Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ S kipulagsmál hafa löngum verið íbúum höfuðborgarinnar hug- leikin, eins og raunar fleiri landsmönnum. Allt frá því þéttbýli tók að þróast í landnámi Ingólfs hafa af og til sprottið upp deilur um framtíð borgarinnar og þróun, hvert skyldi halda í uppbyggingu byggð- ar – hvar skyldi byggt næst. Rökræðan um tilverurétt breska herflugvallarins í Vatns- mýrinni er þannig langt frá því nýstárleg í tilveru íbúa Reykjavík- ur, en hún er órækur vitnisburður um áhuga íbúanna á sínu nánasta umhverfi og skipulags- málum al- mennt. Knut Zim- sen, bæj- arstjóri Reyk- víkinga og síðar borgarstjóri eins og það var síðar nefnt, var einlægur áhuga- maður um skipulagsmál borg- arinnar og mætti ekki alltaf skiln- ingi þegar þau málefni voru annars vegar. Þá rétt eins og nú snerust þræturnar um þróun byggðar og mögulegar bygging- arlóðir og í raun réttri sýnist fjarskalega margt líkt með um- ræðunni nú og einstökum þrætu- málum fyrri tíðar, eins og Zimsen greinir frá þeim í riti sínu Úr bæ í borg sem út kom á vegum Helga- fells, útgáfu Einars Ragnars Jóns- sonar í Smára, 1952. Í bókinni greinir Knut frá fyrstu hugmyndum sem fram komu um og eftir aldamótin 1800 og kenna má við skipulag. Síra Tómas Sæmundsson var þar nokkur brautryðjandi, en þegar hann sneri heim árið 1832 eftir fimm ára ferðalag um helstu borg- arsamfélög Evrópu var hann sem nærri má geta uppfullur af hug- myndum um þróun byggðar í höf- uðstað Íslendinga, þótt sá væri raunar lítið meira en nafnið. Tóm- asi þótti minna bera á fegurð og ágæti bæjarins en hann hafði fyr- irfram búist við, en hann er glaður í sinni og segist vel sjá fyrir sér að „vegna þess hve landslagi hátti ætti að geta dásnoturt kaupstað- arkorn“, eins og hann orðar það. Hins vegar þykir síranum mið- ur að gerð bæjarins virðist ekki gerð eftir fegurðarkröfum, heldur hefur nýju húsunum verið hrúgað upp öldungis í blindni án nokk- urrar aðgæslu á því hvað laglegast sé, eða haganlegast verði síðar meir þegar þrengjast fer. Gagnrýnendum núgildandi borgarskipulags skal á það bent að þegar Tómas hryggir sig yfir skipulagsleysi byggðarinnar í Reykjavík á fjórða tug 19. aldar og hefur að því er virðist áhyggjur af öngþveiti síðar meir, eru þar íbúð- arhús og torfbæir um fjörutíu tals- ins og íbúar alls um sex hundruð. Sigurður Guðmundsson málari er sennilega fyrsti maðurinn sem gerir skipulagsuppdrátt af Reykjavík, að því er Knut Zimsen greinir frá. Enginn hafði falað hann til þess. Þetta var einfald- lega það verkefni sem lét hann ekki í friði, svona rétt eins og verið hefur um fjölda sjálfskipaðra skipulagsfræðinga allar götur síð- an. Meðal hugmynda Sigurðar var að hlaða Tjörnina upp og gera þar höfn höfuðstaðarins. Sigurður gerir sér hins vegar grein fyrir því að ekki kunni allir að vera fylgj- andi slíkum framkvæmdum og því býður hann upp á til vara að fegra umhverfi Tjarnarinnar, setja þar upp ótal gosbrunna. Uppi á hæð- unum báðum megin Tjarnarinnar eigi síðan að rísa stórbyggingar bæjarins en á Melunum alla leið suður undir Skerjafjörð eiga að vera íbúðarhúsahverfi með skrautgörðum. Hugmyndir Sig- urðar hlutu verðskuldaða athygli, en flestir töldu þó af og frá að íbú- um bæjarins myndi fækka svo mjög að í alvöru þyrfti að hafa áhyggjur af frekara byggingar- landi. Einn þeirra