Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 62
DAGBÓK 62 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Detti- foss og Lagarfoss koma og fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: J. Bergvoll og Tönnes koma í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrifstofan er opin alla miðvikud. frá kl. 14–17. S. 551-4349. Fataúthlutun og fata- móttaka er opin annan og fjórða hvern mið- vikud. í mánuði, frá kl. 14– 17 s. 552-5277. Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Svarað er í síma Krabba- meinsráðgjafarinnar, 800-4040 frá kl. 15–17. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–16.30 klippimyndir, harð- angur, kl. 13 smíðastofan opin, trésmíði/útskurður og spilað, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 böðun, kl. 9–12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna og fótaað- gerð, kl. 10 banki, kl. 13 spiladagur og vefnaður. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Sundtímar á Reykja- lundi kl. 16 á miðvikud. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hár- greiðslu og fótanudd, s. 566-8060 kl. 8–16. Félagsstarf eldri borg- ara í Mosfellsbæ! Þriðjud. 20. mars er áætlað að fara í skoð- unarferð austur fyrir fjall. Lagt af stað frá Dvalarh. aldraðra, Hlað- hömrum, kl. 13. Farið verður að bænum Grund, austan við Sel- foss, og skoðaður tréút- skurður eftir listakon- una Sigríði Kristjáns- dóttur. Á heimleiðinni verður komið við í Eden og m.a. skoðuð mál- verkasýning Gunnþórs Guðmundssonar frá Dæli í V-Húnavatns- sýslu. Uppl. og skráning hjá Svanhildi í síma 5868014 e.h. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslu- stofan og handa- vinnustofan opnar, kl. 13 opin handavinnustofan. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15–16. Skrifstofan í Gullsmára 9 opin í dag kl 16.30–18. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting og verslunin opin til kl. 13, kl. 13 föndur og handa- vinna, kl. 13.30 enska, byrjendur. Félagsstarf aldraðra í Garðabæ. Spilað í Kirkjulundi á þriðjudög- um kl. 13.30. Fótaað- gerðir mánudaga og fimmtudaga. Ath. nýtt símanúmer 565-6775. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Línudans kl. 11. Byrj- endur velkomnir. Mynd- mennt kl. 13. Píla kl. 13:30. Á morgun fimmtudag er Púttæf- ingar í Bæjarútgerð kl. 10–11:30 og aðalfundur á morgun fimmtud. kl. 14 í Hraunseli. Grænlenskir dagar verða í boði Fjörukráar sunnud. 18. mars kl. 15:30. Þátttak- endur skrá í sig í Hraunseli og taki miða. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeginu. Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi í dag mæting kl. 9.45. Söngfélag FEB kór- æfing kl. 17. Línudans- kennsla fellur niður. Leikhópurinn Snúður og Snælda sýna, „Gamlar perlur“ sem eru þættir valdir úr fimm gömlum þekktum verkum. Sýn- ingar eru á mið- vikudögum kl. 14 og sunnudögum kl. 17, í Ás- garði Glæsibæ. Ath. síð- ustu sýningar. Miða- pantanir í símum 588-2111, 568-9082 og 551-2203. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB fimmtudaginn 22. mars kl. 11–12. Panta þarf tíma. Silfurlínan opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10–12. Ath. skrifstofa FEB er opin frá kl. 10–16. Uppl. í s. 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9 opin vinnustofa, postu- línsmálun og fótaaðgerð, kl. 13 böðun kl. 13.30 samverustund. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl 10.30 gamlir leikir og dansar, frá há- degi spilasalur opinn, kl. 13.30 Tónhornið. Aðstoð frá skattstofunni verður veitt miðvikud. 