Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 43
ekki sömu réttinda og aðrir starfs- menn íslenskra fyrirtækja og til hvers á að nota launatengdu gjöld- in sem renna til hins opinbera af launum hans? Mér hefur verið kennt að svara fyrri spurningunni svona: a) greiðsluskylda fyrirtækis á dag- vinnulaunum starfsmanns fellur niður og starfsmaðurinn getur sótt um atvinnuleysisbætur. b) bjóðist starfsmanninum önnur vinna er hann ekki bundinn af uppsagnarfresti og þarf einungis að tilkynna fyrri launagreiðanda að hann muni ekki koma aftur til starfa. c) meðan það gerist ekki hefur launagreiðandinn enn sínar skyldur gagnvart starfsmannin- um, s.s. vegna uppsagnarfrests, greiðslu til launa vegna helgi- daga og launa vegna veikinda, með öðrum orðum að ráðning- arsambandi er ekki slitið milli aðila nema til komi uppsögn. Við seinni spurningunni kann ég engin svör. Henni er hér með beint til ís- lenskra stjórnvalda og Samtaka at- vinnulífsins, fyrir hönd allra þeirra sem málið varðar. Bænaskjöl úr öllum áttum Eitt er víst að hvað sem ólíkum uppruna og móðurmáli líður, þá veit ég að við vorum sammála um það ég og þessi ágæti félagsmaður sem með spurningu sinni knúði mig til að skrifa þessi orð, að allir eiga að vera jafnir fyrir lögunum. Honum var lítil huggun í því að vita að stjórn Verkalýðsfélagsins Vöku hefði skorað á fyrirtækið sem hann vinnur hjá að velja betri kostinn, þ.e. þriggjadagaregluna og að samtök launafólks víða um land hefðu sent frá sér sams konar áskoranir á önnur fiskvinnslufyr- irtæki. Hreyfingin hafi ásamt félags- málaráðherra farið bónarveg að fyrirtækjunum. Margir væru í sömu stöðu og hann, stöðu beiningamannsins. Eftir situr þessi óþægilega nag- andi spurning: Er íslensk gestrisni með þeim hætti að erlendu verkafólki er vís- að á guð og gaddinn þegar stjórn- völdum og atvinnulífinu hentar að túlka lög og kjarasamninga með þeim hætti, að það megi? Höfundur er formaður Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 43 ÞRIÐJA leiðin er hugtak sem notað er yfir tilraun til endur- skilgreiningar jafnað- armannaflokka í Evr- ópu síðasta áratuginn í kjölfar endaloka kalda stríðsins og stétta- stjórnmálanna. Þriðja leiðin er tilraun til að nútímavæða jafnaðar- stefnuna, hún er, svo vitnað sé í forsætisráð- herra Bretlands, Tony Blair: „skilyrðislaust skuldbundin baráttu fyrir auknu félagslegu réttlæti í samfélaginu og markmiðum hinnar klassísku félagshyggju, en sveigj- anleg og framsýn í leiðunum að markmiðum félagslegs réttlætis.“ Sátt við markaðsöflin Þriðja leiðin er byggð á þeim gildum sem hafa verið leiðarljós frjálslyndra og jafnaðarmanna í meira en öld: Lýðræði, frelsi, rétt- læti, gagnkvæmum skyldum og al- þjóðahyggju. Þriðja leiðin er að mati formælenda hennar ný stjórn- málastefna vegna þess að hún færir sig með afgerandi hætti frá, annars vegar, hinni gömlu vinstristefnu sem fólst í þjóðnýtingu, ríkisaf- skiptum í samkeppnisrekstri og háum sköttum, hins vegar frjáls- hyggjunni sem vill láta markaðinn leysa alla hluti og ráða gæðum og gögnum í samfélaginu. Frjáls- hyggjunni sem kennir að miskunn- arleysi markaðarins eigi að deila og drottna í samfélaginu. Með þriðju leiðinni sættust jafnaðarmanna- flokkarnir við markaðinn og at- vinnulífið og fóru að nýta sér hann til að byggja öflugri og réttlátari samfélög. Besta úr báðum heimum Hugmyndafræðingar þriðju leið- arinnar segja hana byggjast á því besta úr báðum heimum stjórnmál- anna. Félagslegu réttlæti sósíalism- ans og öflugu efnahags- og atvinnu- lífi kapítalismans. Hlutverk ríkisins samkvæmt þriðju leiðinni er ekki að