Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 32
LISTIR
32 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÍSLENSKT bók-
menntakerfi er að
breytast. Haft er fyrir
satt að bókaflóran sé að
verða fjölbreyttari.
Bókaútgefendur halda
fram því sjónarmiði
eins og hverju öðru
náttúrulögmáli að fjöl-
breytni í bókaútgáfu
aukist að sama skapi og
bókaútgáfum fækkar.
Þetta er ekki sannfær-
andi rökfærsla en samt
virðist eitthvað til í því
að skrýtnari hlutir en
áður fái inni hjá bóka-
forlögunum, miðjan sé
ekki eins stíf og áður. Á
hinn bóginn þori ég að fullyrða að
það sem á annað borð telst til jað-
arsins hefur sjaldan verið ósýnilegra
en einmitt nú. Fyrir fáum árum
stóðu mörg helstu ljóðskáld af yngri
kynslóðinni í sjálfsútgáfu. Það var
ögrandi staða í sjálfu sér að vera úti í
kuldanum.
Súrrealistahópurinn Medúsa var
enn að gefa út, útgáfa Gyrðis Elías-
sonar hét Norðan°Niður. Enginn var
í vafa um að sjálfsútgáfan væri ekki
aðeins allrar athygli verð heldur
væri þar á ferð margt af því sem best
væri skrifað í landinu. Þessi jaðar
var bæði sýnilegur og tekið mark á
honum. Í dag gæti það sem ekki er
innlimað af bókaforlögunum eins
verið skrifað með ósýnilegu bleki.
Hugsast getur að innlimunin sé orð-
in víðtækari, að einfaldlega fleira sé
tekið inn og fyrr en áður, en kannski
er hún einfaldlega ósvífnari, þögg-
unin á jaðarfyrirbærum skilvirkari,
ísmeygilegri og jafnframt meðvit-
aðri um sjálfa sig. Nú tíðkast hinar
mannúðlegu kviksetningar, sagði
maðurinn.
Aldrei hefur verið öfundsverðara
að vera utangarðs og
ósýnilegur, bætti hann
við.
Hins vegar segir
staða á jaðri bók-
menntakerfisins auð-
vitað ekkert um eigin-
leika skáldskapar og
allra síst gæði hans.
Miðjan hefur engin al-
gild verkfæri í höndun-
um og er heldur ekki
óbreytanlegur fasti. Á
einhverjum stað ein-
hverntímann hefði
mátt ætla að Hetjuljóð
og sögur eftir Tryggva
V. Líndal væru skáld-
skapur í miðjustöðu,
ljóð sem eru uppfull af
vísunum í klassískan menntaheim.
Fornmenning Grikkja? Er það ekki
miðjan? Er það ekki óhjákvæmilega
miðja að yrkja út frá „Ferðalokum“
Jónasar Hallgrímssonar einsog gert
er í upphafsljóði bókarinnar? Ónei.
Hetjuljóð og sögur er fimmta ljóða-
bók Tryggva, en sú fyrsta, Nætur-
vörðurinn, kom út árið 1989.
Frágangur Hetjuljóða er ekki
íburðarmikill, fremur en títt er um
sjálfsútgáfur. Höfundur spilar á
flautu á svarthvítri forsíðumynd og
heldur á trompet á baksíðu. Mörg
ljóðanna hafa áður birst í Lesbók
Morgunblaðsins.
Yrkisefnin eru mest úr grískum
goðsagnaheimum, tóntegundin dálít-
ið kaldhæðnisleg þar sem nútími
mætir goðsögutíma.
Sama tón má finna í þremur smá-
sögum verksins; ein þeirra eru
skemmtilega kæruleysisleg þeysi-
reið um pítsustaði, önnur ágæt rúss-
nesk helgisaga. Nútímagoðsögur
skipa sinn sess, ort er í orðastað
morðingja spænska skáldsins Garcia
Lorca og rituð ný „Goðsaga um Ís-
land“:
Er þeir skiptu með sér heiminum Seifur,
Póseidon og Hades rifust þeir um Thule;
þokuslædda eyju í norðri: Póseidon taldi
hana sína enda umlukta hvítfextu hafi; en
Seifi fannst að sökum stöðugleika vætu,
vinda, væri hún himneskrar ættar.
Hades hélt sig þó eiga vísar allar skræl-
ingjasálirnar þar.
Svo fóru loksins leikar að Seifur breytti
körlum öllum í hvíta fugla himinsins, en
Póseidon gerði kvenfólkið að gráum selum
sjávardjúpsins.
Lét svo Hades eftir eyna þá grályndu í
norðri er nefndist Ultima Thule, enn um
allnokkra hríð...
Í heildina finnst mér Hetjuljóð og
sögur allt í lagi bók. Reyndar er of
mikið um innsláttarvillur í henni en
burtséð frá því er verkið hvorki stór-
kostlegt né afleitt – fremur en geng-
ur og gerist um það sem meiri at-
hygli nýtur og stendur nær miðju.
