Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 21 FYRSTA FLOKKS FJÁRMÖGNUN Áhættufjármagn fyrir fyrirtæki. Langtímafjármögnun fasteignaviðskipta og fjármagnstrygging. Stór verkefni eru okkar sérsvið. Engin umboðslaun fyrr en fjármagn er staðfest. Miðlarar verndaðir. FULLTRÚI óskast til að vera milliliður okkar við afgreiðslu umsókna um fjármögnun. Vinsamlegast sendið upplýsingar á ensku til: Venture Capital Consultants Investment Bankers. 16311 Ventura Blvd., Suite 999, Encino, Kalifornía 91436, U.S.A. Fax 001 818 905 1698. / Sími 001 818 789 0422. GENGI bréfa í Marel lækkaði um hátt í 20% í kjölfar birtingar ársupp- gjörs félagsins og ljóst að töluverðr- ar óánægju gætir með upplýsinga- gjöf félagsins hjá markaðsaðilum. Marel stóð fyrir hlutafjárútboði um mánaðamótin nóvember-desember og var þá selt nýtt hlutafé að nafn- verði 21.824.000 og seldist það á genginu 42 eða samtals á um 916 milljónir. Gengi bréfa Marel hefur nú lækkað um tæplega 30% frá út- boðinu eða á liðlega þremur mán- uðum þannig að fjárfestar sem keyptu bréf í útboðinu hafa tapað um 273 milljónum miðað við mark- aðsvirðið nú. Í Morgunkorni Íslandsbanka- FBA segir að mjög mikið skorti á skýringar í tilkynningu frá Marel um ástæður fyrir svo miklu fráviki frá áætlun í útboðs- og skráning- arlýsingu félagsins. Munum funda með markaðsaðilum Hörður Arnarson, forstjóri Mar- el, segir að fyrirtækið muni svara gagnrýni markaðsaðila á fundum með þeim á næstunni. „Við munum auðvitað veita þær upplýsingar sem beðið er um en teljum að allar helstu upplýsingar hafi þegar komið fram.“ Í útboðs- og skráningarlýsingu frá 16. nóvember kom fram að horf- ur væru á að framlegð Marel yrði 8% á árinu og var sú áætlun jafn- framt staðfest á fundi með fjárfest- um. Í Morgunkorni Íslandsbanka- FBA kemur fram að raunin hafi orðið sú að framlegð samstæðu hafi verið 5,4%. Í tilkynningu frá Marel eru tvær ástæður nefndar sem skýr- ingar á slakri afkomu. Annars vegar kostnaður við að flytja og taka í notkun nýjar höfuðstöðvar og fram- leiðsluhúsnæði fyrir Carnitech og hins vegar fjölgun sölumanna hjá dótturfélögunum úr 11 í 23. Samfara því hafi mikill stofnkostnaður verið gjaldfærður í fyrra. Í Morgunkorni Íslandbanka-FBA segir: „Í kauphallalögum er kveðið á um að útgefanda verðbréfa, sem tekin hafa verið til opinberrar skráningar í kauphöll, beri að gera þegar í stað opinberar allar upplýs- ingar um öll atriði sem máli skipta og telja verður að geti haft áhrif á verð bréfanna. Í samræmi við ákvæði kauphallalaga er að finna nánari útfærslu í reglum VÞÍ um upplýsingaskyldu útgefenda verð- bréfa og í reglugerð um sama efni. Í uppgjöri Marel var framlegðarhlut- fall um þriðjungi lægra en gert var ráð fyrir í rekstraráætlun sem birt var í útboðslýsingu þegar einn og hálfur mánuður lifði eftir af árinu. Ekki er unnt að fullyrða hvenær ljóst var í hvað stefndi en í reglu- gerð og reglum Verðbréfaþings er kveðið á um að slíkar upplýsingar skuli birta án tafar. Ljóst er að mjög skortir á skýringar í tilkynningu frá Marel um ástæður fyrir svo miklu fráviki frá áætlun í útboðs- og skráningarlýsingu félagsins og er nauðsynlegt að frekari grein verði gerð fyrir því án tafar.