Morgunblaðið - 14.03.2001, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 14.03.2001, Qupperneq 37
skuli r vilja. oð sam- a sem kjör- agur í þrátt ki kjósa rstaðar. ja fyrir num vonandi r næstkomandi laugardag – Kosningu utan kjörfundar lýkur síðdegis á föstudag ir kinga unni sér rinni. sinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá Reykjavíkurflugvelli. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 37 muni það leggjast af. Samgöngur þangað geti reynst kostnaðarsamar fyrir fólk, ekki síst ef fara þurfi fleiri en eina ferð vegna niðurfell- ingar flugs sökum veðurs. Guð- mundur hefur ekki afráðið hvort hann tekur þátt í kosningunni. „Hvað sem gert verður með völlinn óttast ég að það kosti mikla pen- inga. Umræðan er vissulega mikil en þetta er ekkert annað en pólitík. Það er stutt í kosningar í borginni,“ segir Guðmundur. Flott hug- mynd Hrafns Arinbjörn Bernharðsson verkstjóri segir það gefa fólki meiri tengsl við borgina að hafa þar flugvöll. Helst vill hann fá millilanda- flugið einnig til Reykjavíkur og reisa braut og flugstöð á Lönguskerjum. Honum finnst flott hugmynd Hrafns Gunnlaugssonar og fleiri í þá veru. „Ég er fæddur og uppalinn á landsbyggðinni og þekkti það þegar maður kom til Reykjavíkur hvað gott var að komast strax inn í miðbæinn. Ég er mjög sáttur við flugvöllinn þar sem hann er,“ segir Arinbjörn og telur kosningarnar á laugardaginn vera tímaskekkju. Forsendur árið 2016 geti orðið allt aðrar en þær eru í dag. Tíminn sé nægur og borgaryfirvöld séu ein- ungis að blása upp umræðuna að til- efnislausu. Nálægð við miðbæinn skiptir máli Kjartan Ing- varsson járna- bindingamaður, í fríi frá námi, ætlar að taka þátt í kosning- unum. Hann vill hafa flugvöllinn áfram í Vatns- mýrinni; innan- landsflugið legg- ist af ef völlurinn verði fluttur eitthvert annað. „Það skiptir miklu máli að hafa flugvöllinn nálægt miðbænum. Ég vil ekki sjá hann annars staðar en vel mætti skoða einhverjar breyt- ingar á honum. Til dæmis mætti setja aðra flugbrautina út í Skerja- fjörðinn. Ef völlurinn fer og kannski 20 þúsund manna byggð kemur í staðinn þá líst mér ekki á umferðarmálin. Nógu slæm eru þau fyrir,“ segir Kjartan. Of miklu eytt í óvissu- spurningar Brynja Bjarnadóttir húsmóðir telur kosninguna vera tíma- skekkju. Hún segist ekki hafa ákveðið hvort hún tekur þátt í þeim en ef það gerist muni hún greiða atkvæði með vellinum áfram í Vatns- mýrinni. Hann hafi verið þar til fjölda ára og sé ekki fyrir neinum. „Ég á ættingja á landsbyggðinni og mér fyndist alveg skelfilegt ef ég þyrfti að sækja þá eitthvað lengra. Einnig finnst mér óþægilegt að kjósa um „fara eða vera“ og vita þá ekki hvert flugvöllurinn á að fara. ur út á Bessa- staðanesið. Landsvæðið sé hentugt af nátt- úrunnar hendi og aðflugið gott. Enginn annar staður komi til greina. „Þetta er kannski leiðin- legt gagnvart forsetanum en það er frábær hug- mynd að flytja aðsetur forsetans út í Viðey og leggja Bessastaði niður í þeirri mynd sem þeir eru. Þá má nota sem gisti- og fundarstað fyrir erlenda þjóðhöfðingja þegar þeir koma,“ segir Bjarney. Hún segir flugvöllinn vera alltof nálægt borginni og viðhaldið sé ekkert. Svæðið sé í niðurníðslu og kominn tími á breytingar. Bjarney segist nota flugvöllinn töluvert, líkt og dóttir hennar sem flýgur oft til Akureyrar og Bjarney segir vera sammála móður sinni um flutning vallarins til Bessastaða. Horfði á flugvél hrapa Sigríður Auð- unsdóttir fram- kvæmdastjóri segist hafa gert upp hug sinn í flugvallarmálinu fyrir löngu. Hún hafi búið á Berg- staðastræti á sínum tíma og horft á ferju- flugvél hrapa við flugbrautar- endann en í því slysi hafi erlendur flugmaður farist. Upp frá því hafi hún viljað flugvöllinn burt úr Vatns- mýrinni. Sigríður ætlar að mæta á kjörstað á