Morgunblaðið - 14.03.2001, Page 49

Morgunblaðið - 14.03.2001, Page 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 49 ✝ Björn KristjánGígja fæddist í Reykjavík 10. októ- ber 1928. Hann lést á Sjúkrahúsi Selfoss 28. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Kristjana Gísla- dóttir og Geir Gígja, náttúrufræðingur og kennari. Systkini Björns eru: Hulda, Haukur, Gunnar, lát- inn, og Gylfi. Systkini samfeðra: Guðmund- ur, Guðríður, Elísa- bet og Þorbjörg. Bróðir, sammæðra: Sæbjörn Helgi Björnsson. Björn var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Ingólfs- dóttir frá Akranesi. Seinni kona hans var Anna Jóhannsdóttir frá Neskaupstað. Börn Guðrúnar og Björns eru: Ingólfur, Jensína Laufey, Arna, Hulda, Erling Rúben og Geirþrúður. Björn var búfræð- ingur frá Hvanneyri, og vélvirki, einnig lærði hann köfun og stundaði það tals- vert. Björn átti og rak bílaverkstæði og má til gamans geta að haft var eftir ein- hverjum að það fyr- irfyndist ekki sú beygla sem Björn gæti ekki rétt. Björn fann upp og hannaði núverandi bremsukerfi far- þegamegin fyrir ökukennara. Í nokkur ár starfaði hann við siglingar um heim allan. Síðustu tuttugu árin starfaði hann og bjó ásamt konu sinni Önnu, í Neskaupstað og kenndi þar við verkmenntaskóla. Björn flutti suður, fyrst til Stokkseyrar en síð- an á Selfoss eftir að kona hans lést. Útför Björns fór fram í kyrrþey. Elsku Bjössi minn. Okkar fyrstu kynni voru ævintýra- leg fyrir um 32 árum. Þetta var um vetur og vorum við sonur þinn á leið á sveitaball suður með sjó á kraft- miklu mótorhjóli. Þegar við vorum nýbúin að bruna í gegnum Hafnar- fjörð springur á tryllitækinu og í sömu andrá ber að bíl með tveimur mönnum. Annar gengur til okkar brosandi (dálítið ísmeygilega) og fer að pakka hálsinum á mér betur inn. Já, Bjössi minn, þetta varst þú og um 30 árum seinna sagðirðu mér, að hálsinn væri viðkvæmasti staður lík- amans fyrir kulda og sjálfur pakk- aðirðu þínum alltaf vel inn í klúta og trefla. Auðvitað hitti ég þig oftar á þessum tíma, en það var í rauninni ekki fyrr en þú fluttir til okkar, sem mér hlotnaðist tvöföld gæfa. Í fyrsta lagi að fá þig og kynnast þér vel og í öðru lagi gafstu okkur fína píanóið ykkar Önnu, mér til mikillar ánægju og gagns. Ástæðan fyrir flutningi þínum var einmitt sú að þú hafðir þá nýlega misst þína heittelskuðu Önnu og varstu af þeim sökum niðurbrot- inn maður og sannaðist þar að eins dauði er annars brauð, þar sem ég naut þess í botn að umgangast þig. Síðasta samverustundin með þér á sjúkrahúsinu var ljúfsár. Ég sá að þér leið ekki vel og strauk þér um ennið svolitla stund, þá sagðirðu með glettni í röddinni: „Þú gerir mig værukæran, ég er að reyna að hugsa.“ Þá er ég komin að kjarna málsins, hugsa. Fyrir utan hvað þetta segir um þína ríku kímnigáfu, þá fannst mér þú einhver skarpasti og hæfileikaríkasti maður sem ég hef kynnst og ég er fegin hvað þú hélst því fram í andlátið, ásamt persónu- einkennum þínum, svo sem glað- værð, yfirvegun, þrjósku, dugnaði og blíðu, fegurðin og persónutöfrarnir voru bónus. Rétt áður en þú lagðist inn og við sonur þinn vorum að út- rétta með þér á Selfossi, þú varst hel- sjúkur af krabbameini og fölur á vangann, en geislaðir ennþá af fyrr- nefndum eiginleikum og ég rígmont- in af þér, þá stríddi ég þér á kven- hyllinni. Þá hnussaði í þér hálfhneyksluðum: „Hvað! Ég er sjúklingur.“ Þá sagði ég: „Þá ertu sætur sjúklingur.