Morgunblaðið - 14.03.2001, Side 36

Morgunblaðið - 14.03.2001, Side 36
hægt er að sýna þeim sem það vilja hvar s styðja á skjáinn miðað við hvaða kost þeir Því til viðbótar verður boðið upp á aðsto kvæmt kosningalögunum fyrir þá fatlaða geta ekki kosið. Rúmlega 700 manns höfðu kosið utan kj staðar í lok dags í gær og var það fjórði d utankjörstaðaatkvæðagreiðslu. Þeir sem fyrir aðgang að aðstoð á kjörstað vilja ekk rafrænt, eiga þess kost að kjósa utan kjör Niðurstöður í atkvæðagreiðslunni liggj mun fyrr en ef kosið væri með hefðbundn hætti. Gunnar telur að niðurstöður liggi v fyrir um kl. 22 að kvöldi kjördags. Kosið um framtíð Reykjavíkurflugvallar Áhugi meðal borgarbúa fyri kosningunni Af samtölum Morgunblaðsins í gær við nokkra Reykvík á förnum vegi má ráða að talsverður áhugi sé á kosningu um flugvöllinn. Flestir sem rætt var við höfðu myndað skoðun með eða á móti því að völlurinn fari úr Vatnsmýr Ríflega 700 manns hafa kosið utan kjörfundar í Ráðhús ÞEIR Reykvíkingar sem ekki kjósa að greiða at- kvæði í kosningum um framtíð Reykjavík- urflugvallar á rafrænan hátt næstkomandi laug- ardag eiga þess kost að kjósa utan kjörstaðar fram til kl. 16.15 næstkomandi föstudag í Ráð- húsi Reykjavíkur. Gunnar Eydal, skrifstofustjóri Reykjavík- urborgar og formaður kjörstjórnar, segir að kjörstjórnin sé viðbúin því að þeim, sem ekki er lagið að handleika tölvumús, verði veitt aðstoð. Það verður gert með þeim hætti að kjörkort er sett í lesara fyrir þá kjósendur sem þess óska. Við það birtist skjámynd á tölvunni. Þeir sem það vilja geta kosið á svokallaðan snertiskjá og 36 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Hvalfjarðargöngin eru bar dæmið,“ segir Guðrún. Ekkert mæ með flutni Ómar syni, fl og flug er annt völlinn mýrinn að han þar áfra ætlar a kjörsta greiða a „Mér ekkert með því að flugvöllurinn f jafnlangt og til Keflavík Hvassahraun. Umræðan hefur verið á lágu plani og um kosti eins og Hvassahr helstu sérfræðingar hafa a Hins vegar finnst mér bre núverandi flugvallarsvæði greina og hugmyndin um staði hljómar einnig ágætle sjónarmiði flugmanns,“ se sem saknar þess í kosnin hafa ekki fleiri valkosti. H ist hafa viljað sjá kosti ei völlurinn verði um kyrrt t.d. til Bessastaða eða f verði sett á uppfyllingu í firði. „Það er skrýtið að g kvæði um að völlurinn fari er ekkert vitað hvert,“ segi Kosningi tímabær Guðrú urðardó tekt æ taka þá ingunum ardag að bo eigi að þann sýna v verki. K sé tíma sem þurfi að gera við flugvöll vill að hann fari úr Vatnsm „Það á ekki að láta ha hún þá á rauðu ljósi ásamt bílalest á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu þegar dökkur skuggi færðist yfir með tilheyrandi drun- um. Var Fokkervél þá að koma til lendingar yfir Tjörnina og miðbæ- inn. Þuríður segist hafa hugsað með sér af hverju í ósköpunum flugvöll- urinn væri ekki farinn ennþá. „Reykjavík var algjört þorp þeg- ar flugvöllurinn var byggður og húsin í kring voru fá. Núna er borg- in byggð og farin að þrengja að vell- inum. Við eigum nóg landrými ann- ars staðar undir svona völl,“ segir Þuríður. Hún kveðst sýna því skilning að margir hafi hag af því að flugvöll- urinn verði áfram í Vatnsmýrinni. En þeir hagsmunir geti ekki vegið þyngra en öryggi fólksins. Ys og þys út af engu Guðrún Gísla- dóttir deildar- stjóri segir sína fyrstu tilfinn- ingu vera þá að flugvöllurinn eigi að vera á þeim stað sem hann er. Um- ræðan sé þó yf- irdrifin og ekki tímabær. Fólk sé almennt of stressað yfir málinu. „Ég held að árið 2016 verði hvort sem er hætt að fljúga innanlands. Breytingar í samgöngum hafa verið það miklar og vegakerfið sífellt að batna. Ég held að þetta sé svolítill ys og þys út af engu. Menn eru heldur ekki nógu framsýnir. Við er- um of föst í nútímanum. Fyrir 15– 20 árum tók það átta klukkutíma að keyra til Akureyrar. Nú tekur það nærri helmingi styttri tíma,“ segir Guðrún sem starfs síns vegna flýg- ur mikið milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar. „Við ættum að skoða þetta í meira samhengi