Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 66
FÓLK Í FRÉTTUM 66 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ LYALL Watson, höfundur bók- arinnar Jacobson’s Organ, er líf- fræðingur að mennt. Hann er bú- settur á Írlandi og fer þaðan í rannsóknarleiðangra um ýmsa af- kima heimsins og hefur skrifað margar bækur um hin ólíkustu náttúrufyrirbæri. Bækur hans eru þó ekki hrein vísindarit, þær eru meira í ætt við bækur Desmonds Morris, sem m.a. skrifaði bókina Nakti apinn. Í þessari bók, sem nú skal um fjallað, tekur hann fyrir lyktarskynið, eða sjötta skilning- arvitið, eins og hann kallar það. Það er ekki auðvelt að fjalla um lykt, segir hann, enda eru tungu- málin flest þeim annmörkum háð að orð yfir lykt eru fá og það er mjög erfitt að lýsa og skilgreina lykt. Hitt er þó ljóst að lykt getur fest sig rækilega í minni okkar, svo rækilega að þegar við finnum hana aftur jafnvel að löngum tíma liðnum ekki einungis þekkjum við þessa ákveðnu lykt aftur, heldur munum við jafnvel heilu at- burðina, sem áttu sér stað, þegar hún barst að nefi okkar. Lykt skiptist þó ekki eingöngu í ilm eða ólykt, hún getur líka verið laus við alla angan. Til þess að skynja þá lykt þarf ákveðið líffæri að koma til og um það fjallar þessi bók Lyalls Watsons. Rannsóknir Jacobsons Maður er nefndur Ludwig Levin Jacobson. Hann var danskur að uppruna, fæddur árið 1783 í Kaup- mannahöfn. Hann var settur til náms og lærði til skurðlæknis. Ár- ið 1804 hélt Jacobson til Parísar til framhaldsnáms hjá Baron Georges Cuvier sem var líffærafræðingur. Þar kynntist hann verkum Freder- icks nokkurs Ruysch frá árinu 1703. Ruysch þessi hafði það að at- vinnu að stoppa upp dýr. Í skrifum sínum hafði Ruysch lýst líffærum og byggingu margra dýra og þar lýsti hann m.a. sérkennilegum hol- um sem hann hafði séð í gómi á slöngu sem hann var að stoppa upp. Þessar upplýsingar ráku Jac- obson af stað til að rannsaka hol- urnar og finna út hvert hlutverk þeirra væri. Árið 1811 gaf hann út niðurstöður rannsókna sinna þar sem hann skýrði frá því að þessar holur væru tengdar ákveðnu líf- færi sem hann lýsti og nefnt hefur verið á ensku Jacobson’s organ, honum til heiðurs. Hlutverk þessa líffæris var á huldu allt þar til seint á 19. öld. Þá kom til sög- unnar skoskur læknir að nafni Ro- bert Broom. Hann hafði mikinn áhuga á þróunarsögunni og fór að rannsaka forsögulegar beina- grindur suður í Afríku. Hann hafði sérstakan áhuga á líffæri Jacob- sons og taldi að með því að skoða það eitt og sér gæti hann ákvarðað hvaða dýrategund líffærið til- heyrði. Flest dýr hafa tvenns konar lyktarskynfæri, annars vegar hin hefðbundnu, sem hjá okkur mönn- unum eru efst í nefgöngunum, og hins vegar líffæri Jacobsons en tvær örmjóar rásir liggja frá því og niður í nasirnar eða harða góminn. Fengitíminn og ferómónin Það er eðlilegur gangur lífsins að lífverurnar reyna að fjölga sér. Aðferðirnar eru margar og mis- munandi og það er ekki alltaf heiglum hent að ná sér í maka. Hvernig skyldi t.d. standa á því að þegar tík er lóða leita hundar hana uppi og leggja jafnvel á sig langa og stranga ferð til að finna hina tilkippilegu tík. Svarið fannst árið 1959 þegar þýskur lífefna- fræðingur, Adolph Butenandt, sem hafði verið að rannsaka mölfiðrildi og þá aðallega kynhegðun þeirra, komst að því að kvenfiðrildið er tilbúið til mökunar gefur það frá sér vökva sem hefur þau áhrif að karlfiðrildin laðast að því. Á sama tíma voru tveir lífefnafræðingar að rannsaka hormóna sem inn- kirtlarnir gefa frá sér og áhrif þeirra. Þeir aðgreindu þá horm- óna sem eingöngu hafa áhrif innan líkamans og þá hormóna eða efni sem líkaminn sleppir frá sér út í umhverfið og berast oft langar leiðir yfir til einstaklinga af sömu tegund. Þessi efni eru kölluð feró- món. Þá skulum við víkja aftur að lóðatíkinni. Hún sendir frá