“ Þá skelltirðu upp- úr og núna er ég búin að sannfrétta að á þinni vikulöngu banalegu bræddirðu hjúkkuhjörtu. Mig langar að þakka og nefna fólk sem reyndist Bjössa vinir í raun. Guðbjörn (sem nú er látinn), sem var vakinn og sofinn yfir Bjössa, og gáfu þeir og þáðu á víxl, vinirnir, svo unun var að fylgjast með svipfallega prent- aranum í Grænumörkinni sem stóð vaktina með Ingu B., sem varð góður vinur Bjössa og tók að sumu leyti við af okkur Guðbirni. Svo þakka ég starfsfólki sjúkrahússins fyrir þjón- ustu þess svo og félagsmálageiran- um. Ég samhryggist þeim sem eiga um sárt að binda vegna andláts Bjössa. Bara eitt að lokum, Bjössi. Þegar ég hafði spilað fyrir þig á pí- anóið einu sinni sagðirðu brosandi út að eyrum: „Ég vissi ekki að ég ætti svona yndislega tengdadóttur.“ Mig langar að gera þessi orð að mínum og segja, ég vissi ekki að ég ætti svona yndislegan tengdaföður. Takk fyrir allt. Borghildur. BJÖRN KRISTJÁN GÍGJA Við vorum vinir Gunnars og erum enn. Lífið var leikur, mest úti við, ferðir í bæinn, í búðir, í bíó og oft fórum við í sund í Vesturbæjarlaugina. Gunnar var duglegur að vinna og teymdi Palla með sér í garðvinnu. Eins og full- orðnir menn gerðu þeir félagar til- boð í garðana sem snyrta átti. Fyrir rúmu ári greindist Gunnar með krabbamein. Við trúðum því báðir þá að hægt yrði að lækna vin okkar. Síðla árs í fyrra var okkur sagt hve alvarleg veikindi Gunnars væru í raun. Að líklega yrðu þetta síðustu jólin hans. Við gátum ekki skilið þessar fréttir. Þegar Gunnar var orðinn mjög veikburða sátum við oft saman heima hjá honum og horfðum á myndir. Séra Sigurður í Seltjarn- arneskirkju var okkur mikill stuðn- ingur. Stundum horfðum við á mynd í kirkjunni og Sigurður pantaði pizz- ur. Við vorum alltaf velkomnir í heimsókn til Gunna þegar hann treysti sér til þess að fá félagsskap. Það var mikið áfall þegar séra Sig- urður kom upp í Bláfjöll til okkar, en við vorum þar í skíðaferðalagi, og til- kynnti okkur að Gunnar hefði dáið um nóttina. Við fórum strax heim og fengum að kveðja hann í sínu rétta umhverfi. Hann var friðsæll á svip- inn þegar við fengum að sjá hann. Foreldrar Gunnars veittu okkur mikinn stuðning og hjálp í sorginni. Palli var svo heppinn að fá að njóta þess að vera með Gunnari í fullu fjöri í Portúgal sumarið 1999. Þeir fóru í GUNNAR ÖLVIR IMSLAND ✝ Gunnar ÖlvirImsland fæddist í Óðinsvéum í Dan- mörku 13. október 1986. Hann lést á heimili sínu í Eiðis- mýri 20 á Seltjarnar- nesi hinn 6. mars síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Sel- tjarnarneskirkju 13. mars. rennibrautagarð, syntu í sjónum, röltu um bæ- inn í Albúfeira og stríddu túristum með leiser. Brynja móðir Gunn- ars hefur sýnt mikinn styrk í veikindum hans og eftir þau. Hún hefur verið okkur sem móðir, leyft okkur að syrgja með sér. Í því er mikill styrkur fyrir okkur. Faðir Gunnars og bræður hafa líka styrkt okkur mikið með æðru- leysi sínu og visku. Ég sendi þér kæra kveðju, nú er komin lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð (Þórunn Sig.) Um leið og við kveðjum okkar góða og trausta vin þökkum við fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Við vottum foreldrum Gunnars og bræðrum innilega samúð. Þínir vinir, Baldur og Páll Bragi. Það var einn glaðan, sólríkan sum- ardag að ég og strákarnir mínir tveir, Palli og Bjössi fórum út á fót- boltavöll í Kolbeinsstaðamýri. Á vell- inum voru fyrir nokkrir drengir að sparka bolta. Okkur var velkomið að spila með og upphófst skemmtilegur