Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 30
LISTIR
30 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
M ÁLVERKIÐ er aftur ísviðsljósinu! Eftir tang-arsókn innsetninga, há-tæknigaldra, endalausri
háspekilegri rökræðu um stöðu list-
arinnar í nútíð og framtíð, jafnframt
burtkústun háleitra viðhorfa, fág-
aðs handverks og ólgandi tilfinn-
inga. Og enn er Edvard Munch á
oddinum! Þannig var forsíða febrú-
arheftis hins þekkta listtímarits,
art, Das Kunstmagasin, Hamborg,
helguð hinu fræga málverki hans,
Madonnu, frá 1894-95. Til vinstri
neðan til varpað fram spurningunni:
„Af hverju er Edvard Munch svo
mikilvægur á líðandi stund; Warum
ist Edvard Munch so aktuell?“ Að-
algrein blaðsins tekur svo fyrir
tvær sýningar á verkum hans í
Kaupmannahöfn og Stokkhólmi,
undir fyrirsögninni: Hluthyggju-
maður tilfinninganna, Ein Realist
der Gefühle. Fjallar um manninn
sem braut allar reglur málverksins
og ruddi tilfinningaflæðinu og inn-
hverfa útsæinu, expressjónisman-
um, braut. „Og samt sé það ekki
mikilvægi hans í listasögunni sem
skýrir hin miklu áhrif sem hann hef-
ur um þessar mundir á ungu kyn-
slóðina. Það virðist öllu frekar vera
átökin og spennan, dramatíkin, sem
myndir hans frambera, og ekki virð-
ist með öllu komin út úr myndinni á
okkar siðfáguðu tímum. Fjalla um
ást, ginningu, sekt og endurlausn.“
Þetta er athyglisvert að sjá í
tímariti sem tekur fyrir öll helstu
afbrigði núlista, hefur það að metn-
aði að vera ratsjá á hræringar dags-
ins og samtímans. Líka athyglisvert
á tímum hugmyndafræði, sem geng-
ur út frá því að afskrifa málara-
listina og svo hart gengið fram af
sumum, að helst mætti líkja við
stjórnlausar aðfarir múgsins í upp-
hafi sósíalismans í Rússlandi, menn-
ingarbyltingunni í Kína og talibana
í Afganistan. Síðast fréttist af þeim
brjótandi niður ómetanleg menn-
ingarverðmæti, svo sem 2000 ára
gamlar risastyttur af Búddha.
Muna kannski einhverjir ennþá eft-
ir algerri útskúfun málverksins á
áttunda áratugnum, er vegur hug-
myndafræðinnar var sem mestur?
Hrollur fer um rýninn.
Reglulega koma yfirlýsingar frá
sýningastjórum hávaðasamra
gjörninga á „myndlistarsviði“, sem
kostað hafa skattborgarann stórfé,
um að nýir tímar séu upp runnir. Nú
sé málverkið endanlega komið út úr
myndinni, enda samræmist það
ekki meintri afþreyingarþörf
fjöldans. Ruðst inn á söfn með hvers
konar æsilegan hrylling, öfugugga-
hátt og viðbjóð í nafni skapandi at-
hafna og frelsi listarinnar.
Sjaldan hefur þetta verið orðað
eins tæpitungulaust og af Ståle
Stenslie, samlanda Munchs í Les-
bók 20 janúar: „List er leiðinleg.
Listamaðurin hefur misst röddina.
