Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 27 ÞETTA eru aðrir tón- leikar hópsins,sem stofnaður var á síðast- liðnum vetri, og að sögn Camillu er stefn- an sú að frumflytja á hverjum tónleikum nýtt íslenskt verk sem samið er sérstaklega fyrir hópinn. Efnisskrá kvöldsins samanstendur af döns- um og sönglögum end- urreisnartímans frá Þýskalandi, Englandi og Ítalíu, m.a. eftir Jo- hann Hermann Schein, Thomas Morley og John Dowland en einnig verður flutt tónlist úr lagasöfnum frá þessum tíma. Þá verður flutt nú- tímatónlist eftir tvö erlend og tvö íslensk tónskáld. Erlendu tónskáld- in eru Bandaríkjamaðurinn David Liptak, en eftir hann verður flutt verk fyrir fiðlu og slagverk sem samið var 1991, og Ungverjinn Gy- örgy Kurtág en eftir hann verður flutt verk fyrir sópran frá árinu 1996. Eftir Lárus H. Grímsson verður flutt verkið „Þar sem syndin er falleg“ fyrir kontra- bassa-, tenór- og sópr- anblokkflautu auk tón- bands sem hann samdi fyrir Camillu Söder- berg árið 2000, og eftir John Speight verkið „What this night is long“ fyrir sópran, blokkflautur, gítar, fiðlu, selló, víbrafón og dansara. Það er byggt á enskum miðaldatexta en verkið er samið sér- staklega fyrir Contrasti. Eini íslenski hópurinn sem er sérhæfður í endur- reisnartónlist Contrasti er eini íslenski tónlist- arhópurinn sem hefur sérhæft sig í flutningi endurreisnartónlistar. Einnig hafa allir tónlistarmennirnir í hópnum flutt töluvert af nútíma- tónlist á starfsferli sínum. Hópinn skipa þau Marta Guðrún Halldórs- dóttir sópransöngkona, Camilla Söderberg blokkflautuleikari, Hildi- gunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, en hún leikur jafnframt á tenór- gömbu og syngur, Ólöf Sesselja Óskardóttir sem leikur á selló og bassagömbu, Snorri Örn Snorrason gítar og lútuleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari. Gestir Contrasti í ár eru þau Auður Bjarnadóttir listdansari og danshöf- undur, en hún dansar í verki Johns Speight, og listdansararnir Anna Sigríður Guðnadóttir og Hrafn Stef- ánsson sem dansa í Svítu eftir Jo- hann Hermann Schein. Auður er höfundur dansanna í báðum verkum en í því síðarnefnda í samvinnu við þau Önnu Sigríði og Hrafn. Reyndi að byggja brú „Camilla kom með þessa hug- mynd í fyrra og bað mig um að semja stykki fyrir Contrasti með það í huga að hafa dansara með. Það þótti mér mjög spennandi og óvenjulegt. Það fyrsta sem ég gerði var auðvitað að leita að ljóði sem er alltaf svolítið vandamál. Hljóðfæra- samsetningin er óvenjuleg og tón- listarfólkið hefur gert mikið af því að flytja eldgamla tónlist. Ég ákvað að reyna að byggja brú á milli og fann enskt ljóð frá miðöldum sem mér fannst mjög fallegt og sterkt. Þegar ég fór að lesa ljóðið, sem er mjög erfitt að skilja á „frummál- inu“, fann ég að þar var fullt af ís- lenskum orðum og það fannst mér mjög skemmtileg tenging. Þetta eru þrjú ljóð sem mynda sögu af konu sem er ástfangin af manni sem er aftur á móti ekki ást- fanginn af henni. Hún verður smám saman brjáluð og það reyni ég líka að túlka í tónlistinni,“ segir John Speight. „Þannig er nú þetta verk – og þau spila það mjög vel. Ég er bú- inn