Morgunblaðið - 14.03.2001, Síða 27

Morgunblaðið - 14.03.2001, Síða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 27 ÞETTA eru aðrir tón- leikar hópsins,sem stofnaður var á síðast- liðnum vetri, og að sögn Camillu er stefn- an sú að frumflytja á hverjum tónleikum nýtt íslenskt verk sem samið er sérstaklega fyrir hópinn. Efnisskrá kvöldsins samanstendur af döns- um og sönglögum end- urreisnartímans frá Þýskalandi, Englandi og Ítalíu, m.a. eftir Jo- hann Hermann Schein, Thomas Morley og John Dowland en einnig verður flutt tónlist úr lagasöfnum frá þessum tíma. Þá verður flutt nú- tímatónlist eftir tvö erlend og tvö íslensk tónskáld. Erlendu tónskáld- in eru Bandaríkjamaðurinn David Liptak, en eftir hann verður flutt verk fyrir fiðlu og slagverk sem samið var 1991, og Ungverjinn Gy- örgy Kurtág en eftir hann verður flutt verk fyrir sópran frá árinu 1996. Eftir Lárus H. Grímsson verður flutt verkið „Þar sem syndin er falleg“ fyrir kontra- bassa-, tenór- og sópr- anblokkflautu auk tón- bands sem hann samdi fyrir Camillu Söder- berg árið 2000, og eftir John Speight verkið „What this night is long“ fyrir sópran, blokkflautur, gítar, fiðlu, selló, víbrafón og dansara. Það er byggt á enskum miðaldatexta en verkið er samið sér- staklega fyrir Contrasti. Eini íslenski hópurinn sem er sérhæfður í endur- reisnartónlist Contrasti er eini íslenski tónlist- arhópurinn sem hefur sérhæft sig í flutningi endurreisnartónlistar. Einnig hafa allir tónlistarmennirnir í hópnum flutt töluvert af nútíma- tónlist á starfsferli sínum. Hópinn skipa þau Marta Guðrún Halldórs- dóttir sópransöngkona, Camilla Söderberg blokkflautuleikari, Hildi- gunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, en hún leikur jafnframt á tenór- gömbu og syngur, Ólöf Sesselja Óskardóttir sem leikur á selló og bassagömbu, Snorri Örn Snorrason gítar og lútuleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari. Gestir Contrasti í ár eru þau Auður Bjarnadóttir listdansari og danshöf- undur, en hún dansar í verki Johns Speight, og listdansararnir Anna Sigríður Guðnadóttir og Hrafn Stef- ánsson sem dansa í Svítu eftir Jo- hann Hermann Schein. Auður er höfundur dansanna í báðum verkum en í því síðarnefnda í samvinnu við þau Önnu Sigríði og Hrafn. Reyndi að byggja brú „Camilla kom með þessa hug- mynd í fyrra og bað mig um að semja stykki fyrir Contrasti með það í huga að hafa dansara með. Það þótti mér mjög spennandi og óvenjulegt. Það fyrsta sem ég gerði var auðvitað að leita að ljóði sem er alltaf svolítið vandamál. Hljóðfæra- samsetningin er óvenjuleg og tón- listarfólkið hefur gert mikið af því að flytja eldgamla tónlist. Ég ákvað að reyna að byggja brú á milli og fann enskt ljóð frá miðöldum sem mér fannst mjög fallegt og sterkt. Þegar ég fór að lesa ljóðið, sem er mjög erfitt að skilja á „frummál- inu“, fann ég að þar var fullt af ís- lenskum orðum og það fannst mér mjög skemmtileg tenging. Þetta eru þrjú ljóð sem mynda sögu af konu sem er ástfangin af manni sem er aftur á móti ekki ást- fanginn af henni. Hún verður smám saman brjáluð og það reyni ég líka að túlka í tónlistinni,“ segir John Speight. „Þannig er nú þetta verk – og þau