Morgunblaðið - 14.03.2001, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 14.03.2001, Qupperneq 61
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 61 SAMTÖK um betri byggð hafa sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Í tengslum við fyrirhugaðar kosn- ingar um framtíð flugvallar í Vatns- mýrinni hafa undanfarið spunnist umræður í ræðu og riti um mikilvægi flugvallar þar vegna sjúkraflugs frá landsbyggðinni til sjúkrastofnana á höfuðborgarsvæðinu. Samtök um betri byggð hafa fyrir sitt leyti kann- að þetta atriði og vilja vegna þessa koma eftirfarandi á framfæri: Sjúkraflugi hér á landi er sinnt með tvennum hætti, þ.e. með flugvél- um og þyrlum. Almenna reglan er sú að nýta flugvélar eins og frekast er unnt sem fyrsta valkost ef aðstæður leyfa, fyrst og fremst vegna minni kostnaðar en við þyrluflug. Miðstöð þyrluflugs hefur verið frá Reykjavík- urflugvelli með sólarhringsvakt flugáhafna og læknis frá Slysadeild Landspítala í Fossvogi. En í Fossvogi er einnig lendingarpallur fyrir þyrlu og miðstöð móttöku sjúklinga með fjöláverka eftir slysfarir og einnig bráðveikra. Nýlega var ákveðið af heilbrigðis- yfirvöldum að miðstöð sjúkraflugs á Íslandi yrði á Akureyri og er nú unnið að framgangi þessarar ákvörðunar. Þetta mun án efa verða til þess að einhverjum hluta þeirra sjúkraflutn- inga með flugvélum sem áður var beint til höfuðborgarsvæðisins mun nú verða beint til Akureyrar, enda er þar vel búið deildaskipt sjúkrahús með hæfu starfsfólki í fjölda sér- greina læknisfræðinnar. Mikilvægi sjúkrahúsa höfuðborgarsvæðisins mun þó í nánustu framtíð vera óbreytt hvað þetta varðar enda er þar á ýmsum sviðum sérhæfð starfsemi læknisþjónustu sem ekki er að finna annars staðar á landinu. Því er mik- ilvægt að aðgengi sjúkra sem fluttir eru með sjúkraflugi verði tryggt að þessum stofnunum um ókomna fram- tíð. Flestir þeirra sjúklinga sem fluttir eru með flugvélum til höfuðborgar- innar eru ekki það bráðveikir að leng- ing flutningstíma um ½–1 klst. skipti sköpum um framvindu eða meðferð þeirra. Þetta á hins vegar ekki við um sjúklinga sem fluttir eru með þyrlum enda eru það iðulega sjúklingar sem lent hafa í alvarlegum slysum eða bráðveikir og að ákveðið hefur verið að kalla til þyrlu með sérhæfðan stuðnings- og lækningabúnað og auk þess lækni um borð til að sinna sjúk- lingum. Nú er lent með þessa sjúk- linga á þyrlupalli við móttökustofnun í Fossvogi. Um 150 slík flug voru far- in á síðasta ári með þyrlum. Til und- antekninga heyrir að ekki sé hægt að lenda á fyrirhuguðum stað vegna veðurskilyrða. Á hinn bóginn er iðulega lent á Reykjavíkurflugvelli ef sjúklingarnir eru ekki bráðveikir, af tillitssemi við íbúa húsa í grennd við Landspítala í Fossvogi. Öllum er þó ljóst að vara- lendingarstaður þarf að vera til og helst með aðflugsbúnaði. Reykjavík- urflugvöllur og Keflavíkurflugvöllur sinna þessu hlutverki nú. Að framansögðu er ljóst að flutn- ingur flugvallarins úr Vatnsmýrinni á annan stað á höfuðborgarsvæðinu muni engu breyta um öryggi sjúkra- flutninga til sjúkrastofnana í Reykja- vík. Ef núverandi flugvöllur yrði lagður niður og flug alfarið flutt til Keflavíkur má ætla að með endur- skipulagningu sjúkraflugs með flug- vélum og bættum tengiflutningum til borgarinnar væri hægt að viðhalda viðlíka öryggi og er til staðar í dag og