sér í erg og gríð þessi ferómón sem bera með sér skilaboð til hundanna í kring að koma í heim- sókn. Líffæri Jacobsons tekur við skilaboðunum og kemur þeim áleiðis og hundarnir leggja af stað og renna á lyktina og náttúran hefur sinn gang. Maðurinn er dýr og hann sendir frá sér lyktarskilaboð í allar áttir. Allir hafa sína sérstöku líkams- lykt, sem er reyndar misgóð og misgeðfelld, en um aldir hefur mannkynið lagt mikið á sig til að deyfa hana. Við þvoum okkur með sápuefnum, sprautum yfir okkur ilmvatni og við eyðum bæði tíma og peningum í þetta. Jósefína, eig- inkona Napóleons, var ein þeirra sem notaði óspart alls kyns ilm- efni. Sagt var að ilmurinn hefði stundum verið svo megn að sumt af þjónustufólki hennar hefði jafn- vel hnigið í ómegin vegna hans. Sagan hermir að Napóleon hafi eitt sinn þegar hann var í burtu að stríða skrifað sinni ástkæru Jós- efínu bréf sem hljóðaði svo: „Ég kem til Parísar annað kvöld, ekki þvo þér.“ Hann hefur sem sagt langað til að njóta spúsu sinnar ilmandi af eigin lykt og angandi af ferómónum. Allt hefur sinn tilgang, stendur einhvers staðar skrifað, og ein- hver tilgangur er nú með þessu líf- færi. Það getur oft verið erfitt að átta sig á hegðun mannsins, einkum og sér í lagi samanborið við þær dýrategundir sem ekki hafa eins háþróað taugakerfi og maðurinn og hegðun þeirra byggist ein- göngu á því sem við köllum eðl- ishvöt. Því er þó ekki hægt að neita að við hegðum okkur oft og bregðumst við út frá eðlishvöt einni saman, algjörlega ómeðvitað. Setningar eins og þessar: ,,Ég hef það á tilfinningunni að...“, ,,það er ólykt af þessu... “, ,,ég hef illan bif- ur á henni... “ og fleiri í þessum dúr benda til þess að við höfum orðið einhvers vísari sem við get- um þó ekki fest fingur á. Þennan vara, sem við höfum stundum á okkur, má að öllum líkindum rekja til þess að við höfum verið, ómeð- vitað, vöruð við af lyktarskynjun okkar. Hin anganlausa lykt, fe- rómónin, hefur borist að nefi okk- ar og til líffærisins, sem kennt er við Jacobson, og þaðan koma þessi skilaboð um varúð. Draugagangur Það er ekki nóg með það að lyktarskynið hafi áhrif á val okkar á vinum og mökum. Lyall Watson telur að það valdi því að við finn- um fyrir og jafnvel sjáum fram- liðna. Eins og allir vita skilja allar lifandi verur eftir sig slóð af lykt- arberandi efni, eins og t.d. dauðar húðfrumur, hár og fleira, sem af þeim fellur í dagsins önn og amstri. Þessir líkamspartar liggja alls staðar eftir þar sem eigandi hefur verið og eru þar til staðar jafnvel löngu eftir andlát hans. Allt getur þetta gefið frá sér lykt, sem við skynjum algjörlega ómeð- vitað. Watson heldur því fram að þetta skýri það sem á íslensku er kallað að vera skyggn. Hinn skyggni skynjar þessa lykt og set- ur hana saman í einstakling sem hann ,,sér“. Þeir sem hafa misst einhvern náinn fjölskyldumeðlim tala oft um að þeim finnist hann vera hjá þeim löngu eftir að sú persóna kvaddi þennan heim. Því er sjálfsagt að svara játandi, segir höfundur, því auðvitað er hann/ hún ennþá hér, það eru allavega hár og húðfrumur úti um allt þarna heima, sem bera hina per- sónulegu lykt, og þess vegna finnst fólki hinn látni vera nálæg- ur. Að vita lengra nefi sínu Heili manna er stór og gefur því möguleika á mun fjölbreytilegri úrvinnslu á þeim skilaboðum sem okkur berast. Þau skynfæri okkar, sem nema lykt, eru ekki nándar nærri eins stór og fullkomin og þau eru í hundum, svo dæmi sé tekið. En við höfum miklu betri græjur til úrvinnslunnar heldur en hundarnir og stöndum því talsvert vel að vígi. Lyall Watson heldur því fram að maðurinn eigi að geta skynjað með aðstoð Jacobsons- líffærisins: hvort von sé á rign- ingu, hvar við skildum bíllyklana eftir, hvert börnin fóru, hverj- ir vinir barnanna okkar eru, hvað eig- inkona/maður okkar borðaði í hádeginu og með hverjum