Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í SKÝRSLU Borgarendurskoðunar um framkvæmdir við tengibyggingu Borgarleikhúss og Kringlu og Lista- safn Reykjavíkur í Hafnarhúsi kem- ur m.a. fram að ófullkomnar upplýs- ingar um kostnaðarhluta borgarsjóðs, flýtir á framkvæmdum, flóknar boðleiðir, unnið hafi verið að framkvæmdum samtímis hönnun og að fulltrúi borgarverkfræðings í stýrihópi framkvæmdanna og verk- efnisstjóri hafi verið störfum hlaðnir hafi allt stuðlað að því að kostnaður við framkvæmdirnar fór langt fram yfir áætlanir. Áætlaður kostnaður við tengibygginguna var samkvæmt viljayfirlýsingu Eignarhaldsfélags Kringlunnar og Reykjavíkurborgar 62,5 milljónir kr. en í samningsdrög- um sem borgarráð samþykkti 23. febrúar 1999 var kostnaðurinn talinn verða 106,5 milljónir kr. en heildar- kostnaður borgarsjóðs af mannvirk- inu varð á endanum 205 milljónir kr. sem er 89% hækkun frá samnings- drögunum. Upphafleg kostnaðar- áætlun vegna Listasafns Reykjavík- ur var 580 milljónir kr. en áætluð útkoma er 740 milljónir kr. sem er 28% hækkun. Skýrslan var kynnt á fundi borg- arráðs í gær og létu borgarráðs- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka að niðurstöður skýrslunnar væru mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslu borgarinnar. Borgarstjóri beri mikla ábyrgð í þessu máli. Ljóst sé að báð- ar þessar framkvæmdir hafi verið notaðar í hreinum pólitískum tilgangi fyrir síðustu sveitarstjórnarkosning- ar og það hafi kostað borgarbúa gríð- arlegar fjárhæðir eins og skýrsla Borgarendurskoðunar beri glöggt vitni um. Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkur- listans létu bóka að skýrslan varpi ljósi á mikilvægi þess að styrkja eft- irlitskerfi borgarinnar, m.a. með verklegum framkvæmdum og skýra ábyrgðarmörk og hlutverk hinna ýmsu aðila sem að verki koma. Vinnuhópi undir forystu borgarrit- ara hefur verið falið að gera tillögur um úrbætur. Kostnaðartölum ekki breytt Sameiginleg viljayfirlýsing Reykjavíkurborgar og Eignarhalds- félagsins Kringlunnar hf. var undir- rituð 7. apríl 1998 um smíði tengi- byggingarinnar sem á jafnframt að rúma leikhússal og útibú Borgar- bókasafns. Samkvæmt yfirlýsing- unni átti eignarhaldsfélagið að sjá um framkvæmdina fyrir borgina og fá kostnaðinn greiddan með skulda- bréfum til 15 ára vegna bókasafns og 5 ára vegna tengisvæða og greiðsla fyrir leikhússalinn voru afnot af hon- um fyrstu 15 árin. Framkvæmdin átti að kosta 95-110 milljónir kr. Í desember 1998 var gerð kostnaðar- áætlun eftir byggingarnefndarteikn- ingum arkitekta sem hljóðaði upp á 124,6 milljónir kr. enda hafði fyrir- huguð bygging verið stækkuð úr 1.250 fermetrum í 1.630 fermetra. Á grundvelli þessarar kostnaðaráætl- unar voru gerð samningsdrög sem borgarráð samþykkti. Af hálfu Leik- félags Reykjavíkur var lögð rík áhersla á að félagið fengi afnot af leikhússalnum strax og fékk félagið þessu framgengt. Þessi breyting leiddi til hækkunar á kostnaðarhlut borgarsjóðs í tengibyggingunni mið- að við fyrri áform. Í nýjum samnings- drögum sem voru samþykkt í borg- arráði 23. febrúar 1999 var reiknað með að áætlaðar heildargreiðslur borgarsjóðs yrðu 106,5 milljónir kr. en niðurstaðan varð 205 milljónir kr. Í skýrslu Borgarendurskoðunar vegna tengibyggingarinnar segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi ein- dregið til þess að ákvörðunin um að- ild borgarinnar að framkvæmdinni hafi verið rétt þrátt fyrir afar ófull- komnar upplýsingar um kostnaðar- hluta borgarsjóðs. Eignarhaldsfélag Kringlunnar lagði höfuðáherslu á að