“ Finnur Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfaþings Ís- lands, segir að þingið fylgist auðvit- að með fréttaflutningi félaga í tengslum við birtingu uppgjöra og að þingið kalli eftir skýringum og geri athugasemdir ef þörf krefur. Eins athugi þingið hvort ástæða hefði verið fyrir félag að gefa út af- komuviðvörun. „Það eina sem ég er reiðubúinn að segja að sinni er að við erum að fylgjast með öllum upp- gjörum sem eru að berast frá félög- unum núna og fréttaflutningi og hvort að ástæða hafi verið til þess að gefa út afkomuviðvörun eða ekki hjá viðkomandi félagi, hvort sem það er Marel eða eitthvert annað félag. Við erum einfaldlega að fara almennt yfir málin eins og venja er.“ Eðli markaðarins að bregðast hart við Hörður Arnarson, forstjóri Mar- el, segir að fyrirtækið muni svara gagnrýni markaðsaðla á fundum með þeim á næstunni. „Við gerðum grein fyrir okkar skýringum í til- kynningu til Verðbréfaþingsins og munum gera það á aðalfundi Marel í næstu viku. Við munum auðvitað veita þær upplýsingar sem beðið er um en teljum að allar helstu upplýs- ingar hafi þegar komið fram. Eftir á að hyggja má færa rök fyrir því hvort rétt hefði verið að segja frá afskriftinni á viðskiptavild- inni fyrr, en við mátum það þannig að þar sem hér væri eingöngu um bókhaldslega aðgerð að ræða sem hefði ekki nein raunveruleg áhrif á rekstur félagsins væri það ekki nauðsynlegt. Það mat kann að hafa verið rangt. Það er eðli hlutabréfamarkaðarins bæði hér og annars staðar að menn bregðast kannski dálítið harkalega við, hvort heldur slæmum eða góð- um fréttum. Ég túlka þetta líka þannig að viðbrögðin lýsi því að nokkru leyti hver staðan er á mark- aðinum, það er spenna á honum og menn auðvitað áhyggjufullir vegna fjárfestinga sinna. Við getum hugs- anlega brugðist við með því að bæta upplýsingagjöf til markaðarins og munum við vinna að því. Það hafa verið miklar lækkanir á mörkuðum hér heima eins og annars staðar í heiminum.“ Jaðarframlegðin skiptir miklu máli Hörður segir að hjá Marel horfi menn fyrst og fremst á rekstrar- hagnaðinn fyrir fjármagnsliði, en hann lækki í 310 milljónir en var 458 milljónir áður. „Það er sá liður sem við teljum rétt að horfa á því stærð- irnar fyrir neðan eru oft að miklu leyti reiknaðar stærðir og mjög sveiflukenndar. Þetta er nokkru lægra en áætlanir okkar gerðu ráð fyrir, þar kemur til nokkru hærri rekstrarkostnaður og lægri tekjur á síðustu tveim mánuðum ársins. Hér er mikilvægt að hafa í huga að jað- arframlegð er mjög há, tekjurnar hefðu aðeins þurft að verða 4% hærri til þess að áætlanir um 8% hagnað hefðu staðist. Þá kemur fram í fréttatilkynningu frá okkur að eigið fé Marel hækkar mjög mik- ið á árinu. Fyrir utan hlutafjáraukn- inguna hækkar eigið fé um einar 117 milljónir sem ekki kemur fram í rekstrarreikningi. Það endurspegl- ast í því að veltufé frá rekstri hefur ekki áður verið meira hjá fyrirtæk- inu, eða 457 milljónir, og hækkar um 13% milli ára.