ég hef aldrei sóst eftir kjörnu embætti, né hef ég þá hæfileika sem þarf til að gegna þingmennsku, en ég er fær um að annast Strom Thurmond,“ segir Nancy í yfirlýsingu sinni. Morton Brilliant, talsmaður Hodges, neitar því hins vegar í við- tali við The New York Times í gær að ríkisstjórinn hafi rætt við Nancy um að taka sæti Strom í öldunga- deildinni. AP Strom og Nancy Thurmond árið 1995. Eiginkona Stroms Thurmonds Kveðst ekki sækj- ast eftir þingsætinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.