Hvernig getur málari eða mynd-
höggvari barist við athyglina við af-
þreyingariðnaðinn, taumlausan
myndbands- og hljómflaum MTV,
gagnvirkan sýndarveruleika hröð-
ustu tölvuleikja á borð við Quacke
og óþrjótandi upplýsingaveitur
Netsins? Þetta er hið formræna
vandamál listarinnar. Hvað innihald
snertir, þá er myndlistin einnig orð-
in innihaldslaus. Því hvernig getur
listgrein sem ekki talar lengur
tungumál nútímans skilið vandamál
hans og þarfir? Niðurstaða mín er
sú að hefðbundin myndlist gegnir
ekki lengur hlutverki sem merking-
arbær miðill í samfélaginu. En
hverjum stendur svo sem ekki á
sama? Tölvubyltingin hefur einnig
gefið svigrúm fyrir persónulegar
þarfir og upplifanir (!) Háleit ein-
strengingsleg og illskiljanleg mynd-
list, myndlistin eins og við þekkjum
hana fullnægir ekki lengur sýn okk-
ar á tilveruna. Hefðbundin myndlist
er orðin úrelt fyrirbæri sem byggir
gildi sitt að mestu leyti á hand-
verkskunnáttu (!) Myndlistarmenn,
sýningarstjórar, gagnrýnendur og
söfn og gallerí eru enn á handverks-
stiginu í sýn sinni á hlutina (…)“
Upphrópunarmerkin tvö innan
sviga eru frá skrifara, vísa til afar
hæpins framsláttar ef ekki hreins
bulls, því að tölvubyltingin hefur
aukið vægi hinnar skynrænu hand-
ar og skapandi huga til allra muna
eins og stöðugt kemur betur fram.
Faglegt handverk er allt annar
handleggur en skondið nokk ómiss-
andi í hátækninni. Þá getur hver og
einn auðveldlega gengið í skugga
um það í umhverfi sínu, að myndin í
sjálfri sér hefur öðlast æ meira vægi
og aldrei fyrr hefur eins mikið verið
sótt til fortíðar og á síðustu árum,
einmitt fyrir tilverknað hátækn-
innar. Þá er ekkert lát á sívaxandi
aðsók almennings á söfn eldri
myndlistar, jafnframt því að fréttir
af stórsigrum málverksins verða æ
sýnilegri. Á uppboðum Sothebýs og
Cristiés hefur það margoft skeð
undanfarið, að myndverk þekktra
listamanna hafi verið slegin á marg-
földu matsverði og nú eru það ekki
helst verðbréfabraskarar og spá-
kaupmenn að baki þróunarinnar
líkt og á níunda áratugnum, heldur
söfn og einkasafnarar. Á sama tíma
er með fulltingi gífurlegs fjáraust-
urs mengandi stórrra fyrirtækja og
sjóðum skattborgara sótt hart að
hefðbundnum listhugtökum og valt-
að yfir fortíðina og hvað skyldi
liggja að baki nema gróðahyggja og
afþreyingariðnaðurinn með alla
sína sýndarmennsku, heilaþvott,
andlegu úrkynjun og ruslfæði í far-
teskinu? Hér má minna á, að hætti
menn að reyna á heilann fer hann að
rýrna svona eins og hreyfingarleysi
tærir upp líkamann, sem veldur nú
þegar dauða fleiri en reykingar og
mengun af völdum koltvísýrings.
Þetta og fleira getur reglulega að
lesa í fréttum fjölmiðla, með vísun
til rannsókna færustu vísinda-
manna heimsins. Enneigin ástæða
til að vísa til og minna á, að það voru
einmitt vísindamenn hátækninnar
sem spáðu fyrir vaxandi þörf al-
mennings fyrir háleita fagurfræði í
upphafi örtölvualdar, sem lífrænu
mótvægi nákalds tækniheimsins, og
reyndust hér sannspáir. Engir end-
ir virðist þannig á byggingu rista-
stórra safna og listamiðstöðva,
stofnana sem umsvifalaust eru um-
setnar yfirgengilegum fjölda fólks.
Það er svo einmitt til slíkra mið-
stöðva hámenningar, sem afþrey-
ingariðnaðurinn beinir nú spjótum
sínum að með fulltingi þýlyndra
sýningarstjóra og hyglisjúkra fræð-
inga. Þá fjölgar listakaupstefnum
jafnt og þétt og þrátt fyrir nýstefn-
ur hvers konar verður ekki betur
séð en að málverkið haldi þar velli
og vel það.
Framsláttur Ståle Stenslie fellur
fullkomlega um sig, er við lítum á
aðsóknartölurnar á tívolíframnínga
hans og annarra á sömu línu, svo og
sýninga á stórbógum málverksins,
um leið er giska auðvelt að svara því
hvað höfði meir til nútímamannsins.
