Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 13
Nýr áfangastaður í beinu flugi
BERLÍN
Litrík saga
Í júní verða tvær vikuferðir til Berlínar, höfuðborgar sameinaðs
Þýskalands, 2/6 og 9/6. Atburðir liðins tíma verða ljóslifandi á götum
borgarinnar þar sem stríðandi fylkingar háðu uppgjör sitt
við lok seinni heimstyrjaldar. Borginni var um tíma
skipt með múr milli tveggja ríkja og ólíkra hugsjóna.
Nú er öldin önnur og borgin iðar af lífi og stórhug.
Ný Berlín tekur okkur opnum örmum.
Fararstjóri verður Emil Örn Kristjánsson.
Hann fylgir hópnum alla ferðina, liðsinnir og fræðir.
Takmarkaður sætafjöldi tryggir áhugaverða ferð.
Í boði eru ýmsar skoðunar- og kynnisferðir meðan á dvölinni stendur.
Innifalið er flug með Flugleiðum, flugvallaskattar, gisting í 2ja manna
herb. með baði, akstur milli flugvallar og hótels ,
morgunverður, skoðunarferð um Berlín og íslensk fararstjórn.
Beint flug með Flugleiðum.
Ferðaskrifstofa
Guðmundar Jónassonar ehf.
Borgartúni 34, Rvík, sími 511 1515, www.gjtravel.is
netfang: outgoing@gjtravel.is
Á þessu ári eru liðin 100 ár frá fæðingu Marlene Dietrich, dóttur Berlínarborgar sem lagði
heiminn að fótum sér með fágætri söngrödd. Eitt hundrað ára árstíð Marlene verður minnst
með ýmsum hætti í Berlín, allt árið.
Ferðir á næstunni: Til Prag 17/4 (7 dagar), 29/4 (8 dagar) og 6/5 (8 dagar) og 8
daga ferð í beinu flugi í ágúst. Skíðaferðir til Crans-Montana í Sviss um páskana.
Noregsferð 18/6 til 28/6, Suður-Afríka 14/4 til 25/4 Höfðaborg/ Blómaleiðin.
Góð fararstjórn og skoðunarferðir
Ferðir 2/6 og 9/6, 7 dagar, 57.700 á mann
RANNSÓKN lögreglunnar í
Reykjavík á flugslysinu í Skerjafirði
7. ágúst síðastliðinn þegar eins hreyf-
ils flugvél, TF-GTI, fórst og starf-
semi flugrekandans, Leiguflugs Ís-
leifs Ottesen, er á lokastigi. Er gert
ráð fyrir að henni ljúki fljótlega eftir
að niðurstaða Rannsóknarnefndar
flugslysa liggur fyrir. Gert er ráð fyr-
ir að það verði innan tveggja vikna.
Fimm fórust með flugvélinni og einn
liggur enn á sjúkrahúsi
Að sögn Sigurbjörns Víðis Egg-
ertssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns
er beðið niðurstöðu Rannsókna-
nefndar flugslysa. Segir hann rann-
sókn lögreglunnar ljúka fáum dögum
eftir að sú skýrsla kemur út. Þegar
rannsókn lýkur verður ríkissaksókn-
ara sent málið til ákvörðunar um
framhald.
Friðrik Þór Guðmundsson, faðir
eins þeirra sem létust í flugslysinu,
heldur því fram að Rannsóknarnefnd
flugslysa hafi látið úr vörslu sinni
hreyfil flugvélarflaksins, fylgihluti
hans og logbók eða dagbók fyrir
hreyfilinn. Kveðst hann hafa fengið
staðfestingu danska trygginga-
félagsins Codan fyrir þessu og jafn-
framt fyrir því að Ísleifur Ottesen,
eigandi Leiguflugs Ísleifs Ottesen,
sem átti flugvélina sem fórst, hafi
keypt hreyfilinn, fylgihlutina og dag-
bókina.
Fer fram á að ráðherra víki
rannsóknarnefndinni
Friðrik Þór tjáði Morgunblaðinu í
gær að hann hefði sent samgöngu-
ráðherra og lögreglustjóranum í
Reykjavík þessar upplýsingar sínar
og kvaðst myndu kæra þennan
gjörning Rannsóknarnefndar flug-
slysa. Kveðst hann einnig fara fram á
að samgönguráðherra víki nefndinni
frá í heild eða að minnsta kosti þeim
sem tóku ákvörðun um það með
formlegum hætti að láta hreyfilinn af
hendi.
