Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
„SÚ venja er forn að biskup
sendi kirkju sinni hirðisbréf, til
að uppörva, hvetja og áminna
söfnuð sinn, að hætti postul-
anna,“ segir Karl Sigurbjörnsson
biskup meðal annars í inngangi
rúmlega 200 blaðsíðna hirðis-
bréfs sem hann hefur gefið út.
Þar er að finna hugleiðingar bisk-
ups um hvað íslenska kirkjan er,
hvaða erindi og hlutverk henni
beri að rækja.
„Það er hugsað sem grundvöll-
ur að samtali, samtali sem ég
vildi sjá í kirkjunni, á vettvangi
safnaðanna, er kirkjan horfir í átt
til nýs árþúsunds,“ segir hann
einnig í inngangi sínum.
Hirðisbréfið fjallar m.a. um af-
skipti kirkjunnar af stjórnmálum.
Segir þar að kirkjan eigi ekki að
skipta sér af flokkapólitík, prest-
ar eigi ekki að taka afstöðu í
flokkspólitískum deilumálum úr
predikunarstólnum. En stjórn-
mál séu sameiginleg málefni
safnaðarins og kirkjunni beri að
móta og halda vörð um réttlátt,
frjálst og lögbundið samfélag, að
minna á þá sem halloka fari í
samfélaginu og tala máli þeirra. Í
bréfinu segir að minnt sé á þetta
hlutverk þegar hingað sæki fólk á
flótta undan ógnum og bágum
kjörum eða í leit að betra lífi.
Biskup hvetur presta og söfnuði
þjóðkirkjunnar til að tala fyrir
umburðarlyndi gagnvart fólki af
öðrum trúarbrögðum, að efna til
samtals við múslima og leitast við
að yfirvinna hleypidómana sem
hindra skilning og ala á sundrung
og reisa múra milli fólks og
trúarbragða. Í hirðisbréfinu er
einnig fjallað um stöðu kirkjunn-
ar um víða veröld, um hnattvæð-
ingu og vaxandi bil milli fátækra
og ríkra. Þar er hart deilt á þá
neysluhyggju og þau markaðsöfl
sem halda börnum í fátækum
löndum sem þrælum við að fram-
leiða merkjavöru fyrir ríkari
löndin.
Hlynna þarf að
fjölskyldum presta
Karl Sigurbjörnsson leggur
áherslu á nauðsyn þess að efla sí-
menntun presta og að sálgæsla
og handleiðsla sé tryggð prestum
í starfi. Þess er og þörf að hlynna
að fjölskyldum presta sem oft eru
í erfiðri aðstöðu vegna þess hve
altæk krafa prestsembættisins er
og vinnutími oft óreglulegur. Til
að tryggja að prestar geti sinnt
þjónustunni heilir og óskiptir er
mikilvægt að tekið sé á starfs-
aðstöðu þeirra og starfskjörum.
Þá er kafli í hirðisbréfinu um
samkynhneigð og leggur biskup
áherslu á að allir séu velkomnir í
kirkju Krists og að altari hans til
blessunar og fyrirbænar.
Kristnir menn eru áminntir um
þann sársauka og neyð sem ótti
og fordómar valda þeim sem eru
samkynhneigðir. „Víða er sam-
kynhneigð hafnað í heilagri ritn-
ingu,“ segir biskup meðal annars.
„Eru þau fyrirmæli ótvíræð og sí-
gild? Hvað með hliðstæð boð sem
varða stöðu kvenna og kynlíf í
lögmáli Móse og hjá Páli? Hver
er staða þeirra boða? Er samkyn-
hneigð meiri synd en ýmislegt
annað sem fordæmt er í lögmál-
inu og bréfum postulanna, en
sem flestir eru nú sammála um
að eru forboð bundin samtíma-
menningu þeirra?“ Segir biskup
að stuðla verði að því í kirkju og
samfélagi að umburðarlyndi og
virðing fyrir manngildinu ráði og
því þurfi menn að hlusta hver á
annan og með virðingu. Hann
segir staðfesta samvist vera sam-
búð en ekki hjónaband og að eng-
in þjóðkirkja Norðurlandanna
hafi treyst sér til að stíga það
skref að vígja samkynhneigða
sem hjón. „En þeim sem leita fyr-
irbænar kirkjunnar og blessunar
Guðs yfir samlíf sitt og heimili er
ekki vísað á bug, hvert svo sem
sambúðarform heimilisfólksins
er.“
Útgefandi „Í birtu náðarinnar
– hirðisbréf til íslensku kirkjunn-
ar“ er Skálholtsútgáfan – útgáfu-
félag þjóðkirkjunnar. Bókin er
212 síður. Umbrot annaðist
Skerpla ehf. og bókin er prentuð
hjá Gutenberg.