Allt annað er framsláttur fólks sem
telur skoðanir sínar á hlutunum
ígildi þjóðarsáttar, þótt að baki
standi örlítill hópur framagosa og
forsjárhyggjufólks sem sést ekki
fyrir.
Svo litið sé til baka segir sagan
okkur, að það var fyrst með aðstoð
bókþrykksins á fimmtándu öld að
menn fengu upp í hendurnar mögu-
leika til að dreifa myndum án
óheyrilegs kostnaðar og var eðlilega
tekið með miklum fögnuði. Ekkert
hefur svo síðustu fimm aldirnar
vakið eins mikla hrifningu meðal
fólks um allan heim og einmitt
framfarir í myndmiðlun og hefur
aldrei verið greinilegra en í dag.
Bókþrykk, trérista, koparstunga,
litógrafía, olíuþrykk, fjórlitað off-
setþrykk, ljósmyndir, hreyfimynd-
ir, myndbönd, stafrænar myndir,
sama hvað; fólk var og er gagntekið
af myndinni. Hér er um verklega
þróun og tæknilegar framfarir að
ræða, bornar fram af forvitni og
hugviti einstakra, aftur á móti eru
það viðtekin sannindi, að heili
mannsins hefur ekki fylgt þessum
stökkbreytingum. Telst þannig ekki
fullkomnari en á upphafsreit
nefndrar þróunar, nema að síður sé
og trúlega fyrir mun meiri áreiti úr
öllum áttum. Þar liggur vandinn
ásamt kaldhömruðum hraðanum
sem verður meiri með hverju ári
sem líður.
Þá sérstöku blóðríku athöfn skap-
andi þátta sem er kímið og inntakið
í öllu þessu langa ferli, og kristallað
hefur svo margar lifanir í tímans rás
mun tæknin og múgsefjunin von-
andi aldrei geta úrelt. Gerviþarfir
mega ekki ná yfirhöndinni, frekar
en gervigróður, því það jafngildir
burtþurkun lífs, þróunarkeðju sem
varað hefur í milljónir ára (…)
Listtímatritið, art, Das Kunst-
magasin, upplýsir að hvarvetna í
heiminum, þar sem settar eru upp
sýningar á verkum Edvards
Munchs, myndist langar biðraðir.
Tilefni umfjöllunarinnar er, að í Nú-
listasafninu í Stokkhólmi eru fram
til 13. maí til sýnis grafisk verk
Munchs, en í Örkinni í Ishöj, í ná-
grenni Kaupmannahafnar, er það
hið fræga málverk Ópið, sem er
miðpunkturinn ásamt endurgerðum
ýmissa þekktra málara, þar á meðal
Errós. Loks skal þess getið að í
haust kom út einstæð bók um
Munch eftir Poul Erik Tøjner, ný-
ráðinn forstöðumann Lousiana
safnsins í Humlebæk; Munch, með
eigin orðum. Hin vel skrifaða bók er
frábær hönnun, prýdd 160 litmynd-
um, gefin út af forlaginu Sören
Fogtdal, og kostar 398 d.kr. Út-
sendari minn þurfti að fara í margar
bókabúðir áður en hann fékk eintak
svo að hún virðist ekki standa lengi
við á hillum þeirra. Hef hug á að
rýna í hana og næ vonandi einnig að
bera aðra eða báðar sýningarnar
augum og miðla til lesenda.
„Maður málar ekki eftir nátt-
úrunni, maður tekur frá henni eða
eys af gnægtarbrunni hennar. / Það
sem við heyrum eru hljóðbylgjur
sem hljóðhimnurnar nema, það sem
við sjáum eru ljósbylgjur sem virka
á augnhimnurnar, ljóð eru bylgju-
tilfinningar augans og eyrans, krist-
allast í heilanum. Málverkið greinir
tilfinningar heilans kristallaðar af
auganu. / Akademíurnar eru hinar
stóru málaraverksmiðjur – þangað
er hæfileikafólki stungið inn og
kemur út sem vélmenni – málara-
sjálfsalar “ (Munch)…
MYNDIR: 1) Ópið, hið fræga
málverk Edvards Munchs.Mér
fannst ég heyra óp í náttúrunni.