21. mars, skráning hafin. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Allar upp- lýsingar um starfsemina á staðnum og í s. 575- 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 10.30 boccia, kl. 13 félagsvist, kl. 17 bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.10 og 10.10 leikfimi, kl. 10 ganga, kl. 13 keramik- málun, kl. 13.30 enska. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 bútasaumur, kl. 9– 12 útskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, hár- greiðsla, keramik, tau- og silkimálun og jóga, kl. 11 sund í Grensáslaug, kl. 15 teiknun og málun. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi, ætla að hittast á morgun fimmtudag 15. mars kl. 10 í Miðgarði, Langa- rima 21. Hópurinn ætlar að ræða hugsanlega kosningu stjórnar fyrir hópinn og skipulag starf- seminnar á komandi mánuðum. Kaffiveit- ingar í boði Miðgarðs. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar veitir Þrá- inn Hafsteinsson í síma 5454–500. Norðurbrún 1. Fótaað- gerðastofan opin frá kl. 9–14, kl. 9–12.30 út- skurður, kl. 9–16.45 handavinnustofurnar opnar, kl. 10 sögustund, kl. 13–13.30 bankinn, kl. 14 félagsvist, kaffi og verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.30 sund, kl. 9 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 aðstoð við böðun, mynd- listarkennsla og postu- línsmálun, kl. 13–16 myndlistarkennsla, gler- skurður og postulíns- málun, kl. 13–14 spurt og spjallað. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 bankaþjónusta, kl. 10 morgunstund og fótaað- gerðir, bókband og búta- saumur, kl. 13 hand- mennt og kóræfing, kl. 13.30 bókband, kl. 14.10 verslunarferð. Bústaðakirkja starf aldraðra, miðvikudaga kl. 13–16.30 spilað, föndrað og bænastund. Boðið upp á kaffi. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Kl. 19.30 félagsvist. Hringurinn. Árshátíð Hringsins verður haldin á Grand Hóteli, Rvk. við Sigtún fimmtud. 15. mars kl. 19. ITC-deildin Melkorka heldur fund í Gerðubergi í kvöld kl. 20. Skagfirska söngsveitin. Árshátíðin verður haldin í félagsheimili Skagfirð- inga Drangey í Stakka- hlíð 17, laugard. 17. mars. Húsið opnað kl. 19 og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Söngur og skemmtiatriði, dans- leikur. Miðapantanir fram á fimmtud. 15. mars hjá Finni, s. 894 4428, Ástu Júlíu s. 553 0345 kl, 16– 20. Miðar af- hentir í Drangey föstud. 16. mars kl. 17–19. Barðstrendingafélagið Spilað í Konnakoti Hverfisgötu 105, kl. 20.30. Allir velkomnir. ITC-deildin Fífa fundur 20. 15 í kvöld í safnaðarheimili Hjalla- kirkju. Gestir velkomnir. Í dag er miðvikudagur 14. mars, 73. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Enn er það, að vér bjuggum við aga jarðneskra feðra og bárum virðingu fyrir þeim. Skyldum vér þá ekki miklu fremur vera undirgefnir föður andanna og lifa? (Hebr. 12, 9.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 hvítleitur, 4 greind, 7 garm, 8 kjánar, 9 hagnað, 11 forar, 13 espa, 14 þorpari, 15 dett hálfveg- is, 17 bára, 20 óhreinka, 22 skyldmennið, 23 víðar, 24 snaga, 25 fjármunir. LÓÐRÉTT: 1 hraka, 2 hrósar, 3 væsk- ill, 4 brytjað kjöt, 5 mátt- ug, 6 hressa við, 10 rödd, 12 kolefnisduft, 13 borða, 15 snjór, 16 úði, 18 mátt- vana, 19 ræktuð lönd, 20 svara, 21 nabbi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 merfolald, 8 fljót, 9 næðið, 10 ugg, 11 rýrir, 13 arður, 15 svell, 18 listi, 21 iða, 22 kotið, 23 nakin, 24 ranglátir. Lóðrétt: 2 erjur, 3 fætur, 4 langa, 5 láðið, 6 æfir, 7 æður, 12 ill, 14 rói, 15 sókn, 16 eitla, 17 liðug, 18 Langá, 19 sekki, 20 inna. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Víkverji skrifar... SKULDIR og vextir sem veriðhafa nokkuð til umræðu að und- anförnu í þjóðfélaginu verða Vík- verja tilefni til hugleiðinga. Lánamál snerta sjálfsagt alla Íslendinga ein- hvern tíma á lífsleiðinni, ekki síst nú á dögum þegar auðveldara er að fá lán en ýsuflök. Víkverji hefur að vísu ekki talið útsölustaði ýsuflaka eða lánastofnanir en telur næsta víst að þar halli nokkuð á ýsuna. Kjörin eru hins vegar svipuð, þ.e. hvort tveggja lánin og ýsan kosta sitt. En þótt margir hafi kynnst því að þurfa að taka lán og skulda einhverj- um eru vitanlega til þeir sem aldrei hafa skuldað neinum neitt og vilja hafa það þannig. Oft hefur Víkverji eiginlega öfundað slíka menn þótt það þyki kannski ekki góð latína. Það fólk getur um frjálst höfuð strokið og er ekki háð því að horfa á eftir drjúg- um hluta tekna sinna í vaxta- greiðslur, verðbætur og afborganir. Hefur kosið að fara sér hægar í neysluna og kaupa hitt og þetta fyrir eigin krónur þegar þær voru orðnar nógu margar í bauknum. x x x LÁN eru þó gagnleg og kannskinauðsynleg öllu venjulegu fólki, einkum vegna húsnæðiskaupa. Það eru hins vegar önnur lán sem staldra má við og spyrja hversu nauðsynleg séu. Við heyrum fréttir af því að skuldir heimilanna hafi aukist, marg- ir lendi í greiðsluerfiðleikum og séu jafnvel að fá greiðsluerfiðleikalán. Slík lán eru Víkverja hulin ráðgáta því getur það verið að betra sé að fá meiri lán ef ekki er unnt að borga þau lán sem þegar hafa fengist? Er í slíku tilviki ekki betra að rifa seglin, minnka við sig húsnæði, selja eitt- hvað eða gera eitthvað annað en að taka ný lán? Nei, líklega ekki. Tökum frekar fleiri lán, borgum meiri vexti og öxlum auknar skuldbindingar, helst alveg fram á grafarbakkann. Ef það dugar ekki til taka afkomendur bara við, þeir erfa landið með gögn- um þess og gæðum og verðmæti þeirra sem fara á undan með tilheyr- andi arði og/eða skuldbindingum. x x x NEYSLULÁNIN eru sem sé þaðsem við hljótum að þurfa að skoða dálítið; þau sem við tökum til að endurnýja bílinn, húsgögnin, heimilistækin eða fyrir utanlands- ferðina sem við röðum á greiðslu- kortið – helst alveg fram að næstu ferð. Við erum líklega svo óþolinmóð að við getum ekki beðið eftir að eign- ast eitthvað, fara eitthvað eða gera eitthvað með því að safna fyrir því heldur þykir okkur skemmtilegra að rjúka til og fá aðstoð við eyðsluna. En þetta er auðvitað alltaf spurning hjá hverjum og einum. Varla viljum við hverfa aftur til fyrri daga þegar aðeins fáir útvaldir eða nógu út- smognir gátu fengið lán. Við viljum hafa þessa möguleika og þeir eru nógir í dag. Og það sem fylgt hefur auknum lánsframboðum er hvers kyns ráðgjöf, aðstoð og „heildar- lausnir“ eins og allt heitir í dag. Við lántökur fá menn að vita hversu þungar og miklar afborganirnar eru, hver kostnaðurinn er og hversu mik- ið í heild lántakinn er að greiða til baka. Þar sjá menn á einu bretti hvað dæmið kostar og ef maður hræðist ekki lántökuna þá er manni ekki við bjargandi. Nokkurra ára lán er nefnilega dálítið dýrt og við þurfum að verja því í góðan fjárfestingarkost (aftur tískuorð) til að það borgi sig. Það verður hver og einn að meta. x x x AÐ lokum má minna á heilræðisem einhvers staðar varð á vegi Víkverja. Ef þú getur greitt afborg- anir af láni sem taka á vegna neyslu þá geturðu alveg eins safnað ámóta upphæð á mánuði um tíma og greitt á einu bretti fyrir þessa „neyslu“. Þá eru menn lausir við vexti og kostnað