sem fjallar um mál- ið er Björn Jónsson, ritstjóri í Ísa- fold. „Reykjavík hefur meira en tí- faldast þessa einu öld, sem hún á nú að baki að sjá. Að afmælisóskin verði sú, að þessi önnur öld, sem nú fer í hönd, láti ekki standa upp á sig, það er að Reykjavík verði orðinn bær með 30–40 þúsund íbúa á næsta 100 ára afmæli sínu. Það kann að vaxa ýmsum í augum, og vitaskuld er að hæpið er að ná þeim áfangastað með viðlíka ferðalagi og að undanförnu. Til þess þarf önnur ráð og aðra siði en nú hafa tíðkast um hríð. Ráðið er að koma upp iðnaði og auka sjáv- arútveginn. Takist það er von um að sú ósk rætist að Reykjavík tí- faldist aftur næstu hundrað árin,“ skrifaði hann á aldarafmæli kaup- staðarins 18. ágúst 1886. Þótt mörgum hafi þarna þótt vel í lagt hjá ritstjóranum lætur nærri að framtíðardraumar hans varðandi borgina hafi ekki einasta ræst, heldur mörgum sinnum það og því má nærri geta hversu auðvelt er að ráða í framtíð borgarinnar á 21. öldinni og hvernig þar verður um- horfs á því herrans ári 2086. Eitt er víst að fyrir aðeins ára- tug hefði mikið minna verið gefið fyrir hugmyndir um brottnám Reykjavíkurflugvallar. Þá stóð innanlandsflug með miklu meiri blóma og flogið var tvisvar á dag til nokkurra áfangastaða, auk þess sem farin var ein ferð á fjölda staða úti um allt land. Nú þegar ákveða á örlög flugvallarins að sextán árum liðnum er svo komið í innanlandsfluginu að það borgar sig aðeins á örfáum leiðum og ferðum fer fækkandi ár frá ári. Hvernig verður innanlandsflugi háttað eftir sextán ár? Margt bendir til þess að hvern- ig sem fer í atkvæðagreiðslu um framtíð flugvallarins um helgina, séu örlög hans ráðin. Að tening- unum hafi þegar verið kastað. Kannski verður þá einfaldlega sjálfhætt, ellegar að umfang vall- arins verði allt annað og minna en nú er og þurfi þar af leiðandi að- eins smáskika af því landi sem nú er lagt undir flugvallarsvæðið. Úr bæ í borg „Að afmælisóskin verði sú að þessi önn- ur öld, sem nú fer í hönd, láti ekki standa upp á sig, það er að Reykjavík verði orðinn bær með 30–40 þúsund íbúa á næsta 100 ára afmæli sínu. Það kann að vaxa ýmsum í augum.“ VIÐHORF Eftir Björn Inga Hrafnsson bingi@mbl.is Björn ritstjóri Jónsson, 1886. ÉG hafði nú ekki hugsað mér að blanda mér í umræður um flugvallarmál í Reykja- vík. Að undanförnu hefur það ekki farið fram hjá mér frekar en öðrum Íslendingum að þessi umræða er farin að snúast um þrönga sérhagsmuni Reykja- víkur, eða ef til vill sumra Reykvíkinga, hvað varðar þéttingu byggðar og nýtingu lands innan borgar- markanna. Reykvík- ingar hafa lagt til hlið- ar þær staðreyndir að Reykjavík er það sem hún er vegna þess að hún er höfuðborg allra landsmanna. Þarna hefur ríkisvaldið byggt upp landsdekkandi heilbrigðisþjónustu, þarna starfar Alþingi okkar allra, þarna eru öll ráðuneytin. Flest stór- fyrirtæki landsins hafa höfuðstöðv- ar í Reykjavík af því að hún er höf- uðborg og liggur vel við sam- göngum. Síminn, Pósturinn, Lands- virkjun, Rafmagnsveitur ríkisins, Háskólinn og ótal mörg önnur fyr- irtæki hafa miðpunkt sinnar starf- semi í Reykjavík af því að hún er höfuðborg og liggur vel við sam- göngum. Heildarsamtök verkalýðshreyf- ingarinnar hafa sína starfsemi í Reykjavík af sömu ástæðum. Viljum við nýja höfuðborg? Í framhaldi af þessum vangavelt- um væri athyglisvert að draga af