Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 23
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 23
Vatnaskógur
Frísk félög
fyrir hressa krakka!
Skráning í sumarbúðir KFUM í Vatnaskógi
hefst mánudaginn 2. apríl kl. 8:00 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg.
Einnig er tekið við skráningum í síma 588-8899.
Flokkaskrá sumarsins birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins (2. apríl).
Hana er einnig að finna á bls. 629 í textavarpi sjónvarpsins og á heimasíðu
KFUM og KFUK www.kfum.is.
Skráning í sumarbúðirnar Hólavatni,
Kaldárseli, Ölveri og Vindáshlíð
hefst miðvikudaginn 4. apríl kl. 8.
Á AÐALFUNDI Tryggingamið-
stöðvarinnar hf. í vikunni lýstu
Gunnar Felixson, forstjóri félagsins,
og Jón Ingvarsson, þáverandi stjórn-
arformaður, áhyggjum sínum af því
að nauðsynlegt hefði reynst að grípa
til útjöfnunarskuldar í bókum félags-
ins annað árið í röð til að mæta mikl-
um tjónaþunga í ökutækja- og eigna-
tryggingum. Að sögn Gunnars hefði
tap af vátryggingarekstri félagsins
numið 55 milljónum króna ef ekki
hefði verið gripið til útjöfnunar-
skuldarinnar, en þar sem 200 millj-
ónir voru færðar úr útjöfnunarskuld
nam hagnaðurinn af vátrygginga-
rekstrinum 145 milljónum króna.
Á fundinum kom fram að síðast-
liðið ár reyndist Tryggingamiðstöð-
inni að mörgu leyti þungt í skauti.
Stór tjón á borð við brunann í Ís-
félaginu í Vestmannaeyjum og brun-
ann í MS Hanover lentu á félaginu.
Þá var tjónaþungi mikill í ökutækja-
tryggingum, svo og í fjölskyldu- og
fasteignatryggingum. Iðgjöld ársins
hækkuðu, að sögn Jóns, um tæp 13%
en tjón ársins hækkuðu um rúm 50%
og sagði hann að skýringuna á þess-
ari gríðarlegu hækkun tjóna væri að
miklu leyti að finna í tveimur fram-
antöldum stórtjónum, en samtals
næmi fjárhæð þessara tveggja tjóna
nokkru á annan milljarð króna.
Þörf á hækkun iðgjalda
eignatrygginga
„Bókfært tap félagsins af rekstri
ökutækjatrygginga á síðastliðnu ári
var 315 milljónir og á síðastliðnum
þremur árum er tapið orðið samtals
1.043 milljónir króna,“ sagði Jón og
gat um 25–30% hækkun iðgjalda
ökutækjatrygginga félagsins um
mitt sl. ár. Miðað við óbreyttan
tjónaþunga sagði Jón að enn hefði
vantað 15–20% á að iðgjöld væru
nægjanleg. Félagið hefði hins vegar
talið að ýmislegt benti til þess að
draga myndi úr tjónaþunga og nú
virtist sem það væri að gerast.
„Verði framhald á þeirri þróun gæti
rekstur ökutækjatrygginga komist í
viðunandi horf á þessu ári eða því
næsta.“
Hvað rekstur eignatrygginga
varðar kom fram í máli Jóns að þær
hafa fram til þessa gengið vel en mik-
il samkeppni á undanförnum árum
hefur leitt til lækkunar iðgjaldstaxta
um leið og tjónaþungi hefur verið að
aukast. Hann sagði þörf vera á frek-
ari iðgjaldahækkunum til þess að af-
koma þessarar greinar yrði viðun-
andi.
Ný stjórn Tryggingamiðstöðvar-
innar var kosin á fundinum en þrír
stjórnarmenn, Ágúst Karlsson,
Magnús Bjarnason og Svavar B.
Magnússon, gáfu ekki kost á sér til
endurkjörs. Nýju stjórnina skipa
Tryggvi Jónsson formaður, Einar
Sigurðsson, Geir Zoëga, Guðbjörg
Matthíasdóttir, Haraldur Sturlaugs-
son, Jón Ingvarsson og Þorgeir
Baldursson.
Aðalfundur Tryggingamiðstöðvarinnar hf.
Morgunblaðið/Þorkell
Jón Ingvarsson sagði bókfært tap Tryggingamiðstöðvarinnar af rekstri
ökutækjatrygginga á sl. þremur árum vera orðið rúmur milljarður.
Mikill tjónaþungi setti
mark sitt á reksturinn
VARAFORMAÐUR norska
alþýðusambandsins LO segir
að sambandinu takist að koma
á 30 tíma vinnuviku fyrir alla
í Noregi innan tíu til fimmtán
ára. Fyrsta skrefið, 35 tíma
vinnuvika án launaskerðingar,
verður samþykkt á aðalfundi
LO í maí, að því er fram kem-
ur í Dagens Næringsliv.
Gerd-Liv Valla er varafor-
maður LO og næsti formaður.
Í samtali við DN segir hún að
30 tíma vinnuvika sé raun-
hæft markmið.
Margir sem eru í hluta-
starfi vilji vinna meira og
mikil veikindaforföll bendi til
þess að fólk þoli ekki vinnu-
álagið eins og það er nú.
Styttri vinnuvika mun minnka
veikindaforföll þar sem fleiri
munu þola að vinna fulla
vinnu, að mati Valla.
30 tíma
vinnuvika
innan
15 ára
Ósló. Morgunblaðið.
PLASTPRENT hefur verið rekið
með tapi undanfarin ár og í fyrra
jókst tapið um 29% milli ára og var
115 milljónir króna. Afkoma fyrir
fjármunaliði hefur þó snúist úr tapi í
hagnað, en það sem átti stóran þátt í
að draga félagið niður var niður-
færsla á hlut Plastprents í dóttur-
félagi þess, Akó-Plastosi hf. Þessi nið-
urfærsla nam 64 milljónum króna og
er gerð vegna óvissu um áframhald-
andi rekstur félagsins, en það stendur
nú í nauðarsamningum við lánar-
drottna sína.
Annað sem miklu réð um afkomu
Plastprents var að neikvæð sveifla
gengismunar nam um 80 milljónum
króna. Fjármunaliðir voru neikvæðir
um 107 milljónir króna í stað 47 millj-
óna króna ári fyrr.
Rekstrartekjur hækkuðu um 1%
milli ára, en rekstrargjöld án af-
skrifta lækkuðu um 8%. Þessu veldur
aðallega að laun og launatengd gjöld
lækkuðu um 61 milljón króna, eða
18%. Ástæðan er sú að starfsfólki
fækkaði um 20% milli ára. Tekjur á
starfsmann hafa því hækkað um 27
milljónir króna.
Hlutafé félagsins var aukið um 30
milljónir króna með hlutafjárútboði í
september í fyrra. Eignarhlutur í
Akó-Plastosi, sem keypt var á síðasta
ári, var fjármagnaður með allt að 13%
aukningu hlutafjár að því er fram
kemur í fréttatilkynningu frá félag-
inu. Langtímaskuldir félagsins lækk-
uðu um tæpar eitt hundrað milljónir
króna milli ára og voru 519 milljónir
króna í árslok 2000. Afborganir lang-
tímalána þyngjast hins vegar mikið
milli ára. Árið 2000 voru þær 97 millj-
ónir króna, en eru 217 milljónir króna
í ár og 171 milljón króna á næsta ári.
Tap Plastprents
eykst milli ára
1 '
! (" #
$ #
#
%&' #
$ !
+,,
+ *
,
. . .
,
.
. -0
#
#
! "
! "
! "