“ Hörður segir að ýmsar stærðir séu ekki færðar gegnum rekstrar- reikning og komi bara fram í end- urmetnu eigin fé. „Við erum með er- lend lán vegna kaupanna á Carnitech sem við tókum í dönskum krónum til þess að vega upp á móti því eigin fé sem við eigum þar. Við fáum verulegt gengistap núna á þessi lán í rekstrarreikningi. En á móti hækkar eigið fé Carnitech. Þannig er hækkun vegna endur- mats á eignum erlendis 80 milljónir sem færist með breytingum á eigin fé. Fyrirtækið hefur stóraukið markaðsstarf sitt á síðastliðnu ári með tilheyrandi kostnaði en sú fjár- festing mun skila sér á næstu ár- um.“ Óánægja markaðsaðila með upplýsingagjöf Marel til Verðbréfaþingsins Nær 30% lækkun frá út- boðsgengi í lok nóvember VERKASKIPTING stjórnar Íslandsbanka-FBA var ákveð- in strax að loknum aðalfundi félagsins sem haldinn var í fyrradag. Kristján Ragnarsson var endurkjörinn formaður og Eyjólfur Sveinsson var endur- kjörinn varaformaður. Í stjórn voru endurkosnir þeir Einar Sveinsson, Helgi Magnússon, Jón Ásgeir Jóhannesson en Jón Ólafsson og Víglundur Þorsteinsson koma nýir inn í stjórnina í stað Guðmundar H. Garðarssonar og Finnboga Jónssonar sem ekki gáfu kost á sér til endurkjörs. Varamenn í stjórn Íslandsbanka-FBA eru: Friðrik Jóhannsson, Guð- mundur B. Ólafsson, Gunnar Felixson, Hjörleifur Jakobs- son, Örn Friðriksson, Einar Örn Jónsson og Jakob Bjarna- son. Einar Örn og Jakob koma nýir inn í varstjórn bankans. Kristján Ragnarsson, stjórnarformaður Íslands- banka-FBA, segir að hver stjórnarmaður velji sér aðal- varamann og annan til vara þar sem ekki hafi verið kosið um varamenn. Íslandsbanki-FBA Hver stjórnar- maður með varamann SAMKVÆMT bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands var viðskipta- hallinn 68,9 milljarðar króna á árinu 2000 samanborið við 43,6 milljarða króna halla árið áður. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum má rekja meiri viðskiptahalla að stærst- um hluta til óhagstæðari vöruvið- skipta við útlönd en jafnframt til lak- ari þjónustujafnaðar og aukinna vaxtagreiðslna af erlendum skuld- um. Í heild var fjármagnsjöfnuður við útlönd jákvæður um 66,1 milljarð króna. Fjármagnsinnstreymi stafar að mestu leyti af erlendum lántökum sem námu ríflega 140 milljörðum króna en fjárinnstreymi vegna beinna fjárfestinga erlendra aðila á Íslandi nam 10 milljörðum króna. Gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkaði um 5,3 milljarða króna á árinu. Versnandi hrein erlend staða Fjárútstreymi jókst mikið á árinu 2000 vegna fjárfestinga í erlendum verðbréfum og annarrar eignamynd- unar í útlöndum, aðallega innstæðna og útlána lánastofnana erlendis. Bein fjárfesting Íslendinga erlendis nam 25,4 milljörðum króna á árinu 2000. Hrein erlend staða þjóðarbúsins var neikvæð um 452 milljarða króna í árslok 2000 samanborið við 311 millj- arða króna 1999. Erlendar eignir námu um 311 milljörðum króna í árs- lok 2000. Þar af nam erlend verð- bréfaeign 186 milljörðum króna og gjaldeyrisforði Seðlabankans 34 milljörðum króna. Erlendar skuldir þjóðarinnar námu 763 milljörðum króna og er það í fyrsta sinn sem þær eru hærri en sem nemur vergri landsframleiðslu ársins. Jákvæður fjármagnsjöfnuður við útlönd Erlendar lántökur ríflega 140 milljarðar króna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.