reka banka eða fjarskiptafyrirtæki, svo dæmi sé tekið, heldur að fjár- festa í mannauðnum í gegnum menntakerfi og þjálfun, með sér- stakri áherslu á þá sem minna mega sín í samfélaginu. Þriðja leiðin kennir að félags- legt réttlæti, þar sem allir hafa jöfn tæki- færi, og dýnamískt efnahagslíf fari saman í einni og sömu stjórn- málastefnunni. Máttug tilraun Hvernig sem þriðju leiðinni reiðir af á næstu misserum er hún altént máttug tilraun til dýnamískrar stjórnmálaumræðu um hlutverk ríkisins í breyttri ver- öld. Veröld þar sem þekking og tölvulæsi er að verða lykillinn að farsæld og velgengni. Því hafa jafn- aðarmenn í Evrópu lagt mikla áherslu á að efla menntakerfi landa sinna og bæta skólana. Um leið og ríkisvaldið hefur dregið sig út úr ýmiss konar samkeppnisrekstri hefur aukin áhersla verið lögð á að efla velferðar- og menntakerfið. Að endurmennta mannaflann og gefa fólki sem af einhverjum sökum var dottið út af vinnumarkaðinum ann- að tækifæri til að fóta sig í atvinnu- lífinu. Þriðja leið stjórnmálanna Björgvin G. Sigurðsson Stjórnmál Þriðja leiðin er sögð byggð á því besta úr báðum heimum stjórnmálanna, segir Björgvin G. Sigurðsson, þ.e. félagslegu réttlæti sósíalismans og öflugu efnahags- og atvinnulífi kapítalismans. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. MIG hefur oft undr- að umræðan sem getur verið um störf og laun sjómanna. Það er fátt við því að segja þegar almenningur talar af vanþekkingu. Það er aftur á móti verra þeg- ar ráðamenn gera það. Það getur verið þreyt- andi að hlusta á þá fjalla um sjávarútveg og sérstaklega er und- arlegt að heyra þá tjá sig um sjómennsku. Svo vitlaus er umræð- an að sumir halda að góður helmingur lífs sjómanna sé sólbað og lystisemdir. Staðreyndir eru allt aðrar. Þeir vinna aldrei minna en helming sólarhrings og það alla daga vikunnar. Stundum í foráttu veðri, myrkri og kulda, sam- bandslausir við ástvini og atburði. Þetta er ekkert til að öfundast yfir. Það er öllum ljóst að sjávarút- vegur er undirstöðu atvinnugrein okkar. Þess vegna er ekki farið fram á mikið að ætlast til þess að þeir sem ráða – þeir sem fara með völdin – þekki eitthvað til þeirra mála sem þeir eru fjalla um og ráða fram úr. Ég veit ekki hvort farið er fram á mikið, að ætlast til þess að ráðamenn okkar kynni sér það sem þeir fjalla um – fari svo sem einn og einn túr til sjós. Með því gætu þeir lært, þroskast og í framhaldi af því orðið betri menn og vitrari. Það er nefnilega ekki alltaf gaman að verða vitni að van- kunnáttu þeirra sem við eigum samkvæmt öllu að treysta. Það er reyndar ekki bara við ráðamenn að sakast hversu slæleg umræðan er. Þar eiga sjómenn verulega sök, ekki síst þeir sem hafa valist til forystu og þiggja laun fyrir. Frá þeim heyr- ist aldrei eða sjaldan – a.m.k. ekki að þeirra frumkvæði. Það er helst að forystumenn Sjómannafélags Reykjavíkur sinni þessum málum. Þess vegna er það eindregin áskorun mín til sjómanna að láta frá sér heyra og verjast þeim árásum sem stétt okkar verður fyrir og um- fram allt verðum við allir að leggj- ast á eitt til að opna augu ráða- manna fyrir því, að ekki verður endalaust ráðist að okkur með laga- setningum og öðru sem truflar rétt- láta baráttu okkar fyrir mannsæm- andi kjörum og réttindum. Vanþekking er til vandræða Skúli Einarsson Kjarabarátta Svo vitlaus er umræðan að sumir halda að góður helmingur lífs sjómanna, segir Skúli Einarsson, sé sólbað og lystisemdir. Höfundur er varaformaður Matsveinafélags Íslands. Gól fe fn i á st igahús Ármúla 23, sími 533 5060
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.