knattspyrnuleikur. Ég kannaðist við einn piltinn úr hverfinu. Snaggara- legur drengur, dökkur yfirlitum og glaðlegur. Hann lét mikið að sér kveða í leiknum. Bæði var hann „teknískur“, eins og sagt er á knatt- spyrnumáli, og einnig vakti það at- hygli mína að hann viðurkenndi allt- af brot áður en bent var á það. Það er sjaldgæft einsog þeir sem leika frí- stundaknattspyrnu vita. Hann kunni að sóla en gaf einnig boltann þegar meðspilarar hans komust í færi. Þetta voru fyrstu kynni mín og ég held okkar feðga af Gunnari Ölvi Imsland sem nú er allur. Vinátta hans og eldri sonar míns Páls Braga er í dag margra ára gömul. Hún óx og þeir höfðu góð áhrif hvor á annan. Vógu hvor annan upp. Gunnar háði langa og stranga baráttu við skæðan sjúkdóm. Það er leitt að hugsa til þess hve langt er síðan þessi fyrrum heimagangur spjallaði frjálslega við okkur, foreldra Palla. Ævinlega í hrekkleysi. Einsog gengur á milli feðga plata þeir hvor annan á stund- um. Gunnari tókst oft að leiðrétta Palla þegar hann sagði mér frá af nokkurri ónákvæmni. Ekki á þann hátt að hann væri að koma upp um besta vin sinn heldur var hann að benda honum á hvað væri rétt. For- eldrum Gunnars og bræðrum kynnt- umst við betur þegar leiðir lágu sam- an í Portúgal sumarið 1999. Við böðuðum okkur í sól og sjó, kepptum í fótbolta fyrir hönd okkar hótels í bikarkeppni hótela á Albúfeira, spjölluðum um heima og geima. Og fundum út að ekki áttu synir okkar einir ótal margt sameiginlegt heldur og fjölskyldur þeirra. Það lýsir af þessari minningu um Gunnar því skömmu síðar fóru veikindi hans að gera vart við sig. Við foreldrarnir og litli bróðir Palla fylgdumst með veik- indum Gunnars í gegnum son okkar. Það var erfið reynsla og sár. Sonur minn hefur misst mikið og við líka. Í skarð Gunnars verður ekki fyllt en við munum gera okkar besta til þess að leyfa sorginni að finna sinn farveg til góðs, til aukins þroska. Páll sonur minn hefur elst um mörg ár á meðan á veikindum vinar hans hefur staðið. Næstu mánuði munum við hjálpast að við að skýra mynd Gunnars í hug- um okkar sem best við getum. Hann á það svo fyllilega skilið og við líka. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að heimsækja móður Gunnars, Brynju, tveimur dögum fyrir dauða hans. Við áttum góða stund saman. Hún gaf mér styrk sem ég hef úr að moða núna og get notað til þess að hugga son minn. Samband þeirra vinanna var einstakt. Traust og nóg áttu þeir af kærleika hvor handa öðrum. Þremur dögum áður en Gunnar dó heyrði móðir hans hann tala upp úr svefni. Hann endurtók sömu setn- inguna aftur og aftur: Þú verður að standa þig vel í skólanum, Palli, það er svo mikilvægt. Sjálfsvorkunn var því fjarri þessum fyrrum atorku- sama pilti sem á dánarbeði hugsaði meira um gæfu vinar síns en eigin ógæfu. Ég votta fjölskyldunni mína inni- legustu samúð. Ykkar vinur, Sigurður Björnsson. Vinur minn Gunnar Ölvir er dáinn. Mér þykir í meira lagi óraunverulegt að reyna nú við þessar ömurlegu að- stæður að skrifa þessi fáu orð sem mig langar þó að gera. Við kynntumst fyrst í gegnum fót- boltann hjá Gróttu í 4. flokki þegar við vorum í Mýrarhúsaskóla. Það tókst fljótlega með okkur góð vinátta enda áttum við mörg sameiginleg áhugamál og vorum mikið saman. Ekki síst á hans heimili þar sem við vinirnir vorum alltaf velkomnir og Brynja var alltaf til í að spjalla við okkur og hvetja okkur áfram, m.a. við lærdóminn. Sumarið 1999 ákváðum við að vinna okkur inn peninga með