Þetta er stutt bók en samt er í henni
eitt langt og mælskt ljóð sem nefnist
„Aktæón og Artemis“. Það er um-
hugsunarefni hvers vegna löng ljóð
hafa síður náð að festa sig í sessi í ís-
lenskri nútímaljóðlist en þau eru al-
geng í evrópskum módernisma og
þarf ekki einu sinni að koma til úr-
vinnsla epískra goðsagna. Að þessu
leyti og að dálitlum púkahætti við-
bættum finnst mér örla á því að
Hetjuljóð og sögur nýti sér frelsi
þess svæðis sem bókmenntakerfið
hefur gert ósýnilegt og hlutleyst af
fyllstu vinsemd.
Miðjan og jaðarinn
BÆKUR
L j ó ð
Eftir Tryggva V. Líndal, Valtýr,
Reykjavík, 2001, 59 bls.
HETJULJÓÐ OG SÖGUR
Tryggvi V.
Líndal
Hermann Stefánsson
ÞAÐ var frekar kalt í
Lübeck þetta laugar-
dagskvöld, hinn þriðja
mars. En kuldinn náði
ekki inn fyrir dyr leik-
hússins þar í borg. Þar
ríkti spenna.
Fólk var komið til að
hlusta á tónlist sem
ættuð er úr norðri, þar
sem miðnætursólin
skín. Yfirskrift tón-
leikanna var „Mitter-
nachts-Sonniges aus
dem Hohen Norden“.
Ekki slæmt að fá að
baða sig í norrænu mið-
nætursólskini í byrjun
mars.
Salurinn var nánast fullur og tón-
leikagestir biðu spenntir eftir að ís-
lenski bassasöngvarinn Davíð Ólafs-
son birtist á sviðinu, ásamt
undirleikaranum, Ólafi Vigni Al-
bertssyni, sem kominn var sérstak-
lega frá Íslandi til að leika undir á
píanó. Fólk sást líta í kringum sig,
skyggnast um. Þarna voru aðallega
Þjóðverjar og Íslend-
ingar sem búa í Lübeck
og nágrenni en líka
gestir sem komu alla
leið frá Danmörku og
Svíþjóð. Það er ekki á
hverjum degi sem Ís-
lendingur er með sér-
staka ljóðatónleika í
Norður-Þýskalandi og
alltaf þess virði að
leggja á sig nokkurt
ferðalag til að njóta ís-
lenskrar tónlistar og
fylgjast með sínu fólki.
Davíð vann strax hug
og hjörtu áheyrenda
með fágaðri og öruggri
framkomu.
Rödd hans var hrein og barst vel.
Túlkunin var einlæg og látlaus en
alltaf var stutt í gáskann, sérstaklega
milli laga, þegar hann útskýrði inn-
tak ljóðanna. Þá kitlaði hann stund-
um hláturtaugar tónleikagesta með
óvæntum athugasemdum um lönd og
þjóðir. Og það var greinilegt að menn
kunnu að meta kímnigáfu hans. Ólaf-
ur Vignir Albertsson lék á píanóið af
mikilli fagmennsku og hógværð.
Brugðið á leik
Fyrri hluti tónleikanna var helg-
aður Danmörku, Finnlandi, Noregi
og Svíþjóð en eftir hlé söng Davíð
eingöngu íslensk lög. Í síðasta lag-
inu, Tröllaslag eftir Jón Ásgeirsson,
brá hann á leik og og túlkaði textann
með líkama, sál og svipbrigðum.
Enda klöppuðu menn og stöppuðu er
hann hafði lokið söngnum og voru
alls ekki tilbúnir að fara heim. Þeir
vildu meira. Davíð sló á létta strengi
og sagðist hafa undirbúið tólf auka-
lög.
Það voru ánægðir tónleikagestir
sem stóðu upp og gengu úr salnum
eftir þrjú aukalög og nokkrar árang-
urslausar tilraunir til að fá Davíð til
að standa við loforðið um aukalögin
tólf. Það er öruggt að þetta kvöld líð-
ur mönnum seint úr minni. Í Morg-
unblaði þeirra Lübeckbúa, Lübecker
Nachrichten, var lokið lofsorði á tón-
leikana og þar á bæ voru menn
greinilega ánægðir með þennan nýja
söngvara Óperunnar í Lübeck en þar
hefur Davíð verið fastráðinn síðan í
september.
Að tónleikunum loknum kom í ljós
að þetta hafði ekki verið neinn frum-
flutningur hjá þeim félögum. Þegar
þeir voru að æfa á fimmtudagskvöld-
ið hringdi óperustjóri leikhússins og
sagði að vegna veikinda yrði að fella
niður óperusýningu á föstudags-
kvöldið. Hann spurði Davíð hvort
þeir gætu ekki hlaupið í skarðið og
verið með aukatónleika á undan aðal-
tónleikunum.
Hjartað uppi í hálsi
Davíð segist ekki hafa getað annað
en slegið til en viðurkennir að hafa
átt erfitt með að einbeita sér það sem
eftir var æfingarinnar, hjartað hafi
verið „alveg uppi í hálsi“.