Rannsóknarnefnd flugslysa hefur
sent frá sér yfirlýsingu vegna þess-
ara ásakana Friðriks Þórs og segir
þar að nefndin hafi í vörslu sinni flak
TF-GTI og alla þá hluti flugvélarinn-
ar og hreyfilsins sem máli skipti fyrir
rannsóknina. Þá segir í yfirlýsingu
rannsóknarnefndarinnar: „Ennfrem-
ur hefur rannsóknarnefndin í vörslu
sinni öll gögn og dagbækur. Þar sem
rannsóknarnefndin hafði strax full-
rannsakað hreyfil flugvélarinnar inn-
an viku frá því slysið varð og þar sem
engir rannsóknarhagsmunir kröfð-
ust þess að honum yrði haldið lengur
lét hún hann af hendi í lok þeirrar
viku. Rannsóknarnefndin hélt hins
vegar eftir öllum íhlutum hreyfilsins
og kerfa hans sem gátu gefið minnsta
tilefni til frekari rannsóknar.“
Skúli Jón Sigurðarson, formaður
Rannsóknarnefndar flugslysa,
kvaðst ekki vilja tjá sig umfram það
sem fram kemur í yfirlýsingunni en
ítrekaði aðeins að nefndin hefði undir
höndum öll nauðsynleg gögn, íhluti
úr hreyflinum, frumbækur og annað
sem þyrfti. Í lok yfirlýsingar Rann-
sóknarnefndar flugslysa kemur fram
að unnið sé nú að lokafrágangi
skýrslunnar og að hún verði gefin út
innan tveggja vikna.
Telur nefndina vanhæfa
Jón Ólafur Skarphéðinsson, faðir
þess sem liggur á spítala eftir flug-
slysið, sendi í gær frá sér yfirlýsingu
vegna þess sem Rannsóknarnefnd
flugslysa hefur upplýst að þar sem
engir rannsóknarhagsmunir hafi
krafist þess að hreyflinum yrði haldið
lengur hafi nefndin látið hann af
hendi viku eftir slysið. Í yfirlýsing-
unni segir Jón Ólafur meðal annars:
„Ég tel að þetta undirstriki enn
frekar vanhæfni rannsóknarnefndar
flugslysa til að sinna hlutverki sínu.
Hvernig gat nefndin séð það fyrir,
innan viku frá flugslysinu, að við
frekari rannsókn þeirra eða annarra
þyrfti ekki aðgang að hreyflinum?
Um það gat nefndin ekkert vitað.
Hún veit það ekki enn. Það á eftir að
koma í ljós. Rannsókn hennar er ekki
lokið, og ekki heldur opinberri rann-
sókn lögreglu á málinu. Það hefur áð-
ur komið fram að verulegir meinbug-
ir hafa verið á rannsókn
flugslysanefndar á umræddu slysi.
Það kemur ekki í ljós fyrr en skýrsla
rannsóknarnefndarinnar verður
gerð opinber, hvort rannsókn hennar
á hreyflinum hefur verið fullnægj-
andi.
Rannsóknarnefnd flugslysa verð-
ur enn fremur að gera sér grein fyrir
því að yfir stendur opinber rannsókn
á tildrögum flugslyssins. Á grund-
velli þeirrar rannsóknar verða hugs-
anlega höfðuð skaðabótamál ef tilefni
gefa til. Hreyfill flugvélarinnar kann
að verða mikilvægt sönnunargagn í
slíkum málarekstri. Um það getur
rannsóknarnefnd flugslysa ekkert
vitað í dag, hvað þá innan viku frá
flugslysinu. Rannsóknarnefnd flug-
slysa kann því að hafa fyrirgert mik-
ilvægu sönnunargagni. Það kann að
varða við lög.“
Þá segir Jón Ólafur í yfirlýsingu
sinni að með framferði sínu hafi
Rannsóknarnefnd flugslysa sýnt
fórnarlömbum flugslyssins ótrúlega
vanvirðingu. Telur hann nefndina
hafa sýnt að hún sé ekki því hlutverki
sínu vaxin að stuðla að auknu flug-
öryggi í landinu í þágu allra lands-
manna.
Athugasemdir við störf Rannsóknarnefndar flugslysa
Skýrsla um flugslysið í
Skerjafirði væntanleg
BROTTFARARTÍMAR flugvéla
frá Íslandi verða frá 22. mars háðir
samþykki svonefndrar Flæði-
stjórnar evrópsku flugumferðar-
stofnunarinnar, Eurocontrol
CFMU, sem þýðir að hún úthlutar
brottfarartímum eins nálægt áætl-
aðri brottför og við verður komið.
Allar áætlanir flugfélaga í Evrópu
eru settar í miðlægan gagnagrunn
og út frá því eru brottfarartímar
skammtaðir.
Ásgeir Pálsson, framkvæmda-
stjóri flugumferðarsviðs Flug-
málastjórnar, segir tilganginn með
því að úthluta brottfarartímum
þann að koma í veg fyrir að of mikil
flugumferð verði um ákveðin
svæði, bæði við flugvelli og á hin-
um ýmsu flugrýmum. Því sé þetta
mikið öryggisatriði. Hann segir
þessa flæðistjórn hafa verið við
lýði í um áratug og hún hafi síðustu
árin slípast mikið til og liðkast.
„Með þessu verður hægt að
skipuleggja flugumferðina betur
til að minna verði um tafir á flugi.
Þá verður minna um biðflug við
flugvelli og tafirnar verða þá frek-
ar á jörðunni áður en haldið er af
stað en þegar vélar nálgast
ákvörðunarstað,“ segir Ásgeir í
samtali við Morgunblaðið. Hann
segir þetta líka til að koma í veg
fyrir að of margar flugvélar séu á
flugvöllum, í sumum tilvikum sé
erfitt að koma vélum að flugstöðv-
um og stundum verði stæði hrein-
lega yfirfull ef brottfarir ganga
ekki nógu hratt og vélar halda
áfram að koma inn.