2) Maddonnumyndin á forsíðu
art, Das Kunstmagazin.
MÁLVERKIÐ
OG MUNCH
Ópið, hið fræga málverk Munchs. Mér fannst ég heyra óp í náttúrunni.
SJÓNMENNTAVETTVANGUR
Að málverkið sé um þessar mundir í upp-
gangi er engum blöðum um að fletta og aft-
ur er Edvard Munch í sviðsljósinu eins og í
upphafi nýja málverksins fyrir nákvæmlega
tuttugu árum. Þessar staðreyndir liggja
ljóst fyrir bæði með hliðsjón af uppboðum,
menningarkálfum stórblaða, bókaútgáfu og
sýningum úti í heimi. Bragi Ásgeirsson
hermir hér frá.
Madonnumyndin á forsíðu, art,
Das Kunstmagazin.
Keppni í
flutningi
franskra
ljóða
ÁRLEG samkeppni í flutningi
ljóða fyrir nemendur í frönsku í
framhaldsskólum fer fram í há-
tíðarsal Menntaskólans í
Reykjavík nk. laugardag kl.
12:30. Þrettán nemendur frá
átta skólum munu flytja mörg af
kunnustu ljóðum franskra bók-
mennta.
Tvenn aðalverðlaun verða
veitt: Tíu daga ferð á tónlist-
arhátíðina Francofolies í La
Rochelle og önnur sambærileg á
leiklistarhátíðina í Avignon. All-
ir þátttakendur fá bókaverð-
laun. Dómnefndina skipa: Frú
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver-
andi forseti Íslands, Louis Bard-
ollet, sendiherra Frakklands á
Íslandi, og Eyjólfur Már Sig-
urðsson, deildarstjóri tungu-
málamiðstöðvar HÍ.
Það er Félag frönskukennara
í samstarfi við franska sendiráð-
ið sem skipuleggur keppnina.
Tónlist með frönsku ívafi
verður flutt í boði nemenda á
píanó, fiðlu, óbó og flautu.
Myndlist á
Leit.is
NÚ stendur yfir myndlistar-
sýning Kristbergs Ó. Péturs-
sonar á Leit.is. Sýningin er
fyrsta myndlistarsýningin á
Leit.is, en þar er ætlunin að
gefa listamönnum færi á að
sýna og selja verk sín.
Sýning Kristbergs saman-
stendur af 20 olíumálverkum á
striga og 18 akrýlmyndum.
Kristbergur hefur haldið all-
margar einkasýningar og tekið
þátt í fjölda samsýninga bæði
hér á landi og erlendis.
Kristberg stundaði nám í
Myndlista- og handíðaskóla Ís-
lands 1979-1985 og í Ríkisakad-
emíunni í Amsterdam 1985-
1988.
Orkutón-
leikar í
Seljakirkju
RARIK-KÓRINN, Lands-
virkjunarkórinn, og Kór
Orkuveitu Reykjavíkur halda
sameiginlega tónleika í Selja-
kirkju á laugardaginn kl. 16.
Kórarnir syngja hver fyrir
sig og einnig allir saman.
Einsöngvari er Þuríður G.
Sigurðardóttir. Hljóðfæra-
leikarar eru Pavel Smid og
Þóra Fríða Sæmundsdóttir á
píanó og Guðni A. Þorsteins-
son á harmoniku.
Stjórnendur kóranna eru
Páll Helgason, Violeta S.
Smid og Þóra Fríða Sæ-
mundsdóttir.
Aðgangur er ókeypis.
Sýningu
lýkur
Norræna húsið
Ljósmyndasýningunni Þrá
eftir þrá – sex norrænir ljós-
myndarar lýkur á sunnudag.
Ljósmyndararnir sem eiga
verk á sýningunni eru þau Eva
Merz, Danmörku, Pia Arke,
Grænlandi, Fin Serck-Hanssen,
Noregi, Lars Tunbjörk, Svíþjóð,
Pekka Turunen, Finnlandi, og
Kristján Maack, Íslandi.
Sýningarstjóri er Finn
Thrane, forstöðumaður Museet
for fotokunst í Brandts Klæde-
fabrik í Óðinsvéum.