og líta þá á vega- kerfið um leið. Hvað kostar rekstur flugvallarins og viljum við kannski frekar setja þessa peninga í vega- kerfið og byggja það betur upp? Við getum stytt leiðina verulega og Flugöryggið hefur gleymst Þuríður Páls- dóttir söngkona segist vera hörð á því að Reykja- víkurflugvöllur eigi að fara úr Vatnsmýrinni og hefur lengi verið þeirrar skoðunar. Hún leggur mikla áherslu á að pólitík hafi ekk- ert með þá afstöðu að gera, málið snúist heldur ekki um pólitík heldur um almenna öryggishagsmuni borgarbúa. Hún telur að umræða og möguleg ákvörðun um flutning vallarins hefði átt að fara fram mun fyrr. Í umræðunni að undanförnu hefur hún saknað þess að minnst sé á flugöryggið og hættuna sem staf- ar af vellinum fyrir byggðina og fólkið sem þar býr. Hún segist vera þess fullviss að árið 2016 muni völl- urinn fara úr Vatnsmýrinni og fram að því eigi stjórnvöld og almenning- ur að nýta tímann vel við að velja vellinum nýjan stað. Þuríður bjó lengi í nágrenni flug- vallarins og fylgdist sem barn og unglingur með uppbyggingu hans á hernámsárunum og varð vitni að mörgum slysum. „Vélarnar voru stöðugt að koma og fara og það var í raun happ og glapp hvort þær lentu eða tóku á loft í heilu lagi. Þetta gerði mann svo óttasleginn. Það er eins og eng- inn vilji tala um flugöryggið í dag og farið er með þetta sem feimnismál. Auðvitað er stórhætta af því að hafa flugvöllinn í miðborg Reykjavíkur og við vitum um mörg slys sem hafa átt sér stað í gegnum tíðina. Fólk segir að flugvellir séu víða í borgum erlendis en ég efast um að nokkurs staðar sé flugvöllur með aðflugi yfir helstu stofnanir landsins og aðal- umferðaræð borgarinnar. Það er al- kunna að flest flugslys eiga sér stað í námunda við flugvelli í tengslum við flugtak og lendingu,“ segir Þur- íður. Hún segir gamlar minningar hafa komið upp í hugann er hún var nýlega á ferð í bíl við völlinn. Beið Þuríður Pálsdóttir Guðrún Sigurðardóttir Guðrún Gísladóttir Ómar Guðnason VERKFALL? KOSIÐ UM FLUGVÖLL Reykvíkingar ganga á laugardagtil atkvæðagreiðslu um þaðhvernig hátta eigi framtíðar- nýtingu Vatnsmýrarsvæðisins. Á at- kvæðaseðlinum verður boðið upp á tvo kosti, hvort flugvöllur eigi að vera í Vatnsmýrinni eða fara eftir árið 2016. Í forystugrein Morgunblaðsins í gær var lýst afstöðu til þeirrar atkvæða- greiðslu. Ýmis rök eru með því að flugvöll- urinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Hann gegnir mikilvægu þjónustuhlut- verki við landsbyggðina. Það er mik- ilvægt fyrir þá, sem erindi eiga með flugi til höfuðborgarinnar að flugvöll- urinn liggi vel við hjarta hennar. Rekstur Reykjavíkurflugvallar skapar töluverða atvinnu og þar með tekjur fyrir borgarsamfélagið og hon- um fylgja margvísleg umsvif. Þessar tekjur myndi borgin missa ef flugvöll- urinn færi. Nálægð Reykjavíkurflugvallar við Landspítala – háskólasjúkrahús skipt- ir einnig miklu máli fyrir sjúklinga og slasaða af landsbyggðinni. Þessi rök með því að Reykjavíkur- flugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni eru öll góð og gild, en þau eiga við nú og næstu ár. Samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir því að flugvöllurinn verði í Vatnsmýrinni til ársins 2016. Þess vegna er ekki verið að kjósa um það hvort hann verði flutt- ur nú eða næstu ár. Staðsetning hans á þessu svæði er því tryggð í einn og hálfan áratug og ekki ósennilegt að það þýði í raun um og yfir tvo áratugi. Á þeim tíma verða miklar breytingar á aðstæðum öllum, samgöngum, byggð og tíðaranda. Fyrirsjáanlegt er að höfuðborgar- svæðið muni enn stækka og nærliggj- andi byggðir halda áfram að tengjast. Í því sambandi má nefna þróun byggð- ar milli Kjalarness og Borgarfjarðar eða Hafnarfjarðar og Reykjaness. Byggð á höfuðborgarsvæðinu er nú þegar mjög dreifð og þær vegalengdir, sem menn þurfa að fara innan þess verða sífellt lengri. Þannig mætti benda á að íbúi á Kjalarnesi er senni- lega jafnlengi að aka til Reykjavíkur- flugvallar þar sem hann er nú í Vatns- mýrinni og íbúi í Kópavogi að aka