framkvæmdum yrði hraðað. Við slík- ar aðstæður megi gera ráð fyrir dýr- ari lausnum en reiknað hafi verið með í upphafi. Fyrir utan að fram- kvæmdakostnaður hafi hækkað um 89% hafi kostnaður af hönnun verið 29 milljónir kr. sem borgin greiddi sjálf. Borgarendurskoðun segir að kostnaðarhækkanir og skýringar á þeim hafi skilað sér seint og illa til borgarráðs og kostnaðartölum hafi ekki verið breytt til samræmis við upplýsingar um kostnað við stækkun tengibyggingarinnar sem þó hafi leg- ið fyrir. Ekki hafi verið tekið tillit til þess að horfið hafi verið frá afnotum eignarhaldsfélagsins af leikhússal fyrstu 15 árin og þar með skuldajöfn- un vegna framkvæmda við hann. Ótvírætt óhagræði hafi hlotist af því að hönnun og framkvæmd lutu ekki sömu stjórn auk þess sem hönnunin átti sér stað samtímis framkvæmd- um. Unnið samtímis að hönnun og framkvæmd við Listasafnið Í borgarráði 14. október 1997 var samþykkt tillaga Reykjavíkurlistans þar sem teikningar að Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi voru sam- þykktar. Í tillögunni kemur fram að miða skuli við það í framkvæmdum á árinu 1998 að hægt verði að nota sal- arkynni á 1. hæð hússins til tíma- bundins sýningarhalds á vegum Listahátíðar í Reykjavík það ár. Í skýrslu Borgarendurskoðunar segir að kvöðin um sýningarhald 1998 hafi hlotið að hafa í för með sér að unnið yrði meira og minna samtímis að hönnun og framkvæmdum. Slík til- högun sé óhagkvæm og torveldi mjög áætlunargerð. Í skýrslunni kemur fram að hönnun, umsjón, eftirlit, op- inber gjöld og tryggingar fóru 36 milljónum kr. fram yfir kostnaðar- áætlun, frágangur innanhúss 94 milljónir kr., frágangur utanhúss 36 milljónir kr., rafkerfi 15 milljónir, pípulagnir 24 milljónir en brot og steypa var 19 milljónum undir áætl- un, loftræsting fjórar milljónir og frágangur næst húsi 22 milljónir. Samtals er áætlað að verkið fari 160 milljónir kr. yfir áætlun. Í skýrslu Borgarendurskoðunar segir að nærtækasta skýringin á því hvernig fór sé sú að þess hafi ekki verið gætt sem skyldi hvort reikn- ingar bærust reglulega og væru í samræmi við verkstöðu. „Með hlið- sjón af því að þess munu fá eða engin dæmi að áætlanir borgarinnar um meiri háttar breytingar og endurnýj- un á gömlu húsnæði hafi staðist hefði mátt ætla að hlutaðeigandi aðilar, borgarráð, byggingarnefnd Lista- safns og byggingadeild borgarverk- fræðings, vildu hafa vaðið fyrir neðan sig og gera af þeim sökum ráð fyrir rúmum hönnunartíma áður en ráðist yrði í framkvæmdir. Af gögnum og eðli máls verður ekki annað ráðið en að borgarráð beri höfuðábyrgð á því að það var ekki gert og þar með má segja að „kostnaðarþakið“ hafi fokið út í veður og vind,“ segir í skýrslu Borgarendurskoðunar. Skýrsla Borgarendurskoðunar um tengibyggingu Kringlunnar og Listasafn Reykjavíkur Flýtir á framkvæmd- um og flóknar boð- leiðir ollu hækkunum TVÆR konur voru í gær ráðnar til starfa sem slökkviliðsmenn í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS), fyrstar kvenna. Voru þær meðal tíu úr hópi fjörutíu um- sækjenda sem stóðust allar kröf- ur, að sögn Halldórs Halldórs- sonar, starfsmannastjóra SHS. Nýju slökkviliðsmennirnir heita Hafdís Björk Albertsdóttir og Heiða Ingadóttir. Þetta eru ekki fyrstu skref þeirra inn í hefð- bundna karlaveröld þar sem Haf- dís er lögreglumaður og Heiða björgunarsveitarmaður, land- vörður og fyrsta konan sem tekin var inn í Flugbjörgunarsveitina. Fyrsta vaktin þeirra verður 2. apríl í hópi 108 slökkviliðsmanna í stöðvum SHS. Spurðar hvers vegna þær hafi ákveðið að þreyta inntökupróf