laugardaginn. „Ég vil bara ekki sjá flugvöll í byggð. Ég hef ekki gert upp á milli þeirra kosta sem hafa verið ræddir um hvert völlurinn eigi að fara. Mér finnst kosningin nauðsynleg þannig að vilji fólksins komi fram,“ segir Sigríður. Fylgist með umræðunni Magnús Smárason send- ill ætlar að nýta rétt sinn til kosninga og greiða atkvæði um flugvöllinn. En hvort völlur- inn eigi að fara úr Vatnsmýrinni eða ekki hefur Magnús ekki endanlega gert upp við sig. „Ég hafði hugsað mér að kjósa að völlurinn færi. Hann á reyndar ekki að gera það fyrr en árið 2016. Ég mun fylgjast vel með umræðunni fram að kjördegi og sjá hvort eitt- hvað kemur fram sem getur breytt afstöðu minni,“ segir Magnús. Þeg- ar hann er spurður álits á því hvert völlurinn ætti að fara segir hann hugmyndir um austur-vesturbraut í Skerjafirði og flugvöll á Bessastöð- um ekki svo galnar. Spurning sé bara um kostnaðinn. Áfram í Vatnsmýrinni Guðmundur Sigurjónsson leigubílstjóri telur hagsmuni landsbyggðar- innar vega það þungt að flug- völlurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Hann er á þeirri skoðun að fari innanlandsflugið til Keflavíkur en ekki notað flugvöllinn mik- ið. Hann segist ekki alveg hafa myndað sér end- anlega skoðun um hvort flug- völlurinn eigi að fara úr Vatns- mýrinni eða vera þar áfram. Hann ætlar þó að mæta á kjörstað á laugardag og greiða atkvæði. Birni finnst kosn- ingin réttmæt og eðlilegt sé að fólk myndi sér skoðun á málinu. „Ég er nú svona frekar á því að færa eigi flugvöllinn og væri sáttari við þá ákvörðun. Ég væri tilbúinn að kaupa íbúð í Vatnsmýrinni þótt ég sé nú sáttur þar sem ég bý í Grafarvoginum. Annars er ég ekki búinn að sjá hvert væri best að flytja flugvöllinn og vil skoða það betur,“ segir Björn. Allt annað en flugvöll „Mér finnst kosningin um flugvöllinn eiga fullkomlega rétt á sér og lýðræð- islegum vilja fólksins verði þannig náð fram,“ segir Jón Hermannsson, úrsmiður við Ingólfstorg, sem ætlar að taka þátt í kosningunum um næstu helgi. Hann vill að flugvöllurinn fari og svæðið verði nýtt undir íbúðir eða eitthvað allt annað en flugvöll. „Flugvöllurinn skapar vissa hættu og til að leysa þetta ætti að tvöfalda Reykjanesbrautina og flytja síðan völlinn til Keflavíkur. Þá verður þetta orðið stutt leið fram og til baka,“ segir Jón. Hann vill að eftir flutning vall- arins verði Vatnsmýrin skipulögð vel og fallega. „Arkitektunum er betur treystandi til þess verks en mér.“ Flugvöllinn til Bessastaða Bjarney Kristín Ólafsdóttir, nemi í guðfræði við Háskóla Íslands, er harðákveðin í því að taka þátt í kosningunum. Hún vill völlinn burt úr Vatnsmýrinni og er hrifin af þeirri hugmynd að hann verði flutt- svona eins og hann hefur verið í öll þessi ár. Ég hef alltaf búið í mið- bænum og kann vel við flugvöllinn en mér finnst hann samt vera orð- inn svolítið svartur blettur í okkar umhverfi,“ segir Guðrún. Hún tekur fram að ef kjósa ætti um breytingar á flugvellinum skipti það ekki máli hvort breytingarnar væru miklar eða ekki. Fólk geti al- mennt ekki búið í nágrenni við flug- völl, þó að sumir hafi gert það í Skerjafirðinum allt sitt líf og finnist það allt í lagi. Ný byggð við flugvöll- inn sé ekki ákjósanleg. „Mér finnst skynsamlegast að flugvöllurinn fari til Keflavíkur, en hugmyndin um Hvassahraun er einnig áhugaverð. Flugvöllur er þó til staðar í Keflavík og ég skil kannski ekki alveg af hverju byggja ætti nýjan völl þar við hliðina,“ seg- ir Guðrún. Hrein sýnd- armennska Jón Jóelsson, borinn og barn- fæddur Reyk- víkingur, telur kosninguna um flugvöllinn „tómt kjaftæði og hreina sýnd- armennsku“, eins og hann orðar það svo. Segist hann ekki ætla að mæta á kjörstað, kosningin hafi engan til- gang. Svo margt annað þarfara sé hægt að gera við tíma og peninga fólks. „Þó svo að