í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli. Vega- lengdir, sem áður hefði verið fráleitt að telja boðlegar íbúum á höfuðborg- arsvæðinu, þykja ekki lengur tiltöku- mál. Þótt enn sé langt í að Íslendingar búi við sömu aðstæður og Bandaríkja- menn, sem ekki telja eftir sér að verja allt að þremur til fjórum klukkustund- um á dag til að komast í og úr vinnu, er ljóst að viðhorf til vegalengda og þess tíma, sem þarf til að komast á milli staða, munu halda áfram að breytast. Óhjákvæmilegur fylgifiskur þessarar þróunar er að fólk mun þurfa að verja meiri tíma í að komast í og úr vinnu og að reka erindi sín. Breyttar venjur munu án efa hafa áhrif á afstöðu manna til þess að fara til Keflavíkur til að fljúga innanlands og er líklegt að eftir 20 ár verði margir forviða yfir því hvað þessi rök hafa vegið þungt í um- ræðunni nú. Líklegt er að á næstu tveimur ára- tugum muni enn draga úr nauðsyn þess að flugvöllurinn sé í miðborginni vegna þess að þar sé helstu stofnanir stjórnkerfisins að finna. Framfarir í hvers konar samskiptum hafa gert að verkum að í mörgum tilfellum skiptir ekki máli hvar menn eru staddir þegar þeir þurfa að sinna erindum sínum. Gera verður ráð fyrir því að rafræn stjórnsýsla muni færast í vöxt og al- menningur á landsbyggðinni muni ein- faldlega sjaldnar eiga erindi til höfuð- borgarinnar vegna slíkra mála. Jafnframt er ljóst að Vatnsmýrin er mikilvægt byggingarland fyrir Reyk- víkinga. Eigi höfuðborgin að standa undir nafni þarf hún að hafa öfluga miðju með sterkum og blómlegum kjarna menningar og mennta. Staða miðbæjarins hefur veikst á undanförn- um árum og sést það best á því að at- vinnustarfsemi og verslun hefur verið að flytjast í önnur borgarhverfi og jafnvel til annarra sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu. Eftirspurn eftir húsnæði á miðborgarsvæðinu, sem birtist m.a. í háu húsnæðisverði, sýnir um leið að fólki finnst eftirsóknarvert að búa á þessu svæði. Þá yrði það Há- skóla Íslands lyftistöng að fá aukið olnbogarými og myndi skapast tæki- færi til að láta fræðimennsku og vís- indi dafna í samspili við umhverfi sitt, atvinnulífið og fyrirtæki í þekkingar- iðnaði. Nauðsynlegt er að miðborgin fái aukið landrými til þess að þróast og þroskast og verða sterkur kjarni jafnt fyrir höfuðborgina sem landið allt. Við Íslendingar höfum ekki efni á að reka tvo stóra flugvelli á sama svæði. Hingað til höfum við haft mjög tak- markaðan kostnað af rekstri Keflavík- urflugvallar. Bandaríkjamenn hafa greitt þann kostnað, en kröfur þeirra um að við tökum kostnaðarlega ábyrgð á eigin samgöngumannvirkjum verða stöðugt ákveðnari. Það er óraunsætt að ætla annað en að sá kostnaður lendi smátt og smátt á okkar herðum. Ef horft fram á veginn – bæði til byggðaþróunar á höfuðborgarsvæðinu og breyttra samgangna – er eðlilegt að gera ráð fyrir að framtíð flugvallar í Reykjavík sé tímabundin og stefna beri að því þegar nýtt aðalskipulag Reykjavíkur hefur tekið gildi eftir 2016 að rekstri flugvallar í borginni verði hætt og innanlandsflug flutt til Keflavíkur. Eftir einn og hálfan sólarhringskellur á verkfall á fiskiskipa- flotanum, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Fari svo að til verkfalls komi mun miklum verðmætum kastað á glæ. Loðnuvertíðin er í fullum gangi og fyrirsjáanlegt að ekki takist að veiða allan loðnukvótann fyrir mið- nætti annað kvöld. Morgunblaðið mun ekki gera upp á milli deiluaðila í þessari kjaradeilu. Hitt er alveg ljóst, að fyrir útgerðina, sem hefur verið að skila afleitum af- komutölum fyrir síðasta ár, fyrir sjó- mennina sjálfa og fyrir þjóðarbúið allt, er verkfall á fiskiskipaflotanum nú reiðarslag. Það mun hafa víðtæk áhrif um þjóðfélagið allt og hægja mjög á öllum umsvifum í atvinnulífi og efnahagsmálum. Það er eðlileg krafa þjóðarinnar allrar að deiluaðilar leysi ágreinings- efni sín og alla vega að verkfallinu verði frestað um skeið til þess að gíf- urlegum verðmætum við sjávarsíð- una verði þó bjargað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.