hann/hún borð- aði og hvort við þurfum á lög- fræðingi að halda. Lyall Watson vill að óþörfum lýtaaðgerðum á nefi verði hætt því þótt nefið verði kannski eitthvað lögu- legra eftir aðgerðina sé mjög hætt við að líffæri Jacobsons eyðileggist og þá getum við ekki lengur notið hinna leynilegu skilaboða sem eru allt um kring. Við eigum sem sagt ekki að vera að hafa áhyggjur af því hvernig nefið er í laginu hvort það er stórt eða lítið, kartöflu- eða kónganef, það skiptir engu máli. Pössum heldur vel upp á nebb- ann og njótum og nýtum okkur all- ar þær upplýsingar og skilaboð sem okkur berast í hvert sinn sem við drögum að okkur andann. Jacobsons’s Organ and the re- markable nature of smell, eftir Lyall Watson. Gefin út af Penguin Books árið 2000. Fæst í bókabúð Máls og menningar. Pössum upp á nebbann Í bókinni Jacobsons’s Organ fjallar Lyall Watson um lyktarskyn. Þar rifjar hann upp gamla kenningu danska vísinda- mannsins Jacobsons sem taldi sig hafa fundið ákveðið líffæri sem skynjar ákveðna lykt sem laus er við alla angan. Ingveldur Róbertsdóttir komst að því að þetta fáheyrða líffæri er nytsamlegra en okkur grunar. MENN segja að það sé einkenni góðra bóka að erfitt sé að leggja þær frá sér. Þessari skáldsögu Bandaríkjamannsins Philips Roths fleygði ég hins vegar út í horn að lestri loknum, hundóánægður með að henni skyldi lokið. The Human Stain er ein þessara bóka sem maður vill helst ekki að klárist. Orsök þess að ég leitaði bók Roths uppi, sem áður hefur m.a. hlotið Pulitzer-verðlaunin banda- rísku fyrir American Pastoral, var sú að dagblaðið The New York Times hafði valið hana eina af bestu bókum ársins 2000. The Human Stain er sögð frá sjónar- hóli rithöfundarins Nathans Zuc- kermans, sem gjarnan kemur fyrir í sögum Roths, en fjallar þó að mestu um háskólaprófessorinn Coleman Silk, fall hans af stalli og síðar andlát. Zuckerman segir frá því hvernig hann kemst í kynni við hinn aldna skörung skömmu eftir að Silk hef- ur fundið sig knúinn til að segja sig frá stöðu sinni. Hafði fræðimað- urinn mikilsvirti þá verið sakaður um kynþáttafordóma í kennslustof- unni, svikinn í tryggðum af skjól- stæðingum sínum, rúinn mannorði sínu. Í forgrunni sögunnar er hins vegar leyndarmál sem Silk fer með í gröfina, en Zuckerman flettir of- an af, leyndarmál sem tengist upp- runa hans og arfleifð. Silk hafði sjálfur fæðst sem blökkumaður en ákveðið að lifa lífi sínu sem hvítur maður – og tekist það sökum þess hve ljóst skinn hans var. Í forgrunni The Human Stain er spurningin um hvaða afleiðingar það getur haft á líf manns þegar hann snýr baki við uppruna sínum – og hvernig örlögin geta gripið í taumana á óvænt- an og oft kald- hæðnislegan hátt. Í leiðinni tekst Roth að láta falla nokkrar vel valdar athuga- semdir um samskipti kynþáttanna í Amerík- unni, hræsni mannskepn- unnar og fjötra for- tíðarinnar sem ekki verða um- flúnir, hvað svo sem menn reyna. Rétt eins og í grískum bókmenntum sem Silk hefur helgað líf sitt kemur á daginn að örlög manns og afdrif geta ráðist af furðu tilviljanakenndum upp- ákomum, eins og til dæmis því að hann endaði með því að kvænast gyðingastúlkunni Iris en ekki hinni íslensk-ættuðu Steena Palsson, sem hann hafði þó unnað hugást- um. Það gleður vitaskuld litla Íslend- ingshjartað að mæta íslenskri val- kyrju á síðum þessarar skáldsögu og gerir hana enn ánægjulegri af- lestrar en ella. The Human Stain er hins vegar svo full af innsæi í mannlegt eðli og heimspekilegum þönkum um líf- ið og tilveruna að hún hefði endað úti í horni hvort heldur sem var. Fallið af stalli The Human Stain eftir Philip Roth. Random House 2000. 361 bls. Kost- aði 73 þýsk mörk í flughöfninni í Vín (u.þ.b. 3.000 krónur). Davíð Logi Sigurðsson Forvitnilegar bækur Leyndardómar líffæris Jacobsons
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.