Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 35 HVAÐ fá þeir sem sjá um sölu á íslensku lambakjöti erlendis í sinn hlut? Eða þeir aðrir sem eru ráð- gjafar í þeim málum? Hefur eitthvað af besta kjöti heims, íslenska lambakjötinu, verið selt erlendis án styrkja? Hvað er verðið langt frá því verði sem er hér á landi á vöru sem er unnið á sama hátt? Hve miklu þarf að bæta við vegna flutnings á milli landa? Þeir sem ekki standa sig á hinum almenna markaði og skila ekki framlegð af því sem þeir eru að gera verða einfaldlega undir. Hver veit það betur en sá sem sjálfur hefur lent í því? Sú aðferð, sem notuð er í dag til að selja íslenskt lambakjöt erlendis er allt of dýr og rangt að henni staðið og getur aldr- ei skilað því sem til er ætlast. Það þarf að stokka algjörlega upp í þessum málum og þótt fyrr hefði verið. Við þurfum að breyta þessu rækilega og gera lambið það eft- irsótt að það selji sig sjálft og hafa það vel verkað, dýrt, og láta það vera þá munaðarvöru sem það er. Hvernig á að fara að þessu? Ég vil byrja á því að flokka kjöt- ið upp á nýtt svo fólkið hafi ákveðið val. Kjöt sem kemur af fjalli og fer fljótlega í slátrun er númer eitt. Kjöt sem ræktað er í eyjum og á fjörum landsins er númer tvö. Fé sem hefur alist upp í og á rykinu af þjóðvegunum er númer þrjú, en númer fjögur er fé sem er of feitt og snöggfitað fyrir slátrun til að auka fallþungann. Gimbrarnar eru teknar frá og seldar talsvert dýrari. Þær gefa miklu betra kjöt en hrútlömbin. En lambið er ekki bara hryggur og læri. Við þurfum fyrst af öllu að sýna fram á það hér heima áður en lagst er í víking til útlanda. Á Íslandi er slátrað 500 þúsund lömbum á ári. Ég vil að lundirnar séu teknar strax eftir slátrun. Lundir úr meðaldilk eru um 250 grömm. Þetta gerir 125 tonn á ná- lægt tvö þúsund krónur á kílóið, sem gerir 25 milljónir. Í dag eru þær látnar fylgja hrygg og læri og verða engum að notum – í besta falli afgangur í gúllas eða annað slíkt. Síðan þarf að hluta skrokkinn þannig að framparturinn sé sag- aður við brjóskið á herðablaðinu. Þá nást tvær fallega grillsteikur af fremsta hluta hryggjarins. Síðan er hryggurinn sagaður við kjötrönd- ina og slögin skilin eftir. Lærin eru tekin þannig að júgurstæðin séu skorin í burtu og fituhupparnir, sem enginn hefur neitt að gera við, sömuleiðis hæklarnir. Síðan eru lærin snyrt og þeim pakkað. Fitan, hæklarnir og slögin eru notuð í kæfu og aðrar unnar vörur þannig að engu er hent öðru en kirtlum. Bógana má snyrta, taka kirtlana úr þeim, og gera virkilega fallega steikur úr þeim, með beini eða úr- beinaða. Þá er ekkert eftir annað en hæklarnir, hálsinn, slögin, bringu- kollarnir og beinin. Nú, á tímum kúariðu og gin- og klaufaveiki, er einmitt upplagt að gera góðan kjöt- kraft úr beinunum og nýta þau líka. Þá spyrja menn: hvað á að gera við afskurðinn, þetta sem lagt er til hliðar? Sagt er að best sé að byrja að taka til heima hjá sér. Við skul- um skipuleggja hringferð fag- manna um landið þar sem fólkinu á hverjum stað er kennt að vinna lúx- us-veislumat úr hæklum, hálsum, slögum og bringukollum, jafnhliða því að efnt verði til uppskriftasam- keppni meðal allra landsmanna í sambandi við þetta hráefni. Þegar við höfum ræktað okkar garð með þessum hætti – þá fyrst er hægt að fara að tala um útflutn- ing í alvöru. Klúbbur matreiðslumanna er í faglegu sambandi við alla helstu yf- irkokka heimsins. Þessi sambönd eigum við að nýta, ásamt fagþekkingu kjötiðn- aðarmanna og matreiðslumanna. Undir verndarvæng sendiráða Ís- lands erlendis ætti að bjóða inn- kaupastjórum og yfirkokkum helstu og virtustu hótela og veit- ingastaða í viðkomandi löndum til sölukynningar þar sem okkar bestu fagmenn á þessu sviði, svo og bónd- inn sem í upphafi framleiddi vör- una, kynntu það lúxushráefni sem við höfum upp á að bjóða. Nú á að hætta að gefa kjötið, bara selja og selja dýrt. Ekki selja neitt í búðir erlendis, aðeins til fínustu og bestu veitingahúsa. Með þessu móti ætti að vera hægt að hækka skilaverð til bænda til mikilla muna. Látum verkin tala. Lambalundir fyrir 25 milljónir – notaðar í af- skurð fyrir ekkert Þórarinn Guðlaugsson Höfundur er matreiðslumeistari. Munaðarvara Við þurfum að gera lambið það eftirsótt að það selji sig sjálft, segir Þórarinn Guðlaugsson, hafa það vel verkað, dýrt, og láta það vera þá munaðarvöru sem það er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.