spila það mjög vel. Ég er bú- inn að vera á einni æfingu en er ekki enn búinn að sjá dansinn,“ bætir hann við. Það stóð þó til bóta, því þegar blaðamaður kvaddi var Auður Bjarnadóttir að setja sig í stellingar og tónskáldið beið eftir- væntingarfullt eftir að fá að sjá og heyra verkið flutt á sviði Salarins. Enn ein andstæðan Camilla segir þetta ekki í fyrsta sinn sem dans kemur við sögu á tónleikum sem hún skipuleggur. „Ég hef alltaf haft áhuga á að flétta saman listgreinum,“ segir hún. Camilla hefur líka gaman af að flétta saman andstæðum og mark- mið hópsins og nafn, Contrasti, vís- ar til andstæðnanna sem felast í því að stefna saman endurreisnar- og nútímatónlist. „Við byrjum reyndar á litlu miðaldalagi. Mér fannst það viðeigandi vegna þess að John Speight semur sitt verk við enskan miðaldatexta. Þannig að við hefjum tónleikana á miðöldum og ljúkum þeim með nútímaverki sem er byggt á miðaldaljóði.“ Annað íslenskt verk er eins og áður sagði á efnisskránni, „Þar sem syndin er falleg“ fyrir kontrabassa-, tenór- og sópranblokkflautu auk tónbands. Það samdi Lárus H. Grímsson fyrir Camillu á síðastliðnu ári og hún frumflutti það á opn- unartónleikum Raf- og tölvutónlist- arhátíðar í haust. Hún segir að sér hafi þótt ástæða til að endurflytja það nú, þar sem opnunartónleika- rnir voru fyrst og fremst fyrir boðs- gesti hátíðarinnar og hún vildi gefa fleirum færi á að heyra það nú. „Þar með erum við líka að bæta inn á efnisskrána enn einni andstæðu, raftónlistinni,“ segir Camilla. Tónlistarhópurinn Contrasti flytur endurreisnar- og nútímatónlist í Salnum Nýtt verk eftir John Speight frumflutt Morgunblaðið/Árni Sæberg Auður Bjarnadóttir túlkar í dansi óendurgoldna ást og sturlun sem af henni leiðir. Contrasti-hópinn skipa, tal- ið frá vinstri, Hildigunnur Halldórsdóttir, Ólöf Sesselja Óskardóttir, Steef van Oosterhout, Camilla Söderberg, Snorri Örn Snorrason og Marta Guðrún Halldórsdóttir. Einnig koma fram á tónleikunum dansararnir Anna Sigríður Guðnadóttir og Hrafn Stefánsson. Tónlistarhópurinn Contrasti flytur end- urreisnar- og nútímatónlist í Salnum í kvöld kl. 20. Listdansarar koma einnig við sögu í tveimur verkanna. Margrét Sveinbjörns- dóttir leit inn á lokaæfingu og hitti for- sprakka hópsins, Camillu Söderberg, og John Speight tónskáld en verk sem hann samdi sérstaklega fyrir hópinn verður frumflutt á tónleikunum. John Speight TÓNLEIKAR með saxófón- leikaranum Jóel Pálssyni verða á Múlanum, á 2. hæð í húsi Málarans, annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21. Með Jóel leika að þessu sinni Hilmar Jensson á gítar, Valdimar Kolbeinn Sigurjóns- son á bassa og Matthías Hemstock á trommur. Diskur væntanlegur Þeir félagar leika tónlist af væntanlegum diski Jóels, KLIF. Það er diskur með Jó- el Pálssyni og hljómsveit sem skipuð er þeim Hilmari Jens- syni, Skúla Sverrissyni og Matthíasi Hemstock. Diskur- inn er væntanlegur í byrjun apríl. Jóel Pálsson á Múl- anum HEILSUHRINGURINN VILT ÞÚ FRÆÐAST? Tímarit um holla næringu og heilbrigða lífshætti. Áskriftarsími 568 9933 Síðumúla 27 • 108 Rvík Veffang: http:www.simnet.is/heilsuhringurinn/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.