að vera á einni æfingu en er ekki enn búinn að sjá dansinn,“ bætir hann við. Það stóð þó til bóta, því þegar blaðamaður kvaddi var Auður Bjarnadóttir að setja sig í stellingar og tónskáldið beið eftir- væntingarfullt eftir að fá að sjá og heyra verkið flutt á sviði Salarins. Enn ein andstæðan Camilla segir þetta ekki í fyrsta sinn sem dans kemur við sögu á tónleikum sem hún skipuleggur. „Ég hef alltaf haft áhuga á að flétta saman listgreinum,“ segir hún. Camilla hefur líka gaman af að flétta saman andstæðum og mark- mið hópsins og nafn, Contrasti, vís- ar til andstæðnanna sem felast í því að stefna saman endurreisnar- og nútímatónlist. „Við byrjum reyndar á litlu miðaldalagi. Mér fannst það viðeigandi vegna þess að John Speight semur sitt verk við enskan miðaldatexta. Þannig að við hefjum tónleikana á miðöldum og ljúkum þeim með nútímaverki sem er byggt á miðaldaljóði.“ Annað íslenskt verk er eins og áður sagði á efnisskránni, „Þar sem syndin er falleg“ fyrir kontrabassa-, tenór- og sópranblokkflautu auk tónbands. Það samdi Lárus H. Grímsson fyrir Camillu á síðastliðnu ári og hún frumflutti það á opn- unartónleikum Raf- og tölvutónlist- arhátíðar í haust. Hún segir að sér hafi þótt ástæða til að endurflytja það nú, þar sem opnunartónleika- rnir voru fyrst og fremst fyrir boðs- gesti hátíðarinnar og hún vildi gefa fleirum færi á að heyra það nú. „Þar með erum við líka að bæta inn á efnisskrána enn einni andstæðu, raftónlistinni,“ segir Camilla. Tónlistarhópurinn Contrasti flytur endurreisnar- og nútímatónlist í Salnum Nýtt verk eftir John Speight frumflutt Morgunblaðið/Árni Sæberg Auður Bjarnadóttir túlkar í dansi óendurgoldna ást og sturlun sem af henni leiðir. Contrasti-hópinn skipa, tal- ið frá vinstri, Hildigunnur Halldórsdóttir, Ólöf Sesselja Óskardóttir, Steef van Oosterhout, Camilla Söderberg, Snorri Örn Snorrason og Marta Guðrún Halldórsdóttir. Einnig koma fram á tónleikunum dansararnir Anna Sigríður Guðnadóttir og Hrafn Stefánsson. Tónlistarhópurinn Contrasti flytur end- urreisnar- og nútímatónlist í Salnum í kvöld kl. 20. Listdansarar koma einnig við sögu í tveimur verkanna. Margrét Sveinbjörns- dóttir leit inn á lokaæfingu og hitti for- sprakka hópsins, Camillu Söderberg, og John Speight tónskáld en verk sem hann samdi sérstaklega fyrir hópinn verður frumflutt á tónleikunum. John Speight TÓNLEIKAR með saxófón- leikaranum Jóel Pálssyni verða á Múlanum, á 2. hæð í húsi Málarans, annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21. Með Jóel leika að þessu sinni Hilmar Jensson á gítar, Valdimar Kolbeinn Sigurjóns- son á bassa og Matthías Hemstock á trommur. Diskur væntanlegur Þeir félagar leika tónlist af væntanlegum diski Jóels, KLIF. Það er diskur með Jó- el Pálssyni og hljómsveit sem skipuð er þeim Hilmari Jens- syni, Skúla Sverrissyni og Matthíasi Hemstock. Diskur- inn er væntanlegur í byrjun apríl. Jóel Pálsson á Múl- anum HEILSUHRINGURINN VILT ÞÚ FRÆÐAST? Tímarit um holla næringu og heilbrigða lífshætti. Áskriftarsími 568 9933 Síðumúla 27 • 108 Rvík Veffang: http:www.simnet.is/heilsuhringurinn/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.