flugvöllurinn yrði fluttur, hvað myndi þá gerast? Hvernig yrði skipulagsmálum þá háttað í Vatnsmýrinni? Ég hef enga trú á þessu. Ég vil bara hafa flug- völlinn þar sem hann er í dag. Við þurfum að þroskast áður en við för- um að skipuleggja. Það hvarflar ekki að mér að taka þátt í kosning- unum og ekkert mun breyta því fram á laugardag. Þetta er algjör della,“ segir Jón. Hann segist reyndar hafa hrifist af kvikmynd Hrafns Gunnlaugsson- ar um skipulagsmál í Reykjavík, hún ætti að hafa gefið stjórnvöldum ýmsar hugmyndir. Sáttari ef völlurinn færi Björn Guðmundsson stöðuvörður hefur alla sína tíð búið í Reykjavík ra nýjasta ælir ingi ri Guðna- lugmanni gkennara, t um flug- í Vatns- i og vill nn verði am. Hann ð mæta á ð og atkvæði. r finnst mæla fari og þá kur eða í til þessa m.a. rætt raun sem afskrifað. eytingar á koma til m Bessa- ega út frá gir Ómar ngunni að Hann seg- ins og að eða fari flugbraut Skerja- greiða at- i en síðan ir Ómar. in r n Sig- ttir arki- ætlar að tt í kosn- m á laug- og telur orgarbúar nýta sér rétt og viljann í Kosningin abær þar eitthvað inn. Hún mýrinni. ann vera Mér finnst of miklum peningum eytt í svona óvissuspurningar,“ seg- ir Brynja sem til langs tíma bjó í Skerjafirðinum í nágrenni við flug- völlinn. Alltaf verið hlýtt til vallarins Halldóra Ragnarsdóttir ræstitæknir hef- ur ekki gert upp hug sinn til flug- vallarmálsins, enda telur hún svo langt vera þar til völlurinn þurfi að fara. Hún segist hefðu viljað sjá fleiri valkosti fyrst á annað borð sé verið að kjósa. Enginn þeirra valkosta sem nefndir hafa verið hafa freistað hennar, nema þá helst Lönguskerin til að halda nálægðinni við borgina. „Ég ólst upp í nágrenni vallarins og mér hefur alltaf verið hlýtt til hans. Síðan vann ég í átta ár hjá Landhelgisgæslunni og mér fannst miklu skipta að hún væri með að- stöðu þarna við völlinn fyrir sitt björgunar- og sjúkraflug,“ segir Halldóra sem ætlar að fylgjast með umræðunni næstu daga áður en hún tekur endanlega afstöðu. Keflavík kemur til greina Birna Björg- vinsdóttir förð- unarmeistari er þessa dagana að færa lögheimili sitt til Reykja- víkur frá Stykk- ishólmi eftir að hafa dvalið í borginni í ára- tug. Hún vonast til þess að geta kosið á laugar- daginn og haldið þannig upp á lög- heimilisflutninginn. Hún hefur hins vegar ekki tekið ákveðna afstöðu til staðsetningar flugvallarins. „Ég bý í grennd við miðbæinn og hef ekki orðið fyrir miklu ónæði af vellinum, en að tveimur kostum gefnum hugsa ég að ég væri meira til í að hann fari eitthvað annað. Hægt væri að gera margt skemmti- legt með þetta svæði í Vatnsmýr- inni,“ segir Birna. Hún telur flutn- ing innanlandsflugs til Keflavíkur koma til greina en þá þurfi að bæta samgöngurnar með t.d. tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Vantar fleiri valkosti Guðni Magn- ússon húsasmið- ur segist hafa búið í Reykjavík alla sína ævi. Hann kveðst ekki ætla að kjósa þar sem fleiri valkosti vanti. „Ef völl- urinn á að fara, hvert á hann þá að fara og hver á að ákveða það?“ spyr Guðni sem upplýsir þó að hann vilji völlinn áfram þar sem hann er. Ef til flutn- ings kæmi mætti aðeins færa hann stutta vegalengd, alls ekki til Kefla- víkur. Guðni telur að færa megi æf- ingaflugið eitthvert annað. „Við þurfum að hugsa til þeirra sem nota völlinn mest, fólksins á landsbyggðinni. Þeir kostir sem hafa verið ræddir eru allir verulega kostnaðarsamir að mínu mati,“ seg- ir Guðni. Halldóra Ragnarsdóttir Jón Jóelsson Björn Guðmundsson Bjarney Kr. Ólafsdóttir Magnús Smárason Jón Hermannsson Sigríður Auðunsdóttir Arinbjörn Bernharðsson Guðmundur Sigurjónsson Kjartan Ingvarsson Brynja Bjarna- dóttir ásamt syni sínum, Pálma Rafni. Birna Björgvinsdóttir Guðni Magnússon
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.