þeim ályktanir í samhengi. Ef flug- völlur yrði lagður af í Reykjavík og hún yrði þar með ekki miðdepill samgangna á Íslandi heldur t.d. Keflavík væri ekki ólíklegt að í framhaldi af því, myndu þessar mið- stöðvar þjónustu flytjast nær þeim stað sem miðdepill samgangna yrði eftir þann flutning. Alþingi, ráðu- neyti, stórfyrirtæki, höfuðstöðvar verkalýðshreyfingar og margt fleira myndu flytjast til Keflavíkur. Að sjálfsögðu yrði Háskólinn þar líka. Þá mundu losna enn fleiri lóðir í Reykjavík og enn hægt að þétta byggð enda virðist þessi þjónusta við landsbyggðina vera fyrir Reykvíkingum þessa dagana. Það mætti opna verðbréfamarkað í Landssímahúsinu, breyta ASÍ- og BSRB- húsunum í fjölbýlis- hús. Gríðalegt svæði mundi losna við flutn- ing Háskólans. Rarik færi til Akureyrar og Landsvirkjun til Egils- staða. Einnig mætti vel hugsa sér að taka stór opin svæði undir íbúðarbyggð, svæði sem lítið eru notuð til útivistar. Það væri hægt að koma fyrir mjög mörgum íbúðum fyrir á Miklatúni og í Hljómskálagarðin- um. Þetta finnst okkur dreifbýling- unum að minnsta kosti sem þurfum flugvöllinn en notum ef til vill lítið þessi grænu svæði Reykvíkinga. Þá má ef til vill spyrja. Ef þetta gengi nú allt eftir, er þá nokkur þörf fyrir feiri lóðir í Reykjavík? Suðurnesjahöfuðborgin Ef þetta gengi nú allt eftir mundi auðvitað hefjast hröð uppbygging í Keflavík. Þangað flyttist öll stjórn- sýsla, stórmarkaðir risu, stórfyrir- tæki og félagasamtök mundu sjá sér hag í að flytja sína starfsemi nær samgöngunum. Háskóli Íslands flyttist þangað. Þar með liði ekki á löngu þar til Reykjanesbær yrði höfuðborg landsins. Það er lítið lengra og sennilega þægilegra fyrir íbúa stórsveitarfélaganna Kópavogs og Hafnarfjarðar að fara suður í Reykjanesbæ eftir þjónustunni en nú er að troðast um í þrengslum vestanverðrar Reykjavíkur. Eftir að þetta gerðist yrði Reykjavík eitt allsherjar úthverfi höfuðborgarinn- ar úti á Reykjanesi. Er þessi umræða út í hött? Auðvitað er þessi umræða mín út í hött. Hún er jafn mikið út í hött og það að Akureyringar færu að ræða það að flytja Akureyrarflugvöll út í Ólafsfjörð. Það gætu einhverjir rök- stutt með því að völlurinn er á dýr- mætu friðlandi og að flugvélarnar fljúga stundum yfir Oddeyrina þar sem fólk býr. Hún er jafnmikið út í hött eins og það sem skipti mestu máli að einhverjir hugsjónamenn fái lóðir nærri Tjörninni. Kannski verð- ur hún ekki til eftir framræslu og byggingar í Vatnsmýrinni. Ég vil gjarnan að þessi umræða um Reykjavíkurflugvöll komist á vitrænt plan. Reykvíkingar verða að axla þá ábyrgð að vera höfuðborg landsins með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir. Ef flugvöll- urinn þarf að víkja frá þeim stað sem hann nú er á er Lönguskerja- hugmyndin sú sem best þjónar hagsmunum allra. Talað er um gríð- arlegan kostnað við þá framkvæmd. Ekki yrði minni kostnaður fyrir þjóðarbúið og þjóðina alla að keyra hundruð þúsunda farþega til og frá Keflavík til viðbótar við það sem þegar er gert. Ef millilandaflugið yrði flutt á Löngusker líka eru menn farnir að ræða um verulega hagræðingu og sparnað til lengri tíma litið svo ekki sé minnst hag- ræði og þægindaauka fyrir flugfar- þega. Reykvíkingar…það er hagur allr- ar landsbyggðarinnar að hagsmunir allra landsmanna, líka Reykvíkinga, verði hafðir að leiðarljósi þegar menn