og þurfa bara að bíða aðeins lengur eftir að geta keypt. En það er líklega svo oft erfitt að bíða og hyggst því Víkverji fara og finna einhverja sem vilja lána honum eitthvað. Hann get- ur ekki beðið. ÞAÐ væri sannarlega fagn- aðarefni ef háttvirtir al- þingismenn létu loks verða af því að aflétta eignar- skattsálagningu á íbúðar- húsnæði. Sex þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa flutt þingsályktunartillögu um afnám eignarskatts á íbúð- arhúsnæði. Þessi skattaálagning bitnar mest á eftirlauna- fólki, sem varið hefur allri starfsævinni í að eignast skuldlaust húsnæði við starfslok. Þá gerist það að þér er hegnt fyrir þá ráð- stöfun með því að húsnæðið er tvískattlagt, annars veg- ar fasteignaskattur til bæj- arfélagsins og hins vegar eignarskattur til ríkisins. Það verður áreiðanlega fylgst vel með því hverjir verða með eða á móti þess- ari tillögu. Hætta er á að þeir sem verða á móti henni lendi úti í kuldanum við næstu kosningar. Þetta mál hefur verið til umræðu í þjóðfélaginu of lengi án aðgerða. Háttvirtir alþingismenn, hefjist handa núna og hafnið órétt- lætinu. Sigríður. Þakkir fyrir Viðhorfsgreinar RAGNHEIÐUR hafði samband við Velvakanda og langaði að koma á fram- færi þökkum til Ásgeirs Sverrissonar fyrir Við- horfsgreinar hans, sem birtust í Morgunblaðinu 16. febrúar sl. og 23. febrúar sl. Greinin 16. febrúar sl. fjallar um minnihluta á villigötum í sambandi við flugvöllinn, vegna þess að flugvöllur er hættulegur í miðborg Reykjavíkur. Greinin 23. febrúar sl. fjallar um opinbera yfir- burði í sambandi við kyn- þáttahatur; að Íslendingar reyni að fela sig á bak við ættjarðarástina. Einnig að Íslendingar séu hatursfull- ir gagnvart dýrum. Þetta eru frábærar greinar sem allir ættu að lesa. Óheiðarleg vinnubrögð ÉG vil lýsa vanþóknun minni á óheiðarlegum vinnubrögðum við sölu á geisladiski undir því yfir- skini að ágóðinn renni til Einstakra barna. Þegar hringt var í mig og blíðmáll sölumaður útlist- aði göfugt málefnið, spurði ég sérstaklega að því, hve hátt hlutfall færi til málefn- is Einstakra barna, en reynsla mín í þessum efn- um hræddi. (Klettaúgáfan og krabbameinssjúku börn- in, þar sem hlutfallið var 15%, en 85% í kostnað og Hjálparstofnun kirkjunnar, þar sem söfnunarféð fór að stórum hluta í bílakaup). Stúlkan fullvissaði mig um að nú rynni féð óskert til málefnisins og spurð um geisladiskinn kvað hún hann bara vera uppbót, eins konar verðlaun fyrir að hafa léð málefninu lið. Þetta er í síðasta sinn sem ég læt blekkjast! Sigurður Jónsson, Ártúni 19, Sauðárkóki. Flugvöllinn í Vatnsmýrinni MIG langar til að tjá mig um það hvers vegna ég vil að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýr- inni. Við búum á eldfjallalandi og sú staða gæti komið upp vegna eldgosa að allir vegir inn og út úr borginni lok- uðust og þess vegna væri lífsnauðsynlegt fyrir okkur að völlurinn væri í borginni. Því það sem einu sinni gerðist gæti gerst aftur. Íbúðarbyggð á flugvallar- svæðinu mundi stórauka bílaöngþveiti og mengun í borginni sem er ærin fyrir. Og síðast en ekki síst mundi eitt stykki flugvöllur kosta mikla peninga sem borgargúar þyrftu að greiða í stórauknum skött- um. Guðrún Magnúsd. Kannast einhver við vettlinginn? ÞESSI vettlingur fannst á bílastæði við Landsbank- ann í Lágmúla. Það er aug- ljóst að eigandinn hefur haldið mikið upp á hann. Eigandi getur vitjað hans í síma 553-9104. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Afnám eignarskatts
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.