því að slá garða fyrir fólk hér í Vesturbæn- um og úti á Seltjarnarnesi. Kom Palli okkur þar stundum til hjálpar. Fyrir þá peninga gátum við borgað sjálfir okkar bíóferðir og fleira skemmti- legt. Elsku Brynja, Ómar, Ragnar, Birgir og Arnar, ég og fjölskylda mín sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Gunnar er góður vinur sem ég mun aldrei gleyma. Ingi Hilmar. Elsku Gunnar, við kveðjum þig með hlýhug og söknuði og viljum þakka guði fyrir að hafa orðið þeirr- ar gæfu aðnjótandi að kynnast þér. Einnig fengum við að kynnast því hve mikill kraftur og orka getur búið í einni manneskju og munum við minnast þess alla ævi. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Við biðjum góðan guð að varðveita minningu Gunnars og veita fjöl- skyldu hans og vinum styrk á erf- iðum tímum. Hvíl í friði, elsku vinur. Gunnhildur, Halldóra, Olga Lilja, Pálína, Vera Björt og Þórunn Elísabet. Kæri vinur okkar, við sitjum hér agndofa og reynum að meðtaka þá sorgarfrétt sem við fengum sl. þriðjudag að þú værir farinn frá okk- ur. Elsku Gunni, eins og þú varst allt- af kallaður hjá okkur félögum þínum, hvernig eigum við að skilja tilgang lífsins þegar ungur vinur okkar, sem rétt er að byrja að lifa lífinu, er tek- inn svo snögglega frá okkur? Það er margs að minnast er við hugsum til baka. Skíðaferðin í 7. bekk sem er alveg ógleymanleg, þar sem allir skemmtu sér frábærlega. Þú varst svo baráttumikill strákur, sérstaklega í veikindum þínum, lífs- glaður og vildir alltaf öllum vel. Elsku Gunni, við þökkum fyrir yndisleg ár sem voru allt of fá, en minningin um góðan félaga mun allt- af lifa með okkur. Við vottum foreldrum og bræðr- um okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að gefa þeim styrk í sorg- inni. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S.E.) Þínar vinkonur, Una, Vala, Auður, Magnea og Halldóra. Ég horfði í gegnum gluggann á grafhljóðri vetraróttu, og leit eina litla stjörnu þar lengst úti í blárri nóttu. Hún skein með svo blíðum bjarma, sem bros frá liðnum árum. Hún titraði gegnum gluggann, sem geisli í sorgartárum. Og ef til vill sér þar einhver, sem einn í þögninni syrgir, móðurstjörnuna mína, sem miðnæturdökkvinn byrgir. Ef til vill sér hana einhver á andvökustundum sárum titra í gegnum gluggann, sem geisla í sorgartárum. (Magnús Ásg.) Með kveðju, Bryndís, Halldór, Hrefna Ýr og Jörgen Þór. Haustið 1999 byrjaði Gunnar Ölvir í Valhúsaskóla eftir skólasetu í Mýr- arhúsaskóla. Gunnar var fullur til- hlökkunar að takast á við ný verk- efni, jákvæður og glaðlegur í viðmóti. Bæði kennarar og bekkjar- félagar hans tóku eftir þessum glað- lega og glettna strák og varð hann fljótt hvers manns hugljúfi. Veturinn byrjaði vel, verkefnin voru mörg, bæði allt heimanámið og félagslífið, þar sem Gunnar lét sig ekki vanta. Þegar leið á vorið syrti í álinn hjá Gunnari. Hann veiktist og hefur síð- astliðið ár háð baráttu við þann skæða sjúkdóm sem felldi hann að lokum. Gunnar sýndi frábæra þraut- seigju og mikið hugrekki allan tím- ann. Hann gat rætt um lífið og til- veruna af mikilli yfirvegun og var það styrkur bæði fyrir fjölskyldu og vini. Við starfsfólk Valhúsaskóla þökkum fyrir þann tíma sem við höfðum með Gunnari. Það er alltaf sárt að horfa á eftir ungu fólki sem á alla framtíðina fyrir sér. Foreldrum, bræðrum og öðrum ættingjum send- um við okkar einlægu samúðarkveðj- ur. Starfsfólk Valhúsaskóla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.