„Þetta var ævintýri líkast. Tón-
leikarnir gengu mjög vel og stemmn-
ingin var frábær. Menn vita ekki
hverju þeir eiga von á þegar maður
býður upp á skandinavíska ljóðatón-
list en þetta hefur greinilega fallið í
góðan jarðveg,“ segir Davíð um fyrri
tónleikana. Hann segir ennfremur að
erfitt hafi verið að búa sig undir tón-
leikana á laugardagskvöldið. Þá hafi
mesta spennan verið farin úr sér og
hann hafi „þurft að drekka þrjár kók-
dósir til þess að vekja skrokkinn“.
Tónleikarnir hafa vakið mikla at-
hygli og mikið hefur verið hringt og
spurt hvort þeir verði ekki endur-
teknir. Það er því miður ekki á dag-
skrá.
Flugleiðir og Eimskip styrktu tón-
leikana og Davíð vill koma á fram-
færi sérstöku þakklæti til þeirra. Ís-
lenskum tónlistarunnendum má
benda á að Davíð verður með óperu-
tónleika á Íslandi í vor.
Bjartar
nætur í
norðri
Davíð Ólafsson bassasöngvari og Ólafur
Vignir Albertsson píanóleikari vöktu hrifn-
ingu á ljóðatónleikum í Lübeck á dögunum.
Margrét Pálsdóttir var meðal áheyrenda.
Ólafur Vignir
Albertsson
Höfundur er sendikennari í Kiel.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Davíð Ólafsson bassasöngvari á afmælistónleikum Karlakórs Reykja-
víkur fyrir skemmstu. Hann er fastráðinn við óperuhúsið í Lübeck.
SIGURBJÖRN Þor-
kelsson hefur starfað að
trúarlegum málefnum
lengst af ævi sinnar, þar
á meðal innan vébanda
KFUM. Þess vegna
hefur hann reglulega
heimsótt Vatnaskóg,
líklega dvalist þar sem
ungur drengur og einn-
ig starfað þar eftir að
hann komst á fullorðins-
ár.
Bókin Bjössi fer í
Vatnaskóg er eins kon-
ar lofgjörð til þess
starfs sem fram fer á
vegum KFUM, ekki
hvað síst sumarbúða-
starfsins sem byggist á tæplega 80
ára hefð. Sagan fjallar um tvo stráka
sem fá óvænt tækifæri til að fara í
sumarbúðir og er þar lýst því sam-
félagi og þeim anda sem ríkir á slíkum
stað.
Þetta eru kraftmiklir drengir,
stunda íþróttir af kappi og taka þátt í
daglegu lífi í sumarbúðunum. Þar er
trúin ofarlega á blaði og bænir, sálma-
söngur eða kannski réttara sagt hin
dæmigerðu sumarbúðalög sem
hljóma daglega.
Segja má að bókin sé á mörkum
þess að vera skáldverk, raunverulega
er hún lýsing á þessu starfi sem
margir drengir hafa tekið þátt í og
notið. Hins vegar segir í kynningu á
bókarkápu að einstakir atburðir, per-
sónur eða nöfn eigi sér ekki beina stoð
í raunveruleikanum.
Það er ekki auðvelt að gera sér
grein fyrir hvers konar bók þetta er,
hún er eins konar sambland af skáld-
sögu og handbók fyrir drengi sem
fara í sumarbúðir. Í bókarlok eru
spurningar, bænir og fleira er tengist
því sem drengir og
stúlkur sem farið hafa í
sumarbúðir er byggjast
á trúarlegum forsend-
um þekkja.
Segja má að stíll Sig-
urbjörns sé persónuleg-
ur og byggist á hans
uppeldi og síðan
reynslu eftir að hann
varð fullorðinn maður.
Trúin skipar mjög stór-
an sess og um það er
gott eitt að segja. Mál-
far er hins vegar stund-
um þannig að svo virðist
sem höfundur vilji
reyna að líkja eftir mál-
fari unglinga. Einhvern
veginn finnst mér það
vera óþarfi, því að jafnvel þótt börn og
unglingar temji sér sérstakt orðfæri í
vissum tilfellum er það langt í frá al-
gilt. Það sem einkennir þessa litlu bók
er fyrst og fremst hlýleiki og einlæg
trú. Kannski er það meðal þess sem
nútímafólk þyrfti að njóta í auknum
mæli til að öðlast gleði og sálarró.
Bjössi fer í Vatnaskóg er ágætlega
til þess fallin að vekja áhuga drengja
á að taka þátt í starfi eins og því sem
KFUM rekur og fara í sumarbúðir.
Og það er án efa hollt fyrir alla að
kynnast því af eigin raun.
Að fara
í sumarbúðir
BÆKUR
B a r n a b ó k
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson. Ljós-
myndir: Sigurbjörn Þorkelsson og
úr safni Skógarmanna. Útgefandi:
höfundur, Reykjavík, 2001, 119 bls.
BJÖSSI FER
Í VATNASKÓG
Sigurður Helgason
Sigurbjörn
Þorkelsson