hjá Slökkviliðinu segir Hafdís meg- inástæðuna hafa verið að prófa nýjan starfsvettvang. „Það er mikill heiður að hafa komist inn og ég hlakka til að takast á við starfið. Viðfangsefnin hjá slökkvi- liðinu og lögreglunni eru lík að sumu leyti og ég hef auðvitað ákveðinn bakgrunn úr lögreglu- starfinu til að byggja á svo mér líst vel á næstu vikur og mánuði,“ segir Hafdís. Heiða tekur undir og segist afar ánægð með ráðn- inguna. Hún segir sjúkraflutn- ingana hafa verið helsta hvatann til að sækja um starfið þar sem störf hennar með Flugbjörg- unarsveitinni geti nýst henni. „Slökkvistarfið sjálft er svo nokkuð sem við eigum eftir að kynnast betur, við fengum smjör- þefinn í reyk- köfunarprófinu og svo tekur starfsþjálfunin við. Þetta er viss áskorun að ganga inn í þetta starf en áskoranir eru til að takast á við þær.“ Ýmis merki eru um að í röðum slökkvi- liðsmanna hafi hingað til að- eins verið karl- menn. Engin sérstök snyrti- aðstaða er fyr- ir konur í slökkvistöðinni við Skógarhlíð, sturturnar eru t.d. eingöngu ætl- aðar karlmönnum, og það þarf því sitthvað að breytast til að mæta þörfum nýju starfskraft- anna. „Mér skilst að það hafi far- ið svolítill skjálfti um mannskap- inn þegar það fréttist að tvær konur hefðu komist inn – þetta síðasta vígi karlmennskunnar væri fallið,“ segir Heiða og bætir við: „En það má ekki heldur gleymast að við erum tíu nýlið- arnir sem erum að byrja – ekki bara við tvær konurnar, og það er eins með alla nýliða, hvors kyns sem þeir eru, að til þess að vera tekinn inn í hópinn verður maður að standa sig.“ Hafdís er á sama máli. „Ég er vön að vinna í karlaum- hverfi svo það verður ekkert nýtt fyrir mér að vera í fámennum hópi kvenna á vinnustað – það er eiginlega frekar spurning hvernig þeir taka okkur.“ Konur hafa gegnt störfum slökkviliðsmanna á Keflavík- urflugvelli en starfið á Vellinum er þó frábrugðið starfi höf- uðborgarliðsins að því leyti að Keflavíkurliðið sinnir ekki sjúkra- flutningum Konur ráðnar í fyrsta skipti í raðir slökkviliðsmanna á höfuðborgarsvæðinu Morgunblaðið/Júlíus Hafdís Björk Albertsdóttir og Heiða Ingadóttir eru fyrstu konurnar sem gegna starfi slökkviliðsmanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Áskorun að takast á við starfið Heiða við reykköfun meðan á prófun umsækjenda um störf slökkviliðsmanna stóð. Stóðst hún prófið með láði og hlaut starfið. Morgunblaðið/Júlíus FLUGLEIÐIR hf. og embætti sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli hafa náð samkomulagi um samstarf í baráttunni gegn innflutningi fíkni- efna til landsins. Verður sérstakur þriggja ára sam- starfssamningur um fyrirkomulag þessa samstarfs kynntur í dag, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Fræðsla fyrir starfsmenn Flugleiða um fíkniefnamál Samningurinn kveður m.a. á um að embætti sýslumannsins skuli ann- ast sérstaka fræðslu um fíkniefna- mál fyrir starfsmenn Flugleiða á Keflavíkurflugvelli. Verður þessi fræðsla gerð að föstum hluta í tengslum við þjálfun nýliða og sí- menntun starfsmanna Flugleiða. Samningurinn gerir embætti sýslumanns á Keflavíkurflugvelli einnig kleift að afla sér þekkingar og reynslu á sviði fíkniefnamála erlend- is en félagið mun láta embættinu í té 15 farmiða til útlanda á ári. Er gert ráð fyrir að löggæslumenn sýslumannsembættisins geti einnig með þessu móti eflt tengsl sín við sérfræðinga á alþjóðlegum flugvöll- um. Flugleiðir og embætti sýslumanns á Keflavíkurflugvelli Samstarf um baráttu gegn fíkni- efnainn- flutningi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.