Morgunblaðið - 14.03.2001, Síða 65

Morgunblaðið - 14.03.2001, Síða 65
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 65 F í t o n / S Í A F I 0 0 2 2 4 0 Buffalóvængi* á 10 kr. *l ít ill s ka m m tu r Gos á 10 kr. Brauðstangir á 10 kr. Pizzu** á 10 kr. ** þú g re ið ir f yr ir d ýr ar i p iz zu na eða eða eða Ótrúlegt 10 kr. tilboð, vikuna 10.-18. mars, þú kaupir pizzu, sækir hana og færð: – enginn getur betur... 24 TE GU NDIR AF FRÁBÆ R U MDO M IN O ‘S P IZ Z U M MEGAVIKA DOMINO’S Guinevere D r a m a  Leikstjórn og handrit: Audrey Wells. Aðalhlutverk: Stephen Rea, Sarah Polley. (95 mín.) Bandaríkin 1999. Myndform. Öllum leyfð. GUINEVERE er fyrsta leik- stjórnarverkefni handritshöfundar- ins Audrey Wells sem á að baki jafn ólík handrit og Truth About Cats and Dogs og George of the Jungle. Viðfangs- efni myndarinnar, sem hún skrifaði handritið að, á ekk- ert skylt við þessi fyrri verk hennar. Um er að ræða vandaða og lágstemmda mynd um miðaldra ljósmyndara (Rea), lista- mann af guðs náð, sem er veikur fyr- ir ungum blómarósum sem enn hafa ekki náð að blómstra. Sú þrá nær þó mun lengra en að vera einvörðungu af kynferðislegum toga því fátt gefur lífi hans meira gildi en að hjálpa stúlkunum að uppgötva listamann- inn í sjálfum sér. Hann hittir hina feimnu Harper (Polley) og hrífst samstundis af fegurð hennar, býður henni að flytja til sín og gerast sín eina sanna Guinevere. Þegar Harper kynnist læriföður sínum og elskhuga betur rennur upp fyrir henni að þrátt fyrir að vera vinmargur og vin- sæll bærist innra með honum ein- mana sál sem þráir lífsförunaut. Þetta er prýðisfrumraun hjá Wells og er sérlega ánægjulegt að verða vitni að jafn góðri leikframmistöðu og hjá þeim Rea og Polley. Gaman verður að sjá til Polley í Ófreskju Hals Hartleys og Friðriks Þórs. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Lokkandi lærlingur ÞJÓÐVERJINN SchneiderTM (Dirk Dresselhaus) hefur á sér líf- seigt prakkaraorð og er víst gjörsam- lega óútreiknanlegur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Það síðasta sem SchneiderTM sendi frá sér var Binokular, smáskífa með sex lögum sem hann og hinn enski KPT.michi.gan (Michael Beck- ett) unnu ýmist saman eða í sundur. Lagið „Chotto Matte“, sem er jap- anska og þýðir „bíddu aðeins“, er að sögn SchneiderTM tilraun til þess að stöðva tímann. Hann segir ennfremur að ef fólk hlusti nógu oft á lagið, muni glímu þess við tímaskort linna því takturinn í því endurvinni sig í sífellu og að á endanum muni fólk hafa mun meiri tíma til að njóta ásta og sofa… Á hæla „Bíddu aðeins“ fylgir lagið „Testton 2“ sem er liður tvö í seríu KPT.michi.gan sem hann gangsetti á tólf tommunni Hey Love sem kom út hjá Trim Records fyrir nokkru. Grunnhugmyndin að Tesston-serí- unni er að búa til lög eingöngu úr prufutónum forláta Akai S 20 hljóð- sarps og tveimur öðrum afar fornfá- legum græjum. Að þeim upplýsingum fengnum kemur á óvart hversu sann- færandi lagið er bæði í taktuppbygg- ingu, hrynhita og melódíudaðri. Þessu fylgir glaðværa ástarlagið Onnanoko sem KPT.michi.gan. samdi í félagi við japönsku sálartónlistar- konuna Hanayo. Lagið er að sögn KPT undir áhrifum frá svartri, hvítri og gulri sálartónlist en samið í gegn- um ofurlítinn rafsjónauka. Söngradd- irnar læðast mjúkar innan um hljóm- frasa sem leiknir eru aftur á bak, bjagaðan gítar og snarpa títuprjóna takta í anda Mouse on Mars. Fjórða lagið á Binokular, „Ray Nox“, hefst á hljóðum úr spiladós í eigu sonar KPT sem allt annað hljóðefni vefst síðan utan um. Hrynjandinn er stöðugur og ef til vill tíðindalítill en litlir, kraum- andi undirtónar og fundin hljóð, brak, smellir og útreiknaðir brestir bæta að nokkru upp fyrir það. Að því loknu tekur við myrkasta lag disksins, „Dynamike“, en það fæddist upp úr hugmynd SchneiderTM og KPT um að semja lag hver fyrir sig í kringum litla trommuglefsu úr laginu „Mr. Onsomeothershit“ með hljómsveit Tommy Lees, Methods Of Mayhem. Útkoman er nokkuð þung, minímal rafstemma sem svipar dálítið til Oval eða eldra efnis Pan Sonic ef frá er tal- inn Chet Baker-legur flugelhornfrasi sem gefur laginu leyndardómsfullan tón og hlýtt mótvægi við ískalda raf- smellina. Mörgum dægurtónlistar- unnendum er Smiths lagið „There Is A Light That Never Goes Out“ ef- laust hugleikið. SchneiderTM og félagi hans enduruppgötvuðu lagið á tónleikaferðalagi sem þeir fóru með Finnunum í Pan Sonic árið 1999 en það fannst víst á ómerktri spólu sem kúrði undir bílsæti í túrrútunni. Þeir ákváðu með það sama að votta Morr- isey og félögum virðingu sína og smíða sína eigin útgáfu af laginu og tekst verulega vel til. Tregafull feg- urðin sem einkennir lagið helst inni þrátt fyrir fjarveru meistara M. en hann og hans menn mega aldeilis vera kátir með hið nýja raflíf þess á Binok- ular. Nýjasta prakkarastrik Schneid- erTM er virkilega metnaðarfullt verk og ágætis vitnisburður um framþróun melódískrar raftónlistar. Hann og KPT.michi.gan eru greinilega menn sem vert er að fylgjast vel með á næstu árum. FORVITNILEG TÓNLIST Níu raflíf prakkara Schneider TM vs. KPT. michi.gan, Binokular. Útgefandi City Slang árið 2000. Krist ín Björk Kristjánsdótt ir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.