jafnvel bæta enn um betur. Útgerð þyrlu gæti eftir sem áður verið frá höfuðborgarsvæðinu frá sérútbúnu þyrlusvæði eins og tíðkast víða er- lendis með þyrluflug í tengslum við sjúkrastofnanir. Eins og gefur að skilja krefst slík aðstaða fyrir þyrlu ásamt skýli mun minna rýmis en heill flugvöllur gerir í dag og getur verið hvar sem er á höfuðborgarsvæðinu. Keflavík yrði eftir sem áður vara- lendingarstaður. Að ofansögðu geta Samtök um betri byggð ekki fundið haldbær rök fyrir þeirri fullyrðingu sem flogið hefur fyrir í umræðu um núverandi flugvöll að óbreytt staðsetning flug- vallar í Vatnsmýrinni sé forsenda fyr- ir öryggi sjúkraflutninga með flug- vélum og/eða þyrlum til sjúkrahúsanna í Reykjavík frá lands- byggðinni.“ Óbreytt staðsetning flugvallar ekki for- senda fyrir öryggi sjúkraflutninga Frá samtökum um betri byggð: UMHVERFISRÁÐHERRA svar- aði nýlega fyrirspurn á Alþingi, um hvaða aðgerðir kæmu til greina til að stækka varpstofn rjúpunnar. Svarið var á þá leið, að í fyrsta lagi þyrfti að tryggja framtíð mikilvægustu upp- eldissvæða rjúpunnar, t.d. að þau verði ekki eyðilögð með skógrækt og í öðru lagi að banna skotveiði, ef um ofveiði væri að ræða. Ólafur K. Nielsen skrifaði nýlega grein í Morgunblaðið um rjúpur og skógrækt. Þar kemur fram, að hann hafi veitt ráðherra þær upplýsingar sem svarið byggðist á. Ólafur telur þýðingarmestu uppeldissvæði rjúp- unnar hér á landi vera láglendismóa og lágheiðar. Hann nefnir, að rjúpur sækja mikið í birkiskóga á vetrumen telur það þó ekki skipta máli fyrir viðgang stofnsins. Ekki er ljóst, hvort Ólafur telur uppeldi á rjúpum bestu hugsanlega landnýtingu, sem til er, en þó skrifar hann um „eyði- leggingu“ og að „blikur séu á lofti“ ef hann grunar að nota eigi landið til annars. Dæmið, sem Ólafur tekur um lyngrjúpur í Skotlandi, er rétt að skoða nánar. Hinar víðáttumiklu lyngheiðar í Skotlandi mynduðust, þegar hinir fornu furuskógar, skreyttir lauftrjám, voru eyðilagðir. Þá margfaldaðist búsvæði og stofn- stærð lyngrjúpna. Landeigendur hafa reynt að halda heiðunum í því ástandi, að þar yxi nær einvörðungu beitilyng, sem er kjörfæða lyng- rjúpnanna, með því að brenna gróð- urinn kerfisbundið og leigja þær til skotveiði. Um það má deila hvað telst eyðilegging í þessu sambandi. Við eyðingu íslensku birkiskóg- anna myndaðist berangur, þ.e.a.s. mólendi, ef ekki fór enn verr. Þá margfaldaðist kjörlendi mófugla en við erum flest sammála um að við viljum ekki missa þá. Margir geta þó vel hugsað sér að sjá fleiri tegundir af fuglum og fjölbreyttari gróður og jafnvel verðmætara land. Ég tel að áhyggjur Ólafs af því, að stórar spildur af landinu fari undir barrskóg á næstu áratugum, séu óþarfar, svo ekki sé meira sagt. Enn- fremur er meira um það en áður var, að hafa barrskógana blandaða með lauftrjám. Ólafur segir líka sjálfur, að á fyrstu stigum framvindu í skóg- rækt, verði landið líklega betra varp- land fyrir rjúpu, og auðvitað verður alltaf eitthvað af slíku í gangi. Rjúp- urnar ættu þá enn um sinn, að hafa eitthvað að éta og þá líka fálkarnir, og sömuleiðis svangir menn á jólum. GUNNLAUGUR JÓNSSON, Furugrund 77, Kópavogi. Land fyrir rjúpur Frá Gunnlaugi Jónssyni: FRÉTTIR FÉLAG íslenskra teiknara afhenti fyrir helgina hönnunarverðlaun í fyrsta sinn. Yfir 120 verk bárust í keppnina og segir í frétt frá