greiða atkvæði um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Landsmenn allir eru stoltir af sinni höfðuðborg og vilja halda áfram að vera það. Er Reykjavík höfuð- borg Íslendinga? Jón Ingi Cæsarsson Flugvöllur Það er hagur allra landsmanna að Reykja- vík sé höfuðborg, segir Jón Ingi Cæsarsson, og hvetur til að það sé haft að leiðarljósi þegar at- kvæði eru greidd. Höfundur er formaður umhverf- isnefndar á Akureyri og ritari í stjórn Jafnaðarmannafélags Eyjafjarðar. ÞAÐ er niðurstaðan sem ég fékk við lestur greinar Sveinbjörns Dagfinnssonar í Morg- unblaðinu 6.3. síðastlið- inn. Samkvæmt þessari sömu grein lítur út fyrir að framtíð íslensks landbúnaðar standi og falli með innflutningi norskra fósturvísa. Ég sem íslenskur bóndi er stolt yfir þeim árangri, sem svínabændur, kjúklingabændur og loðdýrabændur hafa náð í sínum greinum og að þeim árangri mega þeir þakka m.a. innfluttu erfðaefni. Ég get bara ekki sett samasem- merki milli íslensku mjólkurkýrinn- ar og svína, kjúklinga og loðdýra. Íslenska kýrin hefur fylgt okkur frá landnámi og haldið lífinu í þessari þjóð. Hún býr yfir mörgum mjög góðum eiginleikum sem henta okkar harðbýla landi. Við verðum aldrei samkeppnishæf við markaðinn í kringum okkur hvað varðar verð, það er staðreynd, sem ég held að flestir viðurkenni. En við getum staðið jafnfætis og ofar öðrum þjóð- um hvað varðar gæði og hreinleika íslenskra mjólkurafurða. Það er okk- ar tromp og þau mark- mið eigum við að verja. Með innflutningi og íblöndun kúastofnsins erum við að glata sér- stöðu okkar. Einn eig- inleiki sem við höfum erft frá forfeðrum okk- ar er að spila úr því sem við höfum. Það hefur gert okkur að þeirri þjóð sem við er- um í dag. Íslenska kýr- in er eitt af því sem við eigum. Við íslenskir bændur höfum sýnt það að við metum hana að verðleikum og höf- um ræktað hana í gegnum aldirnar. Íslenska kýrin gef- ur okkur alla þá mjólk sem þessi þjóð þarf á að halda og er það ekki eitt- hvað annað sem hefur staðið íslensk- um landbúnaði fyrir þrifum en hún? Núna þessa dagana eru að koma í ljós miklar framfarir í ræktun kýr- innar. Þær framfarir greinum við í auknum mjólkurafurðum milli ára og ótrúlega öflugur nautaárgangur er að fá sinn dóm núna. Er ekki mik- ið nær að verja öllu því fé sem hægt er að fá og efla rannsóknir á íslensku kúnni og afurðum hennar? Eins og ástandið er í Evrópu núna, eru bændur þar ekki öfundsverðir. Ef okkur tekst ekki að verja landið fyrir þessum dýrasjúkdómum, sem nú geisa í Evrópu, er ég hrædd um framtíð íslensks landbúnaðar. Meirihluti kúabænda hefur sagt sitt álit á innflutningi norskra fóst- urvísa og þar með þessari „litlu til- raun“ sem okkur er sagt að eigi að gera búgreininni til framþróunar. Það virðist mörgum erfitt að hinn þögli meirihluti bænda, sem yfirleitt hefur látið allt yfir sig ganga, skuli núna rísa upp og mynda samtökin Búkollu. Og það sem meira er að fjöldi fólks víðs vegar að af landinu hefur lagt okkur lið. Allt þetta fólk sér og skilur hversu mikilvægt það er fyrir okkur öll að standa vörð um þetta einstaka kúakyn í heiminum. Er meirihluti kúabænda þröngsýnn? Ásthildur Skjaldardóttir Búkolla Íslenska kýrin, segir Ásthildur Skjaldar- dóttir, gefur okkur alla þá mjólk sem þjóðin þarf á að halda. Höfundur er bóndi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.