Ekki mikil áhrif á Íslandi
Ásgeir segir þetta öryggisventil
þar sem komið verði í veg fyrir að
of mikið álag verði á flugumferð-
arstjórn. Með þessu skipulagi
megi líka breyta brottförum ef
eitthvað komi upp á, til dæmis veð-
urfyrirbrigði, ónógur starfskraftur
til að sinna afgreiðslu véla eða bil-
anir.
Áhrif eða tafir á brottförum
flugvéla frá Íslandi telur Ásgeir
ekki verða miklar, helst geti verið
hætt við töfum á tveimur áfanga-
stöðum Flugleiða, þ.e. Frankfurt
og París, þar sem mjög mikil um-
ferð er og þeir einna lengst í burtu
frá Íslandi og því um fleiri svæði að
fara.
Úthlutaður brottfarartími mið-
ast við brottför flugvélar frá stæði
að viðbættum áætluðum aksturs-
tíma fyrir flugtak. Hafa flugmenn
15 mínútur til flugtaks eða frá 5
mínútum fyrir og þar til 10 mín-
útum eftir úthlutaðan tíma.
Brottfarartímum
áætlunarflug-
véla miðstýrt
Nýjar reglur frá Flæðistjórn evr-
ópsku flugumferðarstofnunarinnar
ÚRSKURÐARNEFND um upplýs-
ingamál hefur komist að þeirri nið-
urstöðu að landbúnaðarráðuneytinu
hafi verið skylt að veita Þóri Jóns-
syni, fréttamanni á Stöð 2, aðgang að
myndbandi sem sýnir afleiðingar
óhapps í laxeldi.
Ráðuneytið synjaði beiðni frétta-
mannsins um aðgang að myndband-
inu en af erindi ráðuneytisins til hans
dagsettu 14. febrúar sl., varð ráðið
að myndbandið hefði verið í vörslum
ráðuneytisins, þegar beiðnin um að-
ganginn barst, en fjarlægð þaðan áð-
ur en hún var afgreidd. Fréttamað-
urinn kærði til úrskurðarnefndar
meðferð ráðuneytisins á beiðni sinni.
Úrskurðarnefndin vísaði kærunni
frá en átaldi vinnubrögð ráðuneyt-
isins harðlega.
„Samkvæmt 1. mgr. 11. gr. upp-
lýsingalaga bar landbúnaðarráðu-
neytinu að leysa úr beiðni kæranda
svo fljótt sem verða mátti meðan
myndbandið var enn í vörslum þess.
Í stað þess endursendi ráðuneytið
myndbandið, án þess að séð verði að
nokkra nauðsyn hafi borið til þess,
eins og á stóð. Með þessu móti hefur
verið komið í veg fyrir að unnt sé að
afgreiða beiðni kæranda á grundvelli
upplýsingalaga þar sem myndbandið
er ekki lengur í vörslum stjórn-
valda,“ segir í niðurstöðu nefndar-
innar, sem taldi ennfremur að um-
rædd vinnubrögð gangi gegn því
meginmarkmiði upplýsingalaga að
málsgögn skuli varðveitt þannig að
þau séu aðgengileg svo að almenn-
ingur geti átt aðgang að þeim.
Vinnubrögð
landbúnaðar-
ráðuneytis
harðlega
átalin
FUNDAÐ var í málefnum þrotabús
rækjuverksmiðju Nasco í Bolungar-
vík í gær. Fundurinn var haldinn að
frumkvæði Byggðastofnunar en auk
fulltrúa hennar sátu fulltrúar veð-
hafa, bæjarstjórnar og verkalýðs-
félagsins auk tilboðsgjafa í verksmiðj-
una.
Að sögn Ólafs Kristjánssonar, bæj-
arstjóra á Bolungarvík, komu fram á
fundinum hugmyndir að lausn máls-
ins sem ræddar verða áfram. „Þetta
var vinsamlegur fundur og menn voru
að reifa hugmyndir að lausnum sem
báðir aðilar eru að skoða,“ segir hann.
„Farið var yfir þau viðskipti sem við
höfum átt á síðustu dögum og menn
voru að íhuga stöðuna.“
Kristinn H. Gunnarsson, stjórnar-
formaður Byggðastofnunar, segir að
fyrir hendi sé viðræðugrundvöllur-
sem menn séu að vinna út frá. Að öðru
leyti vildi hann ekki tjá sig um málið á
þessu stigi.
Fundur um Nasco í Bolungarvík
Hugmyndir um
lausn málsins
Ljósmynd/Gunnar Hallsson
Við upphaf fundarins í gær. F.v. Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri, Theodór
Bjarnason, forstjóri Byggðastofnunar, Kristinn H. Gunnarsson, formaður
stjórnar Byggðastofnunar, og Ásgeir Sólbergsson sparisjóðsstjóri.