Biskup Íslands sendir frá sér hirðisbréf
Hvetur presta og söfn-
uði til umburðarlyndis
SÍÐASTLIÐINN laugardag var lið-
ið eitt ár frá því íslensku norð-
urpólsfararnir Haraldur Örn Ólafs-
son og Ingþór Bjarnason lögðu af
stað í leiðangur sinn frá Ward
Hunt-eyju í Kanada. Íslenski leið-
angurinn var einn margra leið-
angra sem reyndu við pólinn í
fyrra, en á annan tug leiðangra
voru þá gerðir út. Í ár eru nokkuð
færri á ferðinni en markmið pólf-
aranna eru sem fyrr háleit og sí-
fellt er keppt að því að bæta um
betur og setja ný met af hvers kyns
tagi. Í fyrra var m.a. 52 daga
hraðamet á pólinn bætt um 10 daga
og í fyrsta skipti tókst að arka yfir
allt Norður-Íshafið á mettíma, 109
dögum, svo eitthvað sé nefnt.
Að minnsta kosti fimm norð-
urpólsleiðöngrum hefur verið
hleypt af stokkunum þetta árið og
eru leiðangursmenn þessa dagana
að takast á við hefðbundna byrj-
unarörðugleika, grimmdarfrost,
sem getur farið í 50 stig, myrkur
og hvítabirni. Þegar hefur a.m.k.
einn leiðangur misheppnast, þegar
danski pólfarinn Bettina Aller varð
að láta sækja sig út á ísinn 6. mars
sl. eftir fjögurra daga úthald. Hana
kól á tveim fingrum eftir að hafa
beitt skammbyssu til að verjast
hvítabirni sem forvitnaðist um hagi
hennar þar sem hún lá sofandi í
tjaldi sínu. Birninum stökkti hún á
flótta með aðvörunarskoti en sat
eftir með kal á fingrum.
Þetta var önnur tilraun hinnar
38 ára gömlu fjölmiðlakonu til að
ganga ein síns liðs á norðurpólinn,
en í fyrra hélt hún út í 11 daga áður
en hún meiddist á fæti og varð að
láta sækja sig.
Nýtt takmark hjá Ousland
Eins og í fyrra lagði Bettina af
stað frá Síberíu en þaðan gerir
jafnaldri hennar, Norðmaðurinn
Børge Ousland, út yfirstandandi
leiðangur sinn. Hann er enn á ferð-
inni eftir tíu daga og hyggst ekki
aðeins ganga á pólinn heldur yfir
allt Norður-Íshafið og enda förina í
Kanada, þaðan sem Haraldur og
Ingþór lögðu upp í fyrra. Með
þessu hyggst Ousland verða fyrst-
ur manna í heiminum til að ganga
einn síns liðs yfir Norður-Íshafið,
en tveir landar hans, Rune Gjeld-
nes og Torry Larsen, urðu fyrstir
til að ná því takmarki í fyrra. Þeir
komust við illan leik á áfangastað á
Ward Hunt-eyju eftir 109 daga
göngu og unnu þar með þrekvirki
sem mörgum fyrri leiðöngrum mis-
tókst.
Nú ætlar Ousland að bæta um
betur og verða fyrstur til að fara
sömu leið aleinn á mettíma, en
hann tók með sér nesti til 90 daga.
Það hentar honum ekki illa að
brjóta blað á þessu sviði, enda er
hann einn allra fremsti pólfarinn í
heiminum. M.a. varð hann fyrstur
manna í heiminum til að ganga ein-
samall án stuðnings á norðurpólinn
árið 1994. Leið hans að þessu sinni
er 1.720 km löng og nú þegar hefur
hann lagt að baki 230 km eða sem
samsvarar lengd Þjórsár, frá upp-
tökum til ósa.
Leiðangurinn hefur ekki gengið
vandræðalaust, enda hafa hvíta-
birnir gerst nærgöngulir, auk þess
sem hann varð fyrir áfalli þegar
sleði hans brotnaði strax í upphafi
svo skipta varð honum út fyrir nýj-
an. Því má bæta við að Ousland átti
góða daga á Íslandi í febrúar í
fyrra þegar hann hitti Harald og
Ingþór vegna íslenska leiðangurs-
ins. Haraldur var í sambandi við
Ousland áður en leiðangur þess síð-
arnefnda hófst og hefur fylgst með
gangi mála hjá Norðmanninum.
„Leiðangur Ouslands er ótrúleg-
ur, því bæði er verkefnið erfitt og
svo lendir hann í því að brjóta sleð-
ann sinn fljótlega,“ segir Haraldur.
„Hins vegar fékk hann geysigóða
byrjun og lenti á rennisléttum ný-
lögðum ís fyrstu 100 km. Þannig
lagði hann að baki allt að 40 km
dagleiðir í byrjun. Sá böggull
fylgdi þó skammrifi að hann var í
vandræðum með að finna ósaltan ís
til að bræða í neysluvatn. Þetta
varð honum umhugsunarefni, þ.e.
hvort ástæðan fyrir þessu væri
hlýnun jarðar sem orsakar það að
gamall ís, sem oft er erfiður yf-
irferðar, sé hreinlega farinn frá
landi.“
Vill verða
yngsti pólfarinn
Breskur tveggja manna leið-
angur er nýlagður af stað frá Síb-
eríu, sem hefur m.a. það markmið
að koma yngsta pólfara sögunnar á
norðurpólinn, hinum 23 ára Ben
Saunders. Með honum í för er Pen
Hadow og er leiðangri þeirra m.a.
