Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 63
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 63 ÍÞRÓTTASKÓR Á FRÁBÆRU VERÐI! Blátt og hvítt drapp og hvítt St. 36-41 Kr. 2.000 Blátt og hvítt St. 36-46 Kr. 2.000 Hvítt og bleikt Hvítt og blátt Hvítt og svart St. 22-35 Kr. 1.000 KRINGLAN sími 568 6062 Vinningar komu á eftirtalin númer: Ferð fyrir tvo til Benidorm, Mallorka eða Portúgal að verð- mæti kr. 190.000 á miða nr. 81189 - 70853 - 43295 og 86766. Ferð fyrir tvo til Dublinar að verðmæti kr. 80.000 á miða nr. 30568 - 83930 - 70512 - 52694 - 31201 - 111405 - 94677 og 108059. Aðalútdráttur, þar sem dregið verður um 332 vinninga að verðmæti 36,3 milljónir, fer fram föstudaginn 6. apríl næstkomandi. Slysavarnafélagið Landsbjörg Dregið hefur verið í aukaútdráttum ferðahapp- drættis Slysavarna- félagsins Landsbjargar 7., 14., 21. og 28. mars 2001. Foreldrar barna fæddra 1996 og 1997 athugið! ListakotList kot lista- og leikskóli Bekkjarstarfið er hluti af 6 eða 8 tíma vistun barna í Listakoti og fer fram á tímanum milli kl. 10 og 15. Leikskólinn er opinn frá 7.50 til 17.30. Bekkjarstarfið fellur niður í jóla-, páska- og sumarfríum eins og grunnskólinn. Leikskólinn er opinn allan ársins hring fyrir utan venjulega frídaga, milli jóla og nýárs og á starfsdögum kennara. Innritun fyrir veturinn 2001-2002 verður á morgun, laugardaginn 31. mars milli, kl. 12 og 15 í Listakoti, Holtsgötu 7, 101 Reykjavík. Innritunargjald kr. 12.000. Eftirtaldir kennarar verða til viðtals á staðnum: Birna Björnsdóttir, tónlistarkennari, Björk Sigurðardóttir, píanókennari. Heiður Þorsteinsdóttir, grunnskólakennari í skólastjórn. Margrét Sveinsdóttir, myndlistarkennari í skólastjórn. Sigríður Hulda Sveinsdóttir, leik- og grunnskólakennari í skólastjórn. Ballett 1 tími Myndlist 3 tímar Tónlist* 3 tímar Leiklist 1 tími Stærðfræði 3 tímar Náttúrufræði 1 tími Íslenska 4 tímar 16 kennslustundir á viku, allar 20 mínútna langar nema ballet- og kórskóli, 30 mínútur. *Þar af 2 tímar í kórskóla. 4ra ára bekkur fyrir börn fædd 1997 Ballett 1 tími Myndlist 4 tímar Tónlist* 5 tímar Leiklist 1 tími Stærðfræði 4 tímar Náttúrufræði 2 tímar Íslenska 5 tímar 22 kennslustundir á viku, allar 40 mín. langar, nema ballett 30 mín., kórskóli 30 mín. og einkatími á píanó 20 mín. *Þar af 2 tímar í kórskóla, 2 tímar í forskóla með blokkflautu og einkatími á píanó 20 mín. 5 ára bekkur fyrir börn fædd 1996 LISTAKOT, LISTA- OG LEIKSKÓLI, HOLTSGÖTU 7, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 551 3836. Heimsmeistari með járninga- námskeið JÁRNINGANÁMSKEIÐ verður haldið á laugardag á Ingólfshvoli í Ölfusi í boði O. Johnson og Kaaber sem er umboðsaðili Mustad á Íslandi. Þar mun fyrrum heimsmeistari í járn- ingum, Grant Moon, leiðbeina með fyrirlestri og sýnikennslu. Honum til aðstoðar verða Sigurður Torfi Sig- urðsson, Stefán Steinþórsson og Sig- urður Sæmundsson. Á námskeiðinu verður kynnt ný gerð af skeifum sem framleiddar eru hjá Mustad en auk þess að framleiða skeifur er fyrirtæk- ið þekktast fyrir framleiðslu á hóf- fjöðrum og í seinni tíð fyrir vönduð verkfæri til járninga. LEIÐRÉTT Íslandsfugl en ekki Ísfugl Í frétt í blaðinu í gær, á Akureyr- arsíðu, var sagt frá samþykkt bæj- arstjórnar Dalvíkur á breytingum á deiliskipulagi við Hafnarbraut vegna vinnslustöðvar Ísfugls. Heiti vinnslustöðvarinnar var rangt og átti að vera Íslandsfugl. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. SÝNING verður um helgina hjá Toyota á Nýbýlaveginum. Frum- sýndur verður hér á landi Land Cruiser FJ40 árgerð 1965 sem sýndur var á bílasýningunni í Genf fyrir um mánuði. Einnig verða 50 ára afmælisútgáfur af Land Cruis- er 90 og Land Cruiser 100 sýndar. Þá verður Arctic Trucks með sér- staka sýningu á breyttum jeppum og tilboð verða á útivistarfatnaði og ýmsu tengdu jeppamennsku. Að lokum verða Toyota betri notaðir bílar með óvenjumikið úrval af not- uðum jeppum af öllum stærðum og gerðum og verða nokkrir þeirra á sérstöku hátíðartilboði. Opið verður á laugardaginn frá kl. 12–16 og á sunnudaginn frá kl. 13–16. Endurgerður Land Cruiser FJ40 1965 verður frumsýndur um helgina. Eins og nýr úr kassanum Ný sýning í tengsl- um við Geysisstofu BISKUP Íslands Karl Sigurbjörns- son opnaði síðdegis í gær sýningu í tengslum við Geysisstofu sem fjallar um 1100 ára sögu Geysis og Haukadals. Sýningin á að geta gef- ið ferðamönnum, sem litla innsýn hafa í sögu landsins, einhverja hug- mynd um sögu staðarins. Einnig er henni ætlað að vera fræðslusýning fyrir börn og mikinn fróðleik um staðinn er einnig að finna fyrir þá sem eftir því leita. Í fréttatilkynningu segir: „Saga staðarins er margþætt. Þar hafa tvisvar verið reknir einkaskólar. Fyrst á 11. öld þegar Hallur Þór- arinsson og Teitur Ísleifsson héldu þar uppi fræðasetri að hætti er- lendra höfðingja. Skólinn var einn- ig sá fyrsti, sem útskrifaði presta. Þar var 7 ára föðurlausum pilti, Ara Þorgilssyni, sem síðar hlaut viðurnefnið fróði, komið í fóstur 1067 og varð hann þekktasti nem- andi skólans. Ari skrifar síðar Ís- lendingabók og leggur með henni grundvöllinn að íslenskri sagn- fræði. Á þessari öld var það frum- herjinn og hugsjónamaðurinn Sig- urður Greipsson, sem stofnaði íþróttaskóla á Söndunum við Geysi og rak hann um 46 ára skeið. Á sýningunni er sögð saga íþrótta- skólans og skýrt frá viðbröðgum ferðamanna fyrr á tímum við nátt- úruundrinu Geysi. Þar er fjallað um það menningarlega umhverfi sem ætla má að Ari fróði hafi alist upp í. Það segir frá landfræðilegum staðháttum í Haukadal og langvar- andi tengslum við biskupsstólinn í Skálholti og reynt að leiða getum að því hvað olli því að staðurinn og varð jafnsögufrægur og raun ber vitni um.“ Sýninguna hönnuðu þær Hildur Hákonardóttir og Alda Sigurðar- dóttir. Óvissuganga SJÁLFBOÐALIÐASAMTÖK um náttúruvernd efna til óvissugöngu laugardaginn 31. mars. Lagt verður af stað kl. 11 frá strætisvagnaskýlinu í Mjódd. Gangan tekur 3–4 tíma og eru allir velkomnir. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.