félaginu að vegna þessarar góðu þátttöku sé víst að keppnin verði haldin árlega framvegis. Verðlaunahafanir eru: Kristín Þóra Guðbjartsdóttir sem fékk verðlaun fyrir vöru- og firma- merki, merkið STOP sem er merki herferðar Sambands ís- lenskra tryggingafélaga gegn ölv- unarakstri; Karl Örvarsson hlaut verðlaun fyrir plötuumslagið Best með Todmobile; Gréta Vilborg Guðmundsdóttir var verðlaunuð fyrir bréfagögn og bæklinga. Hlaut hún þau fyrir kynning- arbækling og uppskriftarbók fyrri dönsku auglýsingastofuna Kunde&Co; og Sigrún Sigvalda- dóttir hlaut verðlaunin fyrir bók- arkápuna Hnattflug. Hönnunar- verðlaun afhent í fyrsta sinn Morgunblaðið/Jón Svavarsson Verðlaunahafarnir fjórir, frá vinstri: Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Karl Örvarsson, Gréta Vilborg Guðmundsdóttir og Sigrún Sigvaldadóttir. FERMINGARBÖRN 27 presta um allt land gengu í hús hinn 26. febrúar og söfnuðu fé til verkefna Hjálpar- starfs kirkjunnar í Afríku. Söfnuðust rúmlega 1,5 milljónir króna. Fyrir söfnunardaginn fengu börnin fræðslu um líf unglings í Afríku og kynntust þannig helstu vandamálum sem þar er við að etja, s.s. vatns- skorti, sjúkdómum, erfiðleikum við að komast til mennta og láta framtíð- ardrauma sína rætast. Einnig var sagt frá verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar þar í álfu. Söfnunarféð verður notað til að grafa eftir vatni, fræða um smitleiðir sjúkdóma og mikilvægi hreinlætis, til menntunar og heilsugæslu í Eþíópíu og Mós- ambík. Heimsókn frá Eþíópíu Tveir gestir heimsóttu fermingar- börnin til þess að gefa þeim persónu- legri sýn á ójafnvægið milli norðurs og suðurs. Beyene Kailassie frá Konsó í Eþíópíu sagði frá uppvexti sínum en átta ára gamall þurfti hann að fara að vinna fyrir sér. Hann komst í skóla íslenskra kristniboða sem Hjálparstarf kirkjunnar styður og síðar áfram til að ljúka bifvéla- virkjun. Erla Guðrún Arnmundar- dóttir hitti fermingarbörn í Reykja- vík en hún sagði frá reynslu sinni af að vera skiptinemi í Sambíu og því að taka á móti stúlku þaðan sem dvald- ist hjá henni. Nemendaskiptin voru á vegum samtaka kirkna á Norður- löndum og í suðlægri Afríku en Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að þeim. Spunnust víða miklar umræð- ur í fermingarbarnahópunum; um illa anda, kostnað við skólagöngu, raunhæfa framtíðardrauma og leiðir til að jafna lífskjör í norðri og suðri, segir í fréttatilkynningu. Fleiri með í ár Þetta er í annað sinn sem fræðslu- og söfnunarverkefni þetta fer fram en í fyrra tóku 24 prestar og ferm- ingarbörn þeirra þátt í verkefninu og safnaðist 1,1 milljón króna. Safnað er í númeraða og innsiglaða bauka, merkta Hjálparstarfi kirkjunnar. Vonir standa til þess að þetta geti orðið árlegur atburður. Fermingar- börn safna 1,5 milljónum króna til þróunarverk- efna í Afríku Peningaskápur í óskilum LÖGREGLAN í Reykjavík hefur í vörslu sinni peningaskáp, sem þessi framhlið er á. Skápurinn fannst fyrir skömmu skammt fyrir utan Reykjavík. Þeir sem kannast við peningaskápinn eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Cranio-nám Norðurland / Akureyri 28. 04 — 3. 05. 2001 Thomas Attlee, DO, MRO, RCST College of Cranio—Sacral Therapy Félag höfuðbeina og spjaldhryggsjafnara www.simnet.is/cranio 422 7228, 699 8064, 897 7469
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.