ætlað það hlutverk að afla fjár til
rannsókna á krabbameini í blöðru-
hálskirtli og eistum.
Einn pólfara í ár er 42 ára gam-
all Japani sem ætlar að láta flytja
sig á norðurpólinn 20. mars og
ganga heim til sín – til Japans.
Þetta er maður að nafni Hyoichi
Kohno og ætlar hann að verja
næstu sex árum í leiðangurinn.
Hann hefur áður farið á norðurpól-
inn og er því ekki óvanur slíkum
ferðalögum og kynntist íslensku
pólförunum lítillega í fyrra.
Að síðustu má svo nefna tveggja
manna leiðangur sem sam-
anstendur af Singapúrbúa og Þjóð-
verja. Þeir lögðu af stað 1. mars og
fara sömu leið á pólinn og Har-
aldur og Ingþór.
Haraldur hallast að því að marg-
ir pólfarar hafi talið fara vel á því
að sigra pólinn á því herrans ári
2000 enda hafi leiðangrar verið
óvenju margir það ár.
„Svo virðist sem ártalið 2000 hafi
komið ýmsu af stað jafnt í pólferð-
um sem öðru. Flestir pólfaranna í
fyrra voru vandanum vaxnir enda
stóðu margir sig frábærlega. Það
var líka óvenjukalt í fyrra og marg-
ir pólfarar fengu kal. Þessa dagana
rifjast upp fyrir manni fyrstu dag-
arnir á ísnum sem voru mjög erf-
iðir. Erfiðu stundirnar eru þó fljót-
ar að gleymast,“ segir Haraldur.
Norðurpólsfarar hafa undanfarið haldið út á ísbreiður Norður-Íshafsins
Tekið á grimmd-
arfrosti og
hvítabjörnum
Ferðatímabilið um ísbreiður Norður-Ís-
hafsins er nýhafið þetta árið. Örlygur
Steinn Sigurjónsson leit yfir sviðið og
komst að því að einn pólfarinn ætlar að
setja nýtt met á ísnum og annar ætlar að
ganga til Japans af norðurpólnum.
Ljósmynd/Ingþór Bjarnason
Haraldur Örn Ólafsson í barátt-
unni á ísnum í fyrravetur.
Leið Norðmannsins Børge Ouslands liggur frá Síberíu yfir til Kanada.
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur kveðið á um að fjöldi barna hjá
dagmæðrum megi ekki fara yfir fimm
börn. Vegna þessa munu félagsmála-
yfirvöld í Kópavogi draga til baka
þær heimildir sem hafa verið veittar
fyrir því að dagmæður hafi sex börn í
sinni umsjá.
Samkvæmt reglugerð félagsmála-
ráðuneytisins mega dagmæður gæta
allt að fjögurra barna samtímis að
meðtöldum þeim börnum sem fyrir
eru á heimili yngri en sex ára. Eftir
að minnsta kosti eins árs starfstíma
er heimilt að veita leyfi fyrir einu
barni til viðbótar þannig að mest geti
dagmóðir haft fimm börn í sinni
umsjá.
Þrátt fyrir þessa reglugerð hefur
viðgengist m.a. í Kópavogi frá árinu
1998 að veita dagmæðrum leyfi fyrir
allt að sex börnum en að sögn Emilíu
Júlíusdóttur, daggæslufulltrúa þar,
var það gert vegna þrýstings frá al-
menningi og dagmæðrum. Mikill
skortur hafi verið á dagvistunarpláss-
um á þessum tíma og því var tekið
upp á þessu að undangenginni fag-
legri úttekt á aðstæðum hverju sinni.
Nýlega fóru svo samtök dagmæðra
fram á það við félagsmálaráðuneytið
að umræddri reglugerð yrði breytt
þannig að hægt væri að veita dag-
mæðrum heimild fyrir því að hafa sex
börn í sinni umsjá. Að sögn Ingi-
bjargar Broddadóttur, deildarstjóra í
félagsmálaráðuneytinu, var þeirri
beiðni hafnað með hliðsjón af velferð
og heilbrigði barnanna en það hafi
verið talið ærið verkefni fyrir eina
manneskju að gæta fimm barna auk
matseldar og þrifa sem fylgir því
starfi. Samtímis var það ítrekað við
stærstu sveitarfélögin að hámarks-
fjöldi barna hjá dagmæðrum með
eins árs starfsaldur væri fimm.
Vegna þessa munu daggæsluyfir-
völd í Kópavogi fylgja reglugerðinni
fastar eftir en áður.
Dagmæður
hafi ekki
fleiri en
5 börn