Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 43 Gjöfin þín Gjöfin þín Ótrúlegt en satt - gjöfin þín sem fylgir ef keyptar eru vörur fyrir 5.000 kr. eða meira* *í boði meðan birgðir endast. www.lancome.com á dögum Snyrtifræðingur frá Lancôme verður í versluninni fimmtudag og föstudag. Boðið er upp á sérstakar Lancôme meðferðir, ásamt allri alhliða snyrtingu. Bankastræti 8, sími 551 3140 SNYRTIMIÐSTÖÐIN Kringlunni 7, sími 588 1990 SLEÐADAGAR á fatnaði og fylgihlutum 15-30% afsláttur Í GREIN sem Stein- unn V. Óskarsdóttir skrifaði um flugvallar- málið og birtist í Morg- unblaðinu 9. mars sl. koma fram mjög at- hyglisverðir punktar sem vert er að vekja at- hygli á. Þau sjónarmið sem þar koma fram varpa nokkru ljósi á það hvers vegna borg- aryfirvöld hafa ekki náð neinu sambandi við samgönguyfirvöld um farsæla lausn flugvall- armálsins. Borgarfulltrúinn fjallar m.a. um ,,Sér- fræðingaveldið“ og ,,Hvassahrauns- kost“. ,,Sérfræðingaveldið“ Í fyrsta lagi segir borgarfulltrúinn að ,,svokallaðir sérfræðingar“ hafi haldið því fram að flugvöllur geti hvergi verið nema í Vatnsmýri eða Keflavík. Þetta er einfaldlega ekki rétt, hins vegar hefur verið bent á kosti þess og galla, litið á flugtækni- leg atriði, umhverfismál og ekki síst fjárhagshliðina og niðurstaðan er sú að einu raunhæfu kostirnir eru flug- völlur í Reykjavík eða Keflavík. Í öðru lagi segir borgarfulltrúinn að sérfræðingar hafi áður bent á að óæskilegt væri að flytja kennslu- og æfingaflug úr Vatnsmýri. Þetta er að hluta til rétt en borgarfulltrúanum ætti að vera ljóst að samkomulag sem borgarstjóri og samgönguráð- herra gerðu í 14. júní 1999 var vilji samgönguyfirvalda til þess að reyna að skapa frið um mikilvægasta verk- efni Reykjavíkurflugvallar sem er áætlunarflug innanlands. Í þriðja lagi segir ,,Þeirra (sér- fræðinganna) skoðun var að útilokað væri að fækka brautum á vellinum. Nú verður þeim fækkað í tvær.“ Borgarfulltrúinn ætti að vita að í texta með gildandi deiliskipulagi segir um umrædda flugbraut. ,,Stefnt er að því að flugbraut 07/25 verði lokað 5–7 árum eftir að búið er að endurbyggja hinar tvær flug- brautirnar sem eru merktar 20/02 og 32/14, enda hafi þá fundist önnur leið til að veita það öryggi sem þessi flug- braut tryggir nú.“ Það var öllum það ljóst þegar umræddur texti var sett- ur inn að það sem átt var við var að flugbraut með sömu stefnu á Kefla- víkurflugvelli yrði opnuð og hún myndi leysa það hlutverk sem við- komandi flugbraut gegnir í Reykja- vík. Enn og aftur til að skapa frið um flugvöllinn lögðu samgönguyfirvöld það til að flýta þessari aðgerð. Í fjórða lagi segir. ,,Þeir hafa ítrekað haft þá skoðun að ekki væri hægt að flytja starfsemina til á svæð- inu“. Þetta er er afar athyglisverð setning því borgarfulltrúanum ætti að vera það ljóst að í mörg ár hefur legið fyrir að flugstöð fyrir innan- landsflugið yrði byggð austan við norður/suður flugbraut nánar tiltek- ið í suðausturgeira svæðisins í ná- munda við Landhelgisgæslu. Þessi ummæli eru því úr lausu lofti gripin. Hvað varðar aðra starfsemi vestan við flugbraut hafa að sjálf- sögðu skapast nýjar aðstæður með fyrir- hugaðri byggingu kennslu- og æfinga- flugvallar og sú fram- tíðarsýn sem flugmála- yfirvöld hafa með þann flugvöll er að auk æf- ingaflugsins muni einkaflugið flytja á þann flugvöll í framtíð- inni þannig að losna muni um það svæði sem flugskýli taka vestan flugbrautar. ,,Hvassahraunskostur“ Ég ætla ekki enn einu sinni að fara yfir ástæður þess að flugmálayfir- völd telja flugvöll fyrir áætlunarflug í Hvassahrauni ekki fýsilegan kost. Ég get þó ekki látið hjá líða að benda borgarfulltrúanum á að það sem hún kallar 30 ára gamalt útsýnisflug, voru 210 kerfisbundnar flugferðir á svæðinu, við mismunandi veðurað- stæður, sem gáfu þá niðurstöðu að ætla mætti að nýting flugvallar þar yrði um 4–11% lakari en í Vatnsmýri. Veðurfar hefur ekki breyst hér á landi síðastliðin 30 ár, sem borgar- fulltrúinn getur fengið staðfest hjá Veðurstofunni, þannig að það er sér- kennilegt að gefa til kynna að rann- sóknin sé úrelt. Fullyrðingin ,,í dag munar ekki nema 10 mínútum í akstri milli Vatnsmýrar og Hvassa- hrauns“ dæmir sig sjálf. Með sömu reikniaðferð er væntanlega ekki nema 20 mínútna akstur til Keflavík- ur. Samskipti borgar og samgönguyfirvalda Ég sagði í upphafi greinarinnar að í henni kæmu fram athyglisverð at- riði sem varpa ljósi á það hvers vegna borgaryfirvöld hafa ekki náð neinu sambandi við samgönguyfir- völd um farsæla lausn flugvallar- málsins. Flugmálayfirvöld hafa mjög lagt sig fram um að finna lausn á flugvallarmálinu sem sætt gætu þau sjónarmið sem vega þyngst í þessu máli þ.e. annars vegar hagsmunir landsbyggðarinnar sem tengjast ferðatíma og þar með hlutverki höf- uðborgar og hins vegar þörf borg- arinnar fyrir landrými. Aðgerðir flugmálayfirvalda til að minnka ónæði af flugumferð, um fækkun flugbrauta, tilflutning á starfsemi og samningur borgarstjóra og sam- gönguráðherra um byggingu kennslu- og æfingaflugvallar hafa allar miðað að því að ná sátt við borg- ina. Í grein borgarfulltrúans er hins vegar reynt að gera allar tillögur flugmályfirvalda til að ná þessu marki tortryggilegar og stefnu- breytingar sem byggjast á forsend- um sem ég hef lýst taldar ,,ástæða til að hafa miklar efasemdir um mál- flutning þeirra“. Við sama tón hefur kveðið í málflutningi m.a. forseta borgarstjórnar svo öllum ætti að vera ljóst við hvað er að eiga þegar reynt er að finna lausn á flóknu úr- lausnarefni. „Sérfræðinga- veldi“ og Hvassa- hraunskostur Hilmar B. Baldursson Höfundur er formaður Flugráðs og starfandi flugstjóri. Flugvöllur Flugmálayfirvöld hafa mjög lagt sig fram um að finna lausn á flugvall- armálinu, segir Hilmar B. Baldursson, sem sætt gætu þau sjónar- mið sem vega þyngst í þessu máli. MIKIL umræða stendur yfir þessa dag- ana um framtíð Reykja- víkurflugvallar. Þessi umræða er tilkomin vegna ákvörðunar borgarstjórnar Reykja- víkur að láta fara fram kosningu um staðsetn- ingu flugvallar innan borgarmarkanna. Um- ræðan tengist hlutverki Reykjavíkur sem höf- uðborgar og skyldum borgarinnar við aðra hluta landsins í því sam- hengi. Það er efalaust í mín- um huga að borgarstjórn Reykjavík- ur hefur fullt vald til að ákveða með hvaða hætti borgin þróast, hvaða starfsemi er að mati borgarstjórnar æskileg innan borgarmarkanna og hverju er betur komið fyrir fjarri borginni. Það sem borgarstjórn Reykjavíkur getur ekki gefið fyrir- mæli um er hvert viðhorf annarra sem utan borgarmarkanna búa er til ákvarðana borgarstjórnar. Ég sem þetta rita hefi um langt árabil sótt mikið til Reykjavíkur vegna þátttöku í félagsmálum. Af því leiðir að í rúm tuttugu ár hefi ég notað flugið sem minn helsta ferðamáta. Þessu hefur svo fylgt að ég hefi notað þá þjónustu sem Reykjavík býður upp á svo sem hótel, veitingastaði, verslanir og leigubíla svo nokkuð sé nefnt. Eftir þau kynni sem ég hef haft af Reykjavíkurborg og íbúum hennar er mér farið að þykja vænt um borgina og mér hefur líkað vel við fólkið sem ég hef samskipti við. Í mínum huga er þetta mín borg þótt ég komi þar að- eins sem gestur. Staðsetning Reykjavíkurflugvallar á þeim stað sem hann er í dag, er lyk- illinn að því að Reykjavík er í mínum huga höfuðborg Íslands, ég á hlut- deild í henni mér þykir vænt um hana, hún kemur mér við þótt ég búi þar ekki. Þess vegna snertir það mig og ég er ekki einn um það þegar borg- aryfirvöld leggja til að þessi tengistöð mín við borgina verði flutt, og hvert? Bara eitthvað. Það virðist ekki skipta máli hvert, aðeins ef þessi „óværa“ verður hreinsuð af borgarlíkamanum. Hvað munar um að fara til Kefla- víkur? segja margir sem vilja flugvöll- inn burt. Já, hverju munar það? Ef allt gengur eins og best verður á kosið þá munar það 2 klukkustundum í ferð sem getur t.d. komið í veg fyrir að dvöl sem átti að standa part úr degi lengist þannig að gisting verði óhjá- kvæmileg, kostnaðarauki er síðan óhjákvæmilegur þar sem það kostar að fara á milli Reykjavíkur og Kefla- víkur. Komi til tafir á flugi vegna veð- urs eða annarra atvika þá verður þetta óhagræði oft miklu tilfinnan- legra. Ég hefi séð þau rök höfð uppi að það séu aðeins örfáir sveitarstjórnar- menn og latir þingmenn sem noti Reykjavíkur- flugvöll til að heim- sækja borgina, hinir séu allir að fara eða koma frá Keflavík. Þessi rök sýna djúpstæðari van- þekkingu á lífinu utan höfuðborgarinnar held- ur en ég gerði mér grein fyrir að væri til staðar. Stærsti hluti þeirra sem fara um Reykjavíkurflugvöll er fólk í persónulegum er- indum, sem er í mörg- um tilfellum að sækja til borgarinnar þjónustu sem þar er vegna þess að þar er mið- stöð stjórnsýslu, heilbrigðisþjónustu og framhaldsmenntunar. Þá eru vita- skuld margir að sækja heim vini og ættingja. Fyrir allt þetta fólk er verið að leggja til aukakostnað og tíma- eyðslu, tími er verðmæti, jafn verð- mætur fyrir landsbyggðarmann og borgarbúa. Það er notað sem rök fyr- ir flutningi vallarins úr Vatnsmýrinni að hægt sé að byggja flugvöll í Hvassahrauni sunnan Hafnarfjarðar. Þetta er gert þrátt fyrir að þær rann- sóknir sem liggja fyrir bendi til þess að með staðsetningu í Hvassahrauni sé verið að skerða notkunarmögu- leika og minnka öryggi þeirra sem þurfa að nota flugið. Til að réttlæta byggingu flugvallar í Hvassahrauni þurfa að fara fram nýjar rannsóknir á öryggisatriðum og flugskilyrðum. Það er ekki fyrr en jákvæðar niður- stöður liggja fyrir úr slíkum rann- sóknum sem hægt verður að líta á Hvassahraunsflugvöll sem valkost í þessari umræðu. Eftir sem áður er verið að leggja til mun dýrari og óhagkvæmari kost fyrir þá sem þurfa að nota innanlandsflugið. Það sem vekur mér þó mestan ugg í umræðunum um Reykjavíkurflug- völl er sú tóntegund sem margir af forystumönnum borgarinnar og ýms- ir talsmenn þeirra sem vilja flugvöll- inn burt nota um það fólk sem býr ut- an Reykjavíkur. Það er talað um íbúa dreifbýlisins af botnlausri fyrirlitn- ingu, hagmunamál okkar eru gerð hlægileg og óskir um eðlileg mann- réttindi eru lítilsvirt. Það er löngu þekkt aðferð hjá óprúttnum stjórnmálamönnum sem hafa vondan málstað að verja að finna sér handhæga blóraböggla sem skot- spæni. Sú andúðarbylgja sem for- mælendur flutnings Reykjavíkurflug- vallar hafa reynt að vekja upp gagnvart landsbyggðinni er af þess- ari rót. Ég verð að biðja það góða fólk sem byggir Reykjavík að huga vel að því sem verið er að teyma það út í með kosningunni um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar, sú kosning á ekkert skylt við skipulagsmál Reykjavíkurborgar eða með hvaða hætti innanlandflug verður eftir árið 2016. Hér er hins vegar verið að kveikja óvild og andúð á þeim minni- hluta landsmanna sem býr utan borg- armarkanna. Reykvíkingar. Ég bið ykkur að hafa það í huga að þessi kosning getur ráðið miklu um hvort að henni lokinni býr ein þjóð í landinu. Þau skilaboð sem sem send verða frá íbúum Reykjavíkur kunna að verða með þeim hætti að ekki verði skilin á ann- an hátt en þann að þau myndi enn dýpri gjá á milli borgarinnar og landsbyggðarinnar en þegar er fyrir hendi. Aðskilnaðarstefna borg- arstjórnar Reykjavíkur Hrafnkell A. Jónsson Flugvöllur Ég verð að biðja það góða fólk, segir Hrafn- kell A. Jónsson, sem byggir Reykjavík að huga vel að því sem ver- ið er að teyma það út í með kosningunni